Morgunblaðið - 17.11.1955, Qupperneq 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nóv. 195í
ANNA KRISTÍN
i SFTIR LA.LU KW U TS £N
]
T_______________________________________
F ramfeaidssag a n. 2
við lágt. — Og hann fæ ég aídrei.
— Ef þú spyrðir nú pabba? —
Elsku systir mín, þú ert bara
barn ennþá. Hún þrýsti hönd
mína. — Faðir okkar mundi berja
mig, og ef hann kæmist ekki úr
landi, myndi hans bíða þung
hegning. Þú lofar að nefna þetta
ckki við neinn.
Eg leit til himins, þungt hugs-
andi. A honutn var sama blá-
græni liturinn og á steinunum í
'hálsfesti Önnu Kristinar. Sú
\ itneskja að við systurnar yrðum
að giftast til fjár og frama hafði
hingað til ekki valdið mér nein-
um áhyggjum. Ég var svo ung
ennþá. En nú var Anna Kristín
komin á giítingaraldur.
Við héldum áfram að rmða
saman á leiðinni heim. Bara að
við gætum flúið undan valdi því,
sem foreldrar okkar höfðu yfir
okkur. — Ef við værum nógu
viljasterkar, sagði Anna Kristín,
þá gætum við ráðið örlögum okk-
ar. Heimurinn er stór og okkur
myndi áreiðanlega verða ein-
hvers staðar vel tekið. Ég gifti
mig engum nema þeim sem ég
elska, ekki þó hann væri frændi
konungsins. Ég vildi helzt mega
klæðast karlmannsfötum og
vinna svo þjóð minni eitthvert
gagn. Ég gæti orðið hermaður
eða skjaldsveinn göfugs riddara.
Húsfreyjustaðan mun aldrei eiga
vel við mig. Þá verð ég að ala
börn, sitja alltaf heima og láta
mér leiðast.
Þannig sökktum við okkur nið-
ur í drauma, sem aldrei gátu
rætzt. Anna Kristín steíg í gegn
um örþunnt frostlag, sem mynd-
azt hafði á polli í mýrínni og
sagði: — Þannig skal ég brjóta
niður allar ákvarðanir pabba.
— Þú blotnar í fótinn, sagði ég,
og nú er hringt til kveldverðar.
— Heilagur Jósep sé með okkur,
sagði Anna Kristín, þreif í hend-
ina á mér og við íórum að hlaupa.
Ég leit á systur mína á hlaupun-
um. Mér hafði alltaf fundizt Anna
Kristín falleg, en ég hafði aldrei
hugsað neitt nánar um það Mér
fannst það jafn sjálfsagt og að
hún væri áköf í Iund og ástúð-
lega við mig. Nú sá ég að fegursta
mynd af heilagri guðsinóður gat
ekki verið fallegri en Anna
Kristín var. Hún var fagurvaxin
og yfir hreyfingum hennar og
framgöngu hvildi óvenjulegur
yndisþokki. Hún hafði failegan
litarhátt, beint nef, sterklega
höku, svört bráhár og blik í aug-
um.
en þungbúnari sýndist okkur
svipur föður okkar vera.
2. kafJi
Pabbi tók öðruvísi á móti okk-
ur en við höfðum búizt við. Við
mig sagði hann: — Farðu til her-
bergis þíns. — Og við Önnu
Kristínu: — Þú veizt hver kom-
inn er. Hvað á það að þýða að
hlaupa lengst út í skóg eins og
irver önnur stelpuskjáta? Fötin
þín eru uppi í gulu stofu Eg sá
að Anna Kristín fölnaði. Hann
hvarf með hana inn.
Ég hljóp upp stigann, til her-
bergis þess er við systurnar
höfðum saman. Það var kallað
jómfrúrherbergið, því að heima-
sætumar á Mæri höfðu alltaí á
undanförnum áratugum búið þar.
