Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 ’ ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Pramhaldssagan 8 svífa í lausu lofti, og allt í einu lagðist eitthvað þungt ofan á brjóstið á mér. Síðan myrkur, svartamyrkur. 6. kafli. Stundum er gott að vera sjúk- ur, gott að flýja inn í drauma- land óraunveruleikans. Varpa frá sér sorg og sársauka. En svo kem- ur að því að þér fer að batna, þú færist nær lífinu. Þá kemur sársaukinn á ný, og þú óskar þér aftur til draumalandsins. Þannig fór mér. Ég lá lengi milli heims og helju. Frá fyrstu dögum legunnar man ég ekkert. En svo fór ég að sjá gráa skugga líða fram og aftur. Einn þeirra var skuggi Sesselju. Og svo var þar skuggi, sem ég ekki þekkti. Hann var stór og dökkur. Ég sá magurt, brúnt and- lit undir hvítum höfuðbúnaði. Lítil, svört augu og stóran munn. Alltaf þegar þrautirnar voru mest ar sá ég þetta andlit. Svitinn var þveginn af mér með ediki, það var skift um umbúðir og svalar hendur struku líkama minn. Svo sofnaði ég aftur og mig dreymdi að ég reið gandreið gegn um loftið með Önnu Kristínu. XJpp frá þessum draumum hrökk ég venjulega hljóðandi. Þá birt- ist mér þetta sama brúna andlit. Mér var gefið eitthvað sterkt að drekka og ég sofnaði aftur. Loks kom að því að ég fékk fulia rænu. Mig verkjaði enn í allan líkamann og ég lá lengi með lokuð augu. Ég var hrædd við að vakna og horfast í augu við sannleikann. Hvað hafði fað- ir minn gert við Önnu Kristínu og Lárus? Hafði ég beinbrotnað þegar ég féll af hestinum? Skyldi ég verða krypplingur allt mitt líf? Svo kom faðir minn inn í her- bergið. Hann stóð lengi við rúm- ið mitt. Ég heyrði að hann sagði hranalega: — Hvernig líður henni? — Vel, yðar náð, svaraði þetta brúna andlit. Eftir einn til tvo mánuði ætti hún að verða orðin góð. Það er að segja ef hægt er að vekja hjá henni löng- un til að lifa. —Hvað meinarðu? spurði pabbi snöggt. — Það er eitthvað sem þjáir hana. Hún er vakandi núna, en það er eins og hún vilji ekki vakna, vilji ekki lifa. Pabbi sagði óþolinmóður: — Talaðu svo skýrt að ég skilji þig. Því ætti hún ekki að vilja lifa? — Það er eins og tvö öfl berjist um sál hennar. Annað dregur hana burt frá lífinu, hitt streitist á móti. — Þú ættir að vara þig að tala svona, annars gæti svo farið að þú yrðir ákærð fyrir galdra. Hún verður að vera komin á fætur fyrir brúðkaupið. Það er nóg búið að tala um þessa atburði. — Ég skal gera það sem ég get, yðar náð. Röddin, sem talaði, var hás, með ókunnum hreim, og það gætti örlítils háðs í svarinu. Ég svitnaði af Hræðslu. Var þetta galdrakind, sem vakti hér yfir mér, einni og hjálparvana? Ég var fáfróð og hjátrúarfull. Enn í dag er ég ekki laus við hjátrú. En ég veit nú að Kalja var ekki göldrótt. Hún var aðeins skyn- söm, kaldlynd kona, sem lífið hafði farið um ómjúkum hönd- um. Ég man að ég spurði veikri röddu: — Ert þú göldrótt? Hún fór að hlæja. — Loksins vaknaði jómfrúin. Þetta var lagleg kona, ekki mjög ung, en þó í blóma lífsins. — Ég vil láta þvo mér, var það næsta sem ég sagði. Katja kiæddi mig úr náttkjótlnum. Ég var ekkert orðin nema skinn og ! bein. Þessa stöðugu löngun til að þvo okkur, til að halda okkur hreinum, höfðum við Anna Kristín erft frá pabba. Hann var með afbrigðum hreinlátur mað- ur og baðaði sig á hverjum morgni, sem þá var óvenjulegur siður. | — Hver ertu? spurði ég Kötju. — Hvers vegna ert þú hér? Og hvers vegna sagði pabbi að þú værir göldrótt? — Ég bý í Þránd- heimi. Ég hef orð fyrir að vera nærfærin við sjúka, þess vegna I gerði faðir yðar boð eftir mér. 1 — En ertu göldrótt? endurtók ég forvitin. — Ég er ókunnug og t lifi ekki sama lífi og fólkið hér. I Það er nóg til þess að um mig sé j rætt. Þar að auki fæst ég við að lækna sjúka. En ég var þrá. — Þú hefur ekki svarað mér enn. Ertu göldr- ótt? Hún brosti. — Ég er aðeins rússnesk, jómfrú. Fyrst var álit- ið að ég væri göldrótt af því að ég talaði ekki norsku. Svo fannst öllum undarlegt að ég bjó ein og fékkst við lækningar. Þegar þér íélluð af hestbaki, jómfrú, brotn- uðu í yður þrjú rif og þér fót- brotnuðuð líka. Ég hef læknað yður. — Mig hefur alltaf verið að dreyma eitthvert undarlegt ferða * lag, sagði ég vantrúuð, ef til vill hafið þér orsakað það með galdri. Hún