Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 1
mnírla. lö síður i\ árgaKfar 288. tbl. — Fostudagur 16. desember 1955 ^rent»«pis»í *f«rgunbla8atu Verolaunamennirnir fimm Sjúlfstæðisflokkurinn vinnur uð ulkliðu umbótum í bæjurféluginu Stefnuyfirlýsing flokksins á bæjarstjórnarfundi í gær BÆJARSTJÖRNARFUNDUR hófst kl. 2 e. h. í gær og stóð sem hæst er blaðið fór í pressoaa á mlðnætti í nótt. Aðalmál fundarins var fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1956, sem var til 2. anuræðu, Héldu bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna langar ræður um tillogur, sem þeir höfðu lagt fram- Aðalfulltrúi Alþýðuflokksins, Magnús Astmarsson, stóð ekki að tillögum þeirra minnihlutamanna til breytinga á fjárhagsáætluninni, en hins vegar skrifaði hinn brottvikni fulltrúi Alþfl., Alfred Gísla- son, undir tillögur þessar. Eftir að ræðumenn minnihlutaflokkanna höfðu staðið upp, hver á. fætur öðrum, tok borg- arstjóri til máls og tætti blekkingartillögur minnihlutaflokkanna sundur lið fyrir lið. — Ýtarlega verður sagt frá ræðu hans i blaðinu á morgun, en svo langt var liðið á kvöldið. er hún var haldin, að ekki var unnt að hún gæti birzt í blaðinu i dag. YFTRLÝSING SjALFSTÆÐISMANNA Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundinum svohljóðandi stefnuyfirlýsingu: „Bæjariulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til stefnuskrár þeirrar í bæjarmálum, er þeir lögðu fram fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, ennfremur til ályktana bæjarstiórnar um húsnæðismál frá 13. apríl og 19. ág. 1954 og 17. nóv. 1955, um hitaveitumál frá 19. ág. 1954 og 18. ág. 1955, um gatna- og holræsagerð frá 19. ágúst 1954. Lýsa þeir yfir að þeir munu haga framkvæmdum í bæjarmálum almennt og í hinum tilgreindu málum í samræmi við stefnuskrána og síðari ályktanir bæjar- stjórnar á grundvelli hennar." Með þessari ályktun ítrekuðu Sjálfstæðismenn þá stefnu sína i helztu bæjarmálum, sem barátta þeirra við síðustu bæjarstjórnarkosningar byggðist á og tóku jafnframt með þessari ályktun afstöðu til þeirra tillagna og ályktana, sem minnihlutaflokkarnir höfðu lagt fram á fundinum. Myndir þessar eru frá Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi. Á efri mynd- inrii sjást Nóbelsverðlaunamennirnir fimm með skjöl sín varðandi verðlaunin. Frá vinstri eru Vincent du Vigneaud, efnafræðingur, Kusch og Lamb er hlutu verðlaunin í eðlisfræði, Theorell er hlaut verðlaunin í læknisfræði og Halldór Kiljan Laxness, bókmennta- verðlaunamaðurinn. — Á neðri myndinni sést er Gustav Adolf Svíakonungur afhendir Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir Halldóri Kiljan Laxness. Launalagaf rumvarpiid samþykkt fil Efrideildar SVO að segja allan daginn í gær stóðu yfir fundir í Neðri deild Alþingis um launalagafrumvarpið. Lauk þeim nokkru fyrir miðnætti. Var þriðju umræðu um frumvarpið þá lokið og það afgreitt til Efri deildar. Fjárhagsnefndir beggja deilda þingsins hafa unnið sameiginlega að undirbúningi málsins og haft samráð við milliþinganefndina i launamál um. Fjöldi erinda barst nefnd- unum, þar sem óskað var margvíslegra breytinga á fruinvarpinu. Var orðið við mörgum þeirra og hefur áður verið skýrt frá afgreiðslu máls ins við aðra umræðu. MARGAR BREYTINGAR- TILLÖGUR SAMÞYKKTAR Samþykktar voru nær 40 þreytingartillögur frá Fjárhags- nefnd í gærkvöldi. Meðal þeirra var tillaga um að ráðherrar skyldu taka laun eftir fyrsta launaflokki, en ekki skv. sérstök- um lögum eins og áður hafði ver- ið flutt frumvarp um. VANDASAMT VERK Afgreiðsla launalaga er eitt vandamesta verkefni þingsins og erfitt að gera öllum til hæfis. Enda kom það fram við meðferð málsins, að nokkurrar óánægju gætti hjá einstökum starfshóp- um, m.a. hjá póstmönnum. Þrátt fyrir það taldi fjárhagsnefnd ekki hsegt að fullnægja óskum þeirra, vegna samanburðar við aðra op- inbera starfsmenn er gegna lík- um störfum. Frh. á bls. 2 Þonnig féliu otkvæSin SAM. ÞJOÐUNUM, 15. des. — Er atkvæðagreiðsla fór fram í Allsherjarþinginu um upptöku 16 nýrra ríkja, er Öryggisráðið mælti með, féllu atkvæði þannig: írland, Portúgal, ítalía og Austurríki hlutu 56 samhljóða atkvæði. Finnland, Nepal, Camb- odía og Laos hlutu hvert um sig 57 atkvæði samhljóða og Ceylon hlaut 58 atkvæði. Jordan og Libýa hlutu 51 og 56 atkvæði samhljóða. ísrael sat hjá. Spánn hlaut 55 atkvæði, Belgía og Mexicó sátu hjá. — Albaníá var samþykkt með 48 atkvæðum gegn 3 og 5 ríki sátu hjá. Rúmenía hlaut 49 gegn 2 og 5 sátu-hjá,- Ungverjaland hlaut 50 atkvæði gegn 2 og 5 sátu hjá. Merveldi Rússu sterk- uru en nokkru sinni Hafa nýlízku flug- og sjóflota og 175 herfylki undir vopnum París 15. des. — Frá Reuter-NTB. ATLANTSHAFSRÁÐro sem nú situr á fundi í París, fjallar um ástandið í heiminum og horfur í heimsmálunum í dag. Ef þessi skoðun ráðsins tviþætt, önnur bundin við svið stjórnmála, hin við hernaðarmátt. Fimdur Allsherjarþiti gs- ins taf ðist um 30 míu. ,,GÖmlu" tullfrúarnir voru að bjóða hina yngri velkomna New York 15. des. — Frá Reuter. 11 af 16 ríkjum, sem i gær voru samþykkt sem nýir aðilar að Sam. 'þjóðunum áttu fulltrúa á fundi Allsherjarþingsins í dag. Fyrstur hinna nýju fulltrúa mætti á fundinum fulltrúi íra, Nýjum borðum með nýjum nafnspjöldum hafði verið bætt í fundarsalinn. Tafðist fundarsetning í Allsherjarþinginu um hartnær hálfa klukku- stund, meðan „gamlir" fullti'úar voru að bjóða nýja starfsbræður sína velkomna. • 10 ARA HNUTLR Öryggisráðið átti fund í. kvöld. Lá fyrir því tillaga Bandaríkjamanna um að Jap- an fengi upptöku í samtökin á næsta ári. Fulltrúi Rússa, sem í fyrradag „leysti" tíu ára hnút með því að samþykkja aðild 16 rikja af 18, taldi nú að ef Japan f engi upptöku yrði Ytri-MoUgólia líka að fá upp- triku, en fulltrúi Formósu- stjórnarinnar hefur beitt neit-, unarvaldi sínu gegn upptöku þess ríkis. Vildi Rússinn binda upptöku Japans því skilyrði, að Mongólía yrði einnig með. Neitaði hann að ræða upp- tökubeiðnirnar nema sameig- inlega. Á mánudaginn verður Súdan sjálfstœft KARTOON, 15. des. — Forsætis- ráðherra Súdans, lýsti því yfir í dag, að þing Súdans mundi á mánudaginn lýsa yfir „algjöru ! sjálfstæði Súdans". Sagði hann ! að fyrsta verk þingsins eftir yfir- i lýsinguna yrði að kjósa öldunga- I ráð Súdans, en hlutverk þess yrði að fara með störf landsstjóvans, N. Hall, sem hann sagði að hygð- ist segja af sér. Öldungaráðið myndi þjóna sem æðsta vaid rík- isins þar til nýr yfirmaður hefði verið kjörinn. Nasser hefur sagt brezka sendi- herranum í Kairó að Egyptar gætu fallizt á slíkt ráð í stað landsstjórans. Utanríkisráðuneyt- ið brezka hefur tilkynnt, að þar sem vitað sé að landstjórinn ætli að segja af sér, hafi ráðuneytið I ekki í huga að skipa annan mann í hans stað. — Reuter. KÝPUR, 15. des. — Brezkur her- maður var í dag særður til ó- lífis er vopnaðir menn réðust að brezkri bifreið. Einn árásarmann anna var skotinn i ' • 175 HERFYLKI, FLOTI OG FLUGVÉLAR • Skýrsla þeirra er um hernaðarmálin fást, segir aS þó Rússar hafi nýiega til- kynnt fækkun í her sinum. þýði það ekki að hermáttur þeirra sé minni en áður. Segir í skýrslunni að það herveldi er ógni Atlantshafsbandalag- inu mest, sé sU rkara í dag en. nokkru sinni fyrr. Ekkert bendi til að sovétstjórnin hyggi á að veikja hinn mikla hermátt sinn. 175 berfylkí væru enn undir vopnum í Sov- étríkjunum og útbúnaður þess mikla hers heíði verið sam- ræmdur nýjusta kröfam. FIuk floti þeirra hefí i nú þann mátt að hann gæti ráðizt á bvaða Atlantshafsriki sem væri. — Flotinn ætti nýsmíðaða tund- urspiiia, orustuskip og beiti- skip. • EKKERT SÝNT Það kom í ljós á fundinum, að" verið gæti að þersi samræming Rússa á herjum sínum samkvæmt nýjustu kröfum, gæti stafað af vantrú á sínum eigin styrk og ótta við Vesturveldin. J»essi öfl telja að vera beri á varðbergi, þvi að Rússar ha^i ekkert sýnt á eftirstríðsárunum, sem bent gæti til hugarfarsbveytingar hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.