Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 2
UORGL /V HLAtítit Miðvikudagur 21. des. 1955 r i ölsfur iéhannessofi frá SandisR-FrHd sjötugrur Sfefán Arnérsson - ninning í DAG er til hinztu hvilu borinn hinn mæti athafnamaður Ólafur Jóhannesson útgerðarmaður frá Sandi. Ólafur var fæddur í Ein- arslóni á Snæfellsnesi, árið 1889, | 'Onur merkishjónanna Ingibjarg- ar Pétursdóttur frá Malarrifi og Jóhannesar Jónssonar. ! Þegar Ólafur var 3 ára gamall missti Ingibjörg mann sinn, Jó- hannes, frá 4 börnum ungum. j Hún varð því að berjast áfram rneð barnahópinn. Átta árum síðar, eða um aldamótin, giftist hún Eggerti Guðmundssyni for- rnanni á Sandi. Hann var orð- iagður sjómaður. Hugur Ólafs hneigðist snemma j að sjó, enda tóku unglingar strax og þeir gátu þátt í lífsstarfi hinna í'ullorðnu. Hann mótaðist undir stjórn hins reynda sjómanns. 17 ára gamall byrjaði hann for- rnennsku á eigin bát, í einni af hinni erfiðustu veiðistöð lands- ins. Hann sótti fast sjóinn, var •kjótráður og lagvirkur svo hvert verk lék honum í hendi. Hann gat valið sér skipverja að vild, )oví þangað sækja menn sem fjár er von, og fyrirhyggja góð, enda var Ólafur einn af mestu afla- wönnum þar vestra. Þegar ekki gaf á sjó stundaði hann jarðar- bætur og vann öllum stundum. Hann var einn af þeim fyrstu, sem keypti þilfarsbát og gerði hann út frá Sandi um áratugi á móti mági sínum, Friðbirni As- Hjarnarsyni. Farnaðist þeim hið hezta. Mun erfitt að finna jafn r-amhenta athafnamenn. Félagsmál lét Ólafur til sín íaka. Kom þar sem annars staðar fvrirhyggja hans að góðu haldi. Hann var einn af aðalstofnendum i.nnkaupasambands á útgerðar- vörum og öðrum nauðsynjum. Félag þetta hlaut nafnið Bjarmi. I=>að mátti segja að með myndun Jpess bjarmaði fyrir nýjum tíma- mótum í atvinnulífi byggðarlags- ins. Ólafur var aðalframkvæmda- maður þess félags frá byrjun og þar til hann fluttist til Reykja- vikur. Hann átti sæti í_ sýlunefnd, í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur og fleiri félagssamtökum. Árið 1933 fluttist Ólafur með fjölskyldu sína alfarinn til Reykjavíkur. Hefur hann stund- e.ð útgerð og fiskverzlun þar. f-Iann leigði fiskverzlun á Brekku .díg 8, og sýndi í því starfi sömu órvekni og hann hafði áður sýnt við sjómennskuna. Ólafur áííi því láni að fagna nð eignast hina ágætustu konu, Björgu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar formanns frá Stóru Hellu á Sandi. Þau hjón voru r;amhent í öllu starfi. Vegna tryggðar þeirra við hinar fornu dvggðir, iðjusemi, reglusemi og pparsemi, kcmust þau fjárhags- teg.a vel af, og hikuðu ekki við að rétta samferðamönnum sín- vjrT hjálparhönd þá með þurfti. 'Þau niitu þess láns, sem mest er talið, að eignast góð og mann- vænleg börn, 4 syni og 2 dætur, éinnig ólu þau upp eina fóstur- dóttir. Eitt barn misstu þau á j æskualdri. Þegar kona Ólafs veiktist af langvarandi sjúkdómi fyrir tutt- ugu og tveimúr árum, tóku þau þá ákvörðun að yfirgefa sín fyrri heimkynni og vinahóp og fluttust til Reykjavíkur svo hún gæti notið læknishjálpar. Þessum mót gangi tók Ólafúr með sömu karl- mennsku.sem hverjum sönnum sjómanni sæmir. Fyrir tveimur árum kenndi hann sjúkdóms og varð vanheill þar til 13. desember er hann lézt að heimili sínu, Framnesvegi 32. Kæri vinur! Eiginkona þím, böm, tengdabörn, systkina og samstarfsmenn, senda þér hinztu kveðju með þeirri ósk, að þú á hinu nýja tilverusviði, handan við gröf og dauða, njótir ylgeisla þeirrar lífssólar, sem aldrei geng ur til viðar. Karvel