Morgunblaðið - 28.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. des. 1955 MORGXJ1SBLAÐ1Ð 9 Úvenjulegn vönduð hitnveitn með tviföldn gufuhituðn kerfi tekin í notkun í nokkrum hlutu Hverugerðis IJORÐINNI undir Hvera- gerði í Ölfusi er eitt stærsta hitasvæði á landinu. I»ar og í nágrenninu vella fjölmargir hverir og heitar lindir úr iðrum jarðar. Talið er að jarðeldur sé undir fjöll- unum norður af, í Henglinum og víðar. Heita vatnið við Hveragerði sé jarðvatn sem rennur þaðan. Ætla menn að í svona 400 metra dýpi sé nær óþrjótandi magn af gufu. Er það þýðingarmikið framtíðar- | verkefni að gera borhoiu nið- ur í það dýpi. Það gæti orðið undirstaða mikils iðnaðar og annarra atvinnugreina. Mun það verða eitt af næstu verk- efnum Jarðborana ríkisins að gc-ra slíka rannsókn. Kauptúnið i Hveragerði byggir alla sina tilveru á jarð- hitanum. tbúar þess hafa hit- að upp bæði gróðurhús og íbúðarhús sin með því að nytja það heita vatnT sem upp úr jörðinni vellur. Nú er þorp- ið orðið það stórt og sömu- Ieiðis of kostnaðarsamt að hver bauki í sínu horni með hitavatnsleiðslur, svo að Hver- gerðingar hafa nú ákveðið að koma sér upp hitaveitu. Var lagningu fyrsta hluta hennar lokið fyrir nokkru og fór fréttamaður Mbl. austur til að lita á þetta mannvírki. Átti hann tal við nokkra þeirra manna, sem fremstir hafa staðið að þessum framkvæmd- um. Þegar við vorum saman komn- ir í smekklegum borðsal Gisti- húss Hveragerðis, hóf Þórður Jóhannsson að segja í stuttu máli hvaða þýðingu jarðhitinn hefur haft fyrir Hvergerðinga. En Þórður er formaður hitaveitu- nefndar. — Fyrir um 25 árum var eng- in byggð þar sem nú er Hvera- gerði, sagði hann. Landið var hluti úr Vossabæjarlandi. Árið 1902 var að vísu byggð þarna tillarverksmiðjan Reykjafoss, en hús hennar stóð aðeins í 10 ár. Ekki er vitað til að neinn bónda- bær hafi staðið þarna á umliðn- lim öldum. VPPIIAI HVERÁGERÐIS VAR MJÓLKURBÚ En árið 1929 hófst bygging Mjólkurbús Ölfusinga. Því var valinn þarna staður vegna jarð- hitans, sem talið var að myndi lækka mjólkurvinnslukostnaðinn. Mjólkurbúið nýtti bæði gufu og vatn úr svonefndum Bakkahver, sem nú er ekki lengur til. Var notað einfalt kerfi, þannig að hveravatnið var látið renna inn í vélarnar. Nú sést það bezt að þetta var ekki heppilegt. Leiðsl- ur og vélar fylltust af kísil. Má vel vera að endalok Mjólkurbús Ölfusinga hefðu ekki orðið með svo skjótum hætti, ef það hefði Staldrað um sinn ■ gufumekki við Hreppsholuna, sem nú er virkjuð Við Hreppsholuna í Hveragerði. Borholan er 60—70 metra djúp og úr henni fæst allmikil gufa. Stóra leiðslan upp úr gufugeyminum er til nýju hitaveitunnar. Nokkrar eldri leiðslur liggja og frá henni. komið upp tvöföldu kerfi með forhiturum. Upp úr þessu byrjaði Ingimar Sigurðsson gróðurhúsarækt í Fagrahvammi, 1931 var reist veitingahús og 1933 kvennaskóli og einnig fóru að rísa upp fáein íbúðarhús. Á þessum árum var heitavatns- magnið nóg. Vatnið var leitt í tréstokkum, því að auðveldasl var að hreinsa þá, þegar kísill- inn hafði safnazt saman. Þettt var að sjálfsögðu ekki hægt nema af því að vatnsmagnið var yfir- drifið. Þá leysti hver einstakling- ur sjálfur vandann og fékk að taka sér heitt vatn án endur- gjalds, einkum úr svonefndum Bláhver á bak við kvennaskóla- bygginguna. KAPPHLAUP AÐNÁÍ VATN — En tók seinna að bera á vatnsþurrð? —r Þannig stóð þetta fram ti) 1940. Þá fór byggðin ört að vaxa og kröfur þéttbýlisins að gera vart við sig. Fór nú að bera á vatnsskorti. Fyrst í stað var það leyst þannig, að vatnið var betur nýtt, látið renna gegnum fleiri hús. En þegar fimmti stokkur- inn var lagður úr Bláhver, þá tæmdist efsti stokkurinn. Eig- andi þess stokks, færði hann þá neðar, svo að næstefsti stokkur- inn, sem nú var orðinn efstur, varð vatnslaus í staðinn og svo koll af kolli, að menn voru til skiptis að færa sig neðar og neð- ar í hverinn. Það var sýnt að slíkt kapphlaup gat ekki haldið áfram til lengdar. Og nú hóf Oddgeir Ottesen sveitarstjóri mál sitt. — Allt frá því Hveragerði varð sjálfstætt hreppsfélag árið, 1946 hetur þorpsbúa dreymt um sameiginlega hitaveitu. En litið heí'ur orðið úr framkvæmdum í þá átt fyrr en nú síðustu 2—3 i árin. Árið 1947 var gerð áætlun { um sameiginlega hitaveitu fyrir sem hníga að því að rekst- urskostnaður yrði margfalt minni. Með því er einkum komizt hjá hinum stöðugu og kostnaðarsömu hreinsunum á kísil úr pípunum og þá ber þess og að geta, að vatnsmagn- ið var takmarkað. Hins vegar var nægileg gufa fyrir hendi. Það er erfitt og kostnaðarsamt að flytja gufu langa leið í píp- um. Miklu heppilegra einmitt að nota hana til að hita vatn- ið í tvöfalda kerfinu. —- Hvenær hófust svo fram- kvæmdirnar? — Seinni hluta ársins 1953. Var þá þegar byrjað á að grafa fyrir aðalæð og steypa 100 metra langan stokk. Næsta vor var haldið áfram verkinu og síðan unnið að því af og til eftir efn- um og ástæðum. Nú er verkinu að verða lokið i bili, því búið er að nýta alla þá gufu, sem upp úr borholunni kemur. Hefur það kostað um 650 þús. kr. Svo verður byrjað á annarri hita- veitu með tvöföldu kerfi um ára- mótin. Það verður sjálfstæð hitaveita, en miklu minni en sú, sem við erum nú að ganga frá. Á HINU KRAUMANDI HVERASVÆÐI Við gengum nú ut og vestur að hverasvæðinu, sem er i miðju þorpinu. Er það afgirt svæði, enda hættusvæði, því að þar kraum ar allt í heitum hverapyttum. Þar gengum við m. a. fram hjá hyldjúpum og geysistórum hvergámi. Þar var fyrir nokkr um árum sjóðandi vatnshver fullur upp á barma. Eii shyndilega tæmdist hann og steitdur eftir aðeins þesst tóma, djúpa og gapandi glufa Niðri á bolninum eru aðeinf dreggjar af sjóðandi vatni, sem rýkur úr og variegra er að ganga ekki of nærri barmin um, sem er leirkenndur og getur fallið hvar sem er und an fótum forvitins ínynns. Þarna er einnig borholan frá 1947. Lagt var í allmikinn kostn- að bora hana og gaf hún fyrst í stað frá sér nokkra gufu. Nú er hún gagnslaus, nema hvafl auðvelt er að fá úr henni með skjótlegum hættj allmikið gos. með því að sletta svolitlum kar- bíd í hana. Stendur það um fimm mínútur og er aðallegu fyrir útlenda ferðamenn, sem hafa beðið vonsviknir í margar klukkustundir austur við Geysi. HREPPSHOLAN OG GUFUSTRÓKAR ALLT í KRING En svo komum við að Hrepps- holunni, en þannig er nefnd bor- hola sú, sem nú kemur að beztt>. gagni. Hún er lokuð með járn- hólkum og þrýstigeymum, en ! skammt frá henni allt í kring í stíga gufumekkir upp úr leirn- um. Ég tek eftir því að frá þrýstigevmunum liggja allmarg- ar leiðslur. Nokkrar þeirra ert. asbestleiðslur, sem liggja ofan- jarðar og m. a. stefna yfir að kvennaskólanum og fleiri hús- um, sem eru hituð upp með þeim. Það eru eldri hitaveitur, Þessar pípur fyllast á skömmum tima af kísil og þá er ekki annað að gera en fleygja þeim og fá nýjar. Veldur það hinum geVsi- i háa reksturs- og viðhaldskostn- , aði. I En efst upp úr holunni beygj- ast voldugar pípur í meira en mannhæð austur á bóginn og liggja á grindum að svolitlum kofa. Þetta er aðalgufuleiðsla hinnar nýju hitaveitu. Gegnum hana strevmir gufan, að hitaran- um og í kofanum er dælustöð. Þarna hitnar hið ferska vatn upp í 90—95 stiga hita og vatnsdæla knúin 5 hestafla rafmótor sendit það út í húsin. Það vekur athygli mína og undrun, hve hljóðlát dælan er. Er það skýrt út fyrir mér, að það sé vegna þess að í henni eru sérstakar legur, sem eru hljóð- lausar. í legum þessum eru eng- ar kúlur, heldur eru það aðeins hvítmálmshringir, með slípuðum snertifleti sem snúast. Nú hefui. verið keyptur öflugri mótor eða 25 hestafla. Rafmagnið er úv Sogslínunni, en menn hafa nokkv ar áhyggjur af því, að í hvert sinn, sem rafmagnið bilar stöðv- ast dælan. Slíkt getur haft mjög alvarleg áhrif fyrir gróðurhús- Frh. á bls. II h Þetta eru mennirnir, sem forustu hafa haft um lagningn hinnar vönduðu hitaveitu Hveragerðis. Þeir eru taJið frá vinstri Eggert Engilbertsson verkstjóri, Þórður Jóhannsson formaður hitaveitu- j nefndar, Sveinn Torfi Sýeinsson verkíræðingur, Oddgeir t t.esen^ gveitarstjóri og Grímur Jósafatsson oddviti. I dælustöðinni. Hér er vatnið sent 90—95 stiga heitt út í tvö- falda kerfið og keniur aftur frá húsunum um 70 stiga heitt. austurþorpið, en ekkert varð úr framkvæmdum. ÁÆTLUN SVEINS TORFA En 1952—53 urðu þáttaskil í þessu máli. Þá var Sveinn Torfi Sveinsson verkíræðing- ur fenginn til að gera kostn- aðaráætlun urn hitaveitu fyrir austurþorpið. í áætlun sem hann samdi, sagði hann, að um tvær leiðir væri að velja, einfalt eða tvöfalt kerfi. Fyrirkomulag með einfalda kerf- inu var hugsað líkt og er nú i Reykjavík. Það er að safnað yrði saman heitu vatni úr borholum, sem síðan yrði dælt um þorpið. Tvöfalda kerfið var þannig hugs- að, að hitara væri komið fyrir i námunda við borholu. Gufan frá holunni yrði síðan leidd í víðum pípum í hitarann. Frá hitaran- um lægju hins vegar tvær pípur út í þorpið, önnur, sem flytti vatnið 90—95 stiga heitt frá hit- aranum til húsanna, hin, sem flytti það til baka í hitarann. í þetta kerfi yrði notað ferskt vatn, 1 v 5 AI"DA RERFH) VAEID I Christiansen garðyrkjumaður er einn þeirra, sem hefur fengið nýju — Og hvor leiðm var þa valin? i , .. .. .. ... _ , . •—Það þótti einsýnt að velja hltave,tuna » groðurhusm sin. Þau standa í austurþorpinu. þangaö ík-.tí tvöfalda kerfið. Enda sem eríiðast Váf að leiða heita vatnið. Hann hefur Um áraraðir þótt það væri miklu dýrara í bwrið mikinn kostnáð af einfálda kerfinu, sem stöðugt fyl’ og uppsetningu, þá eru ýmis riik, stiflaðist af kísi .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.