Morgunblaðið - 10.12.1955, Qupperneq 5
I
Laugardagur 10. des. 1955
HORGUN BLAÐID
n
| Rauðamö!
Athugasemd
í TILEFNI AF GREIN í Þjóð
viljanum 2. des 1955 er óskað að
taka fram:
Fyrir skömmu komu fulltrúar
frá Vörubílstjórafélaginu Þrótti
til borgarstjóra og óskuðu atbeina
hans vegna deilu, er risin var
milli félagsins anriars vegar og
hins vegar hafnfirzkra vörubíl-
stjóra og yfirvalda Hafnarfjarð-
arbæjar.
Orsök deilu þessarar var sú. að
félagar I Þrótti höfðu um skeið
unnið fyrir Eimskipafélag fs-
lands h.f. að því að flytja rauða-
möl frá Straumi fyrir snnnan
Hafnarfjörð á lóð Eimskipafélags
ins við Borgartún. Hafnfirðingar
töldu sig eiga forgangsrétt að
þessari vinnu og var haft á orði,
að þessir flutningar yrðu stöðvað-
ir með öllu.
Fulltrúar Þróttar óskuðu þá eft
ir því, að borgarstjóri hlutaðist
til um það, að leyfð yrði efnis-
taka í Rauðhólum. Undarifarið
hefur sá háttur verið á hafður,
að vinnuflokkur frá Reykjavíkur
hæ hefur unnið efni í Rauðhól-
um um leið og unnið hefur verið
að gatnagerð í bænum, þ e. 4—5
mánuði ársins. Á þeim tíma hafa
einstaklingar fengið þar efni gegn
því, að greiða kostnað við að
raoka á bíla þeirra. Á öðrum
tíma árs hefur yfirleitt ekki Verið
s-tarfað að efnistöku, enda eftir-
spurn verið lítil. Hefur þá Rauð-
hólum verið „lokað“, enda þá á-
stæðulaust að halda uppi eftirliti
J^ar eða hafa þar vinnuflokk.
Þegar beiðni barst um það frá
fulltrúum Þróttar, að Eimskipa-
fálagið fengi aðgang að Rauðhól-
um með vinnuflokk, er það legði
til, þá þótti ekki fært að neita
því, þar se mhér var um að ræða
töluvert magn af lítt eftirsóttu
efni og verulega atvinnu fyrir
reykvíska vörubílstjóra.
Þess skal sérstaklega getið, að
umbeðið levfi var ekki veitt sam-
kvæmt beiðni Eimskipafélags ís-
lands h. f.
Síðar kom í ljós, að ýmsir fleiri
höfðu hug á að fá efni í Rauðhól-
um og barst fyrir skömmu form-
legt erindi til bæjarráðs um levfi
til efnistöku og í dag var ákveðið
að verða við því, þannig að ein-
staklingum skuli heimilt að taka
efni í Rauðhólum undir eftirliti
verkstjóra bæjarverkfræðings.
Þá er rétt að taka fram, að 15.
des. 1944 bannaði bæjarráð, að
efni yrði tekið úr þeim gigum í
Rauðhólum, sem þá voru óskertir.
Því banni hefur verið framfylgt,
en efni hins vegar verið tekið úr
þeim gígum, sem setuliðið hafði
tekið efni úr á stríðsárunum.
Skrifstofa bæjarverk fræðings.
Keima eftir Afríkuför
Ég sá aldrei karldýrið
Jólnkort Bornnhjólpar S.Þ.
KVENSTÚDENTAFÉLAG ÍS-
LANDS hefur nú eins og að und-
anförnir tekið að sér sölu jóla-
korta Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF), og er það í
þriðja sinn, sem félagið annazt
sölu þessara. korta. Sala kort-
anna hefur til þessa gengið vel,
t.d. var ísland árið 1953 annað í
röðinni með tölu seldra korta í
hlutfalli við fólksfjölda.
