Morgunblaðið - 21.12.1955, Side 14
30
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. des. 1955
x
%
Sleðaförin mikla
Fáir menn hafa lagt meiri skerf til þekkingar á heimskautaiönd-
unum og íbúum þeirra en Knud Rasmussen. Hann var fæddur á
Grænlandi, átti danskan föður og grænlenzka móður og talaði
mál eskimóa reiprennandi. — Sleðaförin mikla segir frá lengstu
sieðaferð, sem nokkru sinni hefir verið farin — frá Grænlandi
um nyrztu byggðir Kanada og Alaska, allt til Kyrrahafs. Knud
Rasmussen sækir heim alla kynflokka eskimóa á þessu flæmi —
og lýsir lifnaðarháttum og frumstæðri menningu þeirra, menn-
ingu sem hvergi á sinn líka, en er nú óðum að hverfa fyrir sið-
menningu nútímans. Frásagnarstíll Knud Rasmussen er lifandi
i.g látlaus — Sleðaförin mikla er í röð fremstu ferðabóka, sem
ritaðar hafa verið.
Sigurður Baldursson
Lundarbrekku — minning
ÞEGAR sú harmafregn barst um
héraðið, að merkisbóndinn Sig-
urður Baldursson, oddviti að
Lundarbrekku í Bárðardal, hefði
hnigið í valinn á bezta aldri á
jafn hörmulegan og sviplegan
hátt, voru Þingeyingar lostnir
þungum og almennum harmi.
Sigurður Baldursson er fædd-
ur að Lundarbrekku 27. septem-
ber 1911 og ólst hann þar upp.
Þegar á unga aldri hneigðist
hugur hins unga og framsækna
bóndasonar að því að leita sér
;menntunar, fór hann því í Sam-
vinnuskólann og útskrifaðist það-
an árið 1929, aðeins 18 ára að
aldri.
Árið 1933 kvæntist Sigurður
Önnu Steinunni Jónsdóttur frá
Sigurðarstöðum i Bárðardal, en
'sambúð þeirra varð ekki löng,
því að Anna lézt eftir aðeins eins
árs sambúð. Varð þeim hjónum
ekki barna auðið. Haustið 1940
kvæntist Sigurður Guðrúnu
Kristjánsdóttir frá Hóli í Húsa-
vík. Lifir hún mann sinn ásamt
'2 ungum sonum þeirra hjóna.
, Ungur að árum hóf Sigurður
.þróttmikinn búskap á hálfri
„Lundarbrekku og hefur hann
jafnan búið þar síðan af mikilli
.atorku, fyrirhyggju og dugnaði.
..Hefur Sigurður ekki látið eigin
vanheilsu hrekja sig frá ættleifð
tsinni og bóndastarfi, þótt hann
• væri einyrki. Snemma vann hann
ótrauður að því að byggja og
rækta jörð sína og nú fyrir
skemmstu reisti hann mjög vand-
að íbúðarhús, sem mun bera
verkum hans fagurt vitni. En
ekki lét Sigurður við störfin á
þessum vettvangi sitja, heldur
lagði hann mikla alúð við rækt-
un búpeningsins, einkum sauð-
fjárins. — Var hann öðrum til
íyrirmyndar á þessu sviði. Hafði
Sigurður óbifandi trú á hinum
iniklu möguleikum sauðfjárrækt-
arinnar fyrir íslenzkan landbún-
að og gagnsemi hinna víðlendu
og kjarnmiklu afréttalanda í
íaðmi heiða og háfjalla íslands.
Að þessu leyti taldi hann
mikla framtíð búna byggðinni í
Bárðardal og stórum meiri en
margra annarra sveita og byggð-
arlaga þessa lands. Það var hjart-
ans áhugamál Sigurðar í Lund-
arbrekku, að hans eigin fagra
heimasveit mætti blómgast svo,
að hið uppvaxandi æskufólk dals-
ins mætti una glatt við sitt heima
„á feðranna slóð“ við vaxandi
hagsæld og búsæld.
Sigurður Baldursson var í orðs
ins fyllstu merkingu framleið-
andi, sem einskis vildi láta ó-
freistað til þess, að treysta og
skapa þann grtmdvöll, sem fram-
t ð landsins byggist á, flestu öðru
fremur. Þess vegna kvatti hann
stna sveit og sitt hérað til þess að
taka sem virkastan þátt í fram-
leiðslustörfum þjóðarinnar, án
þess að hopa af hólmi, ekki með
hangadi hendi hins viljalausa og
stefnulausa, heldur með einbeitt-
um vilja og drengskap þess
atorkumanns, er alla erfiðleika
fær yfirstigið.
Sigurður á Lundarbrekku var
heilsteyptur karlmennskumaður
pg drengur góður, sem aldrei
'skildi við hálfnað verk. Hann var
þaráttumaður fyrir hverju því
máli, sem hann tók afstöðu til og
kvikaði hvergi frá sannfæringu
gínni, hverjir sem í hlut áttu og
þvort sem mönnum þótti betur
eða verr.
Gerði hann þetta þó á þann
hátt, að hann skapaði sér aldrei
óvináttu þeirra, sem aðrar skoð-
anir höfðu — svo óskeikull var
Sigurður í því, að halda aðeins
fram því eina, er hann sjálfur
taldi sannast og réttast Mun það
vera mála sannast, að engum hafi
yerið fjær skapi, en Sigurði
ÍBaldurssyni, að nota fláttskap og
úndirhyggju til framgangs skoð-
iunum sínum. Var þetta aðals-
pierki hans.
Eins og að líkum lætur um
inann eins og Sigurð, komst hann
ekki hjá því að sinna opinberum
störfum fyrir sveit sína og hérað.
I Um nærri tvo áratugi hefur hann
verið kjörinn endurskoðandi
j Kaupfélags Þingeyinga. Oddviti
Bárðdælahrepps hefur hann verið
síðan 1942.
En þrátt fyrir þessi störf og
mörg fleiri, er honum hafa verið
falin, hefur Sigurði ekkert verið
fjær, en það að vanrækja heim-
ili sitt. Hafa þau hjónin bæði ver-
ið samhent i þvi, að búa heimilið
fegurð, rausn og gestrisni, eins og
hún kemur bezt fram í íslenzkum
sveitum meðal héraðshöfðingja.
Að Lundarbrekku var því jafnan
gott að koma og nutu allir sömu
fvrirgreiðslu og gestrisni, hvort
sem þeir voru úr næsta nágrenni
eða langt að komnir.
Við jarðarför Sigurðar, sem
fór fram í gær, heima að Lundar-
brekku, kom skýrt í ljós hvilík-
um vinsældum hann átti að
fagna í héraði sínu, þar sem mjög
mikið fjölmenni var saman kom-
ið við útförina hvaðanæva að
úr sýslunni. Var jarðarförin í alla
staði hin virðulegasta.
En þó að Þingeyingum öllum
sé mikill harmur kveðinn með
fráfalli eins ágætasta bónda hér-
aðsins, er þó meiri harmur kveð-
inn að sveitínni hans sjálfs — fá-
mennu — sem nú hefur verið
svift oddvita sínum og leiðtoga
á miðjum starfsaldri.
Beiskastur er þó auðvitað sökn-
uður ættingjanna og nánustu ást-
vina, sem verða nú á bak að sjá
eiginmanni, föður og syni. Er nú
skammt stórra högga í milli, í
hinum sama knérunn, er bróðir
Sigurðar, Jónas Baldursson, hinn
efnilegasti maður, var kallaður
brott héðan jafn skyndilega og
Sigurður nú, fyrir aðeins fáum
árum — á unga aldri. Við slík
reiðarslög, er efnismenn falla í
valinn um aldur frsim, verða hug-
ir manna, nær og fjær, snortnir
viðkvæmri samúð og djúpri hlut-
tekningu til þeírra, sem um sár-
ast eiga að binda og mest hafa
misst.
Allir, sem þekktu Sigurð Bald-
ursson, munu ávallt geyma hinar
hreinu og björtu minningar um
góðan dreng, sem fagran og ó-
skyggðan málm.
H. G.
Aðalfundur
félafsisis í Reykm
Félagið aS Ijúka gróðursefningu trjáa í Þórdssarlundi
1. NÓVEMBER s. 1. hélt Húnvetningafélagið í Reykjavík aðalfund ■
sinn. Meirihluti stjórnar félagsins gekk úr stjórn og skipa stjórnina
nú þessir menn: Finnbogi Júlíusson formaður, Halldór Sigurðs-
son, Kristmundur Sigurðsson, Björn Bjarnason og Jón Snæ-
fcjörnsson.
TILLAGA UM FJÁRÖFLUN
Fyrir fundinum lá tillaga um
stórfellda fjáröflun til bygginga-
framkvæmda, annaðhvort í fé-
lagi við önnur átthagafélög eða
eitt sér. Tillaga þessi varð ekki
útrædd og bíður næsta fundar.
Er mikill áhugi meðal félags-
manna á að koma upp húsnæði
á einhvern hátt fyrir félagsstarf-
semina.
GÓDUR FJÁRHAGUR
Á vegum félagsins er nú að
koma út bók er nefnist „Búsæld
og barningur“. Er hún að mestu
skrifuð af mönnum heima í hér-
aði, en gefin út á vegum Hún-
vetningafélagsins. Á s.l. ári sá
félagið einnig að nokkru leyti
um sölu á Húnvetningaljóðum
sem gefin voru út það ár á Ak-
ureyri. Fjárhagur félagsins má
nú teljast góður.
SKÓGRÆKTARSTÖRF
VEL Á VEG KOMIN
í félaginu eru nú starfandi
þrjár nefndir/útgáfunefnd, bygg-
ingarnefnd og skógræktarnefnd.
Skógræktarstörf eru nú langt
komin í Þórdísarlundi og verður
sennilega lokið á næsta vori og
þá gengið frá lundinum.
FUNDUR
í HVERJUM MÁNUDI
Núverandi stjórn félagsins hef-
ur ákveðið að félagsfundir skuli
haldnir í hverjum mánuði í vet-
ur til þess að gefa félagsmönn-
um tækifæri til þess að ræða þar
mál sem félagsstjórnin leggur
fyrir og einstaklingar kynnu að
bera fram hverju sinni.
Bílabœtingar
Bílaréftingar
Bílasprautun
Bílabónun
BÍLAMÁLARINN
Skipholti 25
Sími 8 20 16
f]ölritar&r g
ífni
l&f 'jölrituaar.
taumhoð Finnboifl Kjartsnasotf
-ivrqt-nafi 4B/ L
QeóUúi
Þvottavélar
Strauvélar
Ryksugur
Bónvélar
Straujárn
Brauðristar
Vöflujárn
Hitakönnur
Hringofnar
Jólabœkur
ísafoldar,