Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 1
tutfrlaM 16 síður 4i árgangw 259. tbl. — Lagardagur 12. nóvember 1955 PrenUndlja Msrgunblaðsins Veski með rúmlega 4000 kr. stolið .í FYRRAKVÖLD hvarf peninga- veski í afgréiðslu sölunefndar -varnarliðseigna að Laugavegi 170 með rúmlega 4000 krónum. Þetta gerðist um klukkan 5. — Jón Magnússon afgreiðslustjóri þar; var að afgreiða mann með • vörur. Hann hafði tekið við pen- ingum hjá honum og ætlaði að setja þá í veski, er hann hafði lagt á afgreiðsluborðið, þegar hann þurfti að bregða sér í sím- ann. — Þegar hann kom aftur, tók hann strax eftir þvi, að vesk- ið var horfið af borðinu. Þegar þetta gerðist, voru nokkr ir menn þar í afgreiðslunni, og •eru það tilmseli rannsóknarlög- . reglunnar til þeirrn, að þeir komi til viðtals, geti þeir gefið upp- lýsingar varðandi hvarf veskis- Herinn gerir byltingu í Brazilíu Fotseti landsins, Carios Luz flýr höfuðborgina Ekki er enn fyllilega ljóst, hverer tilgang- ur uppreisnarforingjans, Lotts hershöfðingja RIO DE JANEIRO, 11. nóv. — Reuter-NTB UPPREISN var gerð í Brazilíu í dag, og var forseta landsins, Carlos Luz, steypt af stóli. Að baki uppreisnarinnar stendur fyrrverandi hermálaráðherra Lott, sem sagði af sér í gaer, og hefir landherinn veitt honum stuðning, en bæði sjóherinn og flugflot- inn eru Lott andvígir og kom til nokkurra átaka milli landhersins annars vegar og sjóhersins og flughersins hins vegar í Rio de Janeiro i dag. Sem fyrr segir voru í veskinu ' Tavora, frambjóSandi hersins í rúmar 4000 krónur í peningum og forsetakosningunum — hver er af- ávísunum. ^sta'öa Lotts gagnvarl Tavora? Dulles setur krók á móti bragbi Gerir ao engu eina abalröksemd Molotovs gegn Ijósmyndun hernaðarmannvirkja úr lofti GENF, 11. nóv. — Reuter-NTB BANDARÍSKI utanríkisráðherrann Dulles lýsti því yfir í Genf í dag, að Bandaríkjamenn væru fúsir til að láta tillögu Eisen- howers um ljósmyndun hernaðarmannvirkja úr lofti ná til fleiri landa en Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, ef ráðamenn í Keml væru fúsir til að fallast á slíkt fyrirkomulag sem fyrsta skrefið í áttina til alþjóða afvopnunar. Tók Dulles sérstaklega fram, að ijósmyndunin mundi þá ná til herstöðva Bandaríkjamannn á er- lendri grund, og mundi það sama gilda um herstöðvar Rússa í öðrum ríkjum. Hefir Dulles með þessari yfir- lýsingu sinni gert að engu aðalröksemd Molotovs gegn tillögu Eisenhowers. En á fund inum í gær aftók Molotov ein- dregið, að Rússar gætu fallizt á tillöguna, þar sem hún næði eingöngu til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. • Kvaðst Dulles vona, að Rússar hefðu ekki ákveðið endanlega að hafna tillögunni algjörlega, Væru Bandaríkjamenn fúsir til að leita þegar samþykkis ann- arra landa um að láta ljösmynd- un úr lofti ná til herstöðva í fleiri löndum. Vildu Bandaríkjamenn einnig, að tillaga Bulgnnins frá f sumar um eftirlitsstöðvar við allar helztu samgöngumiðstöðvar — svo sem aðaljárnbrautarstöðv- ar, hafnir og flu^gvelli — kæmizt í framkvæmd, og myndu þeir beita sér fyrir því, ef saman gengi um tillögu Eisenhowers. Svaraði Molotov yfirlýsingu Dulles með sömu röksemdunum og hann beitti