Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. febrúar 1956 MORGUNBLAÐIÐ 9 í STJÓRNARBYLTINGU Í ÍRAN OG SAND- ¥ IÐNAK eru nær átta aldir síðan íslenzkir fullhugar og höfðingjasynir hættu að leggjast í víking til framandi landa og afla sér frægðar og f jár með strandhöggi hjá út- lenzkum þjóðum, allt suður til Miklagarðs og Kænu- garðs. En sagan endurtekur sig þótt aldir líði og íslendingar iiafi lát- ið af öllum ránsskap og grip- deildum á erlendum ströndum. Étþráin og fararhugurinn er hinn sami, löngunin til að kanna fjar- lægar slóðir, sigla til nýrra landa og lýða hefir haldizt óhreytt, alla tíð síðan víkingar þöndu segl sín til suðurfarar á 12. öld síðast. Það eru íslenzku flugmennirn- ir, sem með sanni mættu kallast víkingar nútimans og hafa um flest annað en ránsskapinn fylgt í fótspor þeirra. Á síðústu árum hefir vaxið upp í landinu þrótt- mikil og dugandi flugmannastétt nngra manna, sem þegar eru komnir í fremstu röð stéttar- bræðra sinna, hvar sem borið er niður. Þessir ungu menn hafa flestir sótt menntun sína til er- íendra þjóða, snúið síðan heim og stundað starf sitt hér innan- lands og gert íslendinga að einni mestu loftferðaþjóð veraldar á rúmum áratug. En sumir þeirra hafa ekki hér látið staðar numið. Þeir hafa STORMUM YFIR ARABÍU flug- sfiiórastarfi í Austurlönduan aftur haustið 1951, fyrst og fremst til þess að fá brezka flug- ferðaskírteinið sitt endurnýjað og í annan stað til þess að svipast um eftir vinnu. Skömmu eftir að hann kom þangað sá hann aug- lýsingu í blaðinu „Flight“ þar • Transjórdania • Lihanon • Iran • Arahia • Indland sem skýrt var frá að flugfélagið Arab Airways vantaði flugmenn til borgarinnar Amman í Trans- jórdaníu. Pétur hafði aðeins ó- ljósa hugmynd um það land, sem á kortinu nefndist Transjórdanía svo sem flestir aðrir landar hans, en honum þótti þarna gefast ágætt tækifæri til þess að fá góða Á leið tii Indlands aftur haldið út í hinn stóra heim og gerzt þar flugmenn i fjarlæg- um þjóðlöndum, kannski hinum megin á hnetlinum. Sú hefir ver - ið þeirra viking, og úr þeim ferð- um hafa þeir snúið aftur, með sízt minni reynslu né léttari sjóði, en víkingarnir forðum. Einn þessara ungu manna er Pétur Pétursson flugmaður. Líklega er hann víðförlastur ís- lenzkra flugmanna. Og þegar tíð- indamaður Mbl. hitti hann að máii í haust var auðheyrt, að hann hafði ekki lagt land undir fót til einskis, heldur kunni frá ótalmörgu fróðlegu og einstöku að segja. Pétur Pétursson lærði að fljúga ungur að árum og sótti menntun sína til Englands, eins og svo jmargir íslenzkir flugrrrenn hafa aðrir gert. Lauk har atvinnu- flugprófi sínu seint á , 'u 1946. Kom hann þá hingað c og stuncíaði um skeið kennsiu hjé vélflugudeild Svifflugfélagsins og flugmaður var liann hjá Flug- félagi íslands í hálft ár. Þegar hér var komið sögu tók Pétur að velta þvf fyrir sér hvor t liann gæti ekki f°nt \ð stöða sem flugmaður hjá eim. 'eiju erlendu flugfélagi. Aðstæðvm ' t þá þannig hér innanlant mjög erfitt var fyrir unga - nenn að afla sér atvinnu. flugíelögin þá lítil og farkostafá. Lagði Pétur því til Engiands stöðu og sjá sig ofurlítið um í heiminum um leið. Sótti hann um stöðuna og var ráðinn að bragði. Hélt hann nú flugleiðis til Beirút í Libanon. Feykileg voru viðbrigðin við austurkomuna, fyrir Vesturlanda búa, sem þar að auki var fremur vanur stórhríðum íslenzkrar vetr • arveðráttu en hitabylgjum Suð- urlanda. Og þjóðlífsbragurinn var líka allur annar, framandi og órafjarlægur því sem hann átti áður að venjast. Hávaðinn i fólk- inu ætlaði alla að æra, bilstjórar þeyttu lúðra sína ofboðslega og æptu til áherzluauka að vegfar- endum, margkyns dýr og fén- aður tafði mönnum umferðina, götusalar voru ágengnari en orð fá lýst og öllu hinu margbreyti- lega austurlenzka götulífi ægði saman í eina litskrúðuga heild, fvrir augum ferðamannsins. Þetta voru Austurlönd, töfrandi og sérkennileg. Pétur réðst til starfa í borginni Amman, eins og áður er sagt. Sú borg stendur rétt austan við Dauðahafið, en það er lægsta haf á jarðríki, 1200 fet undir sjávar- máli. Stendur Jerúsalem um 40 mílum frá vesturströnd þess. Transjórdanía, en Amman er höfuðborgin, er allstórt land fyrir botni Miðjarðarhafsins. Nær landið syðst að Rauðahafi, liggur að Egyptalandi, Palestínu og Sýr- landi en austur að írak og Saudi- Arabíu. Það er konungsríki, þrisvar