Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 8
ð MORGUNBLAÐIÐ Fimnatudagur 9. lebrúar 1956 Otg.. tí.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgHarsa.) Stjömmálariístjóri: Sigurður Bjarnason frá VigSS. L-esbók: Ámi Óla, sími 304*. Auglýsingar: Árni Garðar Kristiiuwea. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði imuuclimds. t lausasölu 1 króna eintakiS. UR DAGLEGA LIFINU • EINS og flestum er kunnugt af fréttum undanfarinna daga, hefur aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Dag Hammarskjöld, ver- um löndin Íy» Æt; ! k v. ý. Ábyrg verkalýðsforusta FREGNIR herma, að nýlega hafi verið gerður í Svíþjóð allsherjarsamningur um nokkra hækkun á kaupgjaldi. Samningur þessi er gerður að undangeng- inni nákvæmri athugun á fjár- hagsgrundvelli slíkrar hækkun- ar, gjaldgetu atvinnuveganna og áhrifa kaupgjalds og verðlags hvert á annað. Eftir þessa rannsókn kom- ust menn að þeirri niðurstöðu, að mögulegt væri að hækka kaupgjald almennt um 2—3%. hcssa hækkun voru atvinnu- vegirnir taldir geta borið án þess að ofbyði gjaldgetu þeirra. Að vísu má búast við nokkurri verðhækkun í kjölfar þessara samninga, einkum á þeim svið- um, þar sem kaupgjaldið er yfirgnæfandi hlutur framleiðslu- kostnaðarins. Hið sænska verka- lýðssamband hefur fallizt á þau rök að ekki sé raunhæfur grund- völlur fyrir frekari kaupgjalds- hækkun. Enn hafa ekki borizt fullglögg- ar fréttir af þessum samningum. En það fer ekki milli mála, hver grundvallarafstaða hins öfluga Bænska verkalýðssambands er. Hún er sú, að óraunhæfar kaupgjaldshækkanir eru ekki launþegunum til hags. Þær hljóta óhj ákvæmilega að leiða til verðbólgu, sem er hið mesta böl, sem getur hent launþegana. Verkalýðssam- tökunum ber skylda til að velta ekki af stað dýrtíðar- snjókúlunni, sem launþegam- ir bíða mest tjón af. Samanburður Það er athyglisvert að bera þessa afstöðu saman við þá stefnu, sem Alþýðusamband ís- lands hefur fylgt í kaupgjalds- málunum. Skulum við nú gera svolítinn samanburð á þessu tvennu. í Svíþjóð semur verkalýðs- sambandið um 2—3% raunhæfa kaupgjaldshækkun, að undan- genginni ýtarlegri hagfræðilegri rannsókn. Á íslandi hins vegar gerðust þau tíðindi að ríkisstjórnin ákvað í ársbyrjun 1955 að stuðla að lækkuðu verðlagi með því að skera bátagjaldeyrinn niður um 20%. En hverju svaraði þá stjóm Alþýðusambandsins? Hún svaraði með því að hóta verkfalli frá 1. marz. Þegar að þvi kom, kom í Ijós að þessi stjóm Alþýðusambandsins hafði kröfur sinar ekki tilbúnar, held- ur varð hún að fresta verkfallinu til 18. marz. Kommúnistar höfnuðu tilboði um að gera raunhæfa rannsókn á gjaldgetu atvinnuveganna og þeir tóku ekkert tillit til rök- studdra að '’ru' um að óraun- hæfar kröf gsefu ekki leitt til bættra kjai” Við ölbim ukum aðvörun- nm hristu k mmúnistar haus- inn og síðan skelitu þeir kröfu gerð fram án þess að taka nokVurt tiliit til aðstæðna at- vinnv ifsins. Voru þessar kröf’u e t. v. um 2—3%, eins og taí'ð er nú bæfileg haikkun í Sv: 'ð? — Nei, kommúu- ist»r .