Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1955 £ kki i neð vopnum vec Vb I EFTIR SIMENON ~~~ -n tt. Fromh'aldssagan 40 andspænis hvor öðrum að næt- urlagi. Það var frost. Og þetta litla, auðvirðilega svín, kvaðst hafa komið út úr.... Getið þið gizkað á það, hvaðan hann þótt- ist vera að koma. Jú, hann sagð- ist vera að koma frá svefnher- bergi móður minnar“. Síðan bætti hann hirðuleysis- lega við, í lægri tón: „Ég hætti við áform mitt og fór hið bráð- asta til Moulins aftur“. Jéan Métayer glennti upp aug- un. Málflutningsmaðurinn strauk hökuna í þögulli undrun og gaf glasi sínu hornauga, en þorði ekki að taka það. „Þetta var ekki næg sönnun .... því að þeir voru tveir í hús- inu og Gautier gat hafa verið að segja satt. Eins og ég sagði áðan, þá var hann sá fyrri sem not- færði sér bágindi og eymd gam- allar konu. Métayer kom aðeins síðar.... Hafði Métayer, þegar hann fann hag sínum ógnað, freistast til að hefna sín? Þetta langaði mig til að vita.... Þeir voru báðir vel á verði og ber- sýnilega tortryggðu þeir mig báðir. — Gerðuð þér það ekki, Gautier? Höfðuð þér ekki skömm á þessum heiðursmanni, sem íalsaði ávísanir og reikaði í kring um höllina að næturlagi, án þess að þora að ákæra nokkurn mann, af ótta við það, að verða hand- tekinn sjálfur....?“ Greifinn breytti um róm: „Þér fyrirgefið mér, Monsieur le Curé og þér lænkir, fyrir að draga yður út í þennan óþrifnað, En það hefur þegar verið sagt, að hin raunverulega réttvísi, réttvísi dómstólanna, hafi ekkert atkvæði um þetta. Er það ekki rétt, Monsieur Maigret,... ? — Skilduð þér annars aldrei tilgang minn, þegar ég var að sparka í yður, undir borðinu, áðan....?“ Hann skáimaði fram og aftur um gólfið, frá ljósinu og inn í skuggann og aftur út úr myrkr- inu og inn í ljósið. Hann minnti stöðugt á mann, sem er að berj- ast við að halda sjálfum sér í skefjum og getur aðeins stillt sig og stjórnað skapi með ofurmann- egri áreynslu. Stundum gekk hann svo fast að Emile Gautier, að hann hefði get- að komið við hann. „Hvílík freisting, að grípa skammbyssuna og skjóta. Já, ég hafði sagt það sjálfur: að hinn seki myndi deyja um miðnætti, Og þér gerðust skjól og skjöldur greifaættarinnar og vörðuð heið- ur hennar“. í þetta skipti skall krepptur hnefinn svo fast í andlit Emiles Gautier, að blóð fossaði úr nös- um hans. Augu Gautiers voru eins og augu í dauðvona dýri. Hann rið- aði við höggið og var að gráti kominn af kvölum, ótta og skömm. Málflutningsmaðurinn vildi nú skerast í leikinn, en greifinn hratt honum til hliðar. „Fyrirgefið þér, viljið þér gera svo vel og skipta yður sem minnst af þessu“. Og þessi fáu orð táknuðu hina miklu fjarlægð, sem var á milli þeirra. Maurice de Saint-Fiacre gnæfði hátt yfir þá alla. „Viljið þið afsaka mig, herrar mínir. En ég verð að ljúka nokkr um skyldstörfum, sem ekki þola neina bið“, Hann opnaði dyrnar og sneri sér síðan að Gautier: „Komið með mér“. Fætur Gautiers voru eins og límdir við gólfið. Gangurinn var ljóslaus og