Barnahj álp. Sameinuðu. þjóð-
anna, sem hefur starfað síðan
1946, eru stærstu alþjóðasamtök,
sem vinna að aukinni heilbrigði
og bættum kjörum mæðra og
barna. Sjóðum bamahjálparinn-
ar er varið til sjúkrahjálpar,
bólusetningar gegn farsóttum og
kaupa á matvælum, t.d: mjólk,
til barna og mæðra, sem liða af
næringarskorti.
Bamahjálpin hefur þegar
hjálpað milljónatugum barna og
færir stöðugt út verksvið sitt og
nær á hverju ári til fleiri og
fleiri barna, en mæður og böm,
sem hefur verið hjálpað, hafa af
því, varanlegt gagn.
Ein aðalfjáröflunarleið stofnun.
arinnar er sala korta, og er leitað
til almennings með því að hvetja
fólk til þess að kaupa þau. Á síð-
ustu árum hafa Íslendíngar ekki
lagt annað til þessarar starfsemi
heldm* en það, sem sala jóla-
korta þeirra, sem Kvenstúdenta-
félag íslands hefur á boðstólum,
gefur af sér. Ættu allir að hafa
það að huga, er þeir kaupa kort
tjl þess að senda vinum sínitm
nú um jólin.
Kortin eru teiknuð a£ ágætum
listamönnum qg eru mjög falleg,
Þau fást bæði eiit .og oítt og einn-
ig i smekklegum kossum með 10
stykkjum, og eru í hverjum kassa
fimm gerðir af kortum ásamt
umslögum. Kortin eru til sölu í
bókaverzlunum og hjá Kven-
stúdentafélagi íslands.
Munið, að með því að kaupa 10
kort hafið þér veitt fimmtíu börn
um mjólk í eina viku eða séð fyr-
ir því, að fimmtíu börn verði
bólusett gegn berklum.
Gólfteppi
Hiesta urvai í bænusit.
Argamaiu tékknesk, 3,66x4 57, 2.74x3.66.
Remo Extra 3,00x4,00, 2,50x3,50, 2,00x3,00.
Sevilla Hampteppi 1,60x2,30, 1,90x2,90, 2,50x3,50.
Xpress 70x1,40, 1,40x2,00. 1,60x2,30, 1,90x2,90,
2,30x2,74. *
Lenda 1,90x2,90, 2.74x3.20.
Saxonia, þýzk teppi, 2x3, 2,50x3,50, 3x4.
Tarus 2x3, 2,50x3,50.
TEPPI h.f.
á horni Njálsgötu og Snorrabrautar.
LANDGRÆÐ8LU
SJÓ0UR
MUNÍO pakkana meo gr/fnu
MERKJUNUM
SkrifsfofumaðuiE*
getur fengið fast starf á stórri skrifstofu. Umsækjend-
ur leggi nöfn sín ásamt upplýsingum um. aldur,
menntun og fyrri störf í pósthólf 635, merkt: „Skrif-
stofumaður — 810“.
INfMRETTIAGAR
Nú um helgina tekur til starfa nýtt trésmíðaverk-
stæði að Ytri-Grund, Seltjarnarnesi. Þar verða frani-
leiddar eldhúsinnréttingar og fleira. Áherzla lögð á
vandaða vinnu og sanngjamt verð. Upplýsingar í
síma 81079. — (Geymið auglýsinguna).
Felix Þorsteinsson.
Guölaugur Sigurðsson.
Ný sending
GULLFOSS
Aðalstræti
Eftir hreinsun hjá okkur
fá fötin sinn upprunalega blæ.
Jata,
ipreóáan
Hverfisgötu 78.
P.l
Það er vandi að velja sér kjól!
Þess vegna er bezt aS hugsa tímanlega um
Jólokjólinn
Lítið inn hjá Guðrúnu
og skoftið úrvalið og þér irnuiuð ekki veriía
fyrir vonbrigðum.
KaupiÓ kjóBÍKin
Hjá
GUÐRIJNU
Verzlunin
GUÐRÚN
Rauðarárstíg 1
Örstutt frá næstii strætisvagnastöff.
Ágætt bifreiðastæði við búðina.
MUNIÐ
hornið á Rauðarárstíg og Skúlagötu