-•« ekki smáfækir. Þeir heimtuðu 50—60% hækkun. i Aðvcrun'var <?efin Hver einasti maður sér og skil- v~, að þessj krpiugerð var svo fjarri öllu lagi, að ætlun komm- únista var beinlínis að etja fólki út í verkfall til þess að stofna til æsinga. Hver einasti maður, sem íhugar það, skilur það einn- ig að lokakauphækkunin, sem nam 13% og hefur nú færzt upp í 22% við hringrás verðbólgunn- ar var einnig gersamlega óraun- hæf. Hún hlaut að valda stór- felldri verðbólgu. Hún hlaut að valda stórkostlega hækkuðum útgjöldum ríkisins og greiðslu- þrotum framleiðslu-atvinnuveg- anna. Þetta hafa sjálfir komm- únistar viðurkennt. Þeir hafa fullkomlega viðurkennt, að út- vegurinn yrði að fá þær út- flutningsuppbætur, sem hann nú hlýtur. Hin rétta leið Ábyrg stjórn verkalýðssam- bands hefði séð og skilið þá hættu, sem blasti þarna við. En kommúnistarnir, sem stjórnuðu þessum aðgerðum, þóttust ekki sjá það. Þeim var bent skýrum stöfum á þessa hættu, en þeir lokuðu augunum fyrir henni, vegna þess, að þeir kærðu sig kollótta um þótt alþýða landsins tapaði af nýrri dýrtíðarskrúfu. Þeirra tilgangur var að valda erfiðleikum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er kominn tími til að ís- lenzkur verkalýður skilji það, að ofstækismenn kommúnista reyna að hafa alþýðuna að ginningar- fíflum. | Ekkert er óeðlilegt, að sérhver maður hafi hug á að bæta lífs- kjör sín. Á því byggist að sjálf- ; sögðu allt athafnalífið og allar j framfarir þjóðarinnar. En rétta ■ leiðin til þess er ekki að lata æ«- I ingamenn og undirróðursmenn j blinda sér sýn, heldur að íhuga j vandlega þau lögmál mannlegs lífs, sem hér hljóta að gilda. Sannleikurinn í þessu alvar lega máli er sá, að meirihluti ! launþeganna skilur hinn hættulega skollaleik kommún ista í verkalýðshreyfingunni. En kommúnistum hefur tek- . izt með æsingum og sífelld- um óraunveruiegum yfirboð- um og víxlkröfum á öllum stöðum, að skapa þá óvissu og ótta, sem er þeim svo hag- kvæm til að fremja áfram- I haldandi skemmdarverk sín. Nú hafa menn séð í reynd, hvaða afleiðingu skemmdarverk kommúnista hafa haft á efna- hagslíf þjóðarinnar. Það er stað- reynd, sem ekki verður umflúin, að hinar nýju skattaálögur eru beinn reikningur frá verkfallinu s.l. vor. Þetta geta kommúnistar ekki hrakið og það er engin furða þótt þeir séu dregnir til á- byrgðar fyrir þetta. Er vissulega kominn tími til að íslenzkir launþegar geri upp reikningar a. Oraunhæfar kröfur, sem koma af stað verðbólguöldu eru ekki þeim til hags. Það, sem þarf t ábyrg verkalýðsforysta, sem af einurð vísar frá skemmd- arverkum kommúnista, sem reynir að tryggja raunhæfar kjarabætur, halda niðri verð- lagi í landii i og veitir öruggan atbeina til verklegra fram- kvæmda og ríuðlnr nð uppbygg- ingu atyinnulífsins Allt betta hafa þeii nenn svik- ið, sen. ni hafa brotizt til valda í Alþýðusambandinu. Þeir hafa i um þa éitt hugsað nð valda j •=rfiðleikum og skapa öngþveiti í efnahagslíínau 1 pólitískum til-. gangí. ^JLammaróLjöícl Lan u aL)i Leimbo& nu JJLarett Hammarskjöld lét Sharett bíða. ir botni Miðjarðarhafs. — Hefur hann meðal annars heim- sótt