Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 2
M’ORGV N B L AÐIÐ pæsliréllur segir: 1. Leggja mú En á 213 millj. kr.velfumá Miðvikudagur 30. nóv. 1953 iniiiniiig H/EíSTIRÉTTUR kvað i gær upp úrskurð i útsvarsmáli Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Mál þetta hefur mikið verið rætt að undanförnu, eftir að fógetaréttur Reykjavíkur kvað 26. ágúst s.l. upp úrskurð um að ekki mætti leggja veltuútsvar á SÍS eins og gert er við aðra kaupmcnn í Reykjavík. í dómi sínum staðfestir Hæstiréttur úrskurð fógetaréttar hvað því viðvíkur að ekkert útsvar megi leggja á „eign“ samvinnufélaga og ekkert útsvar megi leggja á „viðskipti þe’ss við félagsmenn“. Hæstiréttur telur að leggja megi á samvinnufélög veltu- útsvör, en takmarkar það þó mjög með sérkennilegum hætti, það er að útsvarsgreiðslan megi aldrei fara fram úr netto-arði félagsins, sem var þetía ár 327 þús, 5tr. Samkvæmt því má veltuútsvar á SÍS ekki fára fram úr 327 þús. kr. En heildarvelta utanfélagsviðskipta nam 213 millj. kr. menn í Reykjavík veltuútsvar. Ákvæði 6. gr. II. 2. tl. útsvars- laganna vísar til reglna þeirra, er gilda um útsvar á kaup- menn á staðnum. Ber því að leggja vcltuútsvar á sam- vinnuíélag í Reykjavík á skipti þess við utanfélagsmenn auk tekjuútsvars á arð af þeim viðskiptum. Samkvæmt framtali SÍS og lirskurði Ríkisskattanefndar nam arður stefnda af skipíam við utanfélágstnenn útsvarsár- ið 1953 kr. 327 þus. Ríkis- skattanefnd gerði SÍS hins vegar að greiða Reykjavíkur- bæ 1,2 millj. kr. „Samkvæmt þessu hefur vcltuútsvarið elgi verið ákveð ið innan réttra marka“, segir í dómi Ilæstaréttar. LTANFÉLAGSVERZLUN EKKI AÐSKILIN í dómsskjölum þessa máls er allmikinn fróðleik að finna um þiað hve eríitt er að leggja útsvör á samvinnufélög. Ekkert útsvar á að leggja á viðskipti við félags- menn, en hins vegar á að leggja útsvaf á viðskipti við utanfélags- rr.enn. Hafa reglur um það verið mjög óskýrar og mjög erfitt að framkvæma þær, vegna þess að t.d. SÍS t þessu dæmi heldur ut- nnfélagsverzluninni ekki að- skildri. T.d. vita allir að fjöldi manna hér í Reykjavík sem ekki eru í félaginu hafa keypt bifreið- ar af félaginu og nema þær sölur átrúlega háum upphæðum. 2t MILLJ. GLEYMAST Á FRAMTALI? Það er ljóst af dómsskjölum, að þegar niðurjöfnunarnefndin fer að athuga framtal SÍS og ber það saman við ársskýrslu félagsins, sem birt er opinberlega, þá kem- ur í ljós að vörusala innflutnings deildar SÍS er talin fram 24 millj. króna lægri í skattaframtali heldur en í ársskýrslunni. Ekki gefur SÍS fullnægjandi skýringu á slíku framtali í dóms- skjölunum. FFTIR SGMU REGLUM OG KAUPMENN Ntðurjöfnunarnefnd Reykjavík ur ákvað að leggja útsvar á utan- félagsverzlun SÍS eftir sömu 'negium og á kaupmenn sama stað ar og mun hafa hyggt það á því ákvæði útsvarslaganna, þar sem segir: „Samvinnufélög: Þau greiða útsvar af arði síðasta út- svarsárs, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn eftir sömu reglum