Morgunblaðið - 10.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Jainoðormenn þor og hér ÞAÐ er stundum fróðlegt að bera saman stefnu og starfs- háttu stjórnmálaflokka í hinum ýmsu löndum. T.d. er það mjög gagnlegt að gera nokkurn saman- burð á vinnubrögðum jafnaðar- manna á íslandi og t.d. í Dan- mörku. í Danmörku eru jafnaðarmenn stærsti flokkur þjóðarinnar. Þeir hafa um langt skeið farið þar með völd og nú situr þar minni- hlutastjórn jafnaðarmanna. Þessi stjórn hefur mætt margh.áttuðum erfiðleikum í efnahagsm.álum. — Gjaldeyrisaðstaða landsins hefur versnað stórlega síðan hún tók við völdum. Verðbólga hefur farið í vöxt og dimma skýjaflóka hefur dregið á loft í efnahags- málum Dana. En þessi stjórn jafnaðarmanna hefur ekki hikað við það að mæta þessum hættum með ráð- stöfunum, sem taldar hafa verið nauðsynlegar. Og aðgerðir henn- ar hafa alls ekki verið vinsælar, allra sízt meðal verkalýðsins og launastéttanna yfirleitt. — Þær hafa verið í því fólgnar að draga verulega úr fjárfestingu, t.d. úr íbúðarhúsabyggingum, minnka framlög til húsnæðismála og leggja á nýja skatta. Þessar ráð- stafanir dönsku stjórnarinnar hafa fyrst og fremst miðað að því að draga úr eyðslu og neyzlu innanlands yfirleitt. Það hafa fjármálamenn þjóðarinnar talið nauðsynlegt til þess að bæta gjaldeyrisaðstöðuna og til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmál- unum. * Þessar ráðstafanir dönsku jafn- aðarmannastjórnarinnar hafa þeg ar borið nokkurn árangur. Gjald- eyrisaðstaðan hefur batnað og út- flutningsframleiðslan, sem fyrst og fremst byggist á landbúnað- inum, hefur gengið sæmilega. Vitanlega hafa þessar stjórnar- ráðstafanir kostað dönsku þjóð- ina nokkur óþægindi í bili. En hún hefur yfirleitt sætt sig við þær, vegna þess að hún hefur skilið að þær voru nauðsynlegar til þess að tryggja efnahagsaf- komu hennar í framtíðinni. Jafnaðarmenn í Danmörku hafa þannig sýnt að þeir starfa sem ábyrgur flokkur. Þeim hefur að sjálfsögðu verið Ijóst að hinar óvinsælu ráðstafanir í efnahagsmálum gátu haft í för með sér fyigisrýrnun meðal þjóðarinnar. En þeir töldu þær nauðsynlegar og létu þess vegna ekki undir höfuð leggjast að framkvæma þær. Þáttur Afjiýðuflokksins Hér á Islandi hefur jafnaðar- mannaflokkurinn, sem nefnir sig Alþýðuflokk, tekið allt aðra af- stöðu til vandamála sinnar þjóð- ar í dag. Þessi flokkur er að vísu lítill og sundurleitur. Og það ein- stæða ólán hefur hent hann, að hefja ábyrgðarlaust kapphlaup við kommúnista. En í því kapp- hlaupi hefur hann altlaf verið dæmdur til þess að tapa. Hefur það m.a. komið í Ijós í því að flokkurinn er margklofinn. Flugu menn kommúnista hafa undan- farin ár starfað innan raða hans Og unnið óSleitilega að því að grafa undan honum. Hefur þeim orðið þar svo vel ágengt að heita má að hann sé nú gjörsamlega lamaður innan verkalýðshreyf- ingarinnar, sem fyrr á árum var aðalbakhjarl hans. ★ Hér á íslandi dettur jafnaðar- mönnum ekki í hug að taka á- byrga afstöðu til hinna þýðingar- mestu mála. Síðan Alþýðuflokk- urinn fór úr stjórn árið 1949, „dró sig út úr pólitík“, eins og það