Ögmundsson. | Síðustu bæirnir í Hoftum fá síma MYKJUNESI, 24. nóv.: — Ennþá helst sama veðurblíðan. Oft hæg suðlæg átt með miklum hlýind- um og stundum' nokkurri rign- ingu. Fé gengur allt úti ennþá og virðist jarðin vera í bezta lagi til beitar,: eftir því sem úm er að ræða á þessum árstíma. Til marks um veðurblíðuna er það, að sum tún, er seint voru slegin í sumar, eru nú orðin með grænleitum blæ eins og á vordegi. Það er stríð í þagnar rann, þulinn sjóður af vilja. að missa þánn, sem mikið er við að skilja. SIÐUSTU BÆIRNIR FA SIMA Verið er nú að leggja símalínu að Akbraut hér í Holtum, auk þess verður tekinn inn sími á öðrum bæ, en þar var símalínan komin heim að bæ áður. Þegar þessum framkvæmdum er lokið hafa allir bæir sveitarinnar feng ið síma og hefir sú framkvæmd næstum öll farið fram síðastlið- inn áratug. SKIPZT Á IIEIMSÓKNUM Síðastliðið laugardagskvöld 19. þ.m. kom ungmennafélagið Bald- ur í Hraungerðishreppi í heim- sókn til U.M.F. Ingólfs hér 1 sveit að Laugalandi. Var dvalið lengi nætur og skemmti fólk sér hið bezta. U. M. F. Ingólfur hefir áður heimsótt U. M. F. Baldur. Eru slíkar heimsóknir góður og nauðsynlegur liður í starfsemi ungmennafélaganna. — M. G. Á ÓFRIÐARÁRUNUM síðustu dvöldu allmargir Norðmenn hér á landi um lengri eða skemmri tíma, er flúðu Noreg af styrjald- arástæðum. Meðal þeirra var blaðafulltrúi Norðmanna, Sig- vard A. Friid og kona hans, Ast- rid. Þau komu hingað vorið 1942 og dvöldu hér í Reykjavík þang- að til þeim varð afturkomu auð- ið til sinna norsku heimkynna. Þessi norsku hjón urðu mjög vin- sæl hér á landi, enda eru þau að eðlisíari glaðvær og framúrskar- andi gestrisin. Að ófriðnum lokn- um urðu bæði hjónin starfsmenn við blaðaskrifstofu Hægri flokksins í Ósló. En tilefni þess að þetta er rifjað hér upp nú er það, að í dag, 21. desember, á Sig- vard Friid sjötugsafmæli. Viðbú- ið er að margir kunningjar hans hérlendis hafi hug á að senda þessum sjötuga íslandsvini af- mæliskveðjur. Blíð hausfveðráHa 20 þús. fjár sléfrað lag þeirra alla ævi Stefáns Minn- ist ég ekki ungra manna hér urn slóðir, er mannvænlegri væru og hvatlegri en þessir ungu mágar Gamalt viðlag. mínir. Og með ári hverju óx i kvnning okkar Stefáns Arnórs- ÞAS sem mér verður nú fyrsf sonar unz ég þóttist þekkja hana fyrir hendi í dýrum sjóði minn- inganna um Stefán Arnórsson er minningin um síðustu samfundi okkar sunnudaginn 16. október s. 1 Ég hafði þá um hádegisbilið lcnt á flugveliinum í Reykjavík. En ei liðu nema stundir þrjár þangað til við Sigurður sonur minn og Anna kona hans héld- um heim til Stefáns Arnórssonar og hittum þar fyrir Eggert bróð- ur hans ásamt konu Eggerts og bömum þeirra hjóna. Á þessum fundi var gott að vera með vin- um og vandamönnum og mót- tökur húsráðenda að venju inni- legar. Var Stefán glaður og reif- ur og lék á als oddi og miðlaði hann okkur gestum sínum af margvíslegum fróðleik, sem hon- um var ýafnan tiltækur. Kunni hann manna bezt að taka á móti | ?■ gestum og var gestrisni ! 