Morgunblaðið - 21.12.1955, Qupperneq 15
Miðvikudagur 21. des. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
31
Friðrik Eiríksson:
Hugleiðingar um jói og vináftu
Skrifað í Bandaríkjunum
í fyrstu viku desember-
mánaðar 1955.
EIN HELZTA hátíð hinnar
kristnu kirkju, um allan
heim, eru jólin. I>au eru gleði-
og fagnaðarhátíð, sem hefur
• mikla þýðingu fyrir sérhvert
okkar, en fyrst og fremst eru þau
hátíð barnanna. Löngu fyrirfram
fóru þau að hlakka til þeirra;
hvað þau muni fá í jólagjöf,
hvort þau fái jólatré o. s frv.
NOKKUR mismunur er á helgi-
siðum jólanna át um heim. Flest-
ar enskumælandi þjóðir halda
aðeins jóladag heilagan, svo er
og hér í Bandaríkjunum, en und-
• irbúningur hefst 5—6 vikum
fyrirfram. Verzlanir og fyrirtæki
■öll, stór og smá, keppast við að
skreyta borg og bæ. Gríðarstór
jólatré eru reist á torgum og
gatnamótum og þau svo fagur-
lega skreytt og lýst að undrun
, sætir. Rauð klæddir jólasveinar,
með geysisíð skegg, aka um götur
stórborganna og syngja jóla-
söngva. Menn keppast við að
kaupa jólagjafir handa vinum
og vandamönnum sumir af heil-
um hug, aðrir til þess að sýnast.
JÓLIN efla hvarvetna vináttu
manná ’ á meðal. Jólabamið,
meistarinn frá Nazaret var vinur
alls mannkynsins og hann kom
í heiminn til þess að vér yrðum
vinir — vinir Guðs.
Heil vinátta hefur mikið að
segja fyrir manninn. „Góðar eru
gjafir þínar, en betri þykir mér
vinátta þín,“ sagði glæsimennið
á Hlíðarenda, forðum, við spek-
inginn á Bergþórshvoli. Hebrear
töldu vináttu góðs og göfugs
manns öllum jarðneskum gæð-
um æðri. f siðfræði Aristoteles-
ar, hins gríska spekings, skipar
vináttan öndvegissess. Rómverskí
málsnillingurinn Cicero ritaði
bók um vináttuna og höfundi
Hávamála verður skrafdrjúgt um
vini og vinfengi.
TAKMARKANIR og vandkvæði
mannlegrar vináttu eru margar,
en vináttusamfélag kristinna
manna við eilífan lausnara þeirra
er heillaríkt og auðugt að bless-
un, svo að þessi vandkvæði
verða því ekki eins þungbær og
erfið. Fjarlægðir, breytt kjör og
viðfangsefni skapa raunveruleg-
ár hindranir milli vina, svo að
erfitt verður um framkall vin-
— Lundúnabréf
> Frh. af bls. 25.
velta sem nú. A síðasta ári eyddi
þjóðin 94 milljónum sterlings-
punda af sparifé sínu á þrem
vikum fyrir jólin, og útlit er fyr-
ir að sú upphæð verði enn hærri
í ár. Englandsbanki varð að senda
33 milljónir punda af seðlum í
umferð, aukreitis, í síðustu viku.
Einkum virðist matvöruverzlunin
hafa vaxið fyrir þessi jól, á kjöt-
markaðínum í Smithfield er
meiri velta en nokkru sinni fyrr.
E.t.v. sýnir'það betur en nokkuð
annað að þótt dýrtíð hafi nokkuð
aukizt, þá er velmegun almenn-
ari en nokkru sinni fyrr.
★ ★ ★
Öldungurinn frá Blenheim, Sir
Winston Churchill, er nýlega
kominn heim úr langri heilsu-
bótardvöl suður við Miðjarðar-
haf. Þegar eftir heimkomuna hélt
hann fund í kjördæmi sínu og
var hinn skeleggasti. Síðan tók
hann sætý á þingi, senj þver -app-.
ar nýsveinn á afturbokkjum.
Sú fregn kom á kreik skömmu
síðar, að hann væri að búa sig
undir að taka við er Eden léti af
störfum fyrir aldurs saku.