Mér varð í fyrsta skipti hugsað
til þeirra. Hvernig hafði líf
þeirra verið? Hafði stofn þeirra
verið nógu sveigjanlegur til að
bogna aðeins, en bresta ekki, við
stormsveipi örlaganna? Ég hafði
heyrt ýmsar sögur um þessar
löngu liðnu konur meðal vinnu-
fólksins, en hafði litla athygli
veitt þeim. Nú hugsaði ég til
þeirra, því að Annar Kristín gat
ekki beygt sig fyrir örlögum
þeim, sem mér virtist bíða henn-
ar.
Herbergið snéri gluggum gengt
firðinum. Milli fjarðarins og húss
ins, inn á túninu, var kirkjan og
kirkjugarðurinn. Það var hvor1:
tveggja minjar frá þeim tíma er
Mæri var klausturjörð. Sjáift
íbúðarhúsið var ekki mjög gam-
alt. Niðri voru stórar og bjartar
stofur, en uppi var langur, dimm-
ur gangur og margar dyr út úr
honum til beggja handa. Þar var
herraherbergið, biskupsstofan.
herbergið sem landsstjórinn gisti
alltaf í er hann var hér nætur-
langt. Svo var jómfrúherbergið,
svefnherbergi foreldra minna og
tvö herbergi, sem voru nafnlaus,
og þar kunnum við systurnar
bezt við okkur.
í öðru þessara herbergja stóð
vefstóllinn. Þar sat Sesselja
gamla, barnfóstran hennar Önnu
Kristínar, og óf allan liðlangan
daginn. Hún óf ull, lín og allt,
sem nöfnum tjáði að nefna. Allt
frá því á haustin og til vors sat
Sesselja dag hvern við vefstól-
inn og hafði oft tvær stúlkur sér
til hjálpar.
Orð föður míns höfðu æst for-
vitni mína. Ég læddist inn í vef-
stofuna. Sesselja var ein. Sú ást
sem Anna Kristín fór á mis við
hjá foreldrum sínum, var henni
í té látin af Sesselju. Það getur
verið að Sesselja hafi verið á
bezta aldri en mér sýndist hún
eldgömul. Hún var hæggerð og
þolinmóð. Ég hafði aldrei verið
hrifin af henni. Barnslundin er
undarlega næm. Allt frá því ég
var smábarn hafði ég fundið að
Sesselju þótti lítið til mín koma.
Aftur á móti elskaði hún og dáði
systur mína. Mér féll þetta ekk-
ert illa. Mér fannst sjálfsagt að
allir tilbæðu mína fögru systir.
Sesselja leit upp frá vefnum.
— Ert það þú? Ég stanzaði og
starði á vefinn. Ég var að hugsa
um orð önnu Kristínar og orð
föður míns: Þú veizt hver kom-
inn er? — Sesselja, sagði ég,
hvers vegna var pa'obi ekkert
reiður þegar við komum heim.
Við fórum í leyfisleysi út í skóg
Hún benti á pilsið mitt — Það
þurftirðu ekki að segja mér. Leit
Anna Kristin svona út líka? ■ -
Hún missti hárnetið sitt, sagði 6g
áköf, og kjóllinn hennar var all-
ur krypplaður. Hún .. Ég mundí
allt í einu eftir þvi að ég hafði
lofað systur minni að þegja. Ég
roðnaði og sagði í fáti: — Ég er
svört á hnjánum. Ég kraup í
skóginum við að tína blóm. —
Mér sýnist þú öll útötuð, sagði
Sesselja miskunnarlaus. Þér er
bezt að hypja þig burt og láta
engan sjá þig. — Mér verður
áreiðanlega refsað, sagði ég stutt,
Hvers vegna viltu ekki segja mér
af hverju pabbi var ekkert reið-
ur þegar við komurri heim?
Sesselja þagði. Hún hætti að
vefa, lagði hendur í skaut sér og
horfði fram undan sér. Svo sagði
hún allt í einu: — Hver var
ykkur hjálplegur við að komast
út í skóginn? — Hjálplegur, eng-
ðndíánarnir koma
14
Ég stundi upp á hlaupunum:
— Ertu skotin í Lárusi? Hún
stanzaði svo nögglega að ég hent-
ist upp að henni. — Ef þú nefnir
nafn hans steypir þú okkur báð-
um í ógæfu. Ég sagði kjökrandí:
— Ég meinti ekkert með þessu.