'blóð dável. Við fyrstu kynni virtist borin. Var húsfreyjan honum og niér hann fremur dulur í skapi, samhent um þetta. | — 0g víst er að því fór fjarrl Síðan þetta gerðist hafa liðið að hann væri allra viðhlæjandi aðeins rúmar 8 vikur þangað til j 0g vinur. Hitt er ég jafnviss um við misstum þenna góða vin okk- J að með Stefáni Arnórssyni er nú ar og vandamann. Þykir mér' íátinn einn af mestu mannkosta- hér orðið ærið skarð fyrir skildi! mönnum, sem ég hefi kynnzt um og hygg ég að svo muni flestum dagana. Guðrún Bninborg í f yrirlestraferð um Noreg ÉG ætla að koma einu sinni enn, en svo vona ég að mér hafi tekizt að ná markmiðinu með kvikmyndasýningum mínum um land allt, en það er að hafa lokið greiðslu kaupverðs á 10 herbergj um í Stúdentagörðunum í Sogni við Osló, sagði frú Guðrún Brun- borg, við tíðindamanna Mbl. í gær, en í dag fer þessi mikla dugnaðarkona til Noregs, þar sem hún mun þegar í janúar- mánuði hefja fyrirlestraför um landið. Frú Guðrún Brunborg kom hingað fyrst til lands til þess að vinna að hugðarefnum sínum, minningarsjóð um son sinn Síðan hefur hún komið árlega og ferðast um landið með mynd- ir sínar, en þeim hefur undan- tekningarlaust verið frábærilega vel tekið. Þegar ég kem næsta sumar, leikur mér hugur á að koma með norsk-júgóslavneska mynd frá styrjaldarárunum og mynd sem ég veit að Per Höst er að vinna að um þessar mundir. Ég vil biðja Mbl. að færa öll- um þeim sem mér hafa hjálpað kveðjur mínar og þakklæti. SUÐURDÖLUM, Dal., 1. des. — Haustveðrátta hefur verið hér sem annars staðar einmunagóð. Ekki hefur komið snjóföl á jörð, svo að teljandi sé. Nautgriþum vaf beitt í haust nálægt mánuði lengur en oft áður. Jarðyrkju- vélar hafa getað unnið til þessa, og vegavinna er ekki að öllu hætt. Slátrun sauðfjár á Búðardal lauk 12. nóv. Hún stóð svo lengi af því að skorið vrar niður vegna „þurramæði“ allt fé í Laxárdals- og Hvammshreppum norðan varnargirðingar. Lánaðist vel að koma öllum afurðum í geymslu, þar sem engin truflun varð á flutningum, þó að flytja þyrfti nálega allt á bifreiðum til Reykja vikur, eða annarra staða ekki skemmra frá. Reyndi þar mikið á dugnað og fyrirhyggju kaup- félagsstjórans og annarra, er að því unnu, að ekki stæði á frá- flutningum, því mikið kapp var lagt á að ljúka slátrun sem fyrst. Alls mun hafa verið slátrað á Búðardal í haust rúmlega 20 þúsund fjár. Meðal kjötþungi dilka reyndist vera 15 kg. þ. e. nálægt 1 kg lakari meðalvigt en síðastliðið haust. Er það sízt að undra eftir hina slæmu sumar- veðráttu; margir höfðu haldið að þar mundi verða meiri munur á en raun bar vitni. Eins og fram hefur komið í fréttum reyndust við lungna- skoðun um 350 kindur sýktar af þurramæði í þeim tveim hrepp- um er skorið var, á nálægt 30 bæjum. Má því ljóst vera öllum, að ekki hafi mátt dragast að skera þama af svæðinu er mest hætta virtist stafa frá til annarra héraða. Þó að tvöfaldar girðingar séu um „Dalahólfið“, gæti átt sér stað að kindur kæmust yfir vam- arlínur þegar þær eru í kafi af snjó að vorinu og jafnvel að haustinu líka, Vonað er í lengstu lög að veikin sé ekki enn komin yfir þau vamarmörk. eða öllum finnast, er hafa kynnst Stefáni Amórssyni til nokkurrar hlítar. Stefán Arnórsson andaðist að morgni dags 13. þessa mánaðar eftir skamma sjúkdómslegu. Hann var fæddur 23. nóvember 1904 að Ballará á Skarðsströnd. Hann var yngstur bama hjón- anna séra Amórs Árnasonar síð- ast prests að Hvammi í Laxárdal — af Hafnaætt — og seinni konu hans Ragnheiðar Eggertsdóttur frá Króksfjarðarnesi Stefánsson- ar Eggertssonar prests á Ballará Jónssonar. Kona séra Eggerts var Guðrún dóttir Magnúsar sýslu- manns Ketilssonar og á Stefán Arnórsson því einnig ætt sína að rekja til þess stórmerka manns, og er sjálfur fæddur á höfuð- bóli og ættleifð móðurættar sinnar eins og áður er greint. Barn að aldri fluttist Stefán með foreldrum sínum og syst- kinum að Hvammi í Laxárdal, en séra Amór var veitt Hvamms- og Ketu prestakall árið 1907. Ólst hann upp í Hvammi og átti þar heimili fram á fullorðinsár