Morgunblaðið - 10.12.1955, Qupperneq 7
Laugardagur 10. des. 1955
MOKf.f' /V HLAÐIÐ
7
Stúlka óskar eftir léttri
VliMMIJ
hálfan eða allan daginn. -—
Tilboð sendist afgr. blaðsins
merkt: nStrax — 823“.
Kanarsfuglar
tið solii
Upplýsingar að Snorrabraut
35, 1. hæð, fm kl. 6-—7 e. h.
Station bifreib
Opel eða Skoda óskast til
kaups. Tilboð sendist Mbl.,
fyrir mánudagskvöld 12. þ.
m., merkt: „Opel—Skoda —
820“. —
Er kaupandi að 6 mnnna
bifreið
gegn mánaðarlegum afborg
unum eða greiðslu í vörum.
Tilb. til blaðsinns fyrir 14.
þ. m., merkt: „öruggt «—
819“. —
Stór
klœðssskápur
fil sölu
og kolakyntur ketill,
tvegg.ja ferm. Upplýsingar
á Flókagötu 12. Sími 6038.
íbúð tið leigu
2 herbergi og eldhús til leigu
Tilboð sendist á afgr. blaðs-
ins fyrir kl. 12 á mánudag,
merkt: „822“.
Nýkomið
Nælonsokkar, krepsokkar,
ullarsokkar, bómullarsokkar
unglingasokkar, ullarhosur.
Svartir nælonsokkar á kr.
18,00. —
DÍSAFOSS
Grettisgötu 45.
Nýkomið
Satin, taft, krystlefni og
tjull, margir litir. Drengja-
ullarpeysur og vesti. Kven-
peysur. Dívana- og vegg-
teppi.
DÍSÁFOSS
Grettisgötu 45.
Þýzkur
Radáófónn
sefti nýr, til sölu. Ennfrem-
ur, vandaður klæðaskápur
(Birki), Bræðraborgarst. 23
Skraufsykur
Kókosmjöl
H. Benediktsson & Co Ii.f.
Hafnarhvol), sími 1228.
SendiferðahílK
óskast til kaups. — Upplýs-
ingar í síma 2861 frá kl. 4
—6. —
TIL SÖLIi
hjálparvélamótorhjóí
Einriig karlmannfthjól. Ti)
sýnis Kamp-Knox E-36.
Fullorðin kona
óskast
sem ráðskona á rólegt heim-
ili (2 í heimili). Upplýging-
ar, Laufásvegi 39.
Vórugeymsla
ca. 100 ferm. birgðaskeTnma
í útjaðri bæjarins, til leign.
Tilboð merkt: „100 — 817",
sé sent Mbl. fyrir 14. þ.m.
I’yzkar
poplinblússur
>íý sending.
Tlzkuftkemman
Uaugavegi 34.
Tiiftkur
Hanszkar
Slæðnr
Ilmvötn
mikið úrval
Tízknftkeimntan
Laugavegi 34.
Tvö góo, samliggjandt
HERBERGI
{ kjallara, 1 stofa á hæð og
1 herb. í risi, til lergu strax
fyrir einnhleypa. Reglusemi
og góð umgengni áskilin. —
Eyrirframgreiðsla. Tilboð
merkt: „Góð umgengni“ *—
sendist afgr. blaðsinrrs fyrir
kl. 12 á hád. á mánudag.
Til sölu Pedigree-
BARIMAVAGN
á háum hjólum. Vei-ð kr. |
700,00. UppT. á Skólavörðu
stíg 17C, eftir hádegi i dag.
ilt SOI l>
nýtt baðker. Verð krónur
1200.00. 150 L hitadunkur,
kr. 400,00. 1 ferm., kola-
kyntur miðstöðvarketill, kr.
400,00. Sími 81609.
ile Soto 1950
einkabifreiS, i sérstaklega
góðu lagi, til sölu.
BifreiSasalan
Bókhlöðustíg 7, sími 82168.
Silver-Cross
BARIMAVAGIM
J vel með farinn, selst ódýrt.
t Uppl. Suðurg. 13, Hafnar-
{ firði, í dag og á sunnudag.
Verður Cometun brezku þrutt
fyrír ullt slgursæl eti
E"
’NSKA þrýstilofts-farþega-
vélin Comet flaug sJ.
helgi frá Lundúnum til
Ástralíu. Flugtíminn var að-
eins 24 klst. Með þessu er ekki
nóg með það að Comet hafi
sett nýtt flagmet á þessari
leið.