ég meinti bara hvort þú værir
skotin í nokkrum. Hún hló. — Og
þó svo væri.. ? En það er þýð-
ingarlaust nema við strjúkum.
við skulum gera það, systir góð,
við skulum strjúka. Hún hló aft-
ur, en það var gráthljóð í hlátr-
inum. Hún gekk þess ekki dul-
in að jómfrúrnar frá Mæri gátu
ekki strokið. Hver einasti bóndi
í sveitinni cg nærsveitum myndi
þekkja okkur. Og enginn skip-
stjóri myndi vilja stofna lífi sínu
í hættu til þess að koma okkur
út fyrir landssteinana.
Pabbi stóð úti á tröppunum o.;
bcið okkar. Hann var þungur á
brúnina. Allt hugreklci hvarf á
augabragði. Við urðum að tveim-
ur hræddum börnum sem einskis
máttu sín. Við gengum hægt í
áttina til ha.os og leiddumst.
Himininn var orðinn þungbúinn,
Hann var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en hann
heyrði skerandi neyðaróp. Tveir Indíánar höfðu ráðizt á
konu Sesilíusar og börn þeirra. Jak litli sparkaði í og klór-
aði annan Indíánann, en mátti sín lítils á móti ofureílinu.
Sesilíus réðist þegar á annan Indíánann og gaf honum
vel útilátið kjattshögg, sem reið honum að fullu. Því næst
sneri hann sér að hinum og tókust harðar sviptingar með
þeim. Eftir nokkra hríð tókst foringjanum að koma óvin-
irium undir og sigraði hann um leið.
Nú var útlitið orðið slæmt í víginu. Indíánarnir höfðu
unnið talsvert á og var stór hópur þeirra kominn inn í
vígið. Var barizt aí mikilli hörku og féllu menn mjög af
! báðum liðum. Barizt var aðallega í návígi og sýndu báðir
aðilar mikla hörku.
Hallaði nú á ensku hermennina, sem fóru nú mjög
| halloka fyrir Rauðskinnunum, sem að vísu voru miklu
fleiri en þeir.
Þegar barizt hafði verið í tvo sólarhringa, og öll von
virtist úti um að Englendingarnir gætu veitt meiri mót-
spyrnu, barst þeim hjálp mjög skyndilega. Flokkur enskra
hermanna.^ haíði mjög óvænt verið sendur til vígisins, og
höfðu Iiermennirnir, sem voru um 500 talsins, lágt af stað
frá ctröndinni fyrir nokkrum dögum.
Réðust þeir þegar til atlögu við Rauðskinnana, sem lögðu
þegar á flótta. En þó hÖfðu þeir líka drepið flesta ensku
ihermennina, sem í víginu voru.
j Sesilíus og íjölskylda hans hafði orðið fyrir mörgum og
jstórum sárdm, en ekki þó lífshætíulegum.
MARKAÐURINN
Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5
Nælonsokkor
í fjölbreyttu úrvali
MARKAÐURINN
Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5
Regnkápur
komnar í mikiu úrvali
MARKAÐURINN
Laugavegi 100
Kvennndírfatnaðnr
mikið úrvai
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11
iliii'eyll wm\
af kven- og unglingakápum.
Þeir, sem vilja tryggja sér hið glæsilega Ritsafn Guð-
mur.dar Friðjónssonar með hinu lága áskriftarverði gefi
sig frar.i fyrir nóvemberlok. Eftir þann tíma verður ekki
tekið við áskriftum. — Áskriftarlistar liggja frammi í
bókobúðum og hjá Búnaðarfélagsformönnum. — Athygli
skal vakin á bví að verð Ritsafnsins mun væntanlega
hækka alit að 30< . á næsta ári miðað við ásknftarverð.
Umboðsmenn vorir og aðrir, er kynnu að hafa undir
höndum áskriftarlista eru vinsamlega beðnir að póst-
legg.ja þá ekki síðar en 1. des. svo ucnt verði að afgreiða
bækurnar til áskrifenda fvrir jól.