Batt hann mikla tryggð við æskuheimkynni sitt og sveit og var það að vonum því það kom vel heim við trygglyndi hans og skapfestu. Stóð hann ásamt eldri bróður sínum Eggert að miklu leyti fyrir búi foreldra sinna í Stefán Arnórsson var enginrá miðlungur hvorki að andlegu né líkamlegu atgerfi Hann var miklum gáfum gæddur. Skilning- ur hans var hvass og gáfur djúp- ar og traustar. Hann var svo glöggskyggn á menn og mann- gildi að það hlaut að vekja eft- irtekt og aðdáun þeirra, sem kynntust honum ger. En ég hygg að skapgerð hans hafi verið enn- þá glæsilegri. Hann hafði rót- gróna óbeit á hræsm, prettvísi, lýgi, skrumi og annarri ómennsku Hann var vinavandur en tryggur og vinfastur svo að af bar. Veg- lyndi hans og hjartagæði voru fágæt. Var hann manna fljótast- . ur til að rétta þeim hjálparhönd- sem hann þekkti og að hans 'dómi voru hjálparþurfi. Má svo sannlega að orði kveða að hanra mátii ekkert aumt sjá. En þesg mun hann jafnan hafa gætt vel, að sem minnst bæri á velgerð- um hans, því ekkert var honum fjær skapi en öll augnaþjónusta við það, sem hann sjálfur mat gott og fagurt, Stefán áíti ekki langt að sækja þessa mannkosti. Foreldrar hans voru báðir veg- lyndir mannkostamenn, og móð- ir hans, frú Ragnheiður, orðlögð og elskuð af sveitungum sínurtS fyrir hjartagæði og hjálpfýsi. Stefán Arnórsson var fremuf hár vexti, herðabreiður og þrek- ___ . , - , , lega vaxinn, mjög vel limaður, vel a fot kominn og yfirhofuð vel á sig kominn. Hann var hæverskur en jafnframt einarð- þeirra. Áður en hann fluttist frá Hvammi átundaði hann nám við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þar prófi. Síðar hóf hann byrjunarnám í endurskoðunar- fræðum í Danmörku og lagði þar sérstaklega stund á endurskoðun við fyrirtæki mjólkuriðnaðarins. ur i framkomu og hreinskil- inn við alla, sem hann átti skipti við. Mér virtist hann fremur hlé- drægur í margmenni, en jafnan, glaður og skemmtinn í vinahópi. A Hann var kappsamur og þrek- A annu 1939 tok hann til starfa . , , . ___* , ., . , mikill við alla vinnu, hvort sem a endurskoðunarskrifstofu , frænda síns Björns E. Ámasonar hann gekk að. hkamlegn vmnu í Reykjavík og vann þar síðan ayngn arum smum. eða siðar að aðalstörf sín til dauðadags. skrifstofustorfum sinum Hefir muu,- Bjorn Arnason samverkamaður Hlaut hann löggildingu sem end- urskoðandi árið 1943. Árið Stefán að eiga Guðrúnu Jósteins- dóttur í Reykjavík, góða konu og hans og . kennari borið honum 1950, IjT'Ígúst, gekk'Þf vitni að hann væri glöggjm afkastamaour. — Hann var alla ævi mjög vinsæll af öllum, sem greinda, ‘sem'nú‘ hfú mann“smn Þekk‘u tn hlitar' W™* eg vita að þeir mum nu vera og hefir hún rækt heimili þeirra hjóna með prýði og árvekni. Eftir að við konan mín sáluga fluttumst norður hingað til Skagafjarðar, í árslokin 1924, var þess skammt að bíða að ég kynnt- ist þeim bræðrum Eggert og Stefáni Arnórssonum. Voru þeir bræðurnir jafnan saman og varð og þess brátt áskynja hve ástúð- legt var með þeim og samlyndi þeirra til fyrirmyndar. Er mér kunnugt um að aldrei bar nokk- urn skugga á þetta góða bræðra- æði margir, sem telja sér mikinn mannskaða í láti hans íyrir aldur fram. En eftirlifandi konu hans og systkinum cr nú mestur harm- ur að höndum borinn. Votta ég þeim innilega hluttekningu mína og barna minna í sorginni eftir þenna öndvegismann, sem ég hefi hér rakið fáeinar af minn- ingum mínum um. Blessuð sé minning hans. Sigurður SigufSson. ! frá Vigur. ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.