Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 Skemmtifimdur í Isl.-amerska félaginu ÍSLENZK-AMERÍSKA félagið heldur fyrsta skemmtifund sinn á þessum vetri í Sjálfstæðishús- inu í kvöld. Dr. Kristinn Guð- mundsson, utanrikisráðherra, mun flytja þar ávarp, en auk þess koma fram ýmsir skemmtikraft- ar. Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari, sem dvalizt hefur ytra um hrið, leikur á píanó, og flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýnir þjóðdansa frá ýmsum löndum. Þá mun banda- rískt söngfólk skemmta, bæði með kvartett og tríósöng og að lokum verður stiginn dans. Þér þurfið ekki að hugsa yður um tvisvar FLUGFERÐIN TIL ENGLANDS eftir ÁRMANN KR. EINARSSON er bókin, sem drengurinn yðar kýs sér í jólagjöf. Bókaforlag ODDS BJÖRNSSONAR *' --------- Ei^TRIí^UX ÍK’imiiisvélar Einkaumboð: HANNES pORSTEINSSON & CO. Simi 2812 — 82640 SMPAUlOtKD KIKIMNS M.s. Boldur Fer til Skarðsstöðvar, Salthólma- víkur, Króksfjarðarness, á morg- un. — Vörumóttaka í dag. Horður Glutsson Málfiiitningsskrifstofa. Lattgavesr '0 Símar 80332. 7678. Hristján Gt ðlaugsson hæstaréttari jgmaðnr. Skrifstoíutími kl. 10—12 og 1—5. Ansturstf* ’ 1 — Si—’i síoo Sigurðiir RPétursson j C Hæstaréttarlögmaður. i L Agnar Gústafsson og Gísli G. Isleifsson j v' Héraðsdómslögmenn Málflutningsstofa, Fasteigna- og verSbréfasala. Austurstr. 14, Rvík. Sími 82478. j. Sigurður H. Þorsleins son élfræður Nýr bálur lil Rifsbafnar - ÁTTRÆÐUR er í dag Sigurður H. Þorsteinsson, Hringbraut 24 hér í borg. — Sigurður er af Reykjahlíðarættinni, fæddur á Hóli í Köldukinn 24. nóv. 1875. Að menntun er Sigurður búfræð- ingur, útskrifaðist frá Hólum í Hjaltadal vorið 1896. — Eftir að hafa dvalizt á Vopnafirði og Ak- ureyri settist hann að á ísafirði 1910 og átti þar heima í 18 ár. Eftir það rak hann verzlun og útgerð í Grundarfirði, en frá 1935 hefur hann átt heima hér I Reykjavík. Sigurð prýða margir góðir kostir. Hann hefur alla tíð verið mikill atorkumaður og ekki allt- af farið troðnar slóðir. ísafjarð- arárin gnæfa hátt í endurminn- ingum Sigurðar. Honum þykir vænt um ísafjörð, þar rak hann útgerð og verzlun, byggði hús og bryggjur, sem standa ennþá og bera vott um dugnað hans og atorku. Það væri hægt að skrifa margt um Sigurð, en það verður ekki gert hér. — Nú síðustu árin hef- ur hann átt við mikla vanheilsu að stríða, enda starfsdagurinn orðinn langur. Sigurður liggur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. — Þangað berast afmælisbaminu í dag innilegar kveðjur og bless- unaróskir. Sigurður Sigurgeirsson. Dansfca lögregían efcki fluff broft IþréHafréttfr í stutlu méli BANDARÍSKI negrinn Dave Al- britton og tugþrautarmeistarinn Bob Mathias, eru sem stendur á ferðalagi um Evrópu og Asíu. — Þeir tóku þátt í íþróttamóti í Te- heran á dögunum og stökk þá hinn 42 ára gamli Albritton 1.98 metra í hástökki. Albritton þessi er hinn sami og hlaut bronsverð- laun i hástökki á Ólympíuleik- unum í Berlín 1936 og átti um skeið heimsmetið með öðrum, 2.07. Meistaralega gert af manni á fimmtugsaldri að vinna slíkt íþróttaafrek. Mathias, sem ekki hefur tekið þátt í keppni s.l. tvö ár, náði samt sem áður 14.9 sek. í 110 metra grindahlaupi, 49.23 í kringlukasti og 3.78 m í stangarstökki. ★ ★ ★ ENSKA 1. deildarliðið Cardiff City hefur þessa dagana gert hæsta tilboð, sem um getur í Eng- landi, í leikmanninn John Char- les, sem nú leikur með Leeds. Til- boðið er 40 þúsund sterlingspund eða 1.828.000 íslenzkar krónur. ★ ★ ★ FRÁ Vínarborg koma þær frétt- ir, að ungversku framherjarnir hafi í landsleiknum við Austur- ríkismenn á dögunum sýnt nýja sóknaraðferð, sem varð þeim svo árangursrík, að hún gaf þeim þrjú mörk í leiknum. Að hvaða leyti er þessi aðferð nýstárleg? kunna menn að spyrja. Jú, hún er nýstárleg að því leyti, að framherjar þeir, sem ekki eru með knöttinn sækja fram tveir með mjög stuttu bili sín á milli (um 10 metrar), síðan er knötturinn gefinn til þess framherjans, sem nær er marki andstæðinganna, en hann leikur á mótherjana með því að látast ætla að taka knöttinn (fintar), en á meðan geysist sá framherj- inn, sem aftar var staðsettur, fram og leikur knettinum áfram. Þetta tókst eins og áður er sagt svo vel, að liðið náði með þessu þrem mörkum. Eitthvað fyrir okkar menn að athuga á næsta vori, eða ef til vill strax