Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ19 Laugardagur 17, des. 1955 Út*.: H.Í. Arvakur, Reykjavlk. r rnunkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigM. Lesbók: Ami Óla, sími 3049. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 króna eintakið. Minningar Thors Jensens Fjárlagaafgreiðslan — Vandamál atvmnulífsins — Þingfrestunin FUNDUM Alþingis mun í dag verða frestað. Munu þeir hefjast að nýju ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar- innar, forsætisráðherra og fjár- málaráðherra, gerðu grein fyrir því á þingi I gær, hvers vegna horfið hefði verið að því ráði að afgreiða ekki fjárlög fyrir jól. Komst forsætisráðherra þá m.a. að orði á þá leið, að sérfræðing- ar hefðu undanfarna mánuði unnið á vegum ríkisstjómarinn- ar að athugun á því, hvemig auðið verði að leysa vandamál útflutningsatvinnuveganna. — Forsætisráðherra fórust síðan orð á þessa leið: „Athugunum þessum er enn ekki lokið og hefur ríkisstjómin því ekki getað gert sér grein fyrir, hvaða stefnu ber að taka í málinu. Meðan svo standa sakir hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki talið skynsamlegt, og raunar tæpast auðið að afgreiða fjárlög ríkis- ins endanlega, en leggur hins veg- ar megin áherzlu á að leysa þessi mál sem allra fyrst og mun rikis- stjórnin vinna sleitulaust að undirbúningi þess, í því þinghléi, sem nú er fyrirhugað. Að lokum þykir rétt að geta þess að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði að sjálfsögðu kos- ið að Ijúka báðum málunum fyrir áramót, en að gaum- gæfilega athuguðu máli kom- izt að þeirri niðurstöðu að þess er ekki kostur". Eitt og sama málið Það sem menn verða fyrst og fremst að gera sér ljóst í þessu sambandi er sú staðreynd, að af- greiðsla fjárlaga og lausn á vandamálum sjávarútvegsins og -raunar atvinnulífsins í heild, er eitt og sama málið. Það er varla hægt að afgreiða fjárlög án þess að vita t.d. fyrir víst hvaða nýrra tekna ríkissjóður þarf að afla sér vegna nýrra ráðstafana til stuðn- ings atvmnUlífinu. Þess vegna fer áreiðanlega bezt á því að af- greiðsla þessara tveggja mála haldist í hendur. vera mögulegt að afgreiða bæði fjárlög og gera ráðstaf- anir til þess að tryggja rekst- ur atvinnutækjanna fyrir miðjan næsta mánuð, eða um það bU. Stöðvnn fiskveiðiflotans Heyrzt hefur að bæði togara- eigendur og bátaútvegsmenn hafi í hyggju að stöðva rekstur skip- anna strax um áramót þar til ráð- stafanir hafa verið gerðar, sem þeir telji fullnægjandi til þess að | tryggja reksturinn. Vitanlega er i það nauðsynlegt fyrir þessa aðila * að vita, hvar þeir eru á vegi 1 staddir með rekstur tækja sinna. Bæði togararnir og bátarnir þurfa á stórbættum rekstrar- grundvelli að halda. Það er stað- reynd, sem alþjóð viðurkennir. Engu að siður er það mjög hæpin ráðstöfun hjá útgerð- inni að stöðva rekstur sinn strax fyrstu daga ársins. Af því getur leitt stórfellt gjald- eyristjón fyrir þjóðina, og það enda þótt stöðvunin standi að- eins stuttan tíma. Sjálfstæðismenn höfðu að sjálfsögðu jafn mikinn áhuga á þvi og samstarfsmenn þeirra í ríkisstjóm að ljúka afgreiðslu greiðsluhallalausra fjárlaga fynr jól, eins og gert hefur verið und- anfarin ár. Og auðvitað hefði verið æskilegast að unnt hefði verið að finna einnig lausn á vandamálum