og kaupmenn sama stað- ar“. Skv. þessu ákvæði taldi Nið- urjöfnuharnefnd rétt að leggja veltuútsvar á utanfélagsverzlun SÍS með sama hætti og á kaup- menn. Tii að ákvarða veltuútsvar SÍS taldi Niðurjöfnunarnefnd- in ekki fært að áætla utanfé- dagsverzlun félagsins Iægri en 213 miiljón krónur og var veltuútsvarið ákveðið í sam- ræmi við það 1,4 milljónir kr. Útsvar af tekjum var ákveðið 30 þús. kr. Eignaútsvar var á- kveðið 316 þús. kr. Útsvarsupp- hæðin samanlagt nam því næst- um 1,8 millj. kr., en eftir atvikum var heildarútsvarið talið hæfilegt 1,6 millj. kr. Ríkisskattanefnd lækkaði þessa upphæð niður í 1,2 millj. kr. Þeg- ar SÍS neitaði að greiða þá upp- hæð, baðst Reykjavíkurbær lög- taks, en þé kvað fógetaréttur peykjavíkur upp þann úrskurð, £>.ð SÍS bæri aðeins að greiða 30 jþús. kr. tekjuútsvar af utanfé- | ) tgsmannaverzlun. Ekki mætti leSgja á það eignaútsvar, né veltu I útsvar af utanfélagsmannaverzl- un. — ALDREI HÆRRA EN „ARDUR“ í dómi Hæstaréttar segir m. a.: „SÍS er samvinnusam- band skv. 6. kafla laga um samvinnufélög nr. 46/1937. — Gilda því um útsvarsskyldu þess ákvæði 6. gr. II. 2 ti. laga um útsvör nr. 66/1948, en þar segir svo um samvinnufélög: „Þau greiða útsvar af arðí síð- asta útsvarsárs, sem leiðir af skintum við utanfélagsmenn, eftir sömu regium og kaup- menn sama staðar". Samkvæmt 4. gr. 3. ti. út- svarslaganna greiða kaup- JÓN GUÐMUNDSSON, fisksali til heimilis að Hjarðarholti við Langholtsveg í Reykjavík, er 60 ára í dag. Jón er fæddur í Stóra Laugardal í Tálknafirði 30. nóvemtaer 1895, sonur hjónanna Svanborgar Einarsdóttur og Guð- mundar Jóhannesar Guðmunds- sonar, bónda þar. Jón hefur mestan hluta ævinnar stundað sjómennsku. Hánn byrjaði 13 ára gamall að stunda sjó á opnum bátum í Tálknafirðí og 17 ára gamall byrjaði hann formennsku og hélt því starfi yfir 30 ár. ÁriS 1944 fluttist Jón til Reykjavíkur og hefur stundað hér fisksölu síðan. Hann er kvæntur Hall- dóru Kristjánsdóttur Arngríms- sonar frá Sellátrum í Tálknafirði. Þau eiga 4 dætur, 3 þeirra eru giftar og búsettar í Reykjavík, en ein er heima hjé foreldrum sínum. í dag dvelur afmælis- barnið og fjölskylda hans á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar í Kaplaskjóli 5, og þangað munu kunningjar og vinir heimsækjá þau hjónin í dag. Kunnogur. Fnðrik Bjarnason tonskald. . i I 75 áras.hsiimiiidag HAFNARFIRÐI •— S. 1. sunnu- dag, 27. nóv., átti einn af mæt- ustu borgurum Hafnarfjarðaf, Friðrik Bjarnason tónskáld, 75 ára afmæli. í því tilefni heim- sótti hann fjöldi fólks, sem heiðr- aði hann á ýmsan hátt. Meðal annars bárust honum gjafir frá Karlakórnum Þröst- um, en Friðrik var sem kunnugt er stofnandi hans. Þá var hann gerður heiðursfélagi Organista- félags íslands, og er hann sá fyrsti, sem þann titil hlýtur. — Einnig var hann heiðraður með sambandsmerki Sambands ísl. karlakóra. Auk þessa barst hon- um fjöldi ánnarra gjafa, blóma og skeyta. — Bað Friðrik mig fyrir þakkir og