Morgunblaðið - 28.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. des. 1955 Útg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Fóiónlegor blekhingar Tímons um íbúðnrbyggingnr TÍMINN notaði messu hins heilaga Þorláks til þess að fara með fáránlegar blekkingar um íbúðabyggingar í landinu og jafn- framt til þess að rógbera sam- starfsflokk sinn á hinn samvizku- lausasta hátt. Segir blaðið að við stjórnarmyndunina 1953 hafi Sjálfstæðismenn gert það „að einu meginskilyrði sínu, að allar raunverulegar hömlur á bygg- ingum stóríbúða yrðu felldar niður". Á þetta skilyrði hafi verið fallizt af hálfu Framsóknar- manna til þess að „tryggja fram- kvæsnd ýmissa nauðsynjamála m. a. rafvæðingu dreifbýlisins". Öllu herfilegar er ekki hægt að snúa sannleikanum við en Tíminn gerir í þessari Þorláks- messu grein sinni. Það er fyrst, að auðvitað þurfti Framsóknarflokkurinn ekki að ganga að neinum afarkostum til þess að rafvæðingin yrði tekin upp £ málefnasamning stjórnar- innar. Hagnýting vatnsaflsins hefur frá upphafi verið eitt af stærstu hugsjónamálum Sjálf- stæðismanna. Undir forystu þeirra hafa giæsilegustu framkvæmdir þjóðarinnar í raforkumálum einnig verið unnar. Þegar nú- verandi ríkisstjórn var mynd- uð voru það ekki síður Sjálf- stæðismenn en Framsóknar- menn, sem lögðu áherzlu á, að stjórnarflokkarnir semdu um stórframkvæmdir á sviði virkj unarmálanna. í þeim efnum ríkti nú enginn ágreiningur. Framsóknarmenn hefðu horf- ið frá fyrri villu sinni um að ný og glæsileg orkuver í sveit- um landsins væru „samsæri andstæðinga Framsóknar- fiokksins". Sannleikurinn um íbúðabyggingarnar Sannleikurinn um íbúðarbygg- ingarnar er sá, að Sjálfstæðis- mean gerðu enga kröfu um það, að takmarkalaus bygging „stór- íbúða“ yrði leyfð. Þeir lögðu til, að rýmkað yrði um fjárfestingar- hömlur á byggingu íbúða af hóf- legri stærð. Bar og til þess brýna nauðsyn vegna tilfinnanlegs hús- næðisskorts í fjölmörgum byggð- arlögum. Tíminn staðhæfir, að hin mikla fjárfesting s. 1. 2 ár felist fyrst og fremst í stórauk- inni byggingu „stóríbúða“. Vill blaðið ekki gjöra svo vel að færa rðk að þessari fullyrðingu sinni? Það hlýtur að vera tiltölulega auðvelt að fá það upplýst hjá byggingaryfirvöldunum, hvernig háttað sé stærð beirra íbúða, sem nú er verið að byggja í land- inu, ekki aðeins í Reykjavík heldur og í fjölmörgum öðrum byggðarlögum. Allir Reykvíkingar vita, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra íbúða, se*n verið er að byggja í Reykjavík eru íbúðir af hóf- legri stærð, er miðast við það eitt sð bæta úr sárum hús- næðisskorti miki’s fjölda fólks, sem átt hefar í miklum vand- ræðnm vegna húsnæðisleysis eða ófnMnægjandi húsnæðis, er það hefur búið í áður. Það er Hka býsna einkenni- legt, að á sama tíma sem Tím- inn hælir Fra/.. óknarflokkn- um svo að segja daglega fyrir hinar anknu íbúðarbyggingar í Iandinu skuli hann ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með fúl- ustu svívirðingum fyrir of mikla fjárfestingu’! Vel má vera, að þjóðin hafi ráðizt í of mikla fjárfestingu á skömmum tíma. En því fer víðs fjarri, að þar sé fyrst og fremst um að kenna „stóríbúðabygging- um“. Hin brýna þörf þjóðarinnar fyrir íbúðabyggingar af hóflegri stærð hefur knúð fram þessa miklu fjárfestingu. Það er aum- legur málflutniagur þegar mál- gagn Framsóknarflokksins reyn- ir annars vegar að þakka flokki sínum húsnæðisumbætumar, sem núverandi ríkisstjóm hefur stuðl- að að, sumpart með auknu bygg- ingarfrelsi, sumpart með aukinni lánastarfsemi, en leggur hins vegar áherzlu á að kenna sam- starfsflokki sínum það að fjár- festingin sé of mikil. Þannig rekur eitt sig æfin- lega á annars hom í skrifum Tímans. Óttinn við vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins hrekur hann sífellt á náðir heimskulegra og drengskap- arlausra dylgja og blekkinga. S. í. S. og fjárfestingin Annars er það vitað a. m. k. í Reykjavík, að enginn sækir fastara á um stórkostlegar fjár- festingarframkvæmdir en ein- mitt Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Það hefur á undan- fömum árum byggt hvert verzl- unarstórhýsið á fætur öðru og lagt milljónir í innréttingu gam- alla húsa til þess að færa út kvíar verzlunar sinnar og við- skipta. Á þá fjárfestingu minnist Tíminn ekki. Á hána er ekki deilt. En íbúðabyggingamar, sem blaðið öðrum þræði þakkar flokki sínum eru stöðugt hafðar að bitbeini í dálkum Tímans. Stefna Sjálfstæðisflokksins í byggingarmálunum er skýrt mótuð. Sjálfstæðismenn vilja stuðla að því, að sem flestar íbúðir af hóflegri stærð verði byggðar til þess að leysa úr húsnæðisvandræðum þjóðar- innar. En vitanlega verði hún að sniða sér þar stakk eftir vexti. Fjárfestingin verði að miðast við eðlilega fjárhags- getu landsmanna á hverjnm tíma. Eftir þessari stefnu munu Sjálfstæðismenn starfa að nm- bótum í húsnæðismálum þjóð- arinnar á komandi árum. Forysta Sjálfstæðismanna Almenningur í iandinu veit vel, að Sjálfstæðismenn hafa á undanfömum árum beitt sér fyrir umbótum í húsnæðismál- um. Fyrir þeirra frumkvæði var sú breyting gerð á skattalögum, að hætt var að skattleggja auka- vinnu efnalítilla einstaklinga við eigin íbúðir. Með þeirra atbeina var hafizt handa um lánastarf- semi til smáíbúðabygginga. Og fyrír þeirra frumkvæði hefur nú verið byrjað á framkvæmd veð- lánakerfis, sem byggðar eru á miklar vonir, svo aðeins sé drep- ið á nokkur atriði í baráttu Sjálf- stæðisflokksins fyrir húsnæðis- umbótum í landinu. ÚR DAGLEGA LÍFINU j oCeiLLonur í ,,Löídu ótrích tí yy pilsfaidinum full hátt að dómi hófst formlega, þegar Gina sérfróðra manna þar vestur Lollabrigida var kjörin alheims frá. - fegurðardrottning s. 1. ár. Síðan Það eru ítölsku kvikmynda- 1 hafa þær ítölsku risið hver ann- dísirnar, sem óðum renna nú ari hærra, og hefur það ekki alltaf gengið hávaðalaust. O'---'DO PILSAÞYTUR kvikmynda- stjarnanna í Hollywood hefur oft verið umræðuefni manna á meðal um gjörvöll Vesturlönd. Einhver deyfð hefur samt lagst yfir Hollywood í seinni tíð og svo má segja, að hún hafi verið út af dagskrá um tíma. StÖku sinnum hefur þó heyrzt hljóð úr horni — og hef- ur það oftast verið í því tilefni, að Marilyn Monroe hefur lyft Sophia Loren hærra upp á kvikmyndatjaldið — og ef til vill ekki af ástæðu- lausu. Gauragangurinn með þær Gina Lollobregida Undanfarið hefur Gina nefni- lega átt í vök að verjast, því að birzt hefur á sjónarsviðinu skæður keppinautur — og jafn- vel svo skæður, að Ginu fannst nóg um og varð reið. Þessi andstæðingur Ginu á fegurðar- sviðinu heitir Soffia Loren, og ef dæma má eftir heimsblöðun- um, hafa þær gert lítið annað síðustu vikurnar en mata for- vitni blaðamanna á ókostum og göllum hvorrar annarrar. Or~—^DO Segja má, að „kalt stríð“ hafi blossað upp milli þessarra blóð- heitu ítölsku fegurðarkvenda. Þær Hollywoodstjörnur hafa lát- ið sér fátt um finnast — og láta sér þetta kalda stríð að kenn- ingu verða. A. m. k. hefur ekki frétzt um neinar skærur þar i borg — og ef til vill eru Marilyn og vinkonur famar að aðhyllast einhvers konar „co-existence" stefnu í þeim efnum. ------- VeU andi óhripar: pós I „i Póstafgreiðslan er í ólestri. )STNOTANDI“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Fyrir jólin átti ég erindi inn á pósthúsið eins og allir aðrir bæj- arbúar. Aðkoman þar var blöskr- unarleg, og vlta það allir jafnvel og ég. Þarna ruddist einn aftan á annan eins og á hlutaveltu til þess að ná í afgreiðslumennina. Ekki var viðlit að hafa röð og reglu á fólkinu, og var því alveg undir hælinn lagt, hvenær það var afgreittt. Þeir, sem mestir voru að líkamsburðum eða frek- astir, áttu vísastan aðgang — ekki sízt ef hvort tveggja fór nú saman. Fæ ég því ekki betur séð en þetta sé hinn bezti skóli í því að kenna fólki frekjulega framkomu. En nú verður að segja hverja sögu, eins og hún er. Á póststof- unni hér í Reykjavík er ekki hægt að afgreiða svo margt fólk með öðrum hætti. Biðraðir er ógerningur að mynda sökum rúmleysis. Þörf á fleiri póststofum. NÚ minnist ég þess í þvögunni um daginn, að eitthvað var skrifað og skrafað um nýja póst- stofu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Fór ég nú að velta því fyrir mér, hvort hún hefði nokkurn tímann orðið annað en nafnið tómt, hvort nokkur önn- ur póststofa væri til í Reykjavík en þessi eina. Niðurstaðan af þessum vangaveltum varð sú, að ein póststofa væri til í allri Reykjavík og póststjórnin seldi ekki einu sinni frímerki á nokkr- um öðrum stað í borginni. Þetta er afar léleg þjónusta og ósanngjörn. Samtímis því sem nýtt borgarhverfi er reist, hlýtur það að krefjast sinnar póststofu. Núverandi ástand er afdalahátt- ur í póstmálum. Lélegir póstkassar. öðru atriði, er ha i varðar. Nokkrum dögum fyrir jóí ,íá ég mann vera ao tæ na póstkassa. Voður var rokhvasst.' Maðurinn hafði t kið handfy líi sína af bréf- um úr kassai’iim og var bersýní- lega í hálfge ðum vándræðum að hernja þau öll í hendi sér. Maðurinn hafði ekkert ílát með sér annað en berar hendurnar. Var því hætta á, að póstur fyki þarna út í veður og vind. Póstkassarnir eru litlir og óheppilega útbúnir. í stað opsins framan á ættu þeir að opnast niður. Við tæmingu væri þá ætíð hafður poki, sem smeykt væri neðan á kassann". Verðmismunur á mat á greiðasölustöðum. VANDFÝSINN" fettir fingur út í verðmismun á mat á greiðasölustöðum, og hefir hann hér með orðið: „Mikið hefur verið ritað og rætt um gistihúsavandamálin hjá okkur ísiendingum. En þegar um slíkt er rætt ættum við fyrst og fremst að skoða hug okkar um það, hvort hér er einhver grund- völlur til þess að byggja á í þessu efni. Ég hygg, að við ætt- um að reyna að koma upp sóma- samlegum matsölum og greiða- sölum, áður en við færumst svo mikið í fang að byggja stór og dýr hótel. Hótelrekstur fyrir er- lenda ferðamenn mun aldrei ganga snurðulaust, fyrr en við höfum komið þeim málum í við- undandi horf. Ég ætla að sinni að sleppa hinni víðfrægu framkomu fram- reiðslustúlkna á mörgum veit- ingastofum hér í bæ. f þess stað ætla ég að drepa á eitt atriði, sem fólk, er veitingahús sækir getur alls ekki sætt sig við. Nokkur veitingahús bæjarins hafa þann hátt á að bjóða við skiptavinum kalt borð á kvöld- in. Matur þessi er eins og geng- ur — misjafn að gæðum — en verðmunurinn er svo mikill. að fram úr öllu hófi keyrir: Ég hefi alllengi borðað á einum slíkum veitingastað og hefi komizt að raun um það, að verðmunur á samskonar máltíð getur numið allt að því tíu krónum. Fer það aðeins eftir því, hver afgreiðir matinn. Slíkt mundu engir láta bjóða sér upp á nema íslending- ar. Hvarvetna erléndis ér allur matur á, slíkum veitingasthöu,tn yerðmerktur, og það væri ekki til of mikils mælst, að yeitinga- menn tækju éinnig upp þann sið, til þess að fólk víssi þá álltaf hvað það er að kaupa“. Fyrir skömmu voru ítölsku leikkonurnar á ferð á Norðurlönd um. Soffía Loren var meðal þeirra, en eins og nærri má geta vildi Gina ekki verða henni samferða. Var það sannkölluð dýrðarför — og sennilega; engu lakari en pílagrímsför þeirra Krúsjeffs og Bulganins á fund Nehrus. Eitt er víst, að ekki hefði brosið hans Nehrus minnkað mikið, ef hann hefði orðið aðnjót- andi jafn hlýlegra orða af vörum fegurðardísanna og hann fékk að heyra hjá friðardúfunum frá Kreml. Marlyn Monroe Það er sagt, að kvenfólkið á Norðurlöndum hafi rifið pils- falda sína af einskærri ánægju yfir komu þeirra — og hafi jafn- vel stráð nýjum nælonsokkum á göturnar, sem þær fóru um. Einna ánægðastir urðu þó ioð- skinnakaupmenn í Danmörku — og má mikið vera ef' þeir hafa ekki bitið í borðrendur og brot- ið sópsköft af ánægju. 0<—"DO Soffía Loren klæddist nefnilega fallegri loðkápu — svo fallegri, að jafnt danskar ungeyjar sem piparkerlingar vildu gjarnan eignast slíka kápu. Næstu daga á eftir var þess vegna biðroð við allar loðskinnaverzlanir i Danmörku — og einhver skinna- tegund, sem söguritárinn kann ekki deili á, steig í verði á klukkutíMá ffesti. Að því kom, að umgetin vara var ekki finn- anleg í verzlunum Danmerkur, þó að vel væri leitað. Ekki ei ólíklégt, að danskif skinrtakaup- menn bjóði Söffía til Dánmerk- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.