Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 1
16 síður 4% ái(u|n 286. tbi. — Miðvikudagm 14. desember 1955 Prentsa*tÍ|H HtrgunbliSdu Heimkoma Otto Johns — mikill hnekkir fyrir austur-þýzku stjórnina Með hvaða hœtti tókst dr. John að flýja ytir landamœrin? Bonn, 13. des. — Reuter. VfESTUR-ÞÝZK blöð komast flest svo að orði, að heimkoma dr. Otto Johns sé einhver sá mesti hnekkir, sem orðstír austur- Jjýzku stjórnarinnar hafi orðið fyrir, síðan heimsstyrjöldinni lauk. i)r. Otto John, fyrrverandi yfirmaður vestur-þýzku öryggisþjón- ustunnar, sneri aftur heim tii V-Þýzkalands eftir að hafa dvalizt 18 mánuði í A-Þýzkalandi. í tilkynningu vestur-þýzku stjórnarinnar um heimkomu dr. Johns segir, að hann „hafi flúið af hernámssvæði Rússa“. Mál dr. Johns er nú í rannsókn, og enn er ekki ákveðið, hvort honum verði stefnt fyrir lög og dóm. TIL AÐ BERJAST GEGN NÝNAZISMANUM Dr. John fór til A-Berlínar í júlí 1954, í þeim tilgangi — að því er hann sjálfur sagði — að berj- ast gegn því, að nazisminn næði j á nýjan leik tökum á Vestur- j Þýzkalandi. Sá orðrómur gengur, að dr. John hafi eftir sem áður haldið sambandi við þá menn, er unnu með honum í öryggisþjónustunni, og sennilega hafi hann komizt með þeirra hjálp yfir landamær- in. — ★ ★ ★ Talsmaður brezka sendiráðsins sagði í dag, að sendiráðið hefði haft grun um, að dr. John hyggð- ist koma heim aftur, en bætti því við, að Bretar hefðu á engan hátt hjálpað dr. John til að flýja. ★ MEÐMÆLI BREZKU RÍKISSTJÓRNARINNAR RIÐU BAGGAMUNINN Síðustu ár heimsstyrjaldarinn- ar dvaldi dr. John í Lundúnum og vann við útvarpssendingar, er fluttu áróður fyrir friði á þýzku. Og það var einmitt vegna með- mæia brezku ríkisstjórnarinnar, að dr. Adenauer gerði Otto John að yfirmanni öryggisþjónustunn- ar árið 1950. Sú ákvörðun dr. Johns að fara austur á bóginn, vakti á sínum tíma eins mikla athygli og hvarf brezku stjórnarfull- trúanna Burgess og MacClean og hvarf prófessors Bruno Stöðugt slæi í odda milli Breta og Kýpurbúa NICOSIA, 13. des. — Stjórn Kýpur lokaði í dag menntaskól- anum í Kyrenia, borg á norður- strönd eyjarinnar. Fyrr um dag- inn höt'ðu nemendur skólans safn azt saman til íundarhalda, og grýttu lögreglumenn og hermenn, er hugðust dreifa hópnum. Varð lögreglan að beita kylfum og táragasi. Stjórnin lýsti yfir hern- aðarástandi í Paralimni-þorpinu, þar til íbúarnir hefðu greitt 1500 sterlingspunda sekt, er þeim var gert að greiða fyrir skemmdar- verk, er þorpsbúar voru valdir að. í Famagusta kom til nokk- urra óeirða, þar sem íbúarnir hlýddu ekki settum reglum her- lögreglunnar og voru 170 manns handteknir —Reuter. /)r. Olto John — dvaldist 18 mán- ulfi á hernámssvœSi Rússa. Pontecorvo. En stjórn Aden- auers hefur þverneitað því, að dr. John hafi gefið kommún- istum nokkrar mikilvægar upplýsingar. ★ ★ ★ Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Erich Ollenhauer, sagði, að mál dr. Johns heyrði fremur undir sálfræðinga en stjórnmálamenn. Hins vegar kvaðst hann hlakka til að heyra þær skýringar, er dr. John gæfi á austurför sinni. Þýikir striðsfangar tvo mánuði á leið heim frá Sovétríkj- unum . FRIEDLAND, 13. des. — Tveir hópar þýzkra stríðsfanga komu í gær til Vestur-Þýzkalands frá Ráðstjórnarríkjunum. Voru það alls 700 manns. Sumir þessara fanga höfðu verið allt að tveim mánuðum á leiðinni heim, þar sem járnbrautarlestin, er flutti þá frá fangabúðunum, var stöðv- uð skammt frá Moskvu, og urðu þeir að hírast þar um nokkurt skeið. Hinn 20. okt. hættu Rúss- ar heimsendingu þýzkra stríðs- fanga, er um það bil helmingur þeirra 9,600 fanga, er þeir höfðu lofað heimsendingu, höfðu kom- izt á áfangastað. Byrjuðu Rússar að skila föngunum á nýjan leik fyrir tveim dögum. PARÍS, 13. des. — Franska utan- ríkisráðuneytið tilkynnti sendi- herra ísraels í París, Jacob Tsur, að Frakkar hörmuðu mjög árás ísi’aelsmanna á sýrlenzkt virki s. 1. sunnudag. Aðeins breytingartillögur fjór- veitingnnefndor ndðn snmþykki lormósustjórnin beitir neituiiartaldi gegn upp- löku Ytri-Móngólíu í SÞ New York 13. des. • í dag beitti þjóðernissinna- stjórnin á Fonnósu, sem á sæti í öryggisráðinu neitunarvaldi gegn því, að Ytri-Mongólía fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Er fundir Öryggisráðsins hóf- ust í kvöld var fyrst borin fram tiliaga um, að Suður-Kóreu og Suður-Vietnam yrði veitt aðild að S. Þ., en Sovétríkin beittu neitunarvaldi sínu gegn því. Hikaði fulltrúi Formósustjórn- arinnar þá ekki við að útiloka upptöku Ytri-Mongólíu. Suður- Kórea og Suður-Vietnam voru ekki mcðal þeirra ríkja, er alls- herjarþingið mælti með, að veitt yrði aðild að S. Þ. Var það að tillögu Formósustjórnarinnar. Beittu þá Sovétríkin neitunar- valdi gegn 13 ríkjum, sem Vest- urveidin studdu. • Undanfarna daga hafa staðið yfir umræður um upptöku 18 ríkja í öryggisráð S. Þ. og hafa staðið yfir miklar deilur um með hverjum hætti atkvæðagreiðsla um upptöku þessara rikja skyldi fara fram. Höfðu Brazilía og Nýja Sjáland borið fram þá til- lögu, að fyrst yrði greitt atkvæði um upptöku hvers ríkis um sig, og siðan færi fram atkvæða- greiðsla í allsherjarþinginu um öll 18 ríkin sem heild. Voru Rússar í fyrstu tregir til að fallast á þetta fyrirkomulag, en lýstu sig samþykka því síðdcgis í dag. í fréttaskeytum segir að þessi framkoma Formósustjórnarinnar kunni að valda því, að dagar hennar í Öryggisráði S. Þ. séu taldir, og það sé aðeins tíma- spursinál, hvenær Peking-stjórn- in taki sæti hennar. Aflciðingar verðbólgunnar eru stérfelldur kostnaðarauki ríkissjóðs svo að gæfa verður mikillar varúðar við afgreiðshi fjárlaganna MIKLAR annir hafa verið á Alþingi síðustu tvo daga við umræður og afgreiðslu á fjárlögunum. Á mánudaginn var kvölðfundur í Sameinuðu þingi, sem stóð langt fram á nótt og voru þar miklar umræður. Var þá lokið annarri umræðu, en atkvæða- greiðsiu var frestað. í GÆR hófst fundur í Sameinuðu þingi klukkan tvö eftir hádegi og stóð atkvæðagreiðsla í 2’4 klst., enda voru breytingar- tillögur um 190 og ekki fæstar frá stjórnarandstöðunni, sem að þessu sinni virðist hafa algeriega sleppt fram af sér beizlinu og setti fram algeriega ábyrgðarlausar tillögur, sem hefðu kostað margföidun á sköttum og tollum, ef þær hefðu verið samþykktar. ÞEGAR litið er yfir atkvæðagreiðsluna í gær, verður það sýnt að þingmenn telja meiri alvöru á ferðum við afgreiðslu fjár- laga nú en nokkru sinni áður, svo að varlega verði að fara. Voru að þessu sinni engar aðrar útgjaldatillögur samþykktar en þær, sem fjárveitinganefnd stendur óskipt að. Mun þing- mönnum nú vera það ljóst, að vegna þeirrar óheillaþróunar, sem stafar frá verkföllunum s.l. vetur, þýðir hver útgjalda- hækkun ríkisins beinlínis, að hækka verði skatta til að stand- ast þau útgjöld. Eru það mikil viðbrigði frá síðasta vetri, þegar hagur ríkissjóðs var svo traustur eftir fjöguna ára jafnvægi, að fjöldi þingmanna gat fengið samþykkt mikil áhnga- og framkvæmdamál fyrir héruð sín. Sýrland NEW YORK og JERUSALEM, 13. des. — Sýrland fór þess á leit í dag, að Öryggisráðið kæmi saman til fundar sem fyrst til þess að ræða árás ísralskra her- sveita á sýrlenzkt virki í grend við Galíleuvatn s. 1. sunnudag. Segir sýrlenzka stjórnin, að þetta tiltæki ísmaelsmanna sé mikið brot á vopnahléssamningnum. Rúmlega 40 sýrlenzkir hermenn féllu í árásinni. —Reuter-NTB. Veðurharka í V-Evrópu Mesta stórhríð í manna minnum á hásléttum Kanada ★ LUNDUNUM, 13. des. — Undanfarinu sólarhring hefur veðurharka verið mikil víða í Norður- og Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. En suður í Marokkó hefur úrhellisrigning valdið flóðum og talsverðu tjóni. ★ Frosthörkurnar hafa verið gífurlegar í Noregi, og mestur kuldi mældist mínus 40 stig á C. Hafa frosthörkurnar orsakað mikinn skort á vatni, og a. m. k. tvær norskar borgir voru algjör- lega vatnslausar í dag. Víða botnfrusu ár. Nea-fljótið skammt fyrir sunnan Þrándheim stíflað- ist af jakahlaupi og flæddi ár- vatnið yfir engi og akvegi. ★ Mikiir þurrkar og frosthörk- ur ógna orkuverum Svisslend- inga. Slíkur þurrkur hefir ekki komið í Svisslandi s. 1. 35 ár. Fór stjórnin þess á ieit við þingið að fá heimild til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til varðveizlu orkuveranna. í Hollandi og Eng- 4 landi var kaldara en nokkru sinni fyrr á þessum vetri — vatnsskortur er einnig yfirvof- andi í Englandi. ★ í Kaupmannahöfn var þokan svo mikil, að helmingurinn af flugvélunum, er lenda átti á Kastrup-flugvelli varð að halda áfram til Þýzkalands. ★ Bandaríkin hafa ekki farið varhluta af frosthörkunum, og spáð var stórhríð í norðurfylkj- unum. Á hásléttunum í Kanada geisaði í dag sú mesta stórhríð, er komið hefir um margra ára bil. Fjögurra manna var saknað í Albertafylki og Saskatchewan. Víða gátu börnin ekki komist heim úr skólunum. ★ í Suður-Marokkó voru flóð- in svo mikil eftir rigninguna, að mörg hundruð manna misstu heimili sín. Frönsk yfirvöld hafa unnið að því að skipuleggja hjálparstarfsemi, en rigningin var svo mikil, að járnbrautar- teinarnir biluðu og hjálparsveit- irnar komust ekki á áfangastað. -« STÓRKOSTLEGIR ERFIÐLEIK- , AR VEGNA AUKINS 1 KOSTNAÐAR I Það var sýnt af tillögum meiri hluta fjárveitinganefndar, sem skýrt var frá í framsöguræðu Magnúsar Jónssonar í fyrradag, að hún vildi fyrst og fremst leggja áherzlu á ýmsar þýðingar- mestu verklegar framkvæmdir. Ástandið eftir verðbólguölduna er slíkt að allur kostnaður hefur stórlega aukizt við hinar stærstu framfaraáætlanir. En þrátt fyr- ir það má ekkert lát verða á þeim lagði fjárveitinganefnd t. d. til að framlag til raforkufram- kvæmda yrði hækkað úr 5,8 millj. kr. AÐKALLANDI FRAM- KVÆMDIR Sama er að segja um vega- gerðir og hafnarbætur. Fjárvéit- inganefnd hefur lýst yfir skiln- ingi sínum á því, hve geysilega aðkallandi þær framkvæmdir all- ar eru. Með hliðsjón af því hef- ur hún lagt til að fjárveiting til hafnarmannvirkja hækki úr 6,7 millj. kr í nær 8 millj. kr. Þessu fé er skipt m.a. þannig niður, að landshöfn í Rifi fær 500 þús. kr. Eftirtaldar hafnir fái 350 þús. kr.: Akranes, Vestmanna- eyjar, Þorlákshöfn og landshöfn- in í Keflavík og Njarðvík. Eftir- taldar hafnir fái 300 þús. kr.: Akui-eyri, Hafnarfjörður, Suður- eyri. Þessar fái 250 þús. kr.: Stykkishólmur. Þessar fái 200 þús. kr.: Fáskrúðsfjörður, ísa- fjörður, Ólafsvík, Patreksfjörður, Sandgerði, Sauðárkró-kur, Siglu- fjörður, Stöðvarfjörður. Gi'ímsey fái 180 þús. kr. Raufarhöfn og Ólafsfjörður 150 þús. kr. Hrísey 130 þús. Og þessar fái 100 þús. kr.: BolungarvíK, Eyrarbakki, Flateyri, Grafarnes, Húsavík, Grindavík, Noi'ðfjörður og Þórs- höfn. Segir fjárveitinganefnd, að Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.