skuggalegur Og hon- um hraus hugur við því, að verða skilinn einn eftir hjá fjanamanni sínum. En hann stóð ekki iengi kyrr í sömu sporum. Maurice de Saint- Fiacre gekk til hans og sló hann aftur og í þetta skiptið svo fast, að bankaritarinn kútveltist fram á ganginn. „Farðu upp“. * Og hann benti á stigann, sem lá upp á næstu hæð. „Umsjónarmaður, ég aðvara yður“, sagði ráðsmaðurinn óró- legur. Presturinn hafði snúið sér und- an. Hann leið sýnilega sárustu sálarkvalir, en hafði samt ekki þrek í sér til að skerast í leikinn. Allir voru eins og fastir í tjóð- urbandi og máttu sig hvergi hræra, en Métayer hellti víni í glas sitt, til þess að væta skræl- þurrar kverkarnar. „Hvert ætla þeir?“ spurði mál- flutningsmaðurinn. Þeir heyrðu greifann og Emile Gautier ganga fram eftir ganginum og fótatak þeirra bergmálaði í hinni djúpu, uggvænlegu þögn. Og þeir heyrðu djúpan og slitróttan andardrátt Emile Gautiers. „Þér vissuð þetta allt“, sagði Maigret hægt og mjög rólega við ráðsmanninn. „Þið unnuð saman, þér og sonur yður. Þér hafið svælt undir yður leigujarðirnar og veðréttinn.... En Jean Méta- yer var enn hættulegur.... og ykkar áform var því það, að losna við greifafrúna á hávaðalausan hátt og ryðja úr vegi, um leið, þessum svokallaða einkaritara hennar, með því að láta allan gruninn falla á hann.... “ Hátt og sársaukafullt óp kvað við og læknirinn flýtti sér fram ganginn, til þess að vita, hvað komið hefði fyrir. „Það er svo sem ekki neitt“, sagði hann, þegar hann kom aftur inn. „Svínið vildi ekki fara upp til þess. og greifinn varð að hjálpa hon- „Þetta er svívirðilegt . . . Þetta er argvítugasti glæpur.... Hvað ætlar hann eiginlega að gera?“ hrópaði ráðsmaðurinn og rudd- ist út úr stofunni. Maigret og læknirinn fylgdu honum eftir. Þegar þeir komu að stiganum, voru hinir tveir komnir upp á loftið og stóðu við dyrnar á her- bergi látnu konunnar. Þeir heyrðu Maurice de Saint- Fiacre segja: „Farðu inn“. „Ég get það ekki.... Ég,... “ „Farðu inn... . “ Svo heyrðist daufur smellur .... Annað högg, vel útilátið, á- réttaði hina ísköldu skipun. Pére Gautier hljóp upp stig- ann og Maigret og Bouchardon á eftir honum. Þeir komu allir þrír upp á ganginn í sömu andrá og herbergisdyrnar lukust á hæla greifans og Emile Gautiers. í fyrstu barst ekkert hljóð fram til þeirra, í gegnum hina þykku, viðamiklu eikarhurð. Ráðsmaðurinn hélt niðri i sér andanum og beit á vörina, óró- legur og kvíðinn. Örmjó ljósrák smaug út í gegn um skráargatið. „Krjúptu á kné“. Djúp þögn.... Slitróttur and- ardráttur.... „Fljótur... . Krjúptu á kné. .. . Og biddu nú um fyrirgefningu hennar....“ Aftur þögn, mjög löng, ógn- andi þögn. Því næst kvað við þjáningaróp og í þetta skipti var það ekki hnefi, sem laust andlit morðingjans, heldur hæll, harð- ur og tilfinningalaus skóhæll. „Fyrir.... fyrirgefðu.... “ „Er þetta allt og sumt? Er þetta allt, sem þér getur dottið í hug að segja? Mundu, að henni áttu að þakka alla þína menntun og uppfræðslu". „Fyrirgefðu....