kveðjur til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt heiðruðu hann á afmælis- daginn. í Friðrik Bjarnason er fyrir löngu landsþekktur fyrir tón- smíðar sínar, en þær eru nú orðnar geysimiklár að vöxtum. Hann hefir samið og gefið út í ríkum mæli barna- og æskulýðs- lög, samið fjöldan allan af lög- um fyrir kóra, einsöngslög og orgellög. Hafa mörg af lögum hans orðið ákaflega vinsæl, svo sem Fyrr var oft í koti kátt, Hafið bláa hafið, Abba, labha lá og Hóla dans, — og eins og kunn- ugt er, er hið fagra lag Þú hýri Hafnarfjörður, éftir Friðrik. Hingað til Hafnarfjarðar kom Fríðrik árið 1908 og hefir síðan, þar til nú síðustu ár, verið leið- andi maður hér í söng og hljóm- listarlífi. .—G. E. Þýzkt tninniswierki við E1 Alamein ( KAIRO — Þjóðverjar hafa beiðzt leyfis til að reisa minnistnerki yfir fallna hermenn sína hjá E1 Alamein í egypzku eyðimörk- inni. Hefur egypzka ríkisþingið samþykkt að léyfa það og leggja til land undir minnismerkið. BJARNI- BÖÐVARSSON hljóð- færaieikari andáðist í Land- spítalanum á 55 ára afmælisdegi sínum, 21. þ. m. Hann var fædd- ur að Rafnseyri við Arnarfjörð, af hinni merku Reykhólaætt. sonur séra Böðvars Bjarnasonar prests og prófasts á Raínseyri og fyrri konu hans, Ragnhildar Teitsdóttur. Var séra Böðvar um margt hinn merkasti maður, svo sem aikunnugt er, hélt m. a. gagnfræðaskóla á heimili sínu um meira en 30 ára skeið og má því með réttu teljast einn af brautryðjendum íslenzkrar al- þýðumenntunar. Bjarni var snemma hneigður fyrir tónlist eins og fleiri ætt- menn hans. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og starfaði fyrstu árin sem bifreiðastjóri. Þó fylgd- ist hann jafnan vel með tónlist- armálum og tók brátt að leggja stund á hijóðfæraleik á skemmti- stöðum, Bjarni var meðal hinna fyrstu sem komu auga á nauð- syn þess. að’ hljóðfæraleikarar stofnuðu sín eigin stéttarsamtök í þjóðfélagi, þar sem hver ein- staklingur var að bindast eða bundinn i hagsmunasamtök af einhverju tagi. Gerðist hann for- göngumaður um stofnun Félags íslenzkra hljóðfæraleikara 1932, varð fyrsti formaður þess og gegndi þeirri stöðu lengst af síð- an, eða alls um 18 ára skeið. Má af því marka það traust, er stéttarbræður hans báru til hans. Bjarni gerðist starfsmaður Rík- isútvarpsins snemma á starfsár- um þess. Naut hann einnig þar vináttu flestra samstarfsmanna sinna og virðingar allra. Einnig hafði hann mikla hylli hlust- enda, og var „Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar" góðkunn um íand allt, bæði úr utvarpinu og af ferðum sínum um landið. Fair tónlistarþættir útvarpsins munu hafa átt almennari vinsældum að fagna en „Gamlar minningar", sem Bjarni annaðist nokkur síð- ustu árin. Kom þar bæði til hressandi og hispurslaus fram- koma Bjarna sjálfs, og svo laga- valið, sem sá einn gat annazt á þennan hátt, er sjálfur hafði tek- ið virkan þátt í að skemmta landsbúum með tónlistarflutningi um nærfellt þriggja áratuga skeið. Þó lá