Morgunblaðið - 18.02.1956, Blaðsíða 7
JLaugardagur 18. febrúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
!?,
FRÁ SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSJÖRI ÞÓR VILHJÁLMSSON
Hannes Pétursson: S'i&ari grein
Á ALDARÁRTÍÐ HEINES
Heine eg Þýzkaland
HEINRICH HEINE er fæddur’
árið 1797. Rithöfundarferill hans
hefst kringum 1820, þá kom út
fyrsta ljóðabók hans. Goethe var
þá enn á iífi, rúmlega sjötugur
að aldri, en Schiller var látinn.
Klassikin, sem birtist í verkum
þessara tveggja manna, hafði
látið í minni polcann fyrir nýrri
skynjun og mati 6 lífinu, róman-
tíkinni. Hinu stranga óhaggan-
lega formi er varpað tyrir borð;
ekki er lengur spurt, hvað sé
lyrik í sínu innsta eðii, hvað epik
og hvað drama, heldur hræra
rómantísku skáldin öllu þessu
þrennu saman á nýjan leik, því
nú var um að gera að ímynd-
unaraflið fengi að leika lausum
hala óhindrað, slá í senn á aila
strengi mannlegrar reynslu;
hreyfingin og hið óskýranlega og
óendanlega í öllum hlutum.verð-
ur keppikefli allra skálda, og
miðpunktur og skapandi allrar
tilverunnar er sjálf listamanns-
ins, ég-ið. Einn helzti boðberi
rómantisku stefnunnar var Fr.
Schlegel. Hann setti fram eftir-
farandi stefnuskrá: Hin róman-
tiska Ijóðlist er framsækin alls-
her j arlj óðlist (U niversalpoesie).
Hlutverk hennar er ekki aðeins
að sameina aftur allar hinar að-
skildu greinar ljóðlistarinnar og
koma henni í snertingu við j
heimspeki og mælskuiist, heldur
œtlar hún sér líka ýmist að
blanda saman eða bræða í eitt
Ijóð og laust mál, snilldarlega
listgáfu og gagnrýni, fagurfræði-
lega ljó'ðlist (Kunstpoesie) og
frumstæða ljóðlist (Naturpoesie),
lífga Ijóðagerðina, gera hana að-
gengilega og flytja sjálfa ljóð-
rænuna inn í lífið og samfélagið,
gera fyndnina að skáldskap o.
s. frv. Þessa stefnuskrá ber að
hafa í huga, þegar metin er ljóða-
gerð Heines. Viðfangsefni klass-
isku skáldanna var að finna líf-
inu varanlegt form í verkum
sínum, komast að niðurstöðu.
Rómantíkin skellir aftur á móti
skollaeyrum við öllum niðurstöð-
um, endanlegum skilgreiningum
og samþjöppun Hún kýs að leysa
úr læðingl frumkraftana í mann-
legri sál, gerir draum að veru-
leika, veruleika að draum, dreg-
ur hvergi markalínur. Högg-
myndalistin var ímynd hinnar
æðstu listar í augum klassísku
skáldanna, rómantíkin lyftir
hljómlistinni í þær hæðir.
Rómantíkin opnaði allar gáttir
andlegs lífs, bókmenntafræði,
sagnfræði, listsögu, einkum mið-
alda, fylgjendur hennar söfnuðu
þjóðkvæðum, þjóðsögum og svo
mætti lengi telja.
★
Þeir «em vit hafa á telja Heine
síð-rómantískt skáld. En það
mundi þýða, að á þeim árum,
þegar Heine er í fullu fjöri var
mesti eldmóðurinn horfinn úr
rómantíkinni sem allsherjar
menningarstraumi en eftir var
aðdáunin á horfnum tíma, sögu
hans og menningu og hæfileik-
inn til að skynja þjóðlíf og nátt-
úrufegurð á innilegan hátt og oft
draumkennt. Frönsku bylting-
arnar tvær, 1830 og 1848, sem
báðar mistókust, gerðu auk þess
sitt til að auka á þau vonbrigði,
sem frelsishreyfingin fyrr á
öldinni hafði orðið fyrir, en
frelsisandinn var eitt höfuðein-
kenni rómantísku stefnunnar.
