Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1955 tfVglltStMllfrÍfr Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. sir nssveif isi, aægunaga AKUREYRI, 10. nóvember. OVENJULEG og eftirtektarverð söngæfing var haldin í hinu nýja félagsheimili Mývetninga að Skjólbrekku s. 1. sunnudag. — Söngæfingu þessa boðaði Kirkjukórasamband Suður-Þingeyjar- prófastsdæmis. Til æfingarinnar mættu 300 manns, úr 9 kirkju- kórum prófastsdæmisins. Þegar kommúnistar voru ú móti lækkun bátogjaldeyris UM s.l. áramót tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að draga um það bil 10% úr þeim gjaldeyrisfríð- indum sem bátaútvegurinn hafði notið undanfarin ár. Var þetta liður í þeirri viðleitni ríkisstjórn- arinnar að halda verðlagi í land- inu í skefjum. S.l. 2—3 ár hafði stjórninni tekizt að halda verð- laginu nokkurn veginn stöðugu. Voru hagfræðingar stjórnarinnar og Alþýðusambands íslands sam- mála um það á 8.1. vetri að kaup- máttur launa hefði ekki minnkað frá því desembersamkomulagið var gert við verkalýðsfélögin árið 1952. Það sætti engri furðu þótt út- vegsmenn væru andvígir því, að dregið væri úr gjaldeyrisfríðind- um þeirra um síðustu áramót. Þeir gátu sýnt fram á það með rökum að vélbátaútgerðin var mjög illa á vegi stödd víðast hvar á landinu. Ríkisstjórnin taldi engu að síður rétt að freista þess, að lækka verðlagið á bátagjald- eyrisvörum lítillega. Hafði hún þá ekki hvað sízt í huga að sýna launþegum, að fullur vilji væri á því að halda verðlagi í landinu sem stöðugustu. Kommúnistar snerust harka lega gegn þessari ráðstöfun og skömmuðu ríkisstjórnina allt hvað aftók fyrir hana. Gjald- eyrisfríðindi útvegsins mættu alls ekki minnka, sögðu þeir. Þá varðaði allt í einu ekkert um viðleitnina til þess að halda verðlaginu í skef jum. Ef ríkisstjórnin hafði áhuga á að gera það, fannst kommúnist- um heilög skylda sín að berj- ast gegn því!! Verðbólguhj ólið sett af stað Ríkisstjórnin minnkaði gjald- eyrisfríðindi útvegsins um 10% og fór þannig sínu fram. En kommúnistar höfðu annað til málanna að leggja. Þeir beittu sér fyrir víðtækum verkföllum, sem kostuðu þjóðina stórfé Afleiðing- ar þeirra urðu svo kauphækkanir, sem raskað hafa öllu jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar. Ýmiss konar þjónusta hækkaði þegar í stað og í haust varð lögum sam- kvæmt veruleg hækkun á verð- lagi landbúnaðarafurða. Hjól dýr tíðarinnar var komið í gang, kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hafið að nýju. Þáttur kommúnista í þróun efnahagsmálanna á þessu ári er þá þessi: Um áramót berjast þeir gegn því að dregið sé úr gjald- eyrisfríðindum útvegsins til þess að lækka verðlagið. Nokkrum vikum síðar skella þeir svo á stórfelldum verk- föllum, knýja fram kauphækk anir, sem hafa í för með sér stórfelldar verðlagshækkanir og raskanir í efnahagslífinu. Þegar þessa er gætt kemur það sannarlega úr hörðustu átt að kommúnistar skuli nú kenna ríkisstjórninni um það hættu- ástand, sem skapazt hefir í at- vinnu- og efnahagsmálum okkar. Afleiðing skæruhern- aðarins Hækkun á bátagjaldeyrisálag- inu, sem útgerðarmenn og gjald- eyriseigendur hafa fyrir skömmu ákveðið er bein og rökrétt af- leiðing af hinum lánlausa skæru- hernaði kommúnista gegn af- komuöryggi þjóðarinnar. Fram- leiðslukostnaður sjávarútvegsins hefir stóraukizt og hagur hans þrengst að miklum mun. Því fer svo víðsfjarri að þessi atvinnu- grein, sem afkoma landsmanna byggist að lang mestu leyti á, hafi safnað arði undanfarin ár. Hallarekstur hennar hefir þvert á móti stöðugt verið að aukast. Þetta veit hver einasti ís- lendingur sem eitthvað fylgist með því, sem er að gerast í landinu. Og það er einmitt stærsta áhyggjuefni okkar í dag, hversu báglega sjávarút- vegurinn er á vegi staddur. Skapar 95% giald- eyristeknanna Vegna þess, að þessi atvinnu- grein nýtur nú gjaldeyrisfríðinda og útflutningsuppbóta á einstaka afurðir, eru margir farnir að halda að hann sé ómagi á þjóð- inni. Menn verða að gera sér það ljóst að þetta er hrein fjarstæða. Sjávarútvegurinn leggur þjóðinni til 95% af þeim gjaldeyri, sem hún fær fyrir útflutningsafurðir sínar. Það er hann sem stendur undir eyðslu landsmanna og full- nægir þörfum þeirra á hinum ýmsu sviðum. Ef rekstur hans stöðvast er voði fyrir dyrum. Engir eiga ríkari þátt í þv' en einmitt kommúnistar að svo er komið fyrir íslenzkum sjávarútvegi, sem raun ber vitni. Þeir hafa sífellt neytt áhrifa sinna til þess að auka rekstrarkostnað hans og binda honum bagga, sem hann ekki getur risið undir. Við svo búið má ekki standa. Það er ekki til lengdar hægt að reka aðlútflutningsatvinnu veg þjóðarinnar með stórfelld- um halla. Heilbrigður rekstr- argrundvöllur verður að finn- ast. Það er þýðingarmesta við fangsefni þeirra sem stýra málum þjóðarinnar í dag. Þar, sem hsrinn HOFST MEÐ SALMASONG Hóf þetta hófst með því, að sunginn var sálmur. Síðan las séra Örn Friðriksson sóknar- prestur að Skútustöðum ritning- argreinar, en síðan var sezt að borðum og frambornar góðar veitingar, sem sem UMF Mývetn- inga sá um. MIKILL SÖNGUR Undir borðum var skemmt með ræðum. Töluðu þar séra Friðrik A. Friðriksson prófastur, Sigurð- ur Gunnarsson skólastjóri o. fl. Einsöng söng Þráinn Þórisson með undirleik Þóroddar Jónas- sonar læknis. Tvísöng sungu Ingvar Þórarinsson og Njáll Bjarnason, með aðstoð frú Ger- trud Friðriksson. Einaig sungu kirkjukór Einarsstaða-, Grenj- Ueíuakandl ókrifa aðarstaða- og Húsav'kursókna. Að lokum var fjöldasóngur. SAMSÖNGUR KÓRANNA Þegar borð voru rekin upp, hófst samsöngur allra kóranna, en þeir hafa allir æft saman og sungu nú sameiginlega 8 lög. — Hófi þessu stjórnaði Páll H. Jóns son söngstjóri að Laugum, af sér- stakri prýði. Mun þeim, er sóttu þetta mót verða það eltirminni- legt. —Fréttaritari. ALEXANDRÍU, Egyptalandi. — Kommúnistar ætla bersýnilega að nota Egyptaland sem mið- stöð fyrir vopnadreifingu um Arabalöndin. Öll líkindi benda til þess, að vopn, sem kommún- isku ríkin hafa sent til Egypta- lands, verði flutt áfram til Sýr- lands og Saudi-Arabíu. NOKKRIR dægurlagahöfundar hafa boðað til stofnfundar félags íslenzkra dægurlagahöfunda, og hefur milli 30 og 40 manns víðs- vegar á landinu, verið boðið að gerast stofnendur félagsins. Stofnfundur verður haldinn n.k. mánudagskvöld, kl. 8.30 í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er að stuðla að þroska og gengi léttra tónsmíða, íslenzkra, og höfunda þeirra, — og að kynna. tónsmíðar þessar fyrir þjóðinni. Gert er ráð fyrir, að á vegum félagsins verði jafnan starfandi dómnefnd, er skeri úr um það, hvaða tónsmíðar eftir félagsmenn skuli fluttar á vegum félagsins. í frumvarpi til laga fyrir fé- lagið stendur meðal annars, að skilyrði fyrir inngöngu í félagið sé, að viðkomandi hafi vakið eft- irtekt með lagi eða lögum eftir sig, og hljóti meiri hluta greiddra atkvæða. Nýlf ®rge! vígt í Frí- kirfe Hafnarf íarSar ar: Filmía NÚ hefur kvikmyndafélagið Filmía hafið starfsemi sína að nýju. Munu margir fagna því, enda er félagið orðið vinsælt hér í bæ. Það hefur sýnt margar af- burðamyndir sem áhugamenn um kvikmyndir hefðu sennilega aldrei haft tækifæri til að sjá nema á vegum félagsins. Ástæð- an er sú, að myndirnar eru ekki lengur til nema á kvikmynda- söfnum og þar eru þaer geymdar, eins og dýrgripir.Filmía er í sam bandi við eitt slíkt kvikmynda- safn, Det Danske Filmemuseum, ræður f GÆR bárust fregnir um enn eina byltingu í Suður-Ameríku. Peron forseti Argentínu hefir nýlega verið hrakinn frá völdum og nú er röðin komin að Brazilíu. Forsetakosningar fóru nýlega fram þar í landi, og á hinn ný- kjörni forseti að taka við síðast í janúar n.k. Frambjóðandi sá, er herinn studdi, beið lægri hlut, og er álit flestra að með byltingu þeirri, sem landherinn hefir nú gert, sé stefnt að því að hinn kjörni forseti nái ekki rétti sín- um. f löndum Suður-Ameríku, þar sem yf irleitt er grunnt á einræðis stjórnarfari, og í einræðisríkjum Evrópu og Asíu, er það herinn, sem raunverulega ræður. Ein- ræðisetjórn, sem ekki hefir tryggan stuðning' hersins, er dauðadæmd: Herinn einn er fær um að halda kúgaðri alþýðu í skefjum. '. sem víða er kunnugt fyrir mynda safn sitt, enda er það óvenjugott. Hafa Filmíu-félagar notið góðs af því, enda hafa komið hingað á vegum félagsins sumir helztu gimsteinar kvikmyndalistarinnar. Margar stórmyndir AUÐVITAÐ hefur Filmía verið misjafnlega heppin í kvik- myndavali sínu og finnst Velvak- anda sýningarárið 1953—1954 betra en 1954—1955. Á fyrra ár- inu var sýnd hver stórmyndin á fætur annarri, flestar ógleyman- legar með öllu. í fyrra voru einn- ig margar ágætar myndir sýndar á vegum félagsins, en þó vóru þær misjafnari að gæðum, enda voru ekki allar þær myndir falar sem félagið reyndi að ná í. Sýn- ingarskráin á þessum vetri lofar góðu, og fæ ég ekki annað séð en margar úrvalsmyndir verði sýndar fram að jólum. — Er gott til þess að vita, að svo skuli vera, því að fátt er eins göfgandi, eins skemmtilegt — eins þroskandi og góð kvikmynd. Daglegt mál EIRÍKUR Hreinn Finnbogason cand. mag. er nú aftur byrj- aður á þætti sínum, „Daglegt mál". Er oft ýmislegt gott í þess- um þætti Eiríks, hann er stöðugt með vöndinn á lofti og pískar þá miskunnarlaust sem brotið hafa af sér. Minnir hann jafnvel stund- um á sumar persónurnar í Piek- vicpapers — eða voru þaer ekkiy sumar hverjar, alltaf að hirta vesalingana? \ Of harkalega að farið EG er þess fullviss, að þættir Eiríks Hreins eru gagnlegir og nauðsynlegir. Aftur á móti er því ekki að neita, að hann lítur um of á sig sem dómara — ja, ég vildi janfvel segja böðul, því að hann dæmir alla þá til dauða, ef svo mætti segja, sem einhverjar skyssur gera. T.d. ræddi hann all- lengi um það, að einhver blaða- maður (við Alþýðublaðið) sem hafði flaskað á sögninni að vanta (sagði: Sjóðnum vantar o. s. frv.) ætti ekki að vinna andlega vinnu — og allra sízt að fást við blaða- mennsku. Það er að vísu rétt, að villan er ekki góð. Eiríkur Hreinn á að leiðrétta hana, eins og hann raunar gerði, en það er alls ekki í hans verkahring að gefa út einhverjar yfirlýsingar um hæfni manna sem hann ekk- ert þekkir. Það er hlutverk rit- stjórans að fylgjast með sínu t'ólki, en Eiríkur Hreinn á aðeins