í gær, að Ijósmynd un hernaðarmannvirkja úr lofti mundi °kki binda endi á vígbún- . aðarkapphlaupið né koma í veg fyrir, að framleidd væru kjarn- orkuvopn. Segir í fréttastofufregnum, að komið hafi til hvassra orðaskipta milli Molotovs annars vegar og utanríkisráðherra Vesturveld- anna hins vegar. Umræðunum um afvopnunar- málin verður haldið áfram á morgun, og er líklegt, að þau verði þá tekin af dagskrá. Hafa utanríkisráðherrarnir ákveðið að Ijúka viðræðum sínum n. k. mið- vikudag — einum degi fyrr en áætlað var og hefur ráðstefnan þá staðið réttar þrjár vikur. Síðustu fregnir frá Rio de Janeiro herma, að Garlos Luz, sem skipaður var forseti í veik- indaforföllum Cafe Filhos, hafi í morgun leitað hælis í beitiskip- inu Almirante Parroso, sem lá í höfn í Rio de Janeiro. í kvöld hélt beitiskipið úr höfn, og er ekki kunnugt um, hvert ferð þess var heitið. Skotið var frá I strandvirkjum á skipið, sem' komst samt óhindrað leiðar sinn- ar. Um borð í skipinu voru ásamt forsetanum flotamálaráðherr- ann, dómsmálaráðherrann og yf- irmaður flotamálaráðueytisins, en óstaðfestar fregnir herma, að Lott hafi látið handtaka her- málaráðherrann, sem tók við af honum. * RAMOS GERÐUR FORSETI Báðar deildir brazilíanska þingsins komu saman til fundar í dag. Lýstu þingmenn yfir því, að Carlos Luz væri „ekki hæfur" til að gegna forsetaembættinu lengur. Á sérstökum fundi neðri deildarinnar var ákveðið, að Ramos, forseti öldungadeildar- innar, skyldi taka við forseta- embættinu. • • * Lott gaf út yfirlýsingu í dag og segir í henni, að herinn hafi tekið að sér stjórn landsins í þeim tilgangi að koma á heraga í landinu á ný. Hefir hann skipað sjálfan sig æðsta mann landsins, en hefir lagt blessun sína yfir, að Ramos fari með embætti for- seta. ir ÓLÖGLEGAR AÐGERÐIR OG BROT Á STJÓRNAR- SKRÁNNI Sjóherinn og flugflotinn hafa lýst sig eindregið andvíga að- FYh á bts. 2. Kubitschek í kosningabaráttunni — hyggst Lott veita honum full- tingi? Þöm blaða um reisicióma mjög athyglisverð sem sekir eru um ölvun við akstur uldrei sviptir öku- leyfi sfyttra en 6 múnuði Ræða Bjarna Benediklssonar á þingt í gær Það er Þeir w c*> Verður hægt uð unurveikinni ú WASHINGTON — Allt útlit er fyrir, að lömunarveikisfaraldur- inn í Bandaríkjunum í ár, verði sá vægasti, er gengið hefur yfir landið um fjögurra ára skeið, segir í skýrslu heilbrigðisyfirvald anna. Til þessa hafa rúmlega 25 þús. manns veikzt, en rúmlega 33 þús. höfðu veikzt á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir, að löm- unarveikitilfellin verði alls um 29 þús. á þessu ári — og hefur þessi tala ekki verið svo lág síðan á árinu 1951, er rúmlega 28 þús. manns veiktust. Einnig hafa miklu færri dáið af völdum löm- unarveikinnar í ár en í fyrra — — um 800 manns hafa dáið af völdum veikinnar í ár, en 1500 á sama tima í fyrra. Ekki má samt draga þá ályktun af þessum tölum, að Salk-bólu- efnið hafi valdið hér miklu um, þar sem svo lítill fjöldi hafði verið bólusettur. Hins vegar kom í ljós, að þau 7 milljón börn á aldrinum 5—9 ára, sem bólusett höfðu verið, tóku miklu síður sigrust ú löm- næstu sjö úrum veikina, en börn á sama aldri, sem ekki höfðu verið bólusett. Einn