Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. des. 1955
MORGUNBLAÐI9
31
Kýpur
Framhald aí bls. 19
Eyjarskeggjar hafa síðan ítrek-
að og við öll tækifæri látið i ljósi
eindreginn vilja sinn til samein-
ingar. Ár eftir ár hafa bænaskjöl
og síðan ályktanir um samein-
ingu verið sendar brezka ný-
lendumálaráðuneytinu. Brezkar
rannsóknarnefndir hafa kynnzt
vilja íbúanna svo, að þar getur
enginn vafi leikið á. Þannig hef-
ur þetta gengið í áratugi, en
Bretar hafa ekki hreyft sig.
TILBOÐID 1915
í fyrri heimsstyrjöldinni
gerðist þó sá atburður þann
16. október 1915 að Bretar
buðu grísku stjóminni form-
lega, að afhenda henni Kýpur,'
ef hún vildi ganga í lið Banda- j
manna og skunda Serbum til
hjálpar gegn innrás Búlgara.
Gríska stjómin taldi á þeim
tíma mjög óvænlegt að hefja
þátttöku í heimsstyrjöldinni,!
svo að ekkert varð úr tilboði
Breta. Og þrátt fyrir það, þótt,
Grikkir færu siðar 1916 t fyTri
heimsstyrjöldina við hlíð
Breta, var ekki minnzt frekar
á þetta tilboð.
NÝIÆNDUSTEFNAN
RÍKJANDI
' í styrjáldarlok lýstu þó ýmsir
forustumenn Breta sig fylgjandi
að láta eyna af hendi við Grikki,
þeirra á meðal Lloyd George og
Balfour lávarður. Gerðu Grikkir
sér þá um tíma góðar vonir um
að úr þessii yrði. Sendu Kýpur-
búar m. a. nefnd manna til
Lundúna til að fá úr þessu skor-
ið. En hjá brezku stjóminni urðu
önnur sjónarmið ríkjandi. í nóv-
ember 1919 tilkynnti brezka
stjórnin, að hún hefði ákveðið að
sleppa ekki haldi á eynni. Árið
1925 var Kýpur svo að lokum
lýst krúnu-nýlenda Breta.
SKÁLMÖLDIN
HEIMAFYRIR
Á árunum milli heimsstyrjald-
anna áttu Grikkir heimafyrir við
mikla örðugleika að stríða. Fyrst
var ósigurinn gegn Tyrkjum við
Smyrna og síðan stjórnleysi með
skálmöld hinni mestu, anarkistar
og kommúnistar óðu þar uppi og
landið logaði í byltingum um
leið og það rambaði á barmi
gjaldþrots. Loks kijmst á einræði
hersins og lögregluríki Metaxas.
Það friðaði landið en réð með
ógnum.
Meðan slíkt ástand ríkti í
heimalandi var ekki álitlegt að
sameinast þvi Samt þögnuðú þær
raddir aldrei, sem heimtuðu sam-
einingu og grískir íbúar á Kýpur
sýndu Bretum þverasta ósam-
vinnulyndi, neituðu að taka þátt
í kosningum til ráðgjafaþings
eyjarinnar. Árið 1931 varð sá
atburður að grískir þjóðernLs-
sinnaar efndu til óeirða í Nicosiu
og brenndu þá til ösku hús land-
stjórans.
En eftir síðari heimsstyrjpldiná
þegar uppreisn kommúnista í
Norður-Grikklandi hafði verið
bæld niður og þegar fjárhagur
Grikklands tók að batná með
efnahagsaðstoð Bandaríkjanna
vöknuðu enn hin sömu viðhorf.
um, og Grikkir hafa lýst yfir
skilningi sínnm á þessu við-
horfi m. a. með því að bjóða
þeim aff hafa herbækistöðvar
á Kýpur, eða annars staðar
þar sem nauðsynlegt er talfð
fyrir öryggi Vesturlanda, að-
eins ef Kýpur fengi að sam-
einast heimalandinu.
STEFNT AÐ SJÁLFSTJÓRN
En Bretar hafa ekki víljað láta
sér það lynda, heldur hafa þeir
reynt með ýmsum hætti aS
styrkja stjórnmálaleg yfirráð sín.
yfir Kýpur. í þessu skyni hafa
þeir mjög borið fyrir sig hinn
tyrkneska þjóðernisminnihluta á
eynni og eflt hann til andstöðu
við grízku þjóðemishreyfmguna.
Síðan hafa þeir lagt til að
Kýpur fái smám saman sjálf-
stjórn, en sameinist ekki Grikk-
landi. Til þess að ýta undir þetta
hafa þeir varið stórfelldum fjár-
hæðum til efnahagslegrar ný-
sköpunar Kýpur. Sem dæmi um
þetta má nefna, að nú fyrir
nokkru var ákveðið að veitá
1300 milljónum króna til' nýrrar
efnahagsáætlunar, meðan fjár-
veitingar til alls annars nýlendu-
veldis Breta nema aðeins um
3000 milljónum króna.
MIKILVÆG
HERBÆKISTÖÐ
Þegar Enosis-hreyfingin hófst j
nú upp með meira afli en nokkru j
sinni fyrr, þróúðust heimsmálin
hins vegar svo, að Bretar stefndu ,
markvisst að því að gera Kýpur j
að helztu hernaðarbækistöð sinni I
fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þeir |
hafa margsinnis lýst yfir því, að
með því sé ekki aðeins verið að .
styrkja brezka heimsveldið, held- I
ur allsherjar hervamir hins
vestræna heims. Þegar þeir urðu
að flytja allt herlið sitt frá Súez- j
skurðinum árið 1954, þá fluttu
þeir mestan hluta þess til Kýpur.
og er ætlun þeirra með staðsetn- j
ingu liðsins þar að geta, hvenær;
sem hætta steðjar að, tafarlaust
flutt það aftur að samgönguæð-
inni við Súez.
Því ber ekki að neita, að
þetta eru allgild rök hjá Bret-
MKLAR FRAMFARIR
Bretar hafa á undanfömum
árum komið upp á Kýpur
hinu fullkomnasta heilbrigð-
is- og skólakerfi, sem þekkisf
á þessum slóðum, vínyrkja
hefur verið endurvakin, nám-
urnar stækkaðar stórlega, full-
komin höfn verið byggð í
Famagnsta, miklar áveitur
verið gerðar og merkileg skóg-
rækt hefur klætt Kýpur-
fjöll að nýju hinum verðmæt-
ustu trjátegundum. Á eynni
eru mjög góðir og greiðfærir
malbikaðir vegir. Bifreiðaeign
er almennari en gerist í ná-
grannalöndunum og notkun
véla í landbúnaðinum hefur
mjög aukizt.
Allar þessar framkvæmdir
og framfarir hyggjast Bretar
selja Kýpur-búum í hendur
og skapa þeim þannig hina j
öruggustu framtíð. En þrátt
fyrir allt þá virðast þeir ekki
hafa skilið, hvað klukkan
slær í þessum efnum. Þessi
gamla forráðaþjóð margra ný-
lendna hefur enn einu sinni
gert þá skyssu að vanmeta
þjóðerniskröfur nýlenduþjóð-
ar. Þeir hafa ætlað að ganga
fram hjá eindregnum kröfum
Kýpur-búa sjálfra, ætlað að
virða að vettugi þann sjálfs-
ákvörðunarétt, sem hver þjóð
hlýtur að eiga.
Eftir það eru Bretar langt í frá
; of sælir af vist sinni á þessari
j austrænu eyju. Kýpur er yndis-
• lega fagurt land með fjöllum og
gróðursælum dölum og dökk-
grænir skógar klæða nú enn
hlíðamar.
En kyrrðin í sólarhita Miðjarð-
arhafsins er rofin af vélgný bryn-
varinna bifreiða, sprengingar
kveða við, eldblossar leiftra og
óttaslegin augu brezkra her-
manna gægjast undan hjálm-
skyggninu.
Á annað hundrað
nofendasímar
í Sfykkishélmi
STYKKISHÓLMI, 6. des.: — Síð-
astliðinn mánúð starfaði vínnu-
hópur símamanna frá Landsím-
anum hér í Stykkishólmi, að því
að endurbæta innanbæjarkerfið
hpr, og voru þá um leið lagðir 30
nýir innanbæjarsímar.
í Stykkishólmi eru nú með hin-
um nýju símum talsvert á annað
hundrað símar og auk þess yfir
20 sveitasímar í Helgafellssveit,
sem tengdir eru við Stykkishólm,
Einnig hefur Stykkishólmur sam-
band við 11 eyjar í Breiðafirði
gegnum talstöðvar. — Árni.
Kaupmenn!
Kaupfélagsstjórar!
Eftirtaldar vörur eru til á lager:
Hollenzkar kápur
Enskir kjólar
Amerískur og þýzkur nælonundirfatnaður
Ullarnærfatnaður, kvenna
Hollenzkir morgunsloppar
Hollenzkar poplinblússur
Dönsk útiföt fyrir böm á 1.—3. ára
Hanzkar 16 gerðir o. m. fl.
Gjörið svo vel og lítið inn og kynnið yður vörumar og verðið.
Halldór Jónsson heildverzlun
Hafnarstræti 18. — Sími 2586.
Tékkneskt byggingarefni úr
asbest-sementi
Odfrt
Varanlegt
Oruggt gegn eldi
Veggplötur, þilpIStur, báru-
plötur, Þakhellur, þrýsti-
vatnspípur, frárexuislispípur
•g tengistykU.
Einkaumboð:
MABS TRMG COM
Klapp&rstig 29 — Sími 7373
CZECHOSLOVAK CERAMICS PRAG, TÉKKÖSLÓVAKIU