Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1955 Sumarlýðveldið við Sog blómgast í tvo mánuði •jÁ Um Jónsmessuleytið í sumar staðnæmdist stór farþegabif- reið við túnfótinn á Úlfljóts- vatni í Grafningi. Út úr henni stukku í einni halarófu 30—40 bjartir og bláeygðir víkingar og voru hremmennskulegir. Þeir höfðu farið langan veg, yfirgefið hinar þéttsetnu byggðir við Faxaflóa til að kanna ný lönd. Nú réðust þeir þarna til landgöngu, þrömm- uðu berandi skjóður og tösk- ur eftir malarstígnum. Komu þeir brátt að skála einum reisulegum. Sn skálinn var mannlaus og hlerar fyrir gluggum líkt og húsið hefði staðið autt í nokkrar. aldir. Svo gengu þeir fram á leiti og blasti þá við þeim fögur sjón í austurátt. Úlfljótsvatn breiddi úr sér fyrir fót- um þeirra og glampaði á það í morgunsólinni og fuglar syntu á vatninu en góð silungs veiði var í því: En engar sáu þeir mannaferðir. ■jr Ekki veit ég hvort þeir fundu öndvegissúlur reknar þar í víkinni, eða hvort íegurð stað- arins eins áorkaði svo miklu, en þessi mvndarlegi víkinga- hópur 13—14 ára drengja úr Reykjavík ákvað þegar að nema þarna land. Þeir gerðu hina fornu skálabyggingu að bækistöð sinni en reistu tjöld sín skammt frá. S'ð'in drógu þeir fána að húni og lýstu vfir stofnun svolíiils ríkis, Sumar- lýðveldis drengja að Úlfljóts- vatni ■jtr Það var þeim ljóst frá upp- hafi, að með lögum skal land byggja. Þegai í stað var stjórn arskrá sett, sem sagði til um löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvaid. Og skyldi nokkurn tíma hafa verið til í sögunni lítið ríki, sem byggði aila skipan . sinna mála svo örugglega á grun.ii lýðræðis og mannréttinda. Því að þarna voru allir borgararnir þing- menn og allir skipuðu þeir hæstarétt og aJlir fram- kvæmdu þeir sameiginlega, það sem framkvæma þurfti. •fa Enda blómgaðist þetta ríki þeirra tvo mánuði sumars. Er víst að öll sú þjóð íók hinum mesta þroska og framförum, svo að meira hefur verið jafn- vel miðað við höfðatölu en í lýðveldinu íslandi. En því miður hlaut Sumarríki þettá að 'eggjast niður með haust- inu, þegar kaldir vetrarstorm- ar tóku að næða. Hins vegar mun það rísa upp aftur, næsta suma’- eins víst og Biblían seg- ir að Israeisfíki muni upp rísa á ný ÞEGAR IHMINNINN LAK Ég sxrapp þangað austur einn dag semni hluta sumars til að sjá hvernig drengirmr i Vinnu- skóla Reykjavikur undu sér austur við Sog sumarmánuðina. F.n Revkjavíkurbær hefur staðið fyrir Vinnuskólanum, sem mikil- vægu uppeldisatriði fyrir ung- 'inga bæjarins. Eins og allir vita gpkk hið versta árferði yfir Suð- urlandið síðastliðið sumar og hinn sami i.osi otli smáríki drengj- anna einnig ýmsum erfiðleikum. Þegar mig bar þar að garði, var v-eðrið aftaka hvasst að austan og úrhellisrigning. Nú var Úlf- ljótsvatn ekki lengur slétt og fagurt heldur morautt af leir- gruggi, en stórar hviifextar bár- ur líkastar sjávaröldum þeystu yfir vatnið og brotnuðu á Hrúts- ey, svo að brimstrókunum gaus yfir hana hátt í loft og af miklu afli. Það var ekki hundi út sig- andi. Svo ekki fór mannskapurinn að standa úti í si iku veðri, held- ur alger innistaða. Þetta varð til þess, að ég hitti hina ungu þjóð- félagsborgara heima njá sér. Þeir voru ekkert hrifnir af þessum eilífa rosa, hefðu miklu frekar kosið að sinna störfum sínum úti við. Voru sífellt að l;ta út um gluggana að sjá hvort ekki lægði. Piltarnir búa í litlum timburhúsum, sem eru umhverfis skálann að Úlfljótsvatni. Nokkr- ir eru þó í tjöldum. Þarna hitti ég á þá við ýmiskonar föndur og spil. HOLLT ÞJÓÐFÉLAGSAFL Tók ég nú þegar að kynn- ast þeim þjóðfélagsháttum sem giltu í þessu sumarríki drengj- anna. í hverjum kofa eru 6 kojur og býr einn ættflokkur þjóð- félagsins í hverju húsi. Ættflokk- arnir nefnast m. a. Mávar, Fálk- ar, Uglur, Seppar og Hrafnar. Er mikil keppni og metnaður um það að halda uppi heiðri sins ættflokks, svo sem í snyrti- mennsku og í kappleikjum. Er talið að þessi keppni sé allhollt þjóðfélagsafl, sem hefur komið mörgu góðu til leiðar. Kemur hún fram á ýmsum sviðum eins og síðar verður vikið að, en breytir þvi ekki, að par sem um hagsmuni alls þjóðfélagsins er að tefla kemur til Kasta allra borgaranna sameiginlega. Mér'er sagt, að þegar dreng- irnir koma snemma sumars aust- ur þá lítist sumum þeirra ekki á blikuna, að eiga að fara að búa í þessum kofum eða jafnvel í tjöldum. Þeir hafa e. t. v. verið vanir hinu mesta dálæti og óhófi í heimahúsum, mjúkum svæfl- um og hitaveituyl. Fyrsta kvöld- ið er því urgur í þeim, en.bráð- lega sætta þeir sig við þetta seljalíf, sem stvrkir þá og herð- ir og er betra en flest annað til að búa þá undir lítsbaráttuna, sem þeir eiga fyrir höndum. HREINLÆTISMÁLANEFNDIN Þegar ég geng inn í kofana, Meðan innistaða er vegna rigningar og rosa, verja drengirnir tím- anum í leik og föndur. Sýnir myndin upprennandi skákmeistara? Nei, en þeir virðast stefna hratt að því að verða íslandsmeistar- ar í lúdó. in eru þrifaleg. Skóm og stígvél- um hafa drengirnir raðað frammi við dyrnar og vandlega búið um rúmin. Hér er framfylgt lögum drengjaríkisins. Það er skylda hvers og eins að halda hýbýlun- um hreinum. Þeir skiptast á um að þvo gólfið, en hver og einn verður að búa um sitt eigið rúm og venja sig á hirðusemi. Hrem- lætismálanefnd þjóðfélagsins fer um húsin og gefur hverjum flokk einkunn fyrir umgengni. Dagurinn byrjar kl 8 með því að þeir eru vaktir og eiga þegar að klæða sig. Ef einhver sofnar aftur út af og verður of seinn er það talinn álitshnekkir fyrir ættflokk hans. Fyrst fara þeir í svolitla morgunleikfimi og síðan í morgunþvott í Fossá, sem er 'ækur skammt frá. Þá bursta all- ir tennurnar. Þegar heim kemur bíður þeirra morgunmatur. Ef allt væri með íelldu og veðr- ið ekki svona válynt mvndi vinnan hefjast strax á eftir. Því drengirnir eru hér til að kynn- ast almennri vinnu og til að læra að bjarga sér sjálfir. Vinnan get- ur verið margskonai, h.jálp við heyskap eða jarðræktarstörf. En að þessu sinni er innistaða. í einum kofanum eru dreng- irnir að spila bridge, í öðrum að tefla skák og enn einum að spila lúdó. Við spilum eftir Vínarkerfinu, þeir leika „hratt“ indverska vörn, Teningnum er hringlað, 6 kem- ur upp og rauð tafla fer í borð. Spenningurinn fer vaxandi, því að græna taflan er rétt fyrir aft- an þá gulu og getur drepið hana. Nei, hann fór tvo reiti fram fyr- ir og nú getur gula taflan drep- ið -þá grænu. í kringum sitja áhugasamir áhorfendur, sem erú inn á milli að skera göngustafi sína út með laufaskurði. Aðrir sitja á rúmstokknum og eru að lesa Pétur Most eða Týndu flug- vélina. Þannig er rosadögunum varið við spil og lestur. f BÚSSUM OG SJÓHATT Þegar ég hef dvalizt þarna nokkra stund, síyttir upp og jafnframt dregur úr storminum. Þá fer hraðboði milli þjóðflokk- anna. Menn eru kallaðir til vinnu. Eru gúmmístígvélin jafn- skjótt tekin fram og þykkar regnkápur. Fálkarnir, Sepparnir og hvað þeir nú allir heita, sækja út í kulið. Þeir frísa eins og viljugir gæðingar og anda að sér útiloftinu. Nú skipta þeir sér I vinnuhópa. Sumir þeirra fara að skera torf og enn aðrir að tyrfa og hlaða kamb hjá fjósi, sem nýlega var byggt að Úlfljótsvatni Enn aðrir að bera möl á akbrautir og iafna henni. Og einh flokkurinn fer að grafa holræsiskurð í flöt- Veðrið lægir opr vinnan er hafin. Á efri myndinni er unnið að torfristu, en þeirri neðri er holræsaskurður grafinn. Þeir sem vinna mikið þurfa mikið að borða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.