Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 4
t 4 i._____ MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 ] ! I dag cr 328. dagur ársin*. Fimmtudagurinn 24. nóvember. Árdegisflæði kl. 00,12. Síðdegisflæði kl. 12,44. Slysavarðstofa Reykjavíkur I fleilsuverndarstöðinni er opin all- i vn sólarhringinn. Læknavörður L. it. (fyrir vitjanir), er á sama stað Jd. 18 til kl. 8. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs t .póteki, sími 1618. — Ennfremur firu Holts-apótek og Apótek Aust- Mrbæjar opin daglega til kl. 8, ? lerna laugardaga til kl. 4. Holts- I .pótek er opið á sunnudögum milli li. 1 og 4. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- Upótek eru opin alla virka daga | rá kl. 9—19, laugardaga frá kl. j)—16 og helga daga frá kl. 13,00 fil 16,00. — B Helgafell 595511257 — VI — 2. I. O. O. F. 5 = 13711248% == ‘ E. T. 1. Spkv. o------------------------□ • Veðrið • 1 gær var hæg, vestlæg átt hér á landi og úrkomulaust, en víða þoka á Vesturlandi. — 1 Reykjavík var hiti 7 stig kl. 14,00, 4 stig á Akureyri, 1 st. á Galtarvita og 2 stig á Dala- tanga. — Mestur hiti hér á landi í gær kl. 14,00 mældist 8 stig á Eyrarbakka og Kirkju- hæjarklaustri og minnstur hiti var 1 stig á Galtarvita. — 1 London var hiti 10 stig, um hádegi, 7 stig í Höfn, 12 stig í París, 7 stig i Berlín, 4 stig 'í Osló, 2 stig í Stokkhólmi, 4 stig í Þórshöfn og 6 stig í New York. □------------------------□ • Hjónaefni • S. 1. laugardag opinberuðu'trú- flofun sína ungfrú Þorbjörg Páls- >dóttir frá Patreksfírði og Jens Líndal Bjarnason frá Búðardal. • Skipafréttir • Eimskipafélag fslands h.f.: Brúarfoss fer væntanlega frá Hamborg í dag til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Keflavík 22. þ. *n. til Gautaborgar, Kaupmanna- hafnar, Leningrad, Kotka og Hels ingfors. Fjallfoss fór frá Hull 22. þ m. til Reykjavíkur. Goðafoss er í New York. Gullfoss fór frá Leith 22. þ.m. til Reykjavíkur. Lagar- foss fór frá Kéflavík í gærkveldi fil Gdynia og Ventspils. Reykja- foss er í Reykjavik. Selfoss fór frá Akureyri 22. þ. m. til Ólafsf jarðar, Húsavíkur, Norðfjarðar og Rvík- nr. Tröllafoss fór frá Vestmarina- ■eyjum 12. þ.m. til New York. — Tungufoss fór frá Vestmannaeyj- um 22. þ. m. til New York. Baldur lestar í Leith 22.-23. þ.m., til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Akureyri í gær á austurleið. Herðubreið er í Reykjavík. Þyrill fer frá Reykjavík í dag áleiðis til Noregs. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær tíl Vestmanna- eyja. Baldur er í Reykjavík. Skipadeild S. I. S.: Hvassafell losar kol á Norður- landshöfnum. Arnarfell er í Þor- lákshöfn. Jökulfell átti að fara í gær frá Amsterdam til Ventspils. Dísarfell er í Hamborg. Litlafell FERDIIMAIMD n V_t>/ j deig!unnirr í Þjéðieikhúsinu Gunnlaugsson 100,00; J E 100,00; G M 50,00. Frá Hjálpræðishernum Dagana 24.—27. nóvember, mun dveljast hér í Reykjavík, á vegum Hjálpræðishersins, norskur briga- der, Lien að nafni. IMun hann halda hér'samkomur og fyrirlestra á vegum Hjálpræðishersins. Lien brigader hefur verið hér áður og kannaet margir við hann. Síðustu þrjár vikur hefur Lien brigader ferðast um landið og haldið samkomur. Var hann síð- ast á ísafirði, en fór einnig til Siglufjarðar og Akureyrar. Hafa samkomur hans verið vel sóttar á þessum stöðum, Lien brigader mun efna til samkoma alla dagana, sem hann dvelst hér í Reykjavik og eru allir hjartanlega velkomnir. aðurinn verður á fimmtudaginTS kl. 8 e.h. Húsmæðrafélag Rvíkur Munið spilafundinn og bazarinrí í kvöld kl. 8 í Borgartúni 7. - Læknar fjarverandi Ezra Pétursson fjarverandi frá 16. þ. m., í rúma viku. — Staðgeng ill: Ólafur Tryggvason. Ófeigur J. Ófeigsson verður fjarverandi óákveðið. Staðgengill: Gunnar Benjamínsson. Kristjana Helgadótlir 16. eepU óákveðinn tíma. — Staðgengilis Hulda Sveinsson. Ólafur Olafssón fjarverandi kveðinn tíma. — Staðgengill: Öl» afur Einarsson, héraðslæknir, —■ Hafnarfirði Úlfar Þórðarson f jarverandi frá 8. nóv. til mánaðamóta. — Stað- gengill: Björn Guðbrandsson sem heimilislæknir. Skúli Thoroddsen sem augnlæknir. 4LMENNA BÓKAFÉLAGIÐ t Afgreiðsla í Tjarnargötn 16. — Sími 8-27-07. Gangið i Almenna bókafélagiB, félag allra Islendinga. Fjóðleikhúsið hefur nú sýnt leikritið „f deiglunni", eftir Arthur Miller, 5 sinnum og er 6. sýning í kvöld. Aðsóknin að leiknum hefur verið góð, því leikritið hefur vakið mikia athygli og hefur m. a. verið umræðuefni á kvöldvökum hjá nokkrum félögum í bænum. Myndin sýnir Val Gíslason í hlutverki séra Parris og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem Betty Parris, í upphafi leiksins. Guðrún Ás- mundsdóttir er nemandi í Leikskóla Þjóðleikhússins og álíta gagn- rýnendur að leikur hennar í þessu híutverki beri vott um góða hæfileika og að mikils megi vænta af henni í framtíðinni. er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell er væntanlegt til Ro- quetas á morgun. • Flugferðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Sólfaxi er vænt- Rmm mínútna krossgáta Skýringar: Lárétt: — 1 deildir á — 6 und — 8 greinir — 10 dýrgripur — 12 eftirgrennslunina - 14 samhljóðar — 15 fangamark — 16 dugleg — 18 í illu skapi. Lóðrétt: — 2 kjáni — 3 stafur —• 4 handlegg — 5 snara — 7 fá- tæka — 9 líkamshluti — 11 enn.þá — 13 bein — 16 kvað — 17 fanga- mark. anlegur til Reykjavíkur kl. 18,15 í kvöld frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Oslo. — Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Kópaskers og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, — Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja. Orð lífsins: Davíð sagði: Ávallt hafði ég Drottin fyrir aitgmn mér, því að hann er mér til hsegri hliðar, til þess að ég bifist ekki. (Post. 2, 25.). Allir ofdrykkjumenn voru eitt sinn hófdrylckjumenn. — Drekkið aldrei fyrsta ófengv-stmvpið. — l/mdæmisstúkan. Þykkbæingar vestan heiðar. — Spilakvöid n. k. laugardagskvöld 26. þ. m., kl. 8 síðdegis í Edduhúsínu. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: S T G kr. 100,00. Ekkjan í Skíðadal Afh. Mbl.: N T kr. 50.00; F S 200,00; Borghildur 100,00; Herdís 50,00; Anna 100,00. Æskulýðsfélag Laugarnessóknar Munið fundinn í kvöld kl. 8,30. Séra Garðar Svavarsson. Aðalfundur K.R- verður haldinn í félaghcimilinu við Kaplakjólsveg miðvikudaginn 30. nóv. n .k. Haustmarkaður KFUM og K, Hafnarfirði vei ðui í kvöld kl. 8. Hlutaveltan verður á laugardag og hefst kl, 5. Markaður og hlutavelta K.F.U.M og K., í Hafnarfirði iBörnin, sem eru að safna mun- um, eru beðin að koma þeim í hús félagsins í dag kl. 5—7. — Mark- Styrktarsjóður munaðar- lausra barna. Uppl. í síma 7967. — • tj t varp • Fastir liðir eins og venjuleg. 19,10 Þingfréttir. — 19,30 Lesin dagskrá næstu viku. 20,30 Tónleik ar (plötur). 20,50 Biblíulestur: —■ iSéra Bjarni Jónsson vígslubiskup les og skrýrir Postulasöguna; V. lestur. 21,15 Kórsöngur: Karla- kórinn „Adolphina" í iHamborg syngur (plötur). 21,30 Útvarpssag an: „Á bökkum Bolafljóts" eftir 'Guðmund Daníelsson; XIII. (Höf, les). 22,10 Náttúrlegir hlutir (Geir Gígja skordýrafræðingur). 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). —• 23,20 Dagskrárlok. Gamanleikurinn „Ástir og árekstrar" verður sýndur í kvölð kl. 9. — Á myndinni eru þau Margrét Ólafsdóttir og Jón Sigurbjörnsson í híutverkum sínum. mjfó rnaKjim£affÍfw Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 skata — 6 uku — '8 kær — 10 rán — 12 eplanna — 14 lax — 15 au — 16 dal — 18 andlita. Lóðrétt: — 2 kurl — 3 ak — 4 tum — 5 sk'ella — 7 snauða — 9 æpa —-11 ána — 13 aðal —- 16 DD — 17 li. Leiðréíting iS.l. laugardag .misritaðist í skila grein til fólksins á Hafþórsstöð- um: G. Þ. 100,00, en átti að vera til bágstöddu fjöliskyldunnar. Til ekkjunnar t Skíðadal Afhent Rauða krossi Islands: J H kr. 50,00; E B 100,00; Árni Það var heitan sumardag, og húsfreyjan hafði boðið nokkrum kunningjum sínum til miðdegis- verðar. Þegar sezt var að borðum sagði hún 6 ára dóttur sinni að lesa borðbæn. — Ég veit ekki hvað ég á að segja, sagði litla stúlkan. — Eitthvað sem þú hefir heyrt mömmu segja, leiðbeindi faðirinn. Litla stúlkan spennti greipar, laut höfði og sagði; Góði guð, hvernig datt mér í hug að bjóða heim fólki í slíkum hita, ég kafna áður en máltíðin er á enda. ★ Sanngjörn bón. Hún: — Eftir að við erum gift, hefi ég bara eina ósk. Hann: — Það var ekki mikið, hvað er það? Hún: — Að þú neitir mcr ekki Um nokkurn hlut,- sem ég hið um, ★ — Hvenær hætta geddumar að vaxa? — Þegar veiðimaðurinn er korrn , inn með gigt í handleggina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.