Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) wgmMáhib 41 irgangm* 269. tbl. — Fimmtudagur 24. nóvember 1955 Prentaallla M*rgunblaðsk» Domsmalaraðuneytið lét framkvæma húsleit í gœr hjá mönnum grunuðum um okurstarfsemi Er bandarískt fræbetraenollar 5-arn óætlonir WASHINGTON, 23. nóv.: — Fimm rússneskir landbúnaðar- sérfræðingar eru nú á leið til Bandaríkjanna. Munu þeir hafa í hyggju að kaupa gott bandarískt sáðkorn og landbúnaðarvélar. Þeir ætla að dveljast 25 daga í Bandaríkjunum. Þegar þeir fengu vegabréf var tilkynnt að för þeirra væri eingöngu í viðskipta- erindum, en ekki til almennrar kynnisfarar. Formaður sendi- nefndarinnar er I. E. Emelyanov aðstoðar-skrifstofustjóri í rúss- neska landbúnaðarráðuneytinu. — Reuter. Kruschev og Bulganin eru nú á ferð suður í Indlandi og er mynd þessi tekin er þeir skoðuðu minnismerki Mahatma Gandhi. Félag- arnir sjást hér vera að draga af sér skóna, því að það teljast helgispjöll, að ganga um á skóm á slíkum stað. SAUÐARKRÓKI, 23. nóv. — Afli hefir verið sæmilegur þegar «efið hefir á sjó, en gæftir hafa verið fremur stirðar. Hafa bátarnir ver ið með um 100 pund á stokk, mest ýsu. Eingöngu opnir bátar stunda sjóróðra héðan. Hvassafell er hér í dag, að losa kol, og mun ljúka því á morgun. IGÆRDAG hóf sakadómari, Valdimar Stefánsson, að fyrir- lagi dómsmálaráðuneytisins, rannsókn á gnmaftri okuriána- starfsemi hjá nokkrum mönnum hér i bænum. Menn rekur minni til þess að á Alþingi var á siðastl. vetrl kosin nefnð manna til að rannsaka hvort okurstarfsemi ætti sér stað. Okurnefndin hefur nú sent dómsmálaráðuneytintt skýrslu um störf sín og mæltist hún til þess að rannsókn yrði látin fram fara, um þær sakargiftir um okur, sem bornar hefðu verið fram við nefndina. Það var svo i beinu framhaldi af þessu, sem ðómsmálaráðu- neytið lagði fyrir Valdimar Stefánsson sakadómara, að hefja rannsókn á þessum kæruatriðum. í gær hófst svo rannsóknin, sem fyrr segir, með þvi að mjög ýtarlegar húsrannsóknir voru gerðar hjá nokkrum mönnum, sem kærðir höfðu verið. Lagt var hald á hvers konar skjöl og gögn. Fuiltrúi sakadóm- ara, Þórður Björnsson, tók þegar að vinna úr þeiin gögnum og mun hann síðan halda áfram rannsókn i máli þessu. Verður Lange næsti framkvæmdastióri Adlai Stevenson: Demokratar vinna við næsta forsetakjör Kosningabaráttan að hefjast UTLIT er fyrir að demokratar hafi unnið mikið fylgi síðan seinustu kosningar fóru fram í Bandarikjunum. Fyrir nokkru fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í nokkrum ríkjum og unnu demókratar alls staðar fylgi. Einnig gera þeir sér góðar vönir um, að úrslit næstu forsetakosninga verði þeim hagstæð. kosningabaráttan er nú að hefjast — og á laugardag héldu fulltrú- ar demókrata fyrsta kosningafund sinn og það var í Chicago. Atlantshaf sbandalagsins ? HÁVÆRAR raddir eru nú uppi um það meðal ráðamanna i At- lantshafsbandalaginu, að eftirmaður Ismays lávarðar í fram- kvæmdastjóraembættinu verði utanríkisráðherra Norðmanna, Halvard Lange. Ismay lávarður hefur látið það i ljós fyrir löngu, að hann muni vilja draga sig til baka, þegar kjör fer fram í embættið — en hann hefur gegnt þvi í tvö ár. HEFUR MIKLA REYNSLU AB BAKI Halvard Lange nýtur sívaxandi virðingar meðal stjórnmála- manna í Evrópu. En það er ekki einungis það, sem valdið hefur því, að bent hefur verið á hann sem arftaka Ismays. FLEIRI KOMA TIL GREINA Svo sem kunnugt er hefur fram bjóðandi demókrata í seinustu, kOsningum, Adlai Stevenson, lýst því yfir, að hann muni