lagði stóru, brúnu höndina sína yfir báðar mínar hendur og sagði: — Ég bar á yður kvala- stillandi áburð. Ég hef oft notað hann með góðum árangri og ég hef búið hann sjálf til. — Það er ekki hægt að brenna neinn fyrir að búa til áburð, sagði ég. Katja leit á mig og brosti undarlega. — Lisbeth Nypen hafði ekki einu sinni búið til áburð og samt var hún brennd. Bíðið bara jómfrú, þar til óhamingja ber að dyrum hjá nágrönnum mínum. Og ef eitthvað illt skeður hér á bæn- um fyrir brúðkaupið, þá sjá þær áreiðanlega um það, móðir yðar og Sesselja, að mér verði gefið það að sök. — Brúðkaup! Hvaða brúðkaup? — Brúðkaup systur yðar. Það verður haldið hér á Mæri eftir mánuð. Það var lýst með hjónaefnunum síðastliðinn sunnudag. Ég reyndi að rísa upp, en hneig stynjandi aftur á bak á koddann. — Þú lýgur, sagði ég hljómlausri röddu. — Systir mín vill ekki giftast. Hvað segir hún? Hefur hún ekki grátið? — Það veit ég ekki, jómfrú, ég er gestur hér á bænum. — Þú veizt eitthvað. Þú hefur talað við Önnu Krist- ínu. Og Sesselju. Hvernig komstu annars hingað. — Ég kom hingað í fylgd með föður yðar. — Var pabbi í Þránd- heimi? Hvað var hann að gera þar? — Mágur yðar var með líka. Ég held að ferð þeirra hafi verið farin vegna sölu einhverra ríkisjarða. j Ég var enn of ung til að skilja hve hraparlegt glappaskot kon- j ungurinn gerði er hann seldi ein- staklingum allar ríkisjarðirnar. Óðalseigendurnir urðu að gjalda jarðirnar afar dýru verði og beittu svo þar af leiðandi miklu meiri vinnuhörku leiguliða sína og vinnuhjú en tíðkast hafði áð- I ur. Ég hafði oft orðið vör við ] gremju í hjúastofunni af þess- ' um sökum. — Hvar er systir mín? endur- tók ég nú. — Hún — hún — Náðu strax í hana! — Það má ég ekki. — Náðu í hana, annars skal ég .... Við vissum báðar hvað ég meinti, en ekki þorði ég að líta á hana. Hún hvarf út um dyrnar. Ég lá og horfði í kring um mig. Ég sá að gluggatjöldin bærðust og gerði mér grein fyrir að úti væri hlýtt og komið sumar. Gluggarnir sneru mót vestri og síðdegissólin skein inn í herberg- ið. — Það marraði í hurðinni. Anna Kristín kom inn. Hún var föl, þögul og þrjóskuleg, en með sama tryllingslega augnaráðið. Ég breiddi út faðminn móti henni og Laufn heamsins eru vanþakklæti Sænsk þjóðsaga. 4 hafa ekki verið neitt sérstaklega góðir og oft hef ég orðið að þola bæði hungur og þorsta. Já, hesturinn er ógæfusamasta dýr sem til er í heiminum, hann er skapaður aðeins til þrauta og þjáninga. Nú er ég orðinn gamall og ónýtur til að draga hlass og enginn spyr eftir mér framar. Mér eru valdir lélegustu hagarnir og sífelldar skammir og illyrði verð ég að þola.! Loks á að drepa mig og kasta hræinu út í skóg, til saðnings öllum vörgum og villidýrum. Ekki vill fólkið unna mér þeirrar sæmdar að líkami minn sé grafinn í jörðu. Þetta eru öll launin, sem við veslings húsdýrin, fáum hjá hús- bændum okkar fyrir allt gagnið, sem við gerum þeim.“ I „Þarna heyrirðu,“ sagði ormurinn við bóndann. „Þannig er það alls staðar. Sjálfsagt hlýturðu að skilja það nú, að það er ekki nema rétt og sjálfsagt, að ég launi þér lífgjöfina með því að drepa þig.“ i „Hræðilegt, hræðilegt,“ sagði veslings bóndinn stynjandi, „Að hugsa sér að það skuli eiga að drepa mig einungis fyrir það, að ég bjargaði lífi þínu. Eru þetta þá launin, sem ég fæ fyrir að gera vel til þín?“ | Bóndinn var að því kominn að falla í ómegin við tilhugs- unina um að nú ætti hann bráðum að deyja. En nú kom til þeirra gamall maður á veginum og við það óx honum nokkuð kjarkur aftur. „Viltu þyrma lífi mínu ef þessi maður dæmir öðru vísi?“ spurði bóndinn orminn. „Ég fellst á það,“ sagði ormurinn. „Hann skal vera dómari í þessu máli.“ ÞVOTTAVELAR íf F: T þrjár gerðir ávallt fyrirliggjandi SJÁLFVIRKT mwZ - - 11 ' Kynnið i© 1 1Lt yður l 1 gæðin i DDE-R-1” Þurrkari ADE-R-1 <i Þvottavél e.MBSI[INSSONf jeiHSORF Grjótagötu 7 — sími 3573 og 5296 Tökum upp í dag nýtt úrval af útlendum vetrarkápum Jeíciur Laugavegi 116 l\lý seuding af þýzkum poplin regnkápum 3M«r Lf. Laugavegi 116 Flóra Viljum kaupa stóra pálma Flóra Sími 2039 Húsgagnabólstrari óskar eftir atvinnu. — Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 26. þ. m., merkt: „K. G. — 624“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.