Morgunblaðið - 10.12.1955, Síða 13

Morgunblaðið - 10.12.1955, Síða 13
Laugardagur 10. des. 1955 HORGL N Bt AÐIB 29 Béitdi og timbnrmaðnr, I. bindi nf ævisögu Tryggvn Gunnarssonnr eftir Þorkel Jóhannesson Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1955, 482-|-8 bls. ÞETTA er upphaf sögu athafna- mesta mannsins í athafnalífi ís- lenzku bjóðarinnar á öldinni sem leið, fvrsta bindi af þremur, er segja eiga sögu hans alla. Efni bókarinnar verður á a-: veldastan hátt rakið með þ í að telja upp kafla hennar og gei • aðalefnis þeirra. Fyrsti kaflinn -heitir Saga í reifum, segir frá ætt Tryggva Gunnarssonar, en -einkum foreldrum hans. Annar -kaflinn heitir Árið 1835 og lýsir 'ástandi íslenzks þjóðlífs árið, sem -Tryggvi fæddist. í þriðja og fjórða kafla, Laufás og í föður- -garði, segir frá uppvexti Tryggva og trésmíðanámi hans. í fimmta 'kafla, Timburmaður og lausa- 'maðar, segir frá fyrstu árunum, er hann var sjálfs sín norður í Laufási og á Hálsi í Fnjóskadal. í sjötta og sjöunda kafla, Samtök um verzlunarmál o. fl. og Suður- förin 1858, segir frá fyrstu verzl- unarsamtökum Þingeyinga og frægðarför Tryggva, er hann 22 ára að aldri fer til Reykjavíkur í umboði bænda í innsveitum Þingeyjarsýslu, gerir verzlunar- saminga við kaupmenn í Reykja- vík, snýr síðan heim, til að safna gjaldeyrisvöru ,aðallega hákarla lýsi, ull og æðardún, og siglir síðan með hann ásamt jafnaldta sínum Jóni Loftssyni skipstjóra 'í Grenivík til Reykjavíkur, kem- 'ur þaðan aftur með hlaðna skútu margvíslegs erlends varnings norður til Eyjafjarðar, og leysir með því bændurnar úr herkvíi kaupmannanna á Akureyri. í átt- unda kafla, Hákarlamenn, er sagt -frá hákarlaveiðunum við Eyja- fjörð og þátttöku Tryggva í há- karlaútgerðinni. í níunda og þrettánda kafla, Á Hallgilsstöð- um I og II, er sagt frá búskap Tryggva i Fnjóskadal 1859—1870. í tíunda kafla, Utanförin 1863— 64, er frá því sagt, er Tryggvi fer til Kaupmannahafnar til að leita konu sinni lækninga, kemst j náið vináttusamband við Jón Sigurðsson og fleiri forystumenn íslendinga í Höfn, fer síðan til Noregs að kynna sér landbúnað Norðmanna og kemst þar í kynni við ýmsa búnaðarfrömuði Norð- manna. í ellefta og tólfta kafla, Þjóðmálasamtök Þingeyinga fram um 1870, er sagt frá þátttöku Tryggva í félagsmálum Þingey- inga eftir heimkomu hans úr ut- anförinni. í fjórtánda kafla, Hreppstjóramál, er sagt frá glímu hans við Pétur Havsteen amt- mann mág hans og sigri hans í þeirri glímu. í fimmtánda kafl- anura, Stjórnmál, er sagt frá fyrstu þátttöku hans í almennum stjórnmálum, kosningu hans á þing og fyrstu þingförinni 1869,' Auðvitað er um svo athafna-; saman mann sem Tryggva Gunn- arsson, að hans er víða getið í prentuðum heimildum, og mætti margt frá honum segja, þótt þær heimildir væru einar notaðar. Dr. Þorkell mun Iíka fæstar þær' heimildir hafa látið fram hjá sér fara ónotaðar. Ekki eru þó þær heimildir aðal heimildirnar að þessari sögu, heldur eru það minn isblöð Tryggva sjálfs, þau er varð veitzt hafa, hið mikla safn bréfa til hans frá vinum hans og við- skiptamönnum ymislegum, hreppsskjöl úr Hálshreppi og Grýtubakkahreppi frá þeim tím- um, er hann kemur þar við sögu, sýsluskjöl Þingeyjarsýslu, gerða- bók búnaðarfélagsins í Þingeyjar sýslu og margvíslegar aðrar frum heimildir. Trúrri heimildir verða ekki fundnar, og er ekki fullt mark takandi á sögu fyrri tíma nema þvílíkar heimildir séu fyrst kannaðar og krufðar. Það hefur og þann kost, að sagan kemur miklu nær þeim, er hana les. Einkum mega bréfin verða til þess, að menn geta komizt í náin kynni við þá, er