“ „Mundu, að fyrir aðeins þrem- ur dögum var hún enn á lífi“. „Fyrirgefðu.... “ „Mundu, viðbjóðslegi þorpar- inn þinn, að þú varst vanur að hreiðra um þig í rúminu henn- ar....“ „Fyrirgefðu.. Fyrirgefðu.... “ „Þetta er ekki nóg.... Haltu á- fram.... Segðu henni, að þú sért hinn vesælasti maðkur, ógeðsleg- Nýkomnar ódýrar vörur Nælontjull með borðum 120 cm breitt á kr. 78.90. Útlend dömu ullarnærföt, Kr. 95.50 settið. Undirföt allskonar, fyrir eldri og yngri. Poplin — Stungið vattfóður, 3 litir kr. 41,50. Handklæði -- Hanzkar --- Slæður Húfur á drengi og stúlkur. Blúndur í úrvali. Verzltifiin Osk Laugaveg 82. (Gengið inn frá Barónsstíg Sími 2707). ODHMER Samlagningarvélar Margföldunarvélar Garðar Gíslason h.f. Reykjavík. Indíánarnir koma i 11 Að afliðnum degi kom liðið að víginu, og var því fagnað mjög af hinu fámenna liði, sem þar var fyrir. Vikuna áður en Sesilíus og hans lið kom, höfðu verið gerðar ofsalegar árásir á vígið, og munaði þá litlu, að hinir frönsku hermenn og Indíánarnir, sem börðust með þeim ynnu sigur á Englendingunum, sem voru fámennir. Hið eina, sem bjargaði þeim frá því að bíða algeran ósigur, var, hversu tugið var rammbyggilegt. er lið Sesilíusar kom í vígið og kall barst frá vaktmanni ) Það höfðu ekki liðið nema nokkrar klukkustundir frá því um að árás væri í aðsigi. Skipanir og köll kváðu við úr öllum áttum, Sesilíus foringi skipaði mönnum sínum í stöð- ! ur uppi á viginu og hrópaði skipanir sínar af festu og einurð. I Árásir voru gerðar á vígið í skipulögðum hópum, og höfðu árásarmennirnir fjölda stiga meðferðis, sem þeir xeyndu að setja upp með víginu. E" þeir voru jafnharðan skotnir, sem gerðu tilraunir til þess. Mikið var af fallbyss- um í virkinu, og var óspart skotið úr þeim á hina óðu Indíána, sem sóttu frarn af mikilli grimmd. Héldu þeir uppi árásum lengi nætur, en hurfu svo jafn- skyndilega og þeir komu. — Sesilíus hafði ekki einu sinni haft tíma til að ráðgast við aðra yfirmenn vígsins um ýmsan viðbúnað og árásir, sem gera átti frá víginu. Settu * þeir foringjarnir nú á ráðin um hvernig árásum skyldi hagað. Varð að samkomulagi, að Sesilíus færi í njósnaför ásamt tveimur öðrum hermönnum til þess að reyna að komast að, hversu fjölmennir hinir frönsku hermenn væru og einnig um styrkleika Indíánanna, sem börðust með þeim. Reynið að þvo upp *nco « .«^01,0 — nýja, ódýra þvottaleginum — þá styttið þér upp- þvottatímann um heloiing. Ef mcð þarf. er borðbúnaðurinn fyrst skolaður undir vatns- krananum, svo er hann settur í heitt PICCO- LO-vatn, — sem Ieysir upp fituna á svip- stundu — burstaður, tekinn upp og látið renna af honum andartak. Þá er hann orðinn spegilgljáandi og þarf ekki að þurrka ai honura nema á stöku stað. Allir hafa efni á að nota Piccol — nýja, ÓDÝRA þvottalöglnn. Heildsölubirgðir: I. BRYNJÓLFSSON £■ KVARAN Málnsng Hörpusilki hvítt og mislitt, fyrirliggjandi. JU &Co. cjl rv fa/ffnuóóon Hafnarstræti 19, sími 3184

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.