starf hans ekki eingöngu — og síðari árin raunar aðems í ígripum — á sviði skemmtitón- listar. Á vettvangi hinnar „æðri“ tónlistar reyndist hann einnig hinn nýtasti liðsmaður. Sá sem þessar línur ritar kynntist honum bezt þau þrjú ár, sem við störf- uðum saman í stjórn Sinfóníu- hljómsveitarinnar, þar sem hann var fulltrúi hljóðfæraleikara, en ég útvarpsins. Það fór ekki leynt, að við litum oft sínum augurrí hvor á silfrið, enda höfðum viði ólíkra hagsmuna að gæta. En þótt Bjarni héldi á hagsmuna- málum stéttarbræðra sinna me<5 fyllstu einurð og kvæði óhikað upp úr um skoðanir sinar, spillti það ekki vináttu okkar, og tel ég sánni nær, að hún hafi eflzí við hverja raun. | Hann gegndi frá upphafi starfi umsjónarmanns í hljómsveitinni, en það starf krefst í senn meiri lipurðar, festu og stjórnkænsku en nokkur ókunnugur mun geta gert sér í hugarlund. Það starl leysti Bjarni svo áf hendi, að enginn hafði ástæðu til umkvört- unar, og mundu ekki margir hafa leikið það eftir. í tómstundum sinum fékks® Bjarni talsvert við tónsmíðar, og liggja eftir hann allmörg dægur- lög, aulr frrgn nlvttriígd otf hafa nokkur þeirra verið gefin út. , Um hin síðarnefndu má segja — j og hygg ég að það gildi um hira fyrrnefndu líka —• að þau bera ívott um djúpstæða tónlistargáfu | og vönduð og alvarleg vinnu-« brögð. Bjarni lætur eftir sig hinS mestu ágætiskonu, Láru Magnús- dóttur, og tvö uppkomin mann- vænleg börn. Veit ég, að það eí mælt fyrir munn samstarfs- manna hans í tónlistarmálum, etf ég votta þessum og öðrum ást- vinum innilegustu samúð, þegap hann nú * er kvaddur burt úc miðju starfi. Jón Þórarinsson. Áfmæfisskemmtun Eggerls Sfefánssonar Heimsfrægur læknlr enduratinn- KOMNAR eru út i íslenzkrl þýðingu endurminningar banda- ríska læknisins Maxwells Maltz. Nefnist bókin „Læknir, hjálpa þú mér“. Höfundurinn er einn af frum«i herjum nýrrar greinar lækna- vísindanna, skapnaðarlækninga, vestan hafs. Atvik, sem margip myndu telja smávægilegt, varð til þess, að hann afréð að leggja út á þá braut og hefir unnið séij þar mikið frægðarorð og er núi m. a. heiðursfélagi í Alþjóða* félagi skurðiækna. Þeir eru margir, sem leitaí hafa til Maxwells Maltz mefj ýmiss konar líkamslýti. Frásögm hans er saga mannvmar, senj vildi létta þjáningum af þeim, sem örlögin höfðu leikið grátt á ýmsa lund, og sagan er á þann veg, að allir fyllast samúð mefl sjúklingum hans og aðdáun $ honum.. I Gísll Magnússon píanóieikari er meðal Ilstamanna þeirra, er koma fram á skemmíun þeirri, sem haldin verður til heiðurs Eggerti Stefánssyni n. k„ föstudag. —f Mun vissara að tryggja sér að- göngpumiða í tíma. Afgangs smjör selt ódýrt OTTAWA — Talið er að afgangs smjör í Kanada á þessu ári munf nema 5000 tonnum. Hefur ný, veríð ákveðið að selja 3500 tonn til Austur-Þýzkalands fyrir 40 cent pundið. Allmikil óánægja ep yfir þessu í Kanada, þar sem söluverð á smjöri er þar um 60 cent. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.