Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. febrúar 1956
— flucstjöri I austurlöndum Bindindissýning áfeaglsvarnar-
ráðs ríkisins sýnd á Akureyri
s
Frh. af bls. 9.
götUrennum, sem einnig eru not-
aðar til að kasta rusli í og alls
konar úrgangsefnum, miður geðs-
legum. Sem dæmi um að hér er
rétt og satt með farið þó mörg-
um kunni að þykja harla ótrú-
legt, nefnir Pétur það að annan
veturinn sem hann dvaldist í
Teheran fóru frain umræður í
þinginu um nauðsyn á því að
leggja nýja vatnsleiðslu til borg-
arinnar.
Þingmaður einn stóð þá
upp, sem var annars hershöfð-
ingi að starfi, og gerðí þá at-
hngasemd til þingheims, að
hann sæi enga ástæðu til þess
að eyða fé ríkisins í að leggja
tvöfalda leiðslu til borgarinn-
ar. Vei mætti l omast af með
efeia, cg nota hana fyrir
drykkjarvatn á daginn en
skóip á nóttunni!
Teheran er stór og mikil borg,
og stendur í 4000 feta hæð, á há-
sléttunni. Loftslag er þar gott og
vetur kaldir, svipaðir þeim hér
á íslandi. Mikið er ferðast flug-
leiðis í landinu, og eiga því flug-
félögin mjög annríkt. Reynist
jafnvel erfitt að aka farþegunum
út úr flugvélunum, eftir að þeir
hafa e. t. v. þyrpst of margir inn,
og minnist Pétur sérstaklega þess
í hve miklu stímabraki hann stóð
við prest einn í litlu smáþorpi
við rússnesku landamærin. Var
prestur seztur og ætlaði að taka
sér far, en átti engan farmiðann.
Pétur flaug aðallega á Douglas
DC-S og Skymaster farþega flug-
vélum og fór víða. — Um
Arabíu, Norður Afríku, Ind-
land, og mikið var að gera við að
flytja pílagríma til Mekka frá
ýmsum borgum við Miðjarðar-
hafið. Skiptu þeir þúsundum, sem
þannig fóru flugleiðis til hinnar
hetgu borgar að gröf spámanns-
ins.
Tíl Indlands þótti Pétri mjög
gaman og fróðlegt að koma og
líkaði einkar vel við íbúana þar.
Eins og nærri má geta bar það
oftar en einu sinni við, að
Pétur lenti í ýmsum ævintýrum
og svaðilförum á ferðum sínum,
þótt hann hafi ávallt verið svo
farsæll að lenda aldrei í flug-
slysi austur þar. Meðan hann
dvaldist í íran átti sér stað stjóm
arbylting í landinu, en það var
á þeám tíma, sem Móssadek gerði
andstæðingum sínum hvað mest
ar skráveifumar og landið allt
var meira og minna í uppnámi.
Pétur var í Teheran, þegar stjórn
arbyltinging. brauzt út, er reka
átti Shainn frá völdum. Var þá
barist á götunum um nokkurra
daga skeið, með skriðdrekum,
véibyssum og öðrum tiltækileg-
um vopnum og var mannfall
mikið. Allar flugferðir féllu nið-
ur þessa daga, og héldu útlend-
ingar sig inni við, því útlendinga-
hatur fór sem eldur í sinu um
borgina og var þeim komið fyrir
kattarnef af trylltum múgnum,
hvar sem til þeirra sást. Keisar-
inrv hafði þó betur og Pétur slapp
einnig heill á húfi úr stjórnar-
byltingunni. En hennar segist
hann lengi muni minnast enda
ekki á hverjum degi, sem tæki-
færi gefst til þess að taka þátt í
slíkum upphlaupum.