sinnum stærra en ísrael. Byggja það nokkrar milljónir manna, sem eingöngu eru Arabar og allir Múhameðstrú.ar. Höfuð- borgin Amman er nú orðin all- stór, en var fyrir fáum árum að- eins lítið þorp. Hefir bygging borgarinnar verið mjög hröð og byggja borgina nú nokkuð á aðra milljón manna. Pétri líkaði einstaklega vel að vinna hjá hinu arabiska flugfé- lagi, Starfsmenn þess voru allir hinir kurteisustu ög vingjarnleg- ustu og var gott við þá að eiga. Við Arabana kunni hann líka einstaklega vel. Þó gætti þess auðvitað, hve ólíkir þeir eru Vest urlandabúum í mörgum háttum og þó sérstaklega í hugsunar- hætti ög afstöðu til lífsins. Nokkuð erfitt er að venjast þeim til hlítar. Sérstaldega þótti Pétri gæta tvenns í fari þeirra, sem frábrugðið var því, sem hann átti að venjast annars staðar. Var það í fyrsta lagi hve þeir um- gengust sannleikann með miklu kæruleysi, að nærri stappaði lítilsvirðingu. Virtust þeir að þvi leyti ekki kunna að gera neinn greinarmun á réttu og röngu og gat það oft haft óþægindi nokkur í för með sér. Þá var og sóða- skapurinn yfirgengilegur, svo mjög að útlendingar verða að gæta þess vel hvað þeir leggja sér tii munns af fæðu. Mataræði Arabanna er aftur á móti gott, segir Pétur, mikið til kornmatur dynur þessi gaddakylfa á bak- hiuta dýranna ótt og títt og án minnstu miskunnar. Og eitt sinn sá Pétur strák reka asna, en sá hafði ekkert keyri í höndunum Tók hann þá tii þess bragðs, þeg- ar honum þótti asninn fara sér ol hægt, að hann greip hala hans og beit í hann af öllum kröftum til þess að herða á honum! Kostum mörgum og góðum eru þó Arabarnir gæddir og er þess sérstaklega að geta, hve mjög gestrisnir þeir eru. Ef maður ej gestkomandi í arabisku húsi ej jafnan boðið upp á kaffi, sem á íslenzku heimili. En ef gesturinn þiggur það ekki, verður húsráð- Á baðströndinni í Beirut og grænmeti alls konar og var uppáhaldsréttur hans einn slíkur er Tabuli nefndist á máli þar- lendra. En út yfir allan þjófabálk þótti Pétri taka, er hann sá hvernig Pétur Pétursson, flugstjóri. Arabarnir komu fram við skepn- ur sínar og húsdýr. Er framferði þeirra þar í einu orði sagt hörmu- legt. Asnarnir eru jafnan reknir j áfram með keyri, sem er gert úr I spýtu með nöglum á endanum og Kirkja í Bombay andi óskaplega móðgaður og ber ekki sitt barr lengi á eftir. Við' máltíðir sitja allir flötum bein- um á gólfinu en réttirnir liggja á dúk á því. Tæpt ár var Pétur í Amman í Transjórdaníu og flaug þá ui» öll hin nálægari Austurlönd. Að því búnu réði hann sig sem flug- mann hjá Middle-East Airline i Beirút í Libanon. Þar kunni hann einstaklega vel við sig, enda er borgin mikil og fögur og með meira heimsborgarsniði en flest- ar aðrar austurlenzkar borgir. Þar er flest hægt að gera, sero hugurinn girnist, loftslag er þai milt og þægilegt á strönd Miðj- arðarhafsins, einhver bezta bað- ströndin við hafið er þar stað- sett og háttar þar svo loftslaginu, að hægt er bæði að stunda sumai- og vetraríþróttir allt árið uro kring. Fyrir þremur árum í jan- úar, synti Pétur þar t.d. í ylvolg- um sjónum, en fór þremur dög- um seinna á skíði í fjöllununa upp af borginni! Þá er og skemmtanalíf mikið og fjölbreytt í Beirút og afkoma fólks góð. En einn er Ijóður á ráði borgarinnar og hann er sá,, að umferðin þar er einhver sú versta í veröldinni, jafnvel hrað- ari og æðislegri en í sjálfri París og er þá langt til jafnað. En að öllu samanlögðu kunni Pétur þar bezt við sig af öllum stöðum í Austurlöndum, og kveðst hann jafnan sjá eftir því að hafa haldið þaðan á brott. En þegar hann hafði starfað þar sem flugmaður í nokkurn tíma, flutti hann sig un set og hélt í þetta sinn til Tehc n höf- uðborgar írans og þar clvaldist hann í tvö ár. Mikil þótti Pétri j ? þegar hann kom austu hrjóstrugu og kuldalegu sem Teheran stendur á, vinalegu gleðiborg við Miðjarð- arhafið. Teheran er eir taklega sóðaleg horg og frumst; ð unv Tga hluti, nær ónenningarleg ná. Fáta ktin er þar neyðim cg örbirgðin svo VestnrEvrópu- fbýður. 'g þar við bæti ð a'í ' úir og gi ár þar um borgir.a af villtum hundum ser.» eru manni æsta hvimleiðir. Sóðash i”inn víða í borfrinni er s’ . leguz, að v; íð, am íbúarnir nota til þvotta1 og aatargerða er lcitt í opnúiit Framh. k bla. 13 ptin hirta úa -J, ánnl oa cogja ósk, . ;f, ógnarsár, mai uim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.