helzti forvígismaður Banda- ríkjanna í baráttunni gegn löm- unarveikinni, Basil O'Connor, segir, að vonir standi til, að eftir sjö ár muni Bandaríkjamönn- um hafa heppnazt að sigrast á þeim anga lömunarveikinnar, er veldur alvarlegum lömunum — einkum þar sem stöðugt sé unnið að því að fullkomna Salk-bólu- efnið. BELGRAD — Sérstakar lestir ganga nú á milli Moskvu og Balgrad til að anna óvenju mikl- um ferðamannastraum frá Rúss- landi til Júgóslavíu. Nýlega komu 200 rússneskir ferðamenn til Belgrad sama daginn til að ferðast um land Títós. Síðustu fimm árin af stjórnartíð Stalíns, var Rússum bannað að fara til Júgóslavíu. er orðin föst venja að ökuleyfissvipting fyrir ölvun við akstur sé aldrei minni en í 6 mánuði. Ef slys verður eða afbrotið er alvarlegra, er lengri ökuleyfissvipting dæmd. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra skýrði frá þessu í umræðum á Alþingi í gær. — Hann gat þess einnig, að á síðari árum væri alveg horfið frá því að menn séu náðaðir af svipt- ingu ökuleyfis, nema hún taki til lengri tíma en 3ja ára. Þá taldi ráðherrann, að dagblöðin í Reykjavík létu alltof mikið undir höfuð leggjast að segja frá refsidómum. Með þeirri þagnarvenju blaðanna, sem nú virðist algeng, hverfa hin almennu áhrif refsingar meira og minna. Sérstaklega taldi ráðherrann mikilvaegt að blöðin birtu nöfn allra þeirra manna, sem hljóta dóm fyir ölvun við akstur. Það er að vísu annað mál, að ekki er rétt að slík birting fari fram fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp. Ben Youssef feer fram þakkir PARÍS, 11. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. MOHAMMED BEN „YOSSEF, sem fer áleiðis til Rabat n.k. miðvikudag, bar í dag fram þakkir til spænsku stjórnarinn- ar fyrir aðstoð þá, er hún veitti honum eftir að franska stjórnin veik honum úr soldánsembætti í ágústmánuði árið 1953. Eftir að spánski ambassadorinn hafði átt tal við Ben Youssef, skýrði hann frá því, að Youssef hefði látið í ljós sínar innileg- ustu þakkir við Franco hershöfð- ingja og spánsku stjórnina. Ben Youssef lét þess einnig getið, að hann væri mjög vongóður um, að framtíðin myndi verða heilla- rík fyrir Marocco. Höfuð stjórn- arstefna framtíðarinnar mundi verða hlutleysi. Kvað hann Spán mundu hafa nána samvinnu við Marocco á þessum grundvelli. «TILLÖGUR SKÚLA GUDMUNDSSONAR Umræður þessar spunnust út af frumvarpi Skúla Guðmunds- sonar um breytingu á bifreiða- lögum, en aðalefni tillagna hans er að skylda Tryggingafélög til að krefja tryggingartaka um 30% af tjóni sem hann veldur af gáleysi og að bifreiðastjóri, sem ekur bifreið undir áhrifum áfengis skuli sviptur ökuleyfi ævilangt. NY BIFREIDA- OG UMFERBARLÖG í UNDIRBÚNINGI Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvaddi sér hljóðs. Hann kvað vel farið, að fram kæmu tillögur sem miðuðu að því að bæta úr umferðarmálun- um. Ekki kvaðst hann vilja leggja neinn dóm á tillögur Skúla, en hlutaðeigandi nefnd myndi gera það. Hins vegar minnti hann á að allsherjar end- urskoðun á bifreiða- og umferð- arlögunum færi nú fram. — Ég vonast til að geta lagt fram frumvarp að nýjum lög- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.