hefur verið orðað, hefur hann forðast það eins og heitan eldinn að leggja nokkuð jákvætt til lausnar þeirra vandamála, sem þjóðin hefur átt við að etja á hverjum tíma. Hann hamaðist gegn þeim ráðstöfunum, sem minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins og síðar samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins beitti sér fyrir í ársbyrjun 1950 til sköp- unar jafnvægis í efnahagsmálun um. Enda þótt þessar ráðstafanir bæru á næstu árum mikinn árang ur og tryggðu þjóðinni velsæld og stórkostlegar framfarir, hélt Alþýðuflokkurinn áfram að berja höfðinu í steininn. Hann fylgdi kommúnistum í trylltri baráttu gegn hvers konar viðleitni til þess að halda efnahagsmálum landsmanna á réttum kili. Sjálfur gat hann ekki bent á neinar aðrar leiðir er farnar skyldu til þess að tryggja efna hagsafkomu þjóðarinnar. Síðast í gær hefur blað ís- lenzkra jafnaðarmanna ekkert annað til málanna að leggja en persónulegar skammir og skæt ing um Ieiðtoga Sjálfstæðis- flokkins. „Skerðing lífskjaranna“ Það er eitt dæmi um hinn fárán lega málflutnings íslenzkra jafn- aðarmanna að þeir hafa undan- farið látið blað sitt halda því fram að núverandi ríkisstjórn vinni að því að „skerða lífskjör" almennings í landinu. Hver ein- asti vitiborinn íslendingur veit að þetta er sleggjudómur einn og fjarstæða, sem engin rök á í raunveruleikanum. Sennilega hefir engin ríkisstjórn í þessu landi, nema e. t. v. nösköpunar- stjórnin, sem Sjálfstæðisflokkur- inn veitti forstöðu, lagt jafn mikla áherzlu á það að treysta afkomugrundvöll þjóðarinnar og bæta aðstöðu almennings um land allt í lífsbaráttunni. Stór- felldum framkvæmdum hefur verið haldið uppi á svo að segja öllum sviðum þjóðlífsins. Ný at- vinnutæki hafa risið, stóriðnað- ur hafinn í landinu, stuðningur við íbúðarhúsabyggingar stór- aukinn, bygging stórra orkuvera til raforkuframleiðslu víðs vegar um land undirbúin og fjöldi skóla og annarra heilbrigðis- og menn- ingarstofnana reistur. Er þá að- eins fátt eitt upp talið af þeim víðtæku og fjölþættu framkvæmd um, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið að. ★ En stjórnarandstöðuflokk- arnir með kommúnista í broddi fylkingar og Alþýðu- flokkinn í tagli þeirra, hafa ekki viljað una þessari þróun. Þess vegna hafa þeir neytt áhrifa sinna innan verkalýðs- samtakanna til þess að setja verðbólguhjólið af stað að nýju„ skapa kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem haft hefur í för með sér nýtt dýrtíðarflóð yfir þjóðina. Þroskamunur á þorski úr Faxaílóa og við A ustfirði — Faxaflói ekki elliheimili — Hægt að merkja karfa FISKIFRÆÐINGARNIR þrír |j* • sem sátu fund Aiþjóðiega vio tiskitræðBngaiia sem hafrannsóknarráðsins í Kaup-1 . „ |# ^ ^ ^ mannahöfn við lok síðasta voru a tundi Hatrannsoknaráðsins mánaðar, eru komnir heim. Á fundinum mætti mikill fjöldi fiskifræðinga og haffræðinga. Fjöldi fyrirlestra var haidinn, og fluttu hinir íslenzku fiski- fræðingar hver sinn fyrulest- urinn. Jón Jónsson forstjóri Fiskideildarinnar talaði um þorskrannsóknir hér við land, Aðalsteinn Sigurðsson um kolamerkingar og