sagan f jállar um. Hins vegar er þess ekki að dylj- ast, að þessar heimildir eru svo dreifðar og miklar, að þær verða seint eða aldrei fullkannaðar. Og þó að þær væru allar lesnar og kanr.aðar. er enn eftir að draga ályktanir af konnuninni, og verða þær álykt'inir aldrei fullnægj- andi leitanci' og spurulum mönn- um. Það er vafasamt, hvOrt "<ú;kru sinni hefur verið svo vand lega að sópað um efniskönnun no..kurs islenzks sagnfræðirits sem þessa. Þó er þar vissulega enn margt vafasamt, og mundi kref jast nánari könnunar, ef ekki væri annað miklu minna kannað í sögu þessa tíma. Hér skál á nokkur atriði drepið, ekki tíl áð kasta rýrð á verk dr. Þorkels. heldur til að sýna að jafnvel í bezta verki þessarar gerðar verða lengi fundnar vantanir og vafastaðir, sem brýna til nýrra athugana. Fyrst skal getið einnar, er rekja má til mín, er þessar línur rita. í riti dr. Þorkels segir á bls. 127 um upphaf verzlunarsamtaka í Þingeyjarsýslu árið 1844: „Vitað er, að sr. Þorsteinn Pálsson var forgöngumaður þessara samtaka í Hálshreppi, en í Ljósavatns- hreppi munu þeir feðgar á Ljósa- vatni, Guðni Hallgrímsson og Sigurður Guðnason, hafa haft forgöngu að dæmi Hálshrepps- manna“. Þetta er mjög í samræmi við það, sem segir í riti mínu „íslenzk samvinnufélög 100 ára“, er út kom 1944, enda er það rit hér notað sem heimild. Þetta var á því byggt, að einu heimildar- innar er ég hafði fundið um stofnun og starf verzlunarfálags- ins í Ljósavatnshreppi, var frá- sögn sr. Þorsteins í Nýjum fé- lagsritum 1847 og bréf frá Sig- urðí Guðnasyni til Jóns Sigurðs- sonar. En veturinn 1944—45 fann Konráð Vilhjálmsson frá Hafra- læk afrit af fundargerð stofn- fundur Verzlunarfélags Ljósa- vatnshrepps í bréfasafni Stefáns heit. Jónssonar á Munkaþverá. Þar má sjá, að sá fundur hefur verið haldinn 5. nóv. 1844 á Eyja dalsá, heimili sr. Halldórs Bjöms sonar. Það mun vera nokkurn veginn örugg sönnun þess, að hann hefur verið aðalforustu- maður samtakanna í Ljósavátns- hreppi eins og kollega hans Þor- steinn í Hálshreppi. Frá þessu skýrði ég í ritgerð, er ég fékk birta í Samvinnunni, en sú rit- gerð virðist hafa farið fram hjá dr. Þorkeli. Ég get þessa hér fyrst og fremst vegna þess, að mér er skylt að leiðrétta skekkj- ur, sem að verulegu leyti eru mér að kenna. Á bls. 380 er skýrt frá því, að um áramótin 1866—67 hafi vinir Péturs amtmanns haft samtök um að safna undirskriftum undir ávarp til hans á 55 ára afmæli hans, ,,að það bjó undir að fá stjórnina til að veita honum heið ursmerki eða nafnbót nokkra, svo sem títt var um meiri háttar embættismann“. Síðan er sagt frá þakkarávarpi til Finsens lækn is er Þingeyingar stóðu aðallega að, þar á meðal Tryggvi og Ein- ar í Nesi, og má lesa það úr frá sögninni, að til þess hafi verið stofnað til þess að eyða áhrifum hins þakkarávarpsins, og minna á það um leið, að amtmaður hafði níðzt á Finsen. En til er samtima heimild, þar sem þessu ei' snúið á annan veg. Það er bréf frá sr. Arnljósi á Bægisá ritað 21 febr. 1867, til Gísla Brynjólfssonar í Kaupmanna- höfn. Segir þar svo frá þessum málum: „Nú sleppi ég þessu og minnist á amtmann. Hann hefur marga vini og marga óviní, og nu er hann kominn í pelastrið við Einar í Nesi og séra Björn í Lauf- ási. Er það út af spítalahlut af hákarlaveiði á þilskip. P. Johnsen Tryggvi Gunnarsson. á Akureyri er orðinn óvinur amt- manns, og er nú sagt, að allir þessir menn ætli nú að steypa honum það sem hann vantar. j Fyrir því tóku menn sig saman að senda honum þakkarávarp og senda bænarskár til konungs um nafnbót handa honum. Þetta er reyndar kátleg bón, en alþýða gat þó ekki beðið um, að hann yrði eigi settur frá, fyrst hann er nú orðinn heilsugóður, þó er þetta efnið í bænarskárnni. Ég er nú orðinn einn í slagtoginu með, I því að eigi vil ég, láta setja hann frá, en öllu hrósinu er ég náttúrlega eigi sammála. Hér eru nú mestu hreður og flokkadrætt- ir, þótt harðindi séu . . . .