gefa i kost á sér til framboðs við næstu forsetakosningar. En það er ekki þar méð sagt, að Stevenson verði frambjoðandi flokks síns við kosningarnar, því að mikil bar- átta er innan flokksins um það hver fari fram við forsetakjör. I Þeir, sem þar koma til greina ásamt Stevenson eru sagðir Kefauver, öldungadeildarþing maður og Averell Harriman fylkisstjóri í New York. — Stevenson er þó af mörgum talinn líklegur til þess að bera sigur úr býtum. Á fundinum í Chicago síðastl. laugardag tóku þessir þrír menn til máls ásamt Truman fyrrv. forseta. STEVENSON LÆTUR KVEÐA AB SÉR í ræðu Stevenson kom fram mjög hörð deila á republikana og forustu þeirra. Fréttastofur Framh. á bls. 12. Vilja takmarka þátt- töku að Qlppíu- Bagdad-bandalagið dregur úr áhrifum Rússa Áherzla (ögð á frið við botn Miðjatoarhafs BAGBAD, 23. nóv. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UNDANFARNA daga hafa setið á ráðstef nu ráðherrar íraks, Irans, Tyrklands, Pakistans og Bretlands — aðilar hins svonefnda Bagdad sáttmála. — Var aðallega rætt um horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs og gáfu fulltrúarnir út sameiginlega yfir- lýsingu að fundinum loknum. Enginn af utanríkisráðherr- um Atlantshafsrikjanna hefur gegnt utanríkisráðherraem- bætti lengur en Lange. Ilann PARÍS, 23. nóv. — Franska blaðið Equip hefur nýlega komið fram með þá tillögu, að þeim iþróttamönnum, sem sigrað hafi á Olympíuleikum verði framvegis bannað að tak-i þátt leikunum. — Álítur blaðið það heppilegt ráð til þess, að bæta aðstöðu smá- þjóðanna í leikunum — og bætir því við, að nú fari rúss- neskir og bandarískir íþrótta- menn, sem þjálfaðir séu af því opinbera með sigur af hólmi flestum iþróttagreinum. —Reuter. SAMEIGINLEG YFIRLYSING í yfirlýsingunni segir, að fund- urinn hafi verið haldinn til þess að undirbúa og sameina aðgerð- ir þessara ríkja, er miða að því að jafna deilumálin í heiminum. Lögð var sérstök áherzla á, að nauðsynlegt yrði að koma þeg- ar í stað friði milli ísrael og Arabaríkjanna. Þessi yfirlýsing er talin all- mikill hnekkur fyrir Rússa, þar sem þeir nota nú hvert tækifæri eftir annað tii þess að vinna Arabaríkin á sitt band — og má í þvi sambandi nefna heimboð það er Nasser hei'ur fengið frá Moskvu. UTANRÍKISRÁBHERRARNIR HITTAST í VOR Fundurinn undirbjó einnig ráð- stefnu utanríkisráðherra Bagdad- ríkjanna, og mun hún verða haldin í Teheran í apríl n. k. Henni mun ætlað að taka mál- in til nánari athugunar og reyna að finna lausn aðkallandi mála. NEW YORK, 23. nóv. — Víðtæk rannsókn fer nú fram í Banda- ríkjunum á því, er herflutninga- flugvél hersins féll til jarðar í Las Vegas fyrir skömmu — en með flugvélinni voru margir af æðstu mönnum kjarnorkumála Bandaríkjanna. Nákvæm rann- sókn hefur farið fram á flakinu, en í skeytinu segir, að ekki hafi enn verið gengið úr skugga um, hvort hér var um að ræða skemmdarverk eða ekki. — Reuter. Halvard Lange hefur því hlotið meiri þjálfun í skipulagningu utanríkismála en nokkur annar, sem komið gæti til greina. í TRAUSTUR STUÐNINGS- MAÐUR BANDALAGSINS Það er álitið, að Lange muní verða fús til þess að taka að sér þetta embætti — því að hann hefur alla tíð gert sitt, til þess að efla bandalagið, og víst þyk- ir, að bjóðist honum embættið ' muni hann ekki láta sitt eftir liggja, til þess að veita banda- laginu allan þann stuðning, er hann má. ' Mun sú breyting efalaust styrkja aðstöðu Norðurlandanna t að mun innan Atlantshaf sbanda- lagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.