sjávarútvegsins fyr- ir áramót. En víðtækan undir- búning hefur þurft til þess að kryfja þessi mál öll til mergjar og finna leiðir, sem tryggðu rekstur atvinnutækjanna. Meðan þeim undirbúningi og rannsóknum er ekki full lokið, þrátt fyrir það þó mikil vinna hafi verið í það lögð, er ekki unnt að ganga end- anlega frá fjárhagsáætlun rikis- ins fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin mun nú leggja kapp á að nota Þ'mann fram að áramótum til þess að undir- búa tillögur sínar, sem hún siðan mnn leggja fyrir Al- þingi, er það kemur saman að loknu jótaleyfL Ætti því að Útvegsmenn vita að núverandi I ríkisstjórn hefur undan farin ár i gert það sem unnt hefur verið til I þess að tryggja rekstur sjávarút- vegsins. Það er ekki hennar sök, hvernig afkomu þessarar höfuð atvinnugreinar þjóðarinnar er nú komið. Þeir, sem ábyrgðina bera í þeim efnum eru fyrst og fremst þeir, sem sett hafa dýrtíðar- skrúfuna í gang og skapað kapp- hlaup milli kaupgjalds og verð- lags. Útvegsmenn mega áreiðan- lega treysta því að ríkisstjórnin hefur fullan skilning á nauðsyn þess að skapa sjávarútveginum heilbrigðan rekstrargrundvöll. — Þess vegna er óþarfi fyrir þá grípa til tafarlausrar stöðvunar á framleiðslutækjunum þegar við áramót, meðan verið er að undir- búa ráðstafanir, sem ætla má að geti tryggt rekstur þeirra. m Vandasamt verk Það er ekki nóg að krefjast á- byrgðartilfinningar af verkalýðn- um og samtökum hans. Stjórn- endur framleiðslutækjanna verða I líka að gera sér ijóst að einnig i þeir bera ábyrgð gagnvart þjóð- félagi sínu. Útvegsmenn þurfa ekki að fara í neinar grafgötur um það, að ríkisstjómin hefur ekki minni áhuga á því en þeir sjálfir, að tryggja rekstur fram- leíðslutækja þeirra. Þess vegna ættu þeir að fara varlega í að leggja skipum sínum við land- festar strax um áramót. Þá fyrst er óhæfilegur dráttur væri orð- j inn á hinum nauðsynlegu ráðstöf- unum mætti segja að ástæða til stöðvunar væri fyrir hendi. Ríkisstjórnin á vandasamt verk fyrir höndum, þar sem er undirbúningur ráðstafana til tryggingar rekstri útflutn- ingsframleiðslunnar. — AUir góðviljaðir íslendingar hljóta að óska þess, að henni takist það vel og giftusamlega og að framleiðsla þjóðarinnar geti gengið ótrufluð á komandi ári. THOR JENSEN. Framkvæmdaár — Minning- j ar n. — Skrásett hefur Valtýr Stefánsson. — Rvik. Bókfellsútgáfan h.f., 1955, 264 bls. | í FYRRA um þetta leyti kom út fyrra bindi æviminninga Thors Jensens, Reynsluárin. Rekur hann þar endurminningar sínar frá því hann man eftir sér, allt fram til ársins 1900. Thor er þá maður í blóma lífsins, rúmlega hálf fertugur. Hanh. hefur brot- izt í mörgu, fengizt við verzlun, búrekstur og útgerð. En þótt hann brysti hvorki dugnað né hagsýni, bera óhöppin hann samt ofurliði. Hann verður gjaldþrota og býr við lítinn kost í Hafnar- firði. En Thor Jensen er ekki allur. Saga hans sem athafna- manns er rétt áð hef jast Semna bindið, sem nú er ný komið út og nefnist Framkvæmdaár, greinir frá því hvernig hann réttist úr kútnum og hefur sig til vegs. Hann stofnar fyrirtæki, Gö- haab, á nafni konu sinnar, og á fáum árum græðist honum mikið fé og getur nú greitt að fullu öll- um skuldheimtumönnum sínum. Hann nýtur þess að vera frjáls maður á ný, en fjármunum sín- um safnaði hann ekki