Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. des. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 3% Islandshátíð í Svíaríki AFHENDING Nóbelsverðlaun- anna fer fram í hljómleikasal Stokkhólmsborgar Og var svo mikil þröng á götunum i nágrenni hússins, að okkur var ráðlagt að eetia okkur allt að klukkustund til að komast hina stuttu leið frá Grandhóteli, þar sem við bjugg- um, og að hljómleikahúsinu. Ótrúlegur sægur fólks hafði safn- azt meðfram innganginum að byggingunni, til þess að sjá hið skartbúna fólk er streymdi þang- að. Ég fékk sæti framarlega í salnum og var hinri ánægðasti er við hlið mér settist gamall kunn- íngi héðan að heiman, prófessor Sven Jansson. INNI I SALNITM Á sviðinu þar sem hljómsveit- inni er komið fyrir á hljómleik- um, sátu nú meðlimir sænsku akademíunnar, nokkrir þeirra er áður höfðu fengið Nóbelsverðlaun prófessorar og aðrir úr hópi mik- ílsvirtustu menntamanna Svía- ríkis, en nokkur auð sæti voru aitt hvoru megin við ræðupall- □-----------------------n T) AGNAR JÓNSSON forstjóri Helgafells- útgáfunnar og aðaiútgef- andi nobelsverðlauna- skáldsins Halidórs Kilj- ans Laxness, var gestur Nobelsstofnunar við há- tíðahöldin 10. des. s.l. Áður en hann fór, bað Mbl. hann að stinga nið- ur penna um hátíðina og segja lesendum þess í fá- um dráttum frá þessum merka atburði. □-----------------------a æðsti maður Nóbelsstofnunarinn- ar. Snerist ræða hans aðallega um tvo menn, þá Albert Einstein og Thomas Mann, er báðir létust á árinu og höfðu áður setið í þess- um sal til þess að veita viðtöku Nóbelsverðlaunaskáldið á heimili sínu að Gljúfrasteini I (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) inn. Á mínútunni klukkan 16,30 komu fram á sviðið tveir ungir menn, klæddir búningum er Ijómuðu af stássi og voru vafðir iskrautlegum borðum. Þeyttu þeir fomaldarlúðra eins og gert var á tónlistarhéiíðinni hér hjá Jóni Leifs, cn hljómsveit spilaði með- an konungur og fylgdarlið hans gekk inn í salinn og tók sér sæti á fremsta bekknum; konungur foeint niður undan ræðustólnum. Er fólk hafði rétt komið sér fyrir í sætunum voru enn lúðrar beytt ir og inn gengu Nóbelsverðlauna hafarnir og fylgdi hverjum þeirra sérstakur kynnir. Settust þeir til vinstri í auðu stólana en ffylgdarmenn þeirra til hægri. ATHÖFNIN HEFST Athöfnin hófst á ræðu ríkis- fnarskálksins, sem mun vera verðlaunum Nóbels. Þá stóðu þeir upp hver af öðrum, er ræður áttu að flytja fyrir Nóbelsverðlauna- höfunum og voru þær flestar stuttar og í lok hverrar ræðu persónulegt ávarp er kandídat- arnir hlýddu á standandi. Próf. Wessén hélt ræðu fvrir Halldóri og ávarpaði hann á íslenzku. Að ávörpunum loknum gengu hinir lukkulegu fyrir konung, í þetta sinn nokkrar tröppur niður, til þess að taka á móti verðlaunun- um. sem voru i þremur möppnm. Talaði konungur nokkur orð við hvern þeirra, en þeir þökkuðu með djúpum hneigingum. Stórri hljómsveit var komið fyrir að baki efstu sæta á þriðju hæð og lék hún verk eftír Lindberg, Mozart, Stenhammer og liíendel- sohn, en Sixten Ehrling stjórnaði hljómsveitinni. Halldór Kiljan gekk síðastur fyrir konung og hafði þar lengsta viðdvöl. Því miður veit ég ekki hvað þeirra fór á milli. Þeir töluðu báðir fremur lágt, en sjá mátti á til- burðum þeirra að skilnaði að vel hafði farið á með þeim, og voru kveðjur Halldórs allmiklu til- komumeiri en hinna og virtist konungur vel kunna að meta það. Komu mér í hug ýmsar myndir úr sögunum þar sem sagt er frá því er landar okkar gengu fyrir konunga, og skildi ég nú betur en áður að slíkar heimsóknir voru færðar í letur af skáldum. ★ Allir gestirnir risu úr sætum sínum í hvert sinn er gengið var fyrir konung og klöppuðu þeir ákaft unz báðir voru sestir. Að athöfninni lokinni lék hljómsveit in „Du gamla, du fria“. Konung- ur og fylgdarlið hans ásamt heið- ursgestunum yfirgáfu fyrst sal- inn, og var erfitt að greiria hvorra gleði var meiri, þeirra er hér höfðu fært svó ríkulegar gjafir eða hinna er báru nú þunga sjóði af konungsfundi. í RÁÐHÚSINET, SEM DEILEM OLLI, EINS OG VATNSBERINN Þó þessi athöfn væri hin hátíð- legasta og mikil hrifning ríkti meðal gestanna, var það sem hér fór fram eiginlega fremur inn- gangur að sjálfri hátíðinni, sem hófst með veglegu borðhaldi í ráðhúsi borgarinnar kl. 19.30. Ráðhús Stokkhólmsborgar er fög ur og tilkomumikil bygging og geysilegur íburður hvar sem litið er. Þó olli þessi bygging á sínum tíma deilum og æsingum er minntu á aðförina að Vatnsberan- um hér heima, og má okkur vera það nokkur huggun að vita, af reynslunni héðan sem annars staðar frá, að það verða einmitt óbilgjörnustu árásarmennirnir, sem að lokum taka sér fyrir hendur að verja hinn umdeilda verknað. Háborð var fyrir endi- löngum salnum, en yfir hann þveran komið fyrir um 20 öðr- um borðum. Við lángborðið sat konungsfjölskyldan «g þeir gest- ir aðrir er taka varð öðrum fremur tillit til. Hafði skáldið okkar Margrétu prinsessu sér til annarrar handar en forsætisráð- herrafrúna til hirinar, og með sama hætti hafði frú Auður sér á aðra hönd mann með konungs- blóð i æðum. Ekki varð ég var við að hið lítilláta hjarta hennar ofmetnaðist, þvert á móti fannst mér látleysi og listfengi hennar góðu ættinga endurspeglast í fasi og ljúfu viðmóti. Veizlan fór fram í gyllta salnum, sem kallað- ur er, allur klæddur gullmósaik og skreyttur myndlist. Sat þarna til borðs um 800 manns. Hver veizlugestur fékk í hendur sér- staka bók þar sem prentuð voru nöfn allra veizlugestanna og teikningar af borðunum í saln- um, og þurftum við ekki annað en leita uppi númer til þess að finna borðdömuna. Til hægri handar mér sat austurþýzk kona, glæsileg og bar hún mikið skraut á sér. Hún reyndist vera kona þess þýzka fol'leggjara Halldórs er selur austantjaldsfólki bækur hans. Hún var ekki eins fróð um ísland og venja er um menr.taða Þjóðverja, en hins vegar óx áhugi hennar fyrir þessu þýðingarmikla landi mjög við borðið. Hún hafði lesið þær bækur Laxness sem komnar voru út á þýzku og sagði að Atómstöðin væri langbezt, og varð allundrandi er ég maldaði Alfred nokkuð í móinn, og áleit að hann hann hefði skrifað aðrar bækur enn betri og nefndi íslandsklukk- una, Heimsljós, Sjálfstætt fólk og Gerplu. En hún lét sér ekki segjast og var ég þá ekki frekar að fást úm það á þessum stað. Ekki hafði ég kjark til að spyrja hana frétta að heiman. Allir kynntu sig svo langt sem til náðist til beggja handa, og tókst brátt mikil og innileg vinátta með öllum, sem óx jafnt og þétt við hvert glas. Ekki kann ég að nefna nöfnin á þeim vínum, sem við renndum niður né heldur matföngum, en engan heyrði ég kvarta. Sérstaka athygli mína vakti þó ísinn sem Ragnar Jónsson forstjóri Helgafellsútgáfunnar borinn var inn á stórum fötum, er minntu mig á slóturtrogin hjá Valgerði á Hólnum. Tiisýndar leit þetta út eins og ullarreifi hefði verið bréytt yfir hvert fat til að vernda innihaldið, en sá hlutinn reyndist þó ekki minna hnossgæti en sjálfur klakinn, sem_ harðari var undir tönnina. Undir borðum voru lúðrar þevttir sem fyrr og hljómsveit spilaði, meðal annars íslenzk þjóðlög. A3 lok- um söng stúdentakór létta söngva og bráðnaði þó síðasta íslagið af samkomunni. RÆÐA II. K. L. HÁPUNKTLR HÁTÍÐARINNAR Að borðhaldinu loknu steig enn fram hinn aldni marskálkur og aðrir dálítið stifir Svíar, en kóngur mælti og nokkur orð. Svíakóngur er eins og kunnug er, mikið glæsimenni, gáfaður og menntaður, og hefir brennandi á- huga fyrir ýmsum menningarmál um, en hefir þó mest yndi af þvi að ganga í forna hauga og lykta þar af gömlum beinum og forn- aldargripum. Er iafnvel í hann vitnað í Vísindáritum um forn- leifafundi. Þarha fluttu nú allir Nóbelsverðlaunahafarnir Stuttar ræður, Ameríkumennirnir þrír á Nobel ensku en Theorell og Halldór t. sænsku. Allar þóttu ræðurnaír mjög athyglisverðar, en þó þótti mest til þess koma er þeir sögði v Theorell' og Halldór, og er méír hiklaust óhætt að segja að há • punktur hátíðarinnar var ræða Laxness, sem hann flutti frábæri lega vel á fallegri sænsku. Heyrðl ég fólk mjðg almennt halda þvk fram að þetta væri ein tilkomu. mesta og innilegasta ræða ev heyrzt hefði á 'Nóbelshátið. ÞaSí mun að sjálfsögðu verða reiknað mér til vondrar samvizku, aV þeim sem frelsaðir hafa verifí fyrir trú sína, að ég gat ekk* varizt því. að á mig sækti nokkuv ótti um að Halldór kynni áðuv lyki að láta skína örlítið í þær miskunnarlausu vígtennur, sem hann bregður stundum á loft hév heima, en sá ótti reyndist ástæðu-- laus. SKÁLDINU EFST í HUGA Á þessari hátíðastund vav* skáldinu efst í huga sú „fjöl- skj’lda, eltthvað kringum hundr • að og fimmtíu búsund manna stórrar, hinnar bókelsku þjoðav íslands, sem hefir haft á mér vak - andi auga frá því ég fór fyrst a'd standa i fæturna sem rithöfund ur, gagnrýnt mig og talað í mÍR kjark á víxl, en aldrei skellt vi<$ mér skolleyrum eins og hennl stæði á sama, "heldur tekið undir við mig eins og bergmál, eða eina og viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti.“ Allt það dásamlega til- litsleysi, sem Halldór hefur utn dagana sýnt okkur vinum símmv. sem höium sætt okkur við hlut - skipti Búa Árlands, var honum glevmt á þessari stundu, og meira að segja mun mörgum fleirum en mér hafa orðið á að minnast þess beizka sannleika, að þar sem skáldin vara ekki við hætt- unum. og beita til þess hárbeitt- um rakhnífum orðsnilldarinnar, vaxa þær og glevpa alit að Jok- um, eins og þær bakteríur, sem lifa í skugga og raka, þar sem sól nær ekki til að kyrkja þær. Ræðu Laxness var tekið m*-5 slíkum fögnuði að ég hefi ekkl verið viðstaddur innilegri sam- fagnað. enda var hún flutt aí djúpri og sannri tilfinningú. Var mér sagt að nokkuð þyrfti til uð mýkja h.jartataugar sænskra há- skólaborgara, en það hefði Hall • dóri tekizt til fullnustu nú, með likum hætti og hann hefir, hver.u* sinni með nýju skáldverki eign- azt aftur hjarta þeirra borgarft íslands, er hann hefir stundum átt í höggi við á öðrum vettvangi, Orð skáldsins, er það víkur að viðtökum verka sinna hér heirnaj erw sannarlega orð að sÖnnu, því vissulega hafa það ávallt verið hinir vandfýsnu, menntuðu borg- arar íslands, sem fyllt hafa bið- Frh. á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.