Jakob Magnússon um karfarann- sóknir. f samtali við Mbl. í gær, sögðu fiskifræðingarnir fund þennan hafa verið hinn ! merkilegasta, og orðið þeim til hins mesta gagns. —★— Alls voru fluttir um 100 fyrir- lestrar á fundinum, í hinum ýmsu sérnefndum, sem starfa innan ráðsins. Hlýddu íslendingarnir á þá, er þeir töldu að gætu varðað starf þeirra hér heima. Fiskifræðingarnir við upphleypt sjókort af miðunum kringum ís- land og hafinu milli íslands og hafinu milli íslands og Grænlands og Færeyja og íslands. — Jón Jónsson forstjóri Fiskideildarinnar er á hægri hönd. Næstir honum eru dr. Jakob Magnússon fiski- fræðingur og Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur. Myndin er tekin í Fiskideildinni í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Merkingar á þorski undanfarin TÍMGUN KARFANS ÞORSKRANNSOKNIRNAR Jón Jónsson forstjóri, talaði um áhrif hitans í sjónum á vöxt þorsksins. Eru þessar rannsóknir þáttur í umfangsmiklum rann- sóknum hans. Hér við land er mjög heppileg aðstaða til slíkra ^ benda til bess að borskur ál Dr. Jakob Magnússon fiskifræð luta, vegna þess hve landið þessu aldurgskeið:[ gé mjög sta8. ingur, flutti erindi um karfarann- bundinn. Þá reyndi Jón Jónsson sóknir, athuganir sínar á kyn- fiskifræðingur, að gera saman- I færum karfans og timgun hans, burð á þessum rannsóknum sín- en ^ann fæðir lifandi afkvæmi. um og þeim, sem gerðar hafa ver- Skýrði Jakob frá því, að þessi ið á rannsóknarstofum, þar sem úfíæri væru með nokkrum öðr- fiskifræðingarnir hafa í hendi um, hcetti en menn höfðu gert ráð sér að ákveða hitastigið. Kom í fyrir. En af þessum athugunum Ijós, að niðurstöður Jóns voru í mn draga ályktanir um timgun góðu samræmi við þessar til- j ^ans' Karfinn eðlar sig fyrrihluta raunir í rannsóknarstofum er- vefrar> a tímabilinu okt.—-des., lendra fiskifræðinga. Geta má en, karfinn gýfur aðallega í maí- þess, að meðalhiti í Faxaflóa á manuði, og eggm frjovgast í marz liggur á glöggum hafstrauma- mótum. f fyrirlestri sínum skýrði Jón frá því, að mjög náið sam- hengi væri milli vaxtarins og hitans í sjónum á uppeldisstöðv- unum, — og fyrirlesarinn sýndi fram á það, að vöxtur fisksins er örari í heitari sjá; en hinn kald- ari dregur verulega úr honum. Sýndi Jón línurit máli sínu til stuðnings. Þar kemur m. a. fram, að fjögurra ára þorskur í Faxa- flóa er tæplega 70 sm., en jafn- gamall þorskur í kalda sjónum út af Austfjörðum, er 45 sm. Allt bendir til að hitinn valdi þess- um mikla vaxtamun. 50 m. dýpi í ágústmánuði, er 8,5 byrjun. Líffærarannsóknirnar stig, en á sama tíma er hitastigi’ð ieiddu ennfremur í Ijós mikilvæg út af Austfjörðum (norðanverð- um) 3,6 stig. I uu andi óhri^ar: Skyrið — EKKI alls fyrir löngu urðu nokkrar umræður hér í dálk- unum um rjómann og skyrið sem selt er í mjólkurbúðunum hér í bæ. Voru menn ekki á eitt sáttir um það, hvort skyrið væri gott eða vont og lýsti Velvakandi því yfir, að honum fyndist það yfir- leitt gott. Kom það af stað nokkr- um kurr sem birtist í bréfum er honum voru send — og nú birtum við enn eitt mótmælabréf frá „Húsmóður". Hún segir: — Kæri Velvakandi. — Um daginn birtuð þér bréf frá „Húsmóður", sem kvartar undan skyrinu sem selt er hér í bæ. Ég er henni alveg sammála. Skyrið er oft vont, stundum sæmilegt, en aldrei gott. Ég verð að segja það, að fyrst Velvakandi getur hælt skyrinu er hann áreiðanlega ekki mat- vandur, og mætti segja mér, að honum standi nokkurn veginn á sama um, hvað hann leggur sér til munns. Og ég er alveg viss um, að hann hefur aldrei borðað verulega gott skyr. Ég vildi ráð- leggja honum að útvega sér dá- lítinn slatta af Borgarnes-skyri og sæi hann þá fljótt, hversu ó- líkt það er „samsölu-skyrinu", sem einhver hitakeimur virðist alltaf vera af, þótt það sé annars ískalt. Borgarnes-skyrið er alltaf mjög ferskt og þétt og í því eru aldrei neinir kekkir. — og rjóminn FYRIR 25 árum, heldur „Hús- móðir“ áfram, var hægt að fá hér í Reykjavík sérstakan þeytirjóma í lausu máli og var hann þykkari en hinn. Hví er ekki lengur hægt að fá slíkan rjóma í mjólkurbúðum okkar? Ekki alveg sama! EG þakka „Húsmóður" bréf hennar og finnst ekki ástæða M1 að gera margar athugasemdir við það. Velvakandi er enn sama sinnis um skyrið okkar, og þó er hann ákaflega matvandur; hon- um stendur t.d. alls ekki á sama um, hvað hann leggur sér til ■nunns, eins og þessi ágæta „Hús- móðir“ virðist halda. — Hann mundi sennilega alls ekki „leggja sér til munns“ skósóla, eins og forfeður okkar á mestu niður- lægingartímum fyrri alda — og helzt vildi hann losna við að borða hræring, ef frúin bæri hann fram. En það skiptir ekki máli hér og verðum við frúin að ræða um það síðar — í einrúmi. Merklt, ■em klæfflr lnndlS atriði í sambandi við ákvörðun kynþroskastigs, einkum hjá hængum, en það er þýðingarmik- ið atriði í fiskirannsóknunum, t. d. við skilgreiningu ýmissa stofna karfans. Dr. Jakob Magnússon skýrði fm því í samtali þessu, að þýzki fiskifræðingurinn, Dr. A. Kotthaus frá Bremerhaven, hafi flutt erindi á fundinum um hvort ofveiði ætti sér stað á karfastofninum. Komst hinn þýzki fiskifræðingur að þeirri niðurstöðu í erindi sínu, að ekki væri fyrirliggjandi vís- indaleg rök fyrir því að karf- inn væri ofveiddur. Byggir hann niðurstöður sínar m. a. á lengdarmælingum á karfa allt síðan 1929. AÐALVANDAMÁL KARFARANNSÓKNANNA Á fundinum urðu allmiklar umræður um aldurgreiningu á karfa og greiningu hans í stofna, en þetta hefur ekki tekizt. Er aldurgreining karfans eitt hið mest aðkallandi vandamál karfa- rannsóknanna í dag. Ríkja í þeim efnum mörg og mismunandi sjónarmið. Á eitt voru menn sátt- ir, en það var nauðsyn þess, að þeir, sem fást við þessi efni, kæmu sem fyrst saman og ræddu sameiginlega bæði þessi vanda- mál karfarannsóknanna, og hvort ekki væri leið til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á fundinum voru ennfremur rædd- ir möguleikar á merkinu karfans, en þar er einnig að mæta mjög miklum tæknilegum örðugleik- um. HÆGT AÐ MERKJA HANN? í sambandi við merkingar á karfanum kom fram sú skoðun, að hugsanlegt væri að merkja karfann með önglum. Skyldi leggja línu með mjög veikum Frh. á bls. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.