Egyptaland, ísrael, Jór- daníu, íran, Sýrland og Libanon. í flestum löndunum átti hann langt samtal við æðstu ráðamenn og einna eftirtektarverðust er dvöl hans í Egyptalandi. Eftir að hann hafði setið þar fund með Nasser kallaði hann blaðamenn til fundar við sig. Kvaðst hann vera vongóður um að takast mætti að tryggja friðinn í þess- um heimshluta. Lét hann í það skína, að fengizt hefði loforð um, að þeir skyldu gera sitt til að draga úr viðsjánum á hlut- lausa svæðinu í Negev-eyði- mörkinni. o—★—o © VAR álitið, að þessi yfirlýs- ing vekti mikla athygli og fögn- uð í ísrael. Það fór þó á annan veg, því að dvöl Hammarskjölds í ísrael skyggði algerlega á þessa merku yfirlýsingu. Skömma áður en Hammar- skjöld kom til ísraels, var gefin út tilkynning þess efnis, að hann yrði gestur utanríkisráðherrans. Mose Sharett, meðan á dvölinni stæði — og mundu þeir ræðasi við á heimili utanríkisráðherr ans. © SHARETT tók síðan á móti Hammarskj öld á flugvellinun við Jerúsalem — og ætlaði a? fylgjast með honum inn í borg ina — til heimilis síns. Þega> Hammarskjöld hafði heilsað ut »nríkisráðh°rranum — fór ham til fundar rið fulltrúa Sameinuði þjóðanna, sem hefur bækistöðvai skammt frá flugvellinum. Shar ett beið hans í bifreið fyrir utar bækistöðvarnar — og hugðist ekki breyta áætlun sinni neitt vegna þessa. Er hann hafði beðið í 20 mínútur tók hann að ókyrr- ast, því að ekki bólaði neitt á Hammarskjöld. Þraut þá loks þolinmæði Sharetts — og ók hann heimleiðis. o—★—o © VARÐ þess vegna ekkert úr víðræðum Sharetts og Hammar- skjölds. en í bess stað var farið með Hammarskjöld til Jerúsalem og ekið um markalínu jórdanska og ísraelska borgarhlutans. Jerúsalem lýtur nú bæði Jór- daníumönnum og ísrael, en fyrir skömmu samþykkti allsherjar- þing Saminuðu þjóðanna, að Jerúsaltm skyldi sett undir al- þjóða eftirlit. ísraelsmenn eru hins vegar mjL' ; andvígir hesr- ari ráðstöfun. o—★ o © Á BLAÐAMANNAFUNÐI, sem Hammarskjöld h- it, að lok- inni heimsókninni tíl ísrael, sagði hann, að hann sern aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, yr'ði að gæta fyllsta hlutleysis í garð allra þjóða. Framkoma hans mætti ekki verða neinni þjóð til hnekkis. Lét Hammarskjöld orð að því liggja, að hann hefði ekki þegið hið persónulega boð Mose Sharetts, vegna þess, að það kynni að vekja óánægju Araba- ríkjanna í garð ísraels og af- skipta SameinUðu þjóðanna af deilum þessarra landa. í ísrael er litið á atburði þessa allt öðrum augum. Það hefur greinilega komið í ljós, að fsra- elsmerm áb'ta SameinuSu bjóðirn Sharett leiddist biðin — og fór. ar vera a3 láta sig fyrir Aröbum — og sýna þeim meiri tillitssemi en ísraelsmönnum. © ÍSRAELSMENN skella yfir- leitt skollaeyrum víð hinum harðorðu ávítunum, sem Örygg- isráðið samþykkti nýlega, vegna árásarinnar, sem þeir gerðu á Sýrlendinga á dögunum —- þar sem 55 Sýrlendingar og 6 ísra- elsmenn létu lífið. Er það vegna þess, að í rauninni hafa ísraels- menn ekki neina sektarmeðvit- und vegna atburðanna, þar eff Arabaríkin halda uppi sífelldum skærum á landamærunum. Þau hafa sýnt, að þau vilja ekki semja frið við fsraelsmenn, enda bera hin gífurlegu vopnakaup Egypta vott um, að þau ætla sér ekki aff jafna deiluna við ísrael. © EINNIG er það annað, sem. 1 augum ísraelsmanna réttlætir slíkar aðgerðir í garð Araba. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna hafa Arabaríkin yfir aff ráða 7 atkvæðum — og eru auk þess í bandalagi við ýmsar Asíu- og Afríkuþjóðir. ísraels- menn hafa aftur á móti ekki n'ema eitt atkvæði, svo sem vera ber — eg njóta ekki styrks neinna bandalaga. Þó má telja sáttmála Bandaríkjamanna, Breta og Frakka frá því árið Framh. á bls. 12 uu ancli álrifiar: „Menntamál“ HI skrifar um íslenzkt mál í sambandi við tímarit, er barnaskólakennarar gefa út — „Menntamál“: ,,„Menntamál“ komu út fyrir skemmstu. Þar er fjölbreytilegur gróður. Vinna margir kunnáttu- han» stafsetningarkennsluna mjög, b»ði að aðferð og fyrir- ferð, en mælt mál, bæði í lestri og ræðu, sé vanrækt og stílagerff einnig.“ Nauðsynlegt er, að kennarar athugi grandgæfilega þessa skoð un bókarhöfundar." is menn í víngarðinum. Ætlazt er til, að vizka og lærdómur haldist þar í hendur. Fyrirlestur frú Guðrúnar P. Helgadóttur fjallar um móður- málskennslu. Er erindið byggt á reynslu og hugkvæmni. Er full ástæða til að lesa það með óskiptri eftirtekt. Það er ekki al- gengt, að leiftri bregði fyrir í slíkum tímaritum. En þegar minnst varir glampar þarna á glóandi líkingu: „Hjá Einari fæð- ast umsagnirnar í sigurkufli.“ Br. J. rninnist bókar eftir upp- eldisfræðinginn Matthías Jónas- son. Farast Br. J. þannig orð: „Bók þessi er rituð af postulleg- um eíc1.móði.“ Bók, sem þannig er rituff, hiýtur að vera kennurum og oreldrum mjög kærkomin. Óskondi væri, að postullegur eldtnóður helgaði alla kennsluna. M.a. segir Br. J. um ofangreinda bók: „Af einstökum bóklegum greinurn ræðir höfundur sérstak- lega um móðurmálið. Átelur Til „Húsmóður á Álftauesi". SAFOLDARPRENTSMIÐJA biður Velvakanda að koma því á framfæri, að bænakver það, sem „Húsmóðir á Álftanesi" spurðist fyrir um hér í dálknum, er til í Bókaverzl. ísafoldar og hefir verið til, síðan kverið var CTefið út árið 1947. Séra Sigurður Pálsson í Hraungerði bjó kverið til prentunar. Söngur Maríu Markan. TITEÐ því, háttvirti Velvak- „iffi. andi, að ég hefi orðið þess var, er ég sízt vildi um þetta efni, að athugasemdin, sem þú lézt fyrir mig í sunnudagsblaðið síðasta, er af sumum (kannske flestum?) skilin þannig, að ég vildi ekki láta kenna mig við lof um söng frú Maríu Markan, nú orðið, þá lan"ir mi« til »ð mega koma því á framfæri hérna, að ég heyrði einmitt (af hendingu) hinn umrædda söng og er í aðal- atriðum hjartanlega sammála klausunni um hann. sem þú birt- ir s.l. laugardag. Mér bótti meiki leg fylling í flutningi djúpra tóna lagsins á vegum hins biarta sóprans. Og niðutlagið var sung- ið með svo aði'é' —j [jáninjjo viðkvæmni og , •kva.i. ri r -dd- stjórn, að ég varð heinlinís stc-.'n- hissa. — Þökk fýri birtinguik.. Bjönu t) Bj : ’) na." l ' •"») f Merki*. »etu klrfflr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.