“. Hér er að vísu ekki beinlínis sagt, að þakkarávarpið til Finsens hafi farið fyrr af stað, og verið eitt af tiltektum amtmanns „til að steypa honum, það sem hann vantar", en ráða má það af lík- um. Hitt er beinlínis sagt, að þakkarávarpið til amtmanns fer af stað til að koma í veg fyrir að tilræðið við hann takist, og er því þakkarávarpi raunverulega einkum stefnt gegn óvinum hans, það er þáttur í þeim „hreðum og flokkadráttum", er hefjast þegar um haustið 1866, þá aðallega milli Arnljóts annars vegar og fylgis- manna Jóns Sigurðssonar hins vegar út af pólitíkinni þá, þó að ýmislegt annað væri stundum haft að yfirvarpi. Þá eins og nú var ýmislegum sjónhverfum beitt i pólitískum sviptingum. Arnljót- ur var enginn vinur amtmanns, enda einn þeir-ra, er amtmaður hafði „löðrungað", samkv. því er segir í Löðrungaljóði sr. Björns í Laufási. Hins vegar studdi hann amtmann til þess að skap- rauna Jóni Sigurðssyni og Þing- eyingum, og hann skemmti sér við að þreyta sjónhverfingalist við þá. Fjandskapur hélzt lengi með sr. Arnljóti og þeim Einari í Nesi og sr. Birni og jafnvel fleiri for- ystumönnum Þingeyinga, en við amtmann féll allur fjandskapur niður um leið og hann var svipt- ur embætti og völdum. Ekki verður séð að dr. Þorkell hafi notað hin stórfróðlegu bréf sr. Björns í Laufási til Þorláks Jónssonar á Stóru Tjönum. En af þeim bréfum má m. a. sjá, að grein, er dr. Þorkell eignar Þorláki og tveim Bárðdælingum með honum (bls. 412), er samin af sr. Birni, send Þorláki í einka bréfi, en að vísu birt á ábyrgð Þorláks í Norðanfara. Er greinin því eitt dæmi þess, hve náin var samvinna þeirra Þingeyinga í bar áttu þeirra við amtmann en einnig þess, að hlutur sr. Björns var meiri í þeim málum en tal- inn hefur verið, líka af dr. Þor- keli. Amtmaður sneri hafri sínu að vísu aldrei eins opinskátt gegn sr. Birni sem þeim Einari í Nesi og Tryggva, reyndi jafnvel að vingast við hann, enda mun hann ekkert tækifæri hafa eygt til að fella hann frá kjóli og kalli, eins og hann hélt sig geta svipt þá hina hreppstjóm og annarri að- stöðu. En af bréfum sr. Björns til Þorláks verður varla annað ráðið, en að hann hafi verið aðal forystumaðurinn í baráttunni gegn amtmanni, enda var það málið, er baráttan hófst með, Pelamálið, að formi til hafið gegn sr. Birni og meðeigendum hans í baráttunni við amtmann, svo m. k. ekki oft, að ráð voru ráðin þilskipinu Baldri. Það var a. sr. Bjöm væri ekki til kvaddur, og um þátttöku hans jafnvel í smáatriðum þeirrar baráttu vitn- ar m. a. smágreinir, sem hann semur fyrir Þorlák á Stóru- Tjömum. Þess er að sakna, að dr. Þor- kell hcfur ekki hirt um að nota sem heimildir minningar þær, sem fram til þessa hafa geymzt um Tryggva í Fnjóskadal og Höfðahverfi. Minningar er geym- ast frá kynslóð til kynslóðar eru að vísu oft mjög vafasumar heim- ildir og því vandmeðfarnar, en oft geymast í þeim lifandi mynd- ir af söguhetjunni, og það, sem brenglazt hefur í straumi tímans, má oft laga með samanburði við samtíma heimildir. Það er allt að því slys, að dr. Þorkell skuli ekki hafa rætt við Jón bónda á Skarði í Grýtubakkahreppi um þau fornu tíðindi, er hann kann að segja frá Tryggva. Jóhann faðir Jóns var heimamaður Tryggva á Hallgilsstöðum, lærði af honum smíðar í