Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 24. nóv. 1955 1 I Eioar 01 geirsson van- treystir hagfræðingum UMRÆÐA hélt áfram á Alþingi í gær um tillögu Sjálfstæðis- manna um rannsókn á milliliðagróða. Komst nú enginn að rema Einar Olgeirsson, sem hélt ræðu er stóð á aðra klukkustund. Ekkert nýtt kom fram í þessari ræðu komrnúnistaleiðtogans annað í-n það, að hann lýsti sig mótfallinn því að sérfróðir menn á sviði efnahagsmála framkvæmdu þá rannsókn, sem tillagan gerir ráð 'iyrir. Lýsti Einar Olgeirsson því yfir að hagfræðingar og við- rdvíptafræðingar væru sízt til slíkt verks hæfir. Það væri yfirleitt háttur þeirra að villa um og flækja mál. hér í bænum í uæi u siys r<*' i , .’i-i í!t•* f: :. MNGMENN BROSTU ^ Brostu þingmenn almennt að þessari yfirlýsingu en tveir menn é þingbekkjum virtust þó fara hjá sér. Það voru þeir Gylfi Þ. Gjslason hagfræðingur og Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðing- ur. Mun þeim hafa þótt að sér sveigt. Einar Olgeirsson taldi tillögu Sjálfstæðismanna að öðru leyti hina athyglisverðustu og mælti með samþykkt hennar. Umræðunni um tillöguna varð enn ekki lokið. Voru nokkrir þingmenn á mælendaskrá. BOSTON 23. nóv. — Talið er, að flutningaskipið ,,Daytona“ frá Líberíu hafi farizt með 24 manna áhöfn undan austurströnd Banda ríkjanna. — Strandgæzlumenn heyrðu óljóst neyðarkall frá skipinu. Var bandarískt flutninga skip „American Leader“, beðið um að fara á staðinn. Það fann aðeins brak á sjónum og engir skipbrotsmenn hafa fundizt á lífi. —Reuter. Tillap undir smásjá vepa ósamræmis við íramsöguræðu TVTOKKRAR deilur urðu í gær í Sameinuðu þingi um þings- 11 ályktunartillögu um undirbúning löggjafar um óháða alþýðu- bkóla. Kom það í ljós að tillagan var orðuð svo að nokkrar vöflur voru á því hjá þingheimi að samþykkja hana, vegna þess að hún -legði skyldu á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fram laga- írumvarp um stofnun lýðháskóla. TALAÐ UM „ATHUGUN“ í FRAMSÖGU Bernharð Stefánsson fyrri þm, Eyfirðinga var aðal-flutnings- maður tillögunnar. Hann var •einnig framsögumaður allsherjar nefndar, sem mælti með að til- lagan væri samþykkt. Túlkaði hann tillöguna svo að ríkisstjórn- in skyldi athuga hvort hægt væri að stofna slíkan lýðháskóla. EN ORÐALAG TILLÖGUNNAR MIKLU ÁKVEÐNARA Gísli Jónsson reis þá upp og benti á það, að undarlegt ósam- ræmi kærni fram í orðalagi tiilög -ur.nar og túlkun framsögumanns á henni. Bernharð sagði, að í til- lögunni væri óskað að ríkisstjórn- in athugaði þetta mál, en í tillög- unni steuduþ að skorað sé á rík- isstjórnina að undirbúa löggjöf nm stofnun slíkra skóla. Eins og orðalagið væri í tillögunni, væri etefnt að því, að undirbúa lög- gjöf, sem myndi e.t.v. kosta ríkis fajóð mikil útgjöld. Þetta bæri þingmönnum að kynna sér og til- lagan hefði í rauninni átt að fara tii fjárveitinganefndar. Bernharð mótmælti þessu aft- ur og sagði að ætlunin væri að «-ins að láta fram fara athugun á þessu máli, sem ekki gæti haft jneinn kostnað í för með sér. — l?etta sagði þingmaðurinn, enda þótt í tillögunni standi skýrt, að Alþingi álykti „að skora á víkisstiórnina að undirbúa lög- gjöf um stofnun eins eða fleiri eeskulýðsskóla með . . Virtist mönnum þetta undarleg túlkun á orðunum. RÉTT ORÐALAG VÆRI HEPPILEGRA Bjarni Benediktsson mennta- málaráðherra tók til máls. Hann kvaðst nú eftir skýringar fram- eögumanns ekki telja sig verða *?kuldbundinn skv. tillögunni til að leggja fram frumvarp um slíkan alþýðuskóla, heldur aðeins til að láta fara fram athugun á malinu. En heppilegra taldi hann að tillagan væri þá rétt orðuð í samræmi við það, því að ósam- ræmi virtist