Þegar hér er komið sögu var auk
þess farið að gæta áhrifa frá
heimspeki Hegels, sem fæddi af
sér kenningar Marxs og þar með
var öllum reitum ruglað. Sé
ég ekki ástæðu til að fara nánar
út í það. í grein þessari verð-
ur að sitja við það eitt, hvað
Heine sé í stórum dráttum sem
skáld, en ekki hvers vegna hann
skrifi fremur svona en ekki
hinsegin, sem engum manni er
raunar unnt að skýra til fullnustu
á hlutlægan hátt, hvorki með til-
liti til höfundarins né þjóðfélags-
ins, sem hann lifir í. Þetta hvers
vegna er hægt að skýra á meira
eða minna líklegan hátt, það er
allt og sumt. í ritskýringmn er
enginn annar grundvöllur til
en ritverkin sjálf og hlut-
verk þeirra, sem við slíka
hluti fást er að segja, hver ein-
kenni þessara ritverka séu, en
blanda ekki á neinn hátt sínum
eigin geðþótta í það mál. Ura.
leið og svo er komið, hætta skrif
þeirra að vera ritskýringar á
vísindalegum grudvelii en breyt-
ast í blaðamennsku og játningar.
(Þó vil ég taka fram, að grein
þessi er ekki ritskýring nema að
litlu leyti).
★
Öllum ber saman um, að Heine
hafi haft óvenjulega mikil áhrif
á öllum sviðum ritmennsku, þar
sem hann lét til sín taka fyrir
alvöru, þ. e. sem ljóðskáld, rit-
höfundur í óbundnu máli, gagn-
rýnandi og blaðamaður.
Ekki þori ég að gera grein fyr-
ir öllum hinum sundurleitu rit-
verkum hans, til þess skortir
mig alla þekkingu, sem ekki fæst
af öðru en langvarandi umgengni
við skáldið. Þó langar mig að
benda á helztu höfundareinkenni
hans eins og þau birtast í þeim
verkum, sem ég hef lesið. Um
Ijóðlist hans verður að nægja
það, sem ég sagði í kaflanum um
tengsl Heines við íslenzka ljóða-
gerð, þótt það væru fá orð. Freist
andi væri að gera miklu nánari
grein fyrir henni, ekki sízt Ijóð-
um hans í þjóðkvæðastíl, sem
skipa stórt rúm í kveðskap hans
og hljóta að móta mjög hug-
myndir manna um kveðskap
Heines i heiid Þar birtist að-
dáun rómantísku skáldanna á
menningu miðalda á auðljósan
hátt, ást þeirra á þjóðsögum og
þjóðti'ú, það er engu líkara en
Heine langi til að færa sjálfa
þjóðarsálina í rím í þessum kvæð
um sínum; ímyndun og veru-
leiki er samofið, engar línur eru
dregnar milli hins náttúrúlega og
yfirnáttúrulega. Málið á þeim
er einfalt og blátt áfram,
eins og á öðrum kvæðum Heines,
en stundum skýtur hann inn
gömlum orðmyndum til að lokka
fram þann tíma, sem um er verið
að ræða.
En í vitund þýzkra lesenda er
Heine annað og meira en söngv-
ari ástar og horfins tima, eins
og okkur finnst kannski flestum.
Hann situr ekki við vegarbrún
og leikur á mjóa reyrpípu, tæki
hans er heil hljómsveit eins og
þær verða stærstar, sem hann
ýmist lætur dynja eins og þrumu
eða notar strokhljóðfærin ein.
Hann er ekki við eina fjöl felld-
ur í ritmennsku, liann reynir
allt: yrkir kvæði, skrifar ferða-
sögur, smásögur, skáldsögur,
blaðagreinar, gagnrýni, ádeilur,
endurminningar, semur leikrit.