London, 12. desember,
áttunnár. Glöp og eftirsjónir
manna gera og sitt til að sundra
tengslum hryggða og vináttu. Hin
mörgu og ólíku tungumál, sem
kristnir menn verða að nota, til
þess að tjá skoðanir sínar og
áform, eru mörgum mönnum
fullkomin hindrun á vegum vin-
áttu og samskilnings með játend-
um kristinnar trúar. En andi
Krists gerir allar þessar tak-
markanir að engu, því að andi
hans og andi kristinna manna
geta ræðzt við á hverju því
tungumáli sem bezt hentar; þar
þarf engan túlk, því að kristin
trú er vinátta milli hans og allra
þeirra sem trúa á hann og treysta
honum.
OG nú líður að jólum. Þau munu
nú eins og ætíð áður færa yl og
hlýju inn á heimili kristinna
manna, og einnig munu þau
styrkja vináttu manna á meðal
um allan heim.
Gleðileg jól!
— Skorradalsvegur
Frh. af bls. 29.
lega þetta hefir verið trassað af
starfsmönnum Andakílsárvirkj-
unarinnar, hefir vegurinn með-
fram Skorradalsvatni iðulega
legið undir djúpu vatni allt upp
í 80 cm.
Það mun hafa verið kvartað
um þetta af viðkomandi aðilum
og jafnvel skorist í odda með
þeim. Ekki hefir þó mér vitan-
lega fengist úr því skorið hver
ber ábyrgð á ófremdar ástandi
þessu. Og ekki hefur borið á því
að yfirmenn vegamála hafi látið
neitt að sér kveða og tekið af
skarið í bessum efnum.
Fyrir nokkrum dögum átti ég
leið, í jeppa, um Dragann og
vestur með Skorradalsvatni.
Þrátt fyrir þrjár straumharðar
fjallaár, byrjuðu erfiðleikarnir
fyrst á veginum milli Stóru- og
Litludrageyra þar sem vegurinn
lá undir vatni sem tók jeppan-
um undir bretti, þannig að hjól-
in fóru stundum í kaf. Nóttina
eftir fraus og mátti heita að þá
væri vegurinn ófær með öllu.
Hvernig færi nú ef þyrfti að
sækja lækni þessa leið í lífs-
nauðsyn? Vegurinn engu öku-
tæki fær þegar frýs meir, og
tæplega hestum heldur. Mundi
stöðvarstjórinn við Andakílsár-
vrrkjunina vilja velta því fyrir
sér?
Nú langar mig til að gera fyr-
irspum, fyrir hína hönd og ann-
arra sem vanræksla þessi bitn-
ar á:
Hvers vegna er ekki fylgst bet-
ur með því að vatnsborðið í
Skorradalsvatni standi ekki ó-
hæfilega hátt meðan engar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til að
færa veginn af vatnsbotninum?
Hér þarf að verða breyting á.
Þeir, sem þetta hefur bitnað harð
ast á, svo árum skiftir, bænd-
urnir sem verða að ösla þenna
veg og brjóta sér braut gegn-
um klaka og krap, oft í viku, til
að koma mjólkurafurðum sínum
á maikað, eiga kröfu á því fyrst
og fremst auk allra annarra sem
um þenna veg þurfa að fara.
Sök þeirra ábyrgu aðila sem
hér skjóta við skolla eyrum,
verður ekki véfengd en furðu-
legt má vera ef þeir ekki nenna
að firra náungann vandræðum,
sem þessum og hvað um yfir-
mann allra þjóðvega í landinu
— og undirmenn hans.
Óskar Þórðarson.
_____ÍSCit
IÖGGIITUR SKJALAbteANDI
• OG DÖMtOlHUR IENSWJ •
liummi - suu 81655
AðaKundur Hins ísl.
biblíufélags
AÐALFUNDUR Hins íslenzka
daga 6—8 stiga hiti, og er það
Biblíufélags var haldinn í Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 30. nóv.
Fundur hófst með því, að sung-
inn var sálmur, en síðan flutti
formaður félagsins, dr. Ásmund-
ur Guðmundsson biskup, skýrslu
um störf félagsins á árinu..
Skýrði hann ffá þvi, að í sam-
rærai við ályktun síðasta aðal-
fundar, hefði félagsstjórn leitað
tilboða um prentun Nýja testa-
mentisins með stóru letri. Samn-
ingar tókust .við prentsmiðjuna
Leiftur, og er bókin nú fullsett.
Var ætlunin, að Nýja testamentið
kæmi út fyrir jólin, en það mun
dragast nokkuð sökum þess, að
verið er að leita eftir að fá leigð
myndamót hjá Brezka Biblíufé-
laginu, svo að útgáfan verði
myndum prýdd. Um þetta eru
ekki komin fullnaðarsvör frá fé-
laginu, og mun útgáfan af þeim
sökum dragast til vors.
Þessu næst ræddi biskup um
prentun Biblíunnar allrar hér
heima. Kvað hann það mál vera
í athugun og stæðu yfir samning-
ar við Brezka Biblíufélagið, sem
allar horfur væru á, að mundu
verða okkur hagstæðir.
Að lokum þakkaði hann gjafir
og annan stuðning manna félag-
inu til handa.
Þá lagði féhirðir fram reikn-
inga félagsins 1954 og voru þeir
samþykktir.
Næst var rætt um skipulagn-
ingu og eflingu félagsstarfsins.
Var í því sambandi samþykkt að
hækka árgjald félaga í kr. 20.00
og vinna að því að gera félagið
fjölmennara.
f fundarlok flutti séra Sigur-
björn Á. Gíslason erindi, er hann
nefndi: Kvnni mín af erlendum
Biblíufélögum.
Fundi lauk með sálmi og bæn.
mn
■f $
Hf
r
\
FYRIR nokkru færði Slysavarna-
félag íslands skólum Reykjavík-
ur að gjöf 5000 eintök af bækl-
ingnum „Þú ert ekki einn í um-
ferðinni“, ‘og eru það leiðbeining-
ar fyrir hjólreiðamenn.
Þessum bæklingi hefur nú ver-
ið útbýtt til 11 og 12 ára barna
í barnaskólunum og til nemenda
í 1. og 2. bekk gagnfræðastigsins.
Undanfarnar vikur hafa íþrótta-
kennarar í barna- og gagnfræða-
skólum kennt nemendum hjálp í
viðlögum og umferðareglur í leik
fimitímum, þar eð leikfimi-
kennsla hefur ekki farið fram
sökum mænuveikifaraldurs. —
Áður en þessi kennsla hófst, hafði
Jón Oddgeir Jónsson stutt nám-
skeið með kennurum, en Þor-
steinn Einarsson skipulagði
kennsluna.
Umferðakennslunni er að
mestu lokið, en lögreglumenn
heimsækja skólana um þessar
| mundir til þess að ræða umferða-
málin við nemendur.
! Skólarnir, Slvsavarnafélagið og
lögreglan hafa að undanfömu
lagt mikla áherzlu á umferða-
málin meðal skólanemenda. Nú
þurfa vegfarendur einnig að
leggia sinn skerf fram. Sá, sem
virðir ekki umferðamerki barns
eða unglings á reiðhjóli, rífur
niður, það sem verið er að byggja
upp og stuðlar að aukinni um-
ferðahættu. Hafa unglingar látið
það í Ijós, að merkjum þeirra
væri iðulega ekki sinnt af full-
orðnu fólki.
Um leið og Slysavarnafélaginu
er þakkað fvrir nvtsarhan bækl-
ing, og öðrum aðilum kennslu
og leiðbeinineastörf, er því beint
til foreldra þeirra nemenda, sem
bæklinginn hafa fengið, að hvetja
þá til þess að rifja óftsinnis upp
unxferðareglurnar og varðveita
bæklinginn vel. Börn og ungling-
ar eiga oft líf sitt og fjör undir
því, að allir yngri sem eldri virði
umferðareglurnar.
Nr. 7 eru snyrtivörur
hinna vandlátu
Fást í öllum apótekum og sérverzlunum í Reykjavík,
Einnig á Akureyri, Keflavík, Siglufirði, ísafirði,
Vestmannaeyjum.
NÚMER SJÖ SNYRTIVÖRUR
eru alveg ágætar — og ekki mjög dýrar.
Munið ávallt númer sjo
Uppþ vottagrindur
Uppþvottamottur
Eggjagrindur
Diskagrindur
Hlífðarmottur
Baðkersmottur
Boðherbergii-
mottur
W.C. mottur
Gólfmottur
Hillumottur
Deigmottur
Sópskúffur
Súpuskúlar
o. m. fl.
fyfkiíggjontíl-
Kokus og sísal gangadreglar
Ný sending af hollenzkum Kokusdreglum tekin
upp í dag. — 70— 80 — 90— 100 — 117 cm. br.
Margir litir. — Mörg mynstur.
Sérstaklega fallegir dreglar.
Gólfteppagerðin h.f.
Bárónsstíg — Skúlagötu. — Sími '/360.