Hún var helmingi skemmri
tima í lofti heldnr en gamla
metið og þessi atburður þýð-
ir hvorki meira ná minna en
það, að Bretar hafa aftör tek-
ið forustnna í farþegaflngi i
sínar hendur, fornstu, sem
þcir misstu með hinum mörgu
alvarlegu slysum fyrstu
Comet-flugvélanna.
Nú telja Bretar sig hafa kom-
izt fyrir orsök slysanna og jafn-
framt eru þeir að hefja fram-
leíðslu á staarri og fullkomnari
Comet-flugvélum en áður hafa
þekkzt.
STOLT BRETA OLLI
VONBRIGÐUM
England er land þrýstilofts-
flugvélanna. Það voru Englend-
ingar, sem fyrstir smíðuðu þrýsti-
loftsflugvélar, sem komu að
nokkru gagní í flugorustum í
síðustu styrjöld. Síðan urðu
Englendingar á undan Banda-
ríkjamönnum að gera tilraunir
með farþegavélar knúnar þrýsti-
loftshreyflum og var Cometan
stolt allra Englendinga. Hún fór
með 1000 km hraða á klst. og
Englendingar sögðu: „Cometan
er hraðfleygasta og öruggasta far
þegaflugvél í heimi“.
Þeim mun meiri var ósigurinn
ög hryggðin, þegar fjögm- Comet-
slys urðu á skömmum tíma og
fjöldi fólks lét lífið í þeim. 35
flugvélar af Comet-tegund, sem
þegar höfðu veríð smíðaðar, urðu
einskis virði. Það var ekki annað
að gera én að brjóta þær og
þræða upp að nýju. |
!
Við flngslysin miklu tóku
Englendingar þrjár ákvarð-
anir: f fyrsta lagi að stöðva
allt flug með Comet-flugvél-
ura og viðnrkenna þannig ó-
signrinn fyrir öllum heimin-
um. í öðru lagi að Iáta einskis
ófreistað til að grafast fyrir
orsakif slysanna. Og í þriðja
lagi að gera ailt sem attðið
væri að vinna aftur forustuna.
Vinna aí'íur sigur með nýrri
og fullkominni Comet-flugvél.
Sá sigur vannst úm síðustu
helgi.
FJÓRAR HRÖPUDtl —
MIKLAR FÓRNIR
í maí-byrjun 1953 varð alvar-
legt Comet-slys. Flugvélin Steypt
ist niður yfir Indlandi. í skjmdi
varð þessi glæsilega straumlínu-
lagaða flugvél að rjúkandi braki
í uppþornuðum árfarvegi 30 km
fyrir utan Kalkútta. 4'3 menn léttí
lífið.
Þetta var mikið áfall fyrir
brezk flugmál. Tveimur mánuð-
um áður hafði Comet-ílugvél
hrapað í Pakistan og 11 manns
látið lífið. Það slys hafði ekki
valdið miklum ugg, en við annað
slysið fóru margir að renna grun
íað ekki væri allt sem skyldi.
Fleiri slys gætu orðið.
Það varð líka í janúar 1954.
Cometa hrapaði niður í
Miðjarðarhafið milli eyjanna
Monte Christo og Elbu. 35
manns fórust og slysið þótti
mjög dularfullt. Einni mínútu
áðnr en það varð hafði flug-
stjórinn sent skeyti: „Allt í
lagi um borð“, Nokkrir fiski-
menn, sem voru sjónarvottar,
sögðu, að vélin hefði sprungið
í loftinu. Hafi verið hægt að
skýra fyrstu tvö slysin sem
óhappatilvik, þá hlaut það
hins vegar að vera Ijóst í
þessu dæmi, að citthvað alvar-
legt hafði gerzt í flugvélinni
sjálfri. Talað var um að þetta
á mettíma tii Astralíu
eftir mikla hrakfallasögu
Mynd þessi af Cometunni var tekin þegar hún heimsóíti
Island í maí-mánuði 1953. Sktimmu síðar hrapaði þessi flugvél
i Miðjarðarhafið'.
væri skemmdarverk, en eng-
inn rökstnðningar fannst fyr-
ir því.
FIATGBANN
FYRIR FULLT OG ALLT
En þá kom fréttin um siðasta
Comet-slysið, ennþá yfir Mið-
jarðarhafinu og enn varð mikið j
manntjón. 21 maður lét lífið, þeg- i
ar flugvélin fórst, 9. apríl 1954.
Flugbann haíði verið sett á Com- j
et-flugvélarnar eftir þriðja slysið. |
Því hafði verið létt af aðeins
hálfum mánuði áður en síðasta
slysið varð.
Og þá voru Cometurnar stöðv-
aðar, fyrir fulít og allt, að því er
sumir töldu.