milli tillögunnar og túlkunar framsögumanns. ÞRJÚ slys urðu hér í.bænum í gær, en ekki urðu nein meiri háttar slys á mönnum, en einn hinan slösuðu hlaut slæmt fót- brot, er hann varð milii tveggja bíla. Þá merddust tveir merm í bílaárekstri og einn maður féll niður v.f vinnupalli. Maðurinn, sem fótbrotnaði heitir Sigurbjörn Alexandersson, Hverfisgötu 70 Var hann að ganga aftur með vöruflutninga- bíl, fyrir framan dyr vöru- skemmu Ríkisskip, er vörubíl var ekið þar hjá og fór hann svo nærri Sigurbirni, að hjól bílsins fór yfir fót hans og brotnaði harm um ökkla. Var það slæmt brot. í allhörðum árekstri milli tveggja nýrra bíla, Skodabíls og Volkswagen, á mótum Suður- landsbrautar og Laugarnesvegar, meiddust tveir menn, sem í VW- bílnum voru, en ekki alvarlega. Skodabílnum var ekið inn á Suð- urlandsbraut, sem er aðalbraut. í gærkvöldi féll svo Sigurður Guðmundsson, Bergstaðastræti 3 , á höfuðið og bakið af vinnu- palli við nýja símahúsið við Suð- uriandsbraut. Var þetta allhátt fall, þvi vinnupallurinn var í um 3 metra hæð. Sigurður slapp furðu vel. Fékk hann heilahrist- ing og sennilegt að rifbein hafi brotnað. Kíverska óperan kemur í dag í DAG kemur hingað til Reykja- víkur kínverski óperuflokkurinn, sem frumsýna á kínverska óperu hér á laugardaginn kemur. Fyrir nokkrum dögum komu hingað fimm starfsmenn óper- unnar, tii þess að undirbúa frumsýninguna. — í för með óperuflokknum verður forstjóri óperunnar í Peking. Þetta er annar skáli Farfugla, Heiðarból, sem stcndur við Selfjall — skammt fyrir ofan Lækjarbotna. auka starfsemi sino Efnn til hnppdrættis 01 FT ER ÞVÍ haldið fram, að við íslendingar gerum of lítið af því að ferðast um landið okkar og kynnast því — og leitum jafnvel út fyrir landsteinana áður en við höfum kynnzt þeirri feg- urð, sem ísland býr yfir. Til eru þó samtök, sem hafa það á stefnu- skrá sinni, að auðvelda fólki ferðalög um landíð, en þau samtök njóta því miður minni stuðnings en æskilegt væri. VINSÆLL FELAGSSKAPUR Eitt af þessum félögum er Far- fuglar, og hafði stjórn þess boð inni fyrir blaðamenn í gær, til þess að kynna þeim starfsemi sína. Ólafur B. Guðmundsson, mjög vinsæl á Norðurlöndum og Mið-Evrópu — og hvað öflugust í Þýzkalandi. 1 VEITA SERSTAKA lyfjafræðingur, formaður félags- FYRIRGREIÐSLU ins, hafði orð fyrir stjórninni Hafa Farfuglar haft forgöngu og gaf hann gott yfirlit yfir um skipulagðar ferðir jafnt urn starfsemi félagsins á undanförn- J sveitir og öræfi landsins, sem til um árum. [útlanda. Félagið hefir reist tvo Hinir ísienzku Farfuglar eru' gistiskála hér á landi en fyrir deild úr alþjóðasamtökum Far-|Þeim vakm að koma upp fleiri fugla, en þessi félagssamtök eru r Olafur Davíðsson „lætur allt MARKAÐURINN er nú að fyllast af nýjum bókum. í dag koma t.d. fimm bækur út hjá ísafoldar- prentsmiðju. Iíru það minningar Árna Thorsteinssonar, tónskálds, sendibréf og dagbókarbrot Ólafs Davíðssonar, ný Nonna-bók, smá sögur eftir Þórleif Bjarnason og fyrsta bindi af Sögum herlæknis- ins í þýðingu Matthíasar Joehums sonar. NONNA-BÓKIN NÝJA ísafoldarprentsmiðja hóf út- gáfu á ritsafni Jóns Sveinssonar (Nonna) 1948 og er nú 9. bókin komin út í því safni. Nefnist hún „Nonni í Ameríku“ og hefir ekki áður birzt í íslenzkri þýðingu. Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri, hefir íslenzkað bókina, en hann sér um útgáfu ritsafnsins. Verða bindin alls 14 með ritgerða safni og ævisögu Jóns Sveinsson- ar. Er ætlunin að ritsafnið verði allt komið út á aldarafmæli Nonna 1957. - Nonna-bækurnar eru einhverj- ar vinsælustu ungiingabækur, sem hér hafa verið gefnar út. Þær eru enn sama eftirlæti ungra les- enda og fyrir rúmum aldarfjórð- ungi, er þær komu fyrst út á ís- lenzku. Ný Nonnabók, „Þrettán spor", „Sögur herlæknisins" í þýðingu fi/latthíasar o.fl. fráísafoldarprentsmiðju Nonni. urinn og þóttist nokkru fróðari eítir, bæði um þann ágæta mann, Ólaf Davíðsson, og um menn og málefni þess tíma, er hann lýs- ir .... Dagbókin er fy.rst og fremst skemmtileg, en hún er líka fróðleg, ekki sízt fyrir það hve vel hún lýsir Ólafi sjálfum, þó margt sé sagt í gáska og ýmis- legt látið fjúka, sem ekki er ætl- azt til að tekið sé of hátiðlega .... Þessi bók lýsir fyrst og fremst námsárum Ólafs, því skeiði ævinnar, sem fullt er af fyrir- -sendibréf Ólafs og dagbókarbrot. I heitum og vökudraumum um at- Ég skemmti mér ágætlega við lest hafnasamt líf og mikla sigra.“. OLAFIJR DAVIÐSSON „LÆTUR ALLT FJÚKA“ „Ég læt allt fjúka“ nefnast sendibréf og dagbókarbrot eftir Ólaf Davíðsson, sem Finnur Sig- mundsson, landsbókavörður, hef- ir búið til prentunar. Finnur seg- ir m. a. í formálsorðum:..Upp úr þessu fór ég að kynna mér „ÞRETTÁN SPOR“ Smásögur Þórleifs Bjarnason- ar nefnast „Þrettán spor“. Það eru sögur um kynslóðir fortíðar og nútíðar. Síðan Þórleifur samdi Hornstrendingabók, sem kom út 1943, hefir hann sent frá sér tvær skáldsögur, „Svo kom vorið“ og „Hvað sagði tröllið“. Mun nú marga fýsa að lesa smásögurnar 13. SÖGUR HERLÆKNISINS „Sögur herlæknisins" eftir finnská skáldið Zacharias Topeli- us, urðu féikna vinsælar, er þær komu fyrst út í þýðingu Matt- híasar Jochumssonar. Voru þær bókstaflega lesnar „upp til agns“, og endurheimta nú margir gaml- an vin. Er þetta ættar- og ástar- saga byggð á sögu Finna og Svía um tveggja alda skeið. Þessi nýja myndskreytta útgáfa af Sögum heriæknisins verSur jafnframt upphaf atS heildarútgáfu á verk- um Matthsasar, frumsömdum og þýddum. Snorri Hjartarson hefir búió bókina til prentunar. HARPA MINNINGANNA Fimmta bókin eru minningar hins aldna tónskálds, Árna Thor- steinssonar, sem Ingólfur Kristj- ánsson hefir skráð. Er nánar sagt frá þeirri bók annars staðar í blaðinu. slíkum skálum víðs vegar um land. Þessir skálar eru einnig þegar orðnir of litlir — og þá sérstaklega vegna þess, að eftir- spurnum hefur mjög fjölgað frá Farfugladeildum erlendis, sem vilja sækja ísland heim. í flestum Evrópulöndum er starfsemin það öflug, að félögun- um hefur tekizt að koma upp kerfi af gistiskálum um lönd sín — og nýtur ferðafólk þar sér- stakrar fyrirgreiðslu — jafn- framt því, að mjög ódýrt er að gista á þessum félagsheimilum. FELAGSHEIMILI í REYKJAVÍK Ólafur lét þess sérstaklegá get- ið, að fólk gerði allt of lítið af því, að nota sér þau fríðindi, sem samtökin hafa upp á bjóða, þegar um ferðalög erlendis er að ræða. Sérstaklega kvað hann þetta fyr- irkomulag henta skólafólki, sem væri á ferð erlendis. En það sem nú vekti fyrir félaginu væri, að koma upp fleiri gistiheimilum úti á landi, jafnframt því, að ætlunin væri að reisa félagsheim- ili hér í Reykjavík, þar sem ungi; fólk gæti varið tómstundum sín- um á heilbrigðan hátt — og þar sem jafnframt væri hægt að taka á móti erlendu ferðafólki. EFNA TIL HAPPDRÆTTIS í þessu tilefni hefur félagið stofnað til happdrættis í ár. —■ Verður dregið þar á aðfangadag. Þó að stuttur tími sé til stefnu er það von félagsmanna, að sala miða gangi vel, því að vinning- urinn er hvorki meira né minna en ný Ford fólksbifreið. Er það von félagsmanna, að með happdrætti þessu rýmkist hagur félagsins svo, að kleift verði að hrinda fyrirhuguðum áformum í framkvæmd, til hags- bóta fyrir þá er nota vildu þá góðu aðstöðu, sem félagið veitir, til þess að sjá og kynnast land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.