að leiðrétta rangt málfar manna; getur hann beitt hörku í starfi sínu, án þess að ráðast á menn með óbóta skömmum. Nauðsynlegar leiðbeiningar ÞÆTTIR Eiríks Hreins eru fjör- legir og kemur hann viða við. Hann er ekki rígbundinn við smáatriði, eins og sumum mál- fræðingum hættir til, og fellur gagnrýni hans því í frjórri jarð- veg en ella. Ég vil t.d. benda á þessa leiðréttingu hans nú í vik- unni: Rangt er að segja: tefla á tæpasta vaðið, því að það er ruglingur á tveimur orðtökum: að tefla á tvær hættur og leggja á tæpasta vaðið. — Slikar leið- beiningar eru mjög jákvæðar og nauðsynlegar. Grænland AFUNDI Fiskiþings í vikunni voru m.a. til umræðu fisk- veiðiréttindi við Grænland. Einn ræðumanna var Hólmsteinn Helgason og lauk hann ræðu sinni með þessari stöku: Grænlands var á gömlum dögum eetið þrátt í íslands sögum. Gleymt hafa synir landsins lögum; leitt að svo er komið högum. Merktt, «em klæðir tandm A MORGUN kl. 2 fer fram guðs- þjónusta í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði og verður þá tekið í notk- un og vígt nýtt og vandað pípuor- gel. Orgel þetta er smíðað í orgel- verksmiðju E. F. Walcker i Lud- wigsburg í Þýzkalandi. Hafa þeg- ar komið tvö hljóðfæri frá þess- ari verksmiðju, annað í Þjóð- kirkjuna í Hafnarfirði, en hitt í Kópavogsskólann. Frikirkjusöfn- uðurinn var stofnaður snemma á árinu 1913 og fyrsta guðsþjón- usta hjá honum fór fram í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði á Sumardaginn fyrsta það ár og lokið var svo kirkjubyggingu og kirkjan vígð 18. des. sama ár. Þann dag hrjómuðu kirkju- klukkur í fyrsta sinn frá kirkju í Hafnarfirði. Þá var prestur safnaðarins hinn þjóðkunni skör- ungur séra Ólafur Ólafsson og var hann prestur safnaðarins til ársins 1930, en þá tók við séra Jón Auðuns dómprófastur, og var hann hér prestur í 17 ár, en þá tók við núverandi prestur, séra Kristinn Stefánsson. Þegar Fríkirkjan var byggð var ekki gert ráð fyrir rúmfreku pípuorgeli, enda varð að breyta miklu í forkirkjunni til að geta komið orgeli þessu fyrir. Hefir breyting þessi tekizt mjög vel og lítur kirkjan mjög vel út eft- ir breytinguna, bæði að utan og innan. En allar þessar breytingar á kirkjuhúsinu, svo og hið nýja hljóðfæri, kosta mikið fé. Hafa margir velunnarar kirkj- unnar lagt fram myndarlegar fjárupphæðir til þessa en ennþá vantar talsvert til þess að greiða kostnaðarverð orgelsins og breytingar á kirkjunni og væntir safnaðarstjórnin að safnaðarfólk bregðist ennþá vel og drengilega við og rétti kirkju sinni eftir efnum og ástæðum nokkrar krónur, svo að hægt verði sem fyrst að greiða kostnaðinn við umrædda breytingu. Vígsluathöfnin n. k. sunnudag hefst með því að organisti kirkj- unnar, hr. Hjörleifur Zofóníasson leikur á gamla orgelið og kveður það á þann hátt. Að þvi loknu flytur form. safnaðarstjórnarinn- ar Guðjón Magnússon ávarp og svo vígir prestur safnaðarins orgelið. Þá hefst guðsþjónustan með því að leikið verður „preludium" á nýja orgelið, og fer svo venju- leg messugerð fram. Ég vil svo fyrir hönd safnaðarstjórnarinnar þakka öllum er unnið hafa við breytingu á kirkjunni og upp- setningu hins nýja hljóðfæris. Ég óska svo fríkirkjusöfnuðin- um blessunar Guðs og að tónar hins nýja hljóðfæris og söngur safnaðarfólks megi hljóma sem fegurst í framtíðinni, mönnunv til ánægju og Guði til dýrðar. G. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.