Heine samdi tvö leikrit, en
hvorugt þeirra hef ég lesið. Skilst
méi-, að þar sé ullar að leita í
geitarkofa sem þessi tvö verk
eru; dettur mér þó ekki í hug
að handlanga þá skoðun til næsta
manns að órannsökuðu máli. En
það sem menn finna að verkum
þessum skilst mér, að sé fyrst og
fremst ráðaleysi höfundarins
frammi fýrir svo ströngu formi,
enda lét rómantískum skáldum
yfii-leitt ekki vel að semja leik-
Heinrich Heine
rit; hæfileikinn til að tak-
marka frárennslið úr sálinni var
ekki sérlega mikils virtur.
Meira kvað að Heine sem
ferðasagnahöfundi og svo mjög,
að hann bylti þar öllu um koll.
Með bókinni Die Harzreise og
öðrum, sem komu út undir nafn-
inu Reisebilder á árunum 1826—
1831 verða þáttaskil í þýzku rit-
máli. Eru straumhvörí þessi mjög
áþekk hreingerningu Þórbergs
Þórðarsonar hér meðal okkar, og
svo margt er áþekkt í stíl og
framsetningu þessara tveggja
manna, að það er blátt áfram
lýgilegt, svo ekki sé meira sagt.
Ég ætla engan veginn að fara
að rekja starf Þórbergs til Heines,
heldur minnist ég á þá báða í
sömu andránni sem hliðstæður.
Þó þætti mér ekki ótrúlegt, að
Þórbergur hafi séð í Heine gott
fordæmi og væri ómaksins vert
að bera nákvæmlega saman það,
sem líkt er i fari beggja, og
kannski verður það gert af ein-
hverjum síðarmeir.
Ég ætla að víkja nokkrum orð-
um að Harzreisunni; hún er nær-
tækasta og glæsilegasta dæmið
um laust mál Heines. Allir eigin-
leikar og einkenni hans sem rit-
höfundar njóta sín þar fullkom-
lega.
Bók þessi segir frá ferð Heines
um Harzfjöll og er skrifuð 1824.
Hún lýsir göngu hans um þorp
og skóga, kunningskap við fólk,
sem hann rekst á, þá er greint
frá dvöl hans á Brocken, hæsta
tindinum í Harzfjöllum. Inn í
ferðasögu þessa er fléttað kveð-
skap, draumförum og áthuga-
semdum um menn og málefni. Öll
er bókin kostulegt samband and-
stærða kennda, innilegra náttúru
lýsinga og hvassrar, fyndinnar
ádeilu um það sem var ofarlega
á baugi í menningai’málum sam-
tímans. Hugmyndaflugið og gásk-
inn er oft dæmalaust. Þýzkri
náttúrufegurð og þjóðlífi andar
á móti manni af hverri blaðsíðu;
en fyndnin og ímyndunaraflið er
aldrei marklaust hjal heldur i
þjónustu þeirra hugsjóna og hug-
mynda, sem lágu Heine þyngst
á hjarta. Raunar er bókin upp-
gjör við yfirborðsmennsku sam-
kvæmislífs og innihaldsieysi,
hann flýr upp í fjöll til að leita
hins sanna og upprunalega lífs
hjá ám og fjöllum og alþýðu-
fólki. Þetta segir hann strax i
byrjun sögunnar i stuttu kvæði.
Síðasta erindið flytur þessa
kveðju: Verið bless,- þið gljá-
fægðu salarkynni, gljáfægðu
herramenn og gljáfægðu frúr;
ég ætla að ganga á fjöll og horfa
hlæjandi niður á ýkkur.
Ennþá hef ég ekki nema lítið
eitt sagt um einkenni Harzreis-
unnar, en að lýsa henni er að
lýsa Heine sjálfum, skáldskap
hans og listrænum vinnubrögð-
um. Framsetningin er sérstæð,
öllu ægir saman, glettni og still-
ingu, ljóðrænum myndum og
háðglósum um útlit manna, hrósi
um gott fólk og meinlegu háði
um borgaralegan rembing, sjálfs-
öryggi og þó eink m smásmygli
og hvernig sumir menn þykjast
vita allt og hafa ómótstæðilega
löngun til að láta Ijós sitt skína
og skrifa stórar bækur um ekki
| neitt, þar sem þeir flokka og
skipuleggja þetta efni, sem ekk-
ert er, eftir kúnstarinnar reglum.
Öll hin auðuga hugsun er færð
í nýjan og persónuieg'an stíl,
Heine talar í fyrstu persónu og
lætur vaða á súðum, og einhver
kemst svo að orði, að stíllinn á
Reisebilder hafi markað nýjan
tíma hinnar persónulegu impress
sjónistísku frásagnarlistar.
Það verk í bókmenntum okk-
ar, sem einna helzt kæmi til
greina sem hliðstæða Harzreis-
unnar, er að mínum dómi íslenzk-
ur Aðall, en eigi að fara út í
nákvæman samanburð á Heine
sem stilista og Þórbergi verður
vitaskuld að taka fleiri vei'k
beggja með í reikninginn. Höfuð-
kennimerkin eru þó þau, að báð-
ir skrifa með sjálfan sig sem fast-
an miðpunkt (egosentrískir), eru
skarpskvggnir á umheiminn, róa
að því öllum árum að frelsa mann
kindina frá hleypidómum og
gera hana frjálsa og eðlilega í
hugsun, óháða öllu nema því,
sem hún veit sannast í hverju
máli. Til þessa beita báðir sömu
aðferðum: skoplegri ádeilu, hár-
nákvæmri.
Eitt mesta afrek Heines er
stíllinn á Reisebilder. Telja flest-
ir hann grundvöllinn að neðan-
málsgreina-stíl seinni tímans
(Feuilleton). En það er ekki síð-
ur afrek að geta blandað svo öllu
saman, að ekki verði úr glund-
roði, en það tekst Heine.
★
Heinrich Heine er fæddur árið
1797, eins og áður er getið, í
Diisseldorf við Rín. Hann var af
gyðingaættum. Hann byrjaði að
yrkja með ágætum löngu innan
við tvítugt. Sautján ára gamall
setti hann saman hið þekkta
kvæði um skotliðana tvo. Nitján
ára að aldri tók hann að vinna
í banka einúm í Hamborg hjá
frænda sínum, en það starf var
honum ekki að skapi. Hann varð
mjög ástfanginn af tveimur
frænkum sínum, dætrum þessa
Salomons Heine, sem hann vann
hjá. Fyrst elskaði hann Amalíu,
seinna Teresíu systur hennar, og
hafa þær báðar skilið eftir spor
í skáldskap hans. Hann fór í há-
skóla og stundaði náni í Bonn,
Göttingen og Berlín og las lög-
fræði. 1825 skírðist hann til
kristinnar trúar og hugðist með
því tryggja sér borgaralega stöðu
að loknu námi, en komst í stað-
inn að raun um, að nú var hann
„hataður jafnt bæði af gyðingum
og kristnum mönnum“, eins og
hann komst að orði. — Sagt er,
að Heine hafi kynnzt gyðinga-
vandamálinu betur en flesth- aðr-
ir. í æsku varð hann sjónarvott-
ur að því, hvernig gyðingar í
Rínárlöndum voru sviptir öllum
borgáralegum réttindum, sem
þeim höfðu verið veitt í stjórnar-
tíð Napoleons mikla, og máttu
ekki einu sinni vera viðstaddrr
málflutning sem áheyrendur.
Hafði þessi meðferð vitaskuM
mikil áhrif á Heine.
Á uppvaxt irórum Heines lá 9
loftinu fi'elsis og byitingarandi,
sem barst frá Frakklandi. Heine
komst ekki sízt í snertíngu viö
menningarsti aum þennan, þvl
eitt höfuðaðsetur Frakka í Þýzka
landi á Napoleonstímapum var
einmitt fæðingarborg hans. Gcrð-
ist hann líka brátt mjög x-óttæk.-
ur í skoðunum varðandi andlegt
fi'elsi. Ein höfuðhvatning hans
var að losa hinn frjálsa
anda einstaklingsins undarx
þýzku afturhaldi í hvaða
mynd, sem það birtist, hann boð-
aði sameiningu Evrópu, lýðveldíi
og ég veit ekki hvað og hvað-
Þetta féll ekki í góðan jarðveg
hjá sumum, og varð Heine því
að flýja land, en rit hans öll,
sem þá höfðu birzt manna sjón-
um, voru bannfærð. Hann settist
nú að í Pai'ís og bjó þar til dauða-
dags. Þetta gerðist árið 1831. Þó
svona væri komið fyrir honuns
hélt. hann mjög nánu sambandi
við heimalandið, og bver minnsta.
andleg hræring þar endurspegl-
aðist í vei'kum hans. Hann tók
að skrifa greinar um Frakkland
fyrir þýzka lesendur og greinar
um Þýzkaland fyrir Frakka.
Þannig jók hann menningarleg
tengsl þessara nágrannaþjóða. En
einkum lét hann allt til sín taka,
sem varðaði þýzka menningu.
Samdi hann hvassar áieilur bæðj
í bundnu og' óbundnu máli gegn
öllu því, sem honum fannst.
ómerkilegt og hoi-fa í ranga átt.
í Þýzkalandi. Er kvæðaflokkur-
inn Deutschland, ein Winter-
mai-chen ef til vill frægast aí
því tæi. Þar segir frá ferð, sem
Héine fór til heimalandáins eftix
langa útilegu og stingur hann ó
hyerju kýlinu á fætur öðru um
leið og hann ekur í vagni sínum
heim til Hamborgar. Á snilldar-
legan hátt tekst honum að sam-
eina dægurmál listinni.
Hann varð mjög óvinsæll
meðal þorra manna vegna þess-
ai’a rita simxa. Héldu ýmsir þv)
fram, að hann væri að rægje.
Þýzkaland í augum útlendinga.
Þeir, sem kunnugir eru verkum
Heines í heild sinni, bera mjög:
á móti þessari staðhæfingu. 1
skáldskap fárra Þjóðverja finnst
þeim koma jafn glöggt fram að-
dáun á öllu því, sem bezt er 9
fari þjóðarinnar, náttúru lands-
ins og sögu. Aftur á móti gat
Heine engan veginn þolað neití
það, sem honum fannst standa
menningu þjóðar sinnar fyrir
þrifum og kasta ó einhvern hátt
skugga á hana. Hann réðst á það
með þvi hlífðarleysi, sem honum
einum var unnt að sýna. Heine
segir sjálfur: Ég tek eftir því, a&
þeir (þ. e. Þjóðverjar) eru bitrir
í minn garð vegna þess beiska
háðs, sem stundum ríkir í skrif-
um mínum um hluti, sem öðruro
eru dýrmætir og eiga að vera
dýrmætir. En hugur minn er oi‘
altekinn hinu sanna frelsi og óst
mín til Þýzkalands og aðdáun á
því, sem þar er bezt, er of mikii
til þess að mér geti legið í léttu
rúmi heimskulegt þvaður þeirra
nánasa, sem eru að sleikja sig
upp við þýzka menningu. Off
yaknaði innra með mer krampa-
kennd löngun til að slíta kröftug
lega burt þetta logna dýrlinga-
svipmót af hausum á svona fólkí
og rífa i húðina á sjálfu ljóninu,
af því ég finn asnann leynast þáx
undirniðri.
Ekki get ég stillt mig um að
skjóta því hér inn, að mér finrist
íslendingar sama marki brenndli’,
þegár sumt. af ritum Laxnéss á f
hlut, og þeir Þjóðverjar, sem mest
hömuðust gegn Heine á sínutA
tíma. Laxness er ekki síður álit-
Framh. á bls. 12 ;