Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. febráar '96 Verzlunormeiin hafna vinstri stjórn frá aðaiíundi Ysrziunarmannafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var haldinn í Sjálístæðishásinu mánudaginn 20. febrúar síðastlið- ínn. Fundurinn var óvenju fjölmennur, sóttu hann hátt á fjórða hundrað manns. Vitað var áðuí en fundur hófst, að kommúnistar, vinstri fram- sóknarmenn og Þjóðvarnarmenn höfðu haft mikinn viðbúnað að gmala á fundinn fylgismönnum qínum. Kom það berlega í ljós þegar gengið var til kosninga að flokkar þessir höfðu komið sér •tfaman um sameiginlegt framboð til stjórnarkjörs undir forustu kommúnistans Björgúlfs Sigurðs sonar, sem stillt var upp sem formanni. Aðrir á vinstri stjórnarlistan- um voru: Guðm. Jónsson, komm- úmsti, Guðm. Löve, Þjóðvarnar- maður og Jón Snæbjörnsson fyrr tierandi formaður FUF (Félags úngrá Framsóknarmanna í Rvk). fiinnig var síungið upp á Jafet Sigurðssyni fyrrverandi for manni ungra Þjóðvarnarmanna, í varastjórn. ÓSIGUR VINSXRIMANNA Formannsefni vinstrimanna beið herfilegan ósigur og fékk aðeins 94 atkvæði en Guðjón Eín- arsson, sem hefur verið formað- «r félagsins nndanfarín ár, var endurkjörinn formaður með 257 atkvæðum. E'ra það mjög at- hyglisverð kosningaúrslit, að formannsefni vinstrl samstarfs- fns, sem var nndir forystu komm Únista, skyldi fá færrl atkvæði heldur en þegar kommúnistar buöu einir fram sama formanns- efni á aðalfundi 1955, en þá fékk það 97 atkvæði. Á söutu leið fór nm kosuingu meðstjórnenda, þar uolféllu ahir fulltrúar vlnstri manna með miklum atkvæða- iwun. I.ÆRDÓMSRÍK KOSNXNGAÚRírt.rr ingaúrslit Eru þetta lærdómsríkar kosn- inganiðurstöður um vmstra sam- starf, sem hefur það eitt að mark miði að hrifsa til sín völdin í ntéttarfélagi, sem hefur undlr forustu áhugasamra manna náð mikilvægum áföngum í kjara- baráttu verzlunarmanna. Má í þessu sambandi nefna lífeyris- sjóð verzlunarmanna, sera nú er nð taka til starfa. MERKAR TK-LÖGUR Á fundinum kom einkar vel í Ijós að vinstri fylkingin hafði alls ekkert málefnalegt fram að færa og fékk hún því verðskuld- aöa ráðningu. Hins vegar voru BlíðikapanreSur á Vestljörðum PATREKSFIRÐI, 24. febrúar Blíðskaparveður er hