Morgunblaðið - 15.01.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1956, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLABIB Sunnudagur 15. jan. 1956 1 ANNA KRISTÍN EFTIR LÁLLI KNUTSEN Wísazr. Framhaldssagan 49 — En þú sagðir mér að pen- ingarnir væru í öruggri geymslu utanlands? — Það er ómömulegt að vita hvað ívar gerir, sagði hún hörku’ega. Og svo hefir hann Gynter að ráðgjafa. Áður en mér gafst tóm til svars var hún horf- in frá mér. Hrædd og undrandi gekk ég til Ibæjar. Stundu síðar kom Lárus ríð- andi frá Eiði. Þar eð hann var orðinn ráðsmaður, fannst honum hann geta tekið boði mínu um að borða kveldmat með mér. Eftir matinn sátum við lengi og töluðum saman. Hvorugt okk- ar þorði að hátta, því að inni ó skrifstofu sátu ívar og Gynter, báðir drukknir. Eftir miklar for- tölur fengust þeir loks til að fara í rúmið. Gynter urðum við að leiða, en ívar gekk óstuddur, en reikull í spori. Allt í einu stanz- aði hann, hnyklaði brýrnar, ems og il að skerpa minnið, og sagði: — í þetta sinn skal henni ekki verða kápan úr bví klæðinu að kenna mér barnið. | Lárus leit á mig. Augu hans voru dökk og augnaráðið alvar- legt og þungbúið. I — Bölvuð skækjan, hélt ívar áfram drafandi röddu. Hefirðu heyrt um hana og Ebbe Carstens- son, mágkona? En það er ekki hann sem er faðir barnsins, sem hún gengur með núna. Hann er of gáfaður til að láta leiða sig í slíka gildru. En peninga lætur hann hana hafa. Þau dansa hæði kringum gullkálfinn. En ég skal finna hana í fjöru. Nú skal hún ekki sleppa. Hann þagnaði og bætti svo við lágt, en með áherzlu. — Þeir sem réttinn hafa sín megin, þeir hafa líka valdið. Við komum honum loksins upp , og eftir skamma stund var hann sofnaður. Þá fórum við niður. Ég gat ekki huvsað til þess að vera ein, eftir að Lárus færi. Ég hafði eitthvert hueboð um að harmleiknum á Mæri færi senn að , Ijúka, en válevir atburðir ættu enn eftir að eerast. Ég bað Lárus að ganea með ( mér um stund úti i garðinum. Mér varð litið á hann er við gengum meðfram rósarunnunum og ég dáðist að glæsileik hans og fyrirmannleeri framkomu. eins og svo oft áður. — Hvernig ætii hafi staðið á því að systir mín valdi Hans Ehm, þegar hún gat fengið þig? sagði ég allt í einu upp úr þurru. Hann brosti. — Ertu viss um að ég hafi staðið henni til bbða þá? Ást mm á Önnu Kristínu var eins og sjúk- dómur. sem kom og hvarf. Þá hefir það ekki verið _ ást. Hún hverfur aldrei. Tittu á Tvar. Aldrei hverfur ást hans á Cnnu Kristínu. Hún er að gera hann vitskertan. — Við vetum ekkert hjáinað honum, því miðu'". Það verður að skeika að skönuðu. Við þögðúm dálitla stund. S,7o rauf ég þögnina. — Ég er dauð- hrædd, I.árus. Hvers vegna fór systir mín til Þrándbeims f bess- um flýti? Og hvað átti ívar við m°ð orðum s!num? — Hann á+ti við það að Gvnter hefir komizt að ýmsu um Önnu Kristínu Hann hefir sagt ívari frá peningabraski hennar og ívar hugsar sér að fá hana dæmda fyrir hjúskaparbrot og þá nær hann um leið fénu frá henni. Hún þurfti að flýta sér til Þrándheims til að tala við Casters son. — En heyrðurðu ekki að hann sagði að hún skyldi ekki kenna sér barnið? — Jú. — Er það Hans Ehm? — Það er ekki gott að vita. Heldurðu að hann . sé sá eini, sem heimsækir hana í íbúð hennar 1 Þrándheimi? — Það er ljótt af þér að segja þetta. Hún elskar Hans Ehm. Hann hló. — Ég held að þú vitkist aldrei, jómfrú. Tunglsljósið vafði garðinn töfra ljóma og þungur blómailmur íyllti vit okkar. Guð minn góður, sagði ég lágt. Þú mátt ekki fara frá mér Lárus. — Þú þarft ekki að vera hrædd. Bæði Gynter og fvar munu sofa til morgun. — Ó, þú skilur ekki neitt, sagði ég áköf. Ég er ekki hrædd við þá. Ég er hrædd við hugsanir mínar. Þær gera mig brjálaða. — Ég fer, sagði Lárus lágt, áður en þér gerið mig viti mínu f jár. — Hvers vegna? — Af því að þér haldið að ég sé tilfinningalaus. Þér hljótið að hafa vitað þetta árum saman, þó að þér hafið ekki gert yður það fullkomlega ljóst. Freistið mín ekki til að horfa of hátt, jómfrú. Það gæti orðið mér hættuiegt. Við stóðum svo þétt hvort við annars hlið að ég fann andardrátt hans leika um kinn mér. Andlit hans var hvítt í tunglsskininu og augun tindrandi. Um mig fór kennd einhvers unaðar, sem ég hafði aldrei orðið vör áður. Ég greip hönd hans og sagði: — Lárus, þegar maður er hræddur gleymast allar kreddur og kenningar. Ég hefi verið hrædd í mörg ár. Ég held að ég hafi gifst Ove aðallega til þess að sleppa við hræðsluna, sem fylgdi mér hér á Mæri. En hún hvarf ekki. Hún býr í sál minni og ég þarfnast hjálpar. Máirómur hans var hás og ó- styrkur er hann svaraði: — Er það bara hræðslan sem stendur að baki gerðum yðar nú? Leitið þér aðeins athvarfs frá henni? Þér vitið að ég sleppi yður aldrei framar ef.... Augu mín höfðu fyllst af tár- um og þó var mér óvenjulega létt um hjartarætur. — Lárus, greip ég fram í og brosti gegnum tárin, þú hlýtur að sjá hvaða til- finningar ég ber til þín. Hann leit á mig og hefir án efa lesið hug minn allan, því að and- artaki síðar lá ég í faðmi hans og þar fann ég að ég mundi geta gleymt öllu og öllum. Þegar ég, síðar um nóttina, sat' við gluggann í jómfrúherberginu og horfði út í jún-nóttina, var friður og hamingja í sál minni. Mér fannst að ég mundi hafa breyttzt hið ytra og greip spegil af borðinu. Andlitsdrættirnir voru þeir sömu, en einhver bjarmi skein úr svip mínum, end- urskin ástar þeirrar er nú bjó í hjarta mínu. i Þá nótt kom mynd systur minn ar aldrei í hug mér. Þegar Lárus sagði fvari að við ætluðum að gifta okkur varð hann svo reiður að hann fékk nokkuð af sínum gamla radd- styrk til baka. Hann bölvaði okk- ur í sand og ösku. Lárus sagði mér allt samtalið og bætti við og hló: — Hann hót- aði að láta húðstrýkja mig. — Hann ætti að reyna það, sagði ég gremjulega. En það er sama hvað hann rausar. É_g giftist þér eða engum öðrum. Ég hefi elskað þig lengi Lárus, en mér datt bara ekki í hug að þú sæir mig vegna Önnu Kristínar. ívar ræður ekki yfir mér og nú veit ég hvað ég vil. — Hann ræður yfir væntan- legum arfi þínum, þó að þú sért ekkja, og getur lagt stein í götu þína, ef hann kærir sig um. Ég lagði hendurnar um háls honum og tyllti mér á tásvo að hann gæti kysst mig. — í þessu máli trevsti ég mér til að ryðia öllum hindrunum úr vegi. Við fáum Önnu Kristínu i lið með okkur, þegar hún kemur heim og þá lætur ívar undan En þú verð- ur að lofa mér því að bregðast mér aldrei. Hann þrýsti mér ástúðlega að sér. — Því lofa ég. Og fái ég þín ekki, giftist ég engri konu. ívar lét engan bilbug á sér finna og varð, meira að segja, verri,viðureignar er leið að heim BARMIÐ 2. Þegar sorgin þvngdi mest að hjarta hennar, þá gat hún ekki lengur grátið. Hún hugsaði ekki um dæturnar sínar ungu. Tár msnnsins hennar hrundu niður á enni hennar, en hún leit ekki uop til hans. Allur hugur hennar var hiá dána barninu. Hún lifði ekki fvrir annað en að rifia uoo fyrir sér hvert ng ei+t atvik á ævi hess. hvert orð, sem það hefði hialað í sínu barnslega saklevsi. ; Nú kom d73vnrinn er iarða skvldi barnið. Næturnar bar á undan hafði hún ekkort oofið. en um noroiinirn varð hún yfirkomin af brevtu og fékk við það dálitla hvíld. Á meðan var kistan borin inp í afvikna stofu og lokið negit á. til bess að hún skvldi ekki hevra hsmarshögpin. Þegar hún vaknaði ov reis á fætur og vildi sjá barnið, sagði maðurinn grátandi: ,.Við erum nú búnir að ganga frá lokinu. Það varð að gerast.“ „Þepar Guð er harðhriósta við mig, því skvldu bá ekki mennirnir vera það líka?“ sagði hún og grét af miklum , ekka. Kistan var borin til prafar. Móðirin sat óhuppandi hiá ungu dætrunum sfnum. Hún horfði á hær og sá hær ekki. • Hupur hennar var aliur hprfinn frá heimiiinu. Hún sknnti sér í sorginni op soT-ctiu b’d+i henni oins og ólgusjórinn byltir skini. sem ruítiat h^fir stúri og stiórn. | Svona leið preftrunardapurinn og svona ljðu nokkrir dag- ar á eftir. daufleo'a op fábrevtilePa. undir sama sorparfarg- inu. Svrpiendurm'r á heimilinu horfðu á hana með votum brám op hrvggðariegu aupnaráði, Hún hevrði ekki huggtin- arorð heirra, og hvað gátu þau líka sagt, sem sjálf voru sorgbitin? Eldhúsinnrétting ÍL'> Ú!,j . .ÚÍIMSBÍCO. vy -í' Jitf sú, sem var til sýnis á heimilistækjasýningunni í Lista- mannaskálanum er til sölu. Innrettingin er með inn- byggðri eldavél og bakarofni. EJ E íí I A SJ C Austursfrœti 14 ss ti\Lll ff.r. Sími 1687 UTSALAIM HELDUR ÁFRAM Nýtt úrval aí KJÓLUM Og KÁPUM kemur í búðina á morgun Laugavegi 116 IJTSALA S K Ó M og HÖNZKUM UTSALA r a PEYSUM BLÚSSUM og PTLSUM H\ H Austurstræti 10 Austurstræti 6 UTSALA r a GLUGGATJALDAEFIMUM Og KJÓLAEFIMUM - 6ezf að auglýsa í Morgunblaðinu SENDISVEIIMIM Viljum nú þegar ráða röskan dreng eða ungling til sendiferða og innheimtu. Upplýsmgar á skrifstofu okkí r í Hafnarstræti 5, mánudaginn 16. þ. m. ki. 11—12 og 2—4. Magnús Kjaran. Umboðs- og hcildverzlu*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.