Þingeyjar- sýslu um sína daga, auk þess, sem hann var hinn mesti afreks- maður um búsýslu og karl- mennsku. Til er enn í vörzlu Jóns bónda sveinsbréf Jóhanns, ef ég man rétt, ritað eigin hendi Tryggva, og mun ekki annar lærisveinn hans hafa með verk- um sínum borið honum betra vitni. Er þess því að sakna, að ekki er getið sveinsbréfs Jóhanns meðal þeirra sveinsbréfa, sem frá er sagt, að Tryggvi hafi gefið árin 1866—70, (bls. 345), þó að verið geti reyndar, að bréf Jó- hanns sé frá 1865. Sú saga er sögð nyrðra, að Jóhann hafi að mestu smíðað Laufáskirkju, þótt Tryggvi hefði yfirumsjón með verkinu. Á þeim árum var Jó- hann að verða fullorðinn maður. Kvöldið fyrir vígsluna kom Tryggvi að taka út handaverk hans. Kom þá til ryskinga með þeim, fyrst í galsa, síðan til fullrar raunar um það, hver væri meira karlmenni til átaka. Brutu þeir upp bekki í kirkjunni og gerðu ýms spjöll önnur, en unnu síðan að því saman alla nóttina að gera kirkjuna vígslu- hæfa að morgni. Tókst það svo, að ekki sáust veruleg merki eftir átökin. Það fylgir sögunni, að á hvorugan hafi hallað við átökin. Þetta fyrsta bindi af sögu Tryggva er öðrum þræði saga innsveitanna i Suður-Þingeyjar- sýslu á uppvaxtarárum Tryggva og þar til hann er hálffertugur að aldri. Sá þráður er rakinn bæði sökum áhuga höl'undar 4 honum og til að sýna úr hvaða jarðvegi Tryggvi er sprottinn. Heyrt hef ég það, að þetta gerðl söguna „of breiða“. En það er misskilningur. Það er í fyrsta lagi misskilningur vegna þess, að þjóðsaga og héraðssaga er- í engu ómerkari, ófróðlegri eða óskemmtilegri en saga cinstafcl- ings, en um markt merkari, fróð- legri og skemmtilegri. Saga ein- staklings helgast einmitt af því, að einstaklingurinn er fulltrúi héraðs síns, þjóðar sinnar eða okkar mannanna yfirleitt. Það er í annan stað misskilningur vegna þess, að enginn einstakur maður verður rétt skilmn nema menn gerði sér fyrst grein fyrir umhverfi hans. Tryggvi Gunn- arsson er sannarlega barn síns tíma, mótaður af heimilunum I Laufási og Hálsi, vakinn af fyrstu félagshreyfingum Þingeyinga og af Jóni Sigurðssyni, sem hvort tveggja í sinn átti sinn þátt í þvi, þótt í fjarlægð væri, að vekja félagshreyfingu þeirra Þingey- inganna og síðan vekja Tryggva til meiri dáða, en þær einar vom megnugar. Þetta rekur dr. Þor- kell vandlega, og ef rit hans er vel lesið, verður myndin af Tryggva sterk, skýr og sérstæð, eins fyrir það, — og einmitt fyrir það —•, að þroski hans á sér djúpar rætur og á sér víða rætur. Saga Tryggva er eigi aðeins sannfróð, heldur og skemmtileg til lestrar af því að lesandinn finnur, að hér er rétt rakinn þroskaferill merkilegs manns. Þó að þetta bindi af sögu Tryggva sé fróðlegt og skemmti- legt, verða hin er á eftir fara enn fróðlegri — og ef vel tekst einnig skemmtilegra. En vanda- samara verður með efni þeirra að fara en efni þessa bindis. Það er saga um mikla sigra og mikla ósigra, saga um mann, sem brýt- ur veg fram til nýs og betri tíma, , bilar aldrei að þreki og karl- : mennsku, en verður að lokum j ihaldssamur og snýst þa öndverð- ur gegn straumi þeirrar leysing- | ar, er hann átti ungur svo mik- j inn þátt í að koma af stað. Þetta er saga, sem skemmtilegt er að segja af hisoursleysi og góðvilja, í senn, en háskaleg hverjum þeim er vill segja hana af hefð og venju eins og söguhetjan sé heil- agur maður. En vonandi er engin hætta á, að dr. Þorkell beiti Tryggva Gunnarsson þvlíkum rangindum. Arnór Sigurjónsson. Nei, framkvæmdastjórinn talar aðeins við þá, sem hafa beðið um samtal fyrirfram. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.