við inniæfingar í vetur. ★ ★ ★ SÆNSKA liðið Hácken frá Gauta borg, sem hér kom í heimboði KR á síðastliðnu sumri, leikur nú í annarri deild á vestur Gaut- lands-svæðinu. Af 10 leikjum, sem þegar hafa verið leiknir í deildinni, hefur liðið aðeins unn- ið 1, gert 1 jafntefli og tapað 8 leikjum og er sem stendur neðst með 3 stig. í deildinni eru 10 lið. ★ ★ ★ í HANDKNATTLEIK fór fram í síðustu viku leikur milli sænska landsliðsins og „pressuliðs“. — Leikurinn fór þannig að jafntefli varð, 15:15. Moberg var valinn með pressunni, en gat ekki tekið þátt í leiknum. SAUÐÁRKRÓKI, 23. nóv.: — Tíð arfar hefir verið óvanalega gott í Skagafirði á þessum árstíma. Stöðug sunnanátt hefir verið hér lengi þar til í dag, að brá til vestanáttar. Fullorðið fé gengur úti ennþá alls staðar í Skagafirði. Vegir eru fremur blautir, en þó vel færir víðast. I f jöllum sést ekki hvítúr blett- ur og er það mjög óvenjulegt er komið er langt fram í nóvember. Guðjón. í GÆRKVÖLDI sigldi héðan úr Reykjavíkurhöfn nýr dansk- byggður 30 tonna fiskibátur, Breiðfirðingur, og verður hann gerður út frá Rifshöfn. Guðni Jó- hannsson skipstjóri sigldi bátnum hingað frá DanmÖrku, en fiann var smíðaður í skipasmiðastöð- inni í Gilleleje, sem er skammt frá Helsingjaeyri. En þar verða 5 bátar byggðir fyrir islenzka út- gerðarmenn. Breiðfirðingur var 7 sólar- hringa á leiðinni vfir hafið, og reyndi mjög á sjóhæfni bátsins, því að illt var í sjó alla leiðina. Sagði Guðni, að báturinn hefði reynzt mjög vel í alla staði. og væri hann hið prýðilegasta sjó- skip. Þeir Sigurður Ágústsson alþm. og Eggert Kristjánsson stórkaup- maður greiddu mjög fyrir kaúp- um á bát þessum og smíði. Er Eggert umboðsmaður skipasmíða- stöðvarinnar. Breiðfirðing eiga þeir Rögnvaldur Ólafsson fram- kvæmdastjóri á Hellissandi og Arnar Sigurðsson skipstjóri og fleiri, en Arnar verður skipstjóri á bátnum á komandi vertíð. Geta má þess, að í sömu skipa- smíðastöð er nú verið að smíða annan bát; sem einnig verður gerður út frá Rifshöfri, en eíg- endur hans eru nokkrir menn vestur á Sandi. ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ SKEMMTIKVÖLD Íslenzk-ameríska félagið efnir til skemmtikvölds í Sjálf- stseðishúsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 8,30, í tilefni þakkargjörðardags Bandaríkjanna. Til skemmtunar verður: 1. Ávarp: Dr. Kristinn Guðrnundsson, utanríkisráðh. 2. Píanóleikur: Rögnvaldur Sigurjónsson 3. Þjóðdansar: Flokkur úr Þjóðdansafélagi Rvíkur. 4. Bandarískir skemmtikraftar skemmta. 5. Dans. Aðgöngumiðar að skemmtikvöldinu verða seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. NEFNDIN KLAKKSVÍK, 23. nóv.: — í dag fóru fram viðræður milli landstjórnar Færeyja, danska ríkisumboðsmannsins Elkjær Hansens og Feilbergs Johanne- sens lögregluforingja. Rædd var tillaga, sem fram var borin fyrir nokkrum dög- um af sveitarstjórn Klakks- víkur um að færeyskir lög- reglumenn tækju við varð- gæzlu þar í borginni af dönsku lögregiunni. Engin ákvörðun var tekin um þetta, en bent á að síð- ustu atburðir í Færeyjum, sprengingar og skammbyssu- skat, stuðluðu ekki að brott- flutningi danska lögregluliðs- ins. — NTB. A BEZT AB AVGLÝSA A T / MORGVNBLAÐINV T - Sfevenson Eramh. af blo. 1 segja, að aldrei hafi hann ráðist jafn harkalega að republikönum og hann hafi borið höfuð og herð- ar yfir aðra ræðumenn við þetta tækifæn. MIKILL UNDIRBÚNINGUR í lok ræðu sinnar fullyrti hann óbeint, að demókratar myndu vinna stórfelldan sigur og ekki er að efa, að mikiil undirbúningur er innan demó krataflokksins — og Uklegt er, að reynt verði að hafa eins hljótt um val forsetaefnisins sem hægt er, til þess að kljúfa ekki fylkingu demókrata og koma af stað óánægju með frambjóðandann — hver svo sem hann verður. Flugvirkjar Fundur verður haldinn í Flugvirkjafélagi íslands að Café Höll þann 30. nóv. kl. 20. Mætið stundvislega. Stjórnin. Kuldaúlpur með loðfóðri á börn og fullorðna. Margir litir og margar stærðir. VerzB. Eros Hafnarstræti 4 — Sími 3350. 1) Gæsasteggurinn ræðst til varnar gegn gaupunni. 2) Honum tekst með vængja-slögum að snúa athygli gaupunn- ar frá unganum. MARKUS Ffíix Ed Dodd Beating at him with his POWERFUL WING5, DAN DIVERTS THE BLOODTHIRSTY ANIMAL LONG ENOUGH FOR THE YOUNG GOOSE TO ESCAPE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.