í Teheran eru þjófar svo
bíræfnir, að engu tali tekur og
æyintýri er líkast. Ekki er hægt
að- skilja eftir bíl á götunni, öllu
er- stolið af honum eða úr þegar
í.Stað. Brotist var eitt sinn inn
tiL Péturs, skömmu fyrir jól og
öllu stolið steini létara, aðeins
ein föt skiiin eftir af einstakri
gréiðviknir
ó Þegar lögreglan kom á vett-
Jyang og íékk aff vita að Pétur
,'Svar fiugsíj írí aff st; rfi, hristi
|;lögTegluforinginn bara höfuð-
V
og sagði liinn spakasti
Wtllvað heldurðu að þig muni
þá um rð stolið sé frá þér,
svona rétt fyrir jólin?
Pétur starfaði lengst af sem
fíugstjóri hjá hinum austur-
lenzku flugfélögum, á DC-3
Áhöfn vélarinnar í íran
vélum og minni farþegaflugvél- j efnum er fárra kosta völ í Asíu-
um. Var yfirleitt greitt ágætt
kaup, allt upp í 600 dollara á-
mánuði hjá Arab Airways, sem
voru þá geysi há laun. Það var
prýðilegt flugfélag, flugstjóram-
ir flestir enskir, en aðstoðarflug-
menn arabar. Forstjóri þess hafði
í hyggju að ráða til sín eingöngu
íslenzka flugmenn, svo vel líkaði
honum við Pétur, og komu austur
fyrir milligöngu Péturs þeir
Magnús Nordal og Kristján Gunn
laugsson og tóku við starfi hjá
félaginu. Ekki varð þó sú áætlun
framkvæmd af ýmsum ástæðum.
g kunni ágætlega við dvöl-
ina í löndunum fyrir hotni
Miðj'arðarhafsins, segir Pétur,
það var nýr heimur og sérstakur,
sem maður kynntist þar og fróð-
legur mjög. Þar eignaðist ég
marga góða vini og á þaðan
ógleymanlegar endurminningar.
Helzt saknaði ég frétta að heiman
og góðrar tónlistar, en í þeim
Ée
löndum. Og ungum flugmönnum,
sem eru að leggja út á flugbraut
ina get ég fá ráð betri gefið en
þeir starfi sem víðast um heim og
kynnist þannig sem flestu í starfi
sínu og utan þess.
Pétur Pétursson starfar nú sem
flugstjóri hjá Flugfélagi íslands.
Að lokum segir hann mér, að
það hafi sérstaklega glatt sig, er
hann snéri heim eftir árlanga
útivist að sjá hve miklar og al-
hliða framfarir hafi á þeim tíma
átt sér stað í íslenzkum flugmál-
um. Sérstaklega séu öryggistæki
islenzkra flugmála á háu stig, og
sé óvíða erlendis búið að koma
öryggismálunum við loftferðir í
jafn gott horf.
Og með þá ánægjulegu stað-
reynd í huga ljúkum við þessu
viðtali. G. G. S.
BEZT AÐ AUGLYSA
t MORGUmLAÐUSU
DANSLEIKUR
í Breiðfirðingabúð í kvöld klukkan 9
Á dansleiknum leikur Dixieland-hljómsveitin „ALLIR
EDRÚ”, ásamt söngvaranum Magnúsi Magnússyni.
Aðgöngumiðar á kr. 20 00 seldir frá kl. 8
Síðastliðinn fimmtudag seldust allir miðar upp fyrir
kl. 9. Varst þú einn þeirra, sem ekki fékkst miða þá?
H.Á.Í.
ÍÐASTLIÐINN sunnudag var opnuð hér á Akureyri bindindis-
sýning, er til var stofnað af áfengisvarnarráði ríkisins. HafSi
hún áður verið í Reykjavík og var þar vel sótt. Kom Sigurður
Eyþórsson með sýninguna til Akureyrar og setti hana upp.
TILGANGUR
SÝNINGARINNAR
Þorsteinn Jónsson, formaður
áfengisvarnamefndar Akureyrar,
flutti ræðu við opnun sýningar-
innar á sunnudaginn. Sagði hann
tilganginn með sýningu þessari,
að veita fræðslu um áhrif áfengra
drykkja á mannslíkamann, heil-
brigði hans og hæfni til starfa og
íþrótta, þátt áfengisnautnarinnar
í slysum og afbrotum og glæpum
og áhrif hennar á fjárhag manna,
siðferði og félagslíf, eða með öðr-
um orðum, hin fjölþættu áhrif
áfengis á einstaklinga og þjóð-
félag.
>IIKIL AFBROT
VEGNA ÖLFUNAR
Sýning þessi er hin merkastá
og vekja mikla athygli tölur og
línurit um afbrot er sýna að þau
og áfengisneyzlan fylgjast að hlið
við hlið á línuriti. Yfir afbrot í
Reykjavík sést að á bannárunum
1916—17, hverfa nær alveg fang-
elsanir vegna ölvunarafbrota og
grófra afbrota og glæpir eru nær
engir. Árið 1954 eru í Reykjavík
fangelsanir vegna ölvunar 5772
menn, þar af frömdu gróf af-
brot eða glæpi 503 menn.
Þessar tölur sýna, sagði Þor-
steinn, hver áhrif hin frjálsi inn-
flutningur og sala áfengra
drykkja hefur haft á höfuðborg-
ina. — Jónas.
&
fi
Framh. af bls. 8
1950 — þar sem þeir ábyrgjast
landamæri ísraels — mjög mikil-
vægan fyrir ísrael. En hin veika
aðstaða ísraels á alþjóðavett-
vangi, þar sem Sameinuðu þjóð-
irnar ber hæst, hefur ekki dregið
úr kjarki þeirra — heldur hið
gagnstæða. Þeir eru ákveðnir
að halda því, sem þeir þegar
hafa náð — þó að það kosti blóð-
fórnir.
INNHEIMTA
Maður, sem vinnur vakta-
vinnu og hefur gott frí, ósk
ar eftir einhvers konar inn-
heimtu- eða verkstæðisvinnu
Tilboð sehdist Mbl. fyrir há-
degi á laugardag, merkt: —
„Inn'heimta — 483“.
nnonmni
Árshátíð háfgreiðslukvenna
verður haldin laugardaginn 18. febr. í Silfurtunglinu.
Upplýsingar varðandi skemmtunina eru gefnar í liár-
greiðslustofunni Femína og hárgreiðslustofunni Lilju.
Síðir kjólar. — Dökk föt.
SKEMMTINEFNDIN
■■■■■**a
>■■■■■■■
stjórnar og trúnaðarráðs félagsins fyrir árið 1956 fer fram
i skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli, laugardaginn 11. þ.
m. frá kl. 12—20 og sunnudaginn 12. þ. m. frá kl. 10—18.
Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins.
Skuldugir meðlimir geta greitt sig inn á kjörskrá n. k.
föstudag frá kl. 18 til 19 og á laugardag kl. 10 til kl. 12.
Kærufrestur er þar til kosningu lýkur.
F. h. Félags járniðnaðarmanna,
Kjörstjórnin.
OH, MABK,
VOU MEAN
THEY’UL KILL
ANDY
UNLESS...V. .
.UNLESS I
CAN PROVE
HE’S INNOCENT
,.AND I
HAVE ONLY .
lAfCCl/C U
1)
Ó, Markús, áttu við að
þeir muni drepa Anda.
— Já, nema mér takist að
sanna sakleysi hans.
2)
Hefurðu nokkra hug-
mynd um hverníg Franklin,
skógarvörður lét lífið?
— Nei, margt gæti bent á að
Andi hefði drepið hann, en ég
trúi því ekki.
3) — Hvað ætlarðu þá
að
gera?
— Ég ætla að vinna dag og nót®
að því að upplýsa málið.
4) — Ég skal sanna, að And eis
saklaus. . J