Þeir flugu ekki meira, nema
nokkrar reynslufei'ðir, sem enn
hafa verið farnar til að rannsaka,
hvað slysunum olli.
CHURCHILL FYLGDIST MEÖ
Þetta var mál, sem brezka
stjórnin lét sérstaklega til sín
taka. Hér var um heiður alls
brezka heimsveldisins að ræða.
Ríkisstjórn Churchills lét senda
sér stöðugar skýrslur um hverju
fram yndi. Risavaxnar fjárhæð-
ir voru veittar. Fimm Comet-
flugvélanna voru teknar til ná-
kvæmrar rannsóknar.
FIMM FLUGVÉUTM FÓRNAÐ
Einni þeirra, sem kostaði um
100 miUj. ísl kr„ var sökkt í risa-
stóran vatnsgeymi, þar sem hægt
var að auka þrýstinginn marg-
faldlega til að sjá, hvað hefði
gerzt. Önnur var sett í þolraun-
ir, þar til báðir vængirnir brotn-
uðu af.
Þriðju flugvélinni flugu fjór'ir
sjálfboðaliðar. Reyndir og sér-
fróðir flugmenn, sem flugu henni
svo að reyndi á þolrifin. Fóru
með hana í veltur, hringsnerust
í lofinu, steyptu henni og gerðu
aðrar flugraunir, sem venjulegar
farþegaflugvélar eru aldvei látn-
ar þola. Fjölda af mælingatækj-
um var komið fyrir í hÖggtrygg-
um og brunatryggum kössum,
svo að tækin segðu söguna, hvað
fyrir hefði komið, ef enginn
reynsluflugmannanna lifði af.
Tvær flugvélar vorxx gersam-
lega skrúfaðar sundur og styrk-
leiki hvers hlutar nákvæmlega
mældur og reiknaður út af fjöl-
mennu liði hinna færustu verk-
fræðinga.
MÁLMÞREYTA
Þá ber þess að geta, að leif-
arnar af tveimur flugvélunum
sem fórust voru týndar nákvæm-
lega upp og raðað niður eins og
fornfræðingar raða fomu, brotnu
leirkeri, tiV að revna að finna,
hvar í vélinni sprengingarnar
hefðu orðið, hvernig þær hefðu
tætzt. í sundur.
Og í október 1954 lá niðurstaða
rannsóknanna ioks frammi, Flug-
máladómstóll Bretlands skýrði
frá árangrinum, en i honum hafði
m.a. starfað sá maður, sem talinn
er færasti flugfræðingur Breta,
Sir Arnold Hall.
Hann skýrði frá því að
Comet-slysin hefðu atvikazt
þannig að umbúnaður við einn
giugga á fiugvélinni framar-
lega heíði ekki verið nægilega
traustur. Á þessum stað
mædtii mikill þrýstingnr, þeg-
ar flugvélin væri komin á hinn
cfsaiega hrað'a. Þrýstingurlnn
þreyíti máiminn. Þegar þessi
staður biiaði, þá fengi loft-
þrýstfagnrinn s vclinni skyndi
lega öra útrás í þunnu háloft-
inu. Þr-tta hefði verkað líkt og
sprenging. Stærsta brotið varð
um miðjan flugvélarbúkinn
og hreicldist það siðan með ör-
skotshraða um alla vélina og
brotin féllu í hafið. Allir sem
um feerð höfðu verið vora
látnir áður en þeir féllu í haf-
ið. —
HAFA BRETAR
BEBIÐ ÓSIGUR
Nú voru leystir fyrstu tveir
þættir hinnar brezku áætlunar
um endurreisn í þessu alvarlega
máli. En þriðja atriðið: Að vinna
aftur hinn tapaða flugvélamark-
að og heiður Comet-flxigvélar-
innar.
Nú þegar er farið að undirbúa
fjöldaframleiðslu á flugvélinni
og er hún nú að komast af stað.
En þessi mistök höfðu kostað
margra ára töf.
Eftir flug Comet-flugvélarinn-
ar til Ástralíu á dögunum hefur
heiður hennar aftur hækkað
mjög. Nú þykjast menn öruggir
um að fleiri óhöpp verði ekki.
ENN ER EKKI ÖLL VON ÚTI
Og flugvélin setti nýtt og glæsi
legt hraðamet, sem er í anda
þessarar aldar þrýstiloftshveyfl-
ana. En þessi viðureign heíur
orðið á s'ðustu stundu, því að nú
eru Bandaríkjamenn að ljúka yið
fyrstu þrýstilofts-farþegaílugéél-
arnar.
Framh. á bls. 12