í kistu- handraða að hætti maurapúka, heldur varði þeim til margvís- legra framkvæmda, var m. a. einn af stofnendum fiskveiða- félagsins Alliance. En enn dreg- ur ský fyrir sólu. Hann gerist aðili að miklum verzlunarsam- tökum, sem gengu undir nafn- inu Milljónafélagið, og lagði fram sem hlutafé mestan hluta eigna' sinna, verzlunina Godthaab o. fl.1 Hann var einn af fimm fram- j kvæmdastjórum félagsins, en skemmst er af því að segja, að | hæfileikar hans nutu sín ekki í þessu samstarfi, margt gekk ekki að hans munum og ýmsar greinir urðu með honum og sumum, Ther Jensen. stjómendum félagsins. — Komst féiagið brátt i fjárþröng og riðaði lengi á barmi gjaldþrots, unz það var tekið til fjárþrotaskipta 1914. Sárast mun Thor hafa sviðið tor- tryggni og ákærur eins með- stjórnanda félagsins, en úr öllu þessu torleiði slapp hann samt heill, þótt hann yrði fyrir miklu fjártjóni. Þótt Thor værí ánetjaður Milljónafélaginu fram á árið 1915, hafði hann jafnframt ýmis önnur járn í eldinum. Hann dreymdi um að stofna f jölskyldu- fyrirtæki, þar sem hann þyrfti ekki að láta aðra segja sér fyrir verkum. Árið 1912 stofnaði hann H. f. Kveldúlf, og voru stofnend- ur þau hjónin og fjórir elztu syn- ir þeirra. Efldist fýrirtæki þetta brátt og varð hið stærsta sinnar tegundar hérlendis, eins og öllum er kunnugt. Thor Jensén hafði auk þéssa afskipti af fjölmörgum málum, en ekki er kostur þess að telja þau hér upp. Hann var t. d. mjög riðinn við stofnun Eimskipa- VeU andi shrifar: Var kaffiþurfi NÝLEGA kom ég inn á kaffi- hús hér í bænum að kvöldi til. Klukkan var þá tæplega hálftólf, og var ég nýsetztur, ep-húsinu var lokað. Engin afgreiðslustúlka var sjáanleg, en gestir fóru að smá- týnast út. Ég sat hinn rólegasti og hafði beðið 25 mín., þegar stúlka kom að borðinu til mín. Ég pant- aði kaffi. Þá spurði stúlkan, hvort ég hefði komið inn fyrir klukkan þess að afgreiða mig. Að því leýti slapp ég vel. Hitt er nefnilega alltof algengt ennþá, að þjónustufólk á veitinga húsum hreytir einhverjum .ónot- um að prúðum gestum, sem ég skal fyrstur manna játa, að eru líka alltof fáir. E hálftólf, og kvað ég svo vera. Við það fór hún, en kom aftur að vörmu spori og sagði, að búið væri að hella öllu kaffi niður og ekkert fengist afgreitt svona seint. — en fór kaffilaus VIO þessu gat ég ekkert sagt og ('kk út. Mér þótti þetta súrt í broti, var að koma frá vinnu og var því kaffiþurfi. Afgreiðslustúlkan, sem hér átti hlut að máli, var stillt vel og sýndi mér enga ókurteisi aðra en þá aö láta mig bíða 25 mín. án „Ertu óður, maður?“ N slíkir eru þó allmargir til, og er mér þá efst í hug vinur minn einn, ungur verkfræðingur, prúðmenni, svo að af ber. í haust eitt sinn var honum gengið inn á veitingastað, sem telur sig í úrvalsflokki slíkra staða í þessari borg. Voru þar saman þrenn hjón og sameigin- legur vinur þeirra allra, sem var á förum til útlanda. Þegar fólkið kom inh i Veitinga salinn, var þjónalið á ferð og flugi, en enginn kom til að sinna gestunum, svo sem siður er á öllum skárri veitingastöðum. Eins og siðuðu fólki samdi, biðu gestirnir átekta, en það bar eng- an árangur. Verkfræðingurinn gekk þá innar og tókst honum að ná taíi af eimnn þjónanna og spyrjast fyrir um borð handa fólkinu. „Hvað eruð þið mörg?“ spurði þjónninn hvatskeytlega. ,,Sjö“, svaraði verkfræðingur- inn. „Hvað segirðú? Sjö! Ertu óður, maður?“ Svo var þjónninn rokinn burt. Þetta er ekki trúleg saga, en hún er sönn samt — því miður. félags íslands, hann var í útflutn- ingsnefnd, sem skipuð var 1918 o. fl. o. fl. Thor hafði alla ævi verið mjög hneigður til búskapar og hafði oft' haft miklar framkvænidir á því sviði. Og síðasti þáttur hinn- ar athaínasömu ævihans eru stór framkvæmdir í ræktun og bú- skap. Skömmu eftir 1920 keypti hann Korpúlfsstaði, sem þá var niðurnitt rýrðarkot, og fleiri jarðir í Mosfellssveit. Urðu Korpúlfsstaðir fyrii atgerðír hans hin mesta jörö landsins. Hafði Thor mikið yndi af bú- sýslu.sinni, en mjólkurlögin 1935 komu þungt við búrekstur hans, s'vo að harin bar sig ekki. Seldi hann nokkru síðar Reykjavíkur- bæ jarðeignir sínar i Mosfells* sveit, að undanskildum hluta af Lágafelli, en þar -dvaldist hann lengst af hin síðustu ár ævinn- ar. imz hann andaðist 194ri. Valtýr Stefánsson ritstjóri hefur skráð æviminnmgar Thor Jensens eftir forsögn hans sjálfs. Frásögnin er yfirlætislaus, greinileg og skipuleg. Fyrir hVerjum meginkafla hefur Valtýr ritað yfirlit. lesandanum til hugðarauka, svo að hann áttar sig betur á frásögninhi. Niðurlag bókarinnar hefur Valtýr einnig ritað, en Thor Jensen sjálfur stuttan eftirmála. Valtýr hefur innt starf sitt af hendi af hinni mestu háttvísi og nærfærni, svo að hiklaust má skipa þessum ævi- minningum í röð hinna allra fremstu, sem ritaðar hafa verið á íslenzku með þessum hætti. Maðurinn Thor Jensen, eins og hann kemur fram í þessu; riti, mun verða öllum minnisstæður, geðþekkur, en þó stórbrotinn. Hinir áberandi eiginleikar í fari hans eru fágæt atorka, samfara kjarki, stórhug og tröllatrú á framtíðarmöguieikum þessarar þjóðar. Hann er hinn mesti höfð- ingi í lund, hjálpsamur, ráðholl- ur og vinfastur. Hann bindur örlög sín við ísland, og átti hin góða kona hans, sem hann unni hugástum, án efa mikinn þátt í því. Og þótt Thor Jensen yrði fyrir ýmsu mótiæti á sinni löngu ævi, var hann samt mikill gæfu- maður. Hér fékk hann neyt: hæfi leiká sinna og honum fannst að ævilokum margt það, sem gerðist í lífí hans, líkara ævintýrí en veruleika. Þessar minningar eiga ekki hvað sizt erindi til hinnar úppvaxandi kynslóðar, serri getur sótt í þær þrek og örvun,, og það er ekki ofmælt sem Valtýr Stefánsson segir í bókarlok, að mörgu ungmenni mætti verða það til styrktar að leggja rækt við þá skapgerð, sem styrkir vilj- ann, eflir þróttinn og gefur mönnum víðsýni og kjark í stað þéss að trúa meira og minna í blindni á handleiðslu hamingj- unnar. Ritið er prýtt fjölmörgum myndum og er hið smekklegasta og vandaðasta að öllum frágangi. Ýt.arleg nafnaskrá yfir allt ritið fylgir þessu bindi. Símon Jófa. Ágústs&on. Rætui og muru Ijcðabók Sigurðar frá Brún KOMIN er út kvæðabók Sigurð-. ar Jónassonar frá Brún, sem hann nefnir „Rætur og mura“,- Er bók þessi á annað hundrað síður og inniheldur mörg gull- falleg kvæði Sigurðar og kvæða- þýðingar. Sigurður er bam íslenzkrar náttúru og ljóð hans eru flest lof- söngur um hana, enda er ást hans til landsins, fjalla og dala, tær og hrein. Þessi kvæðabók Sigurðar frá Brún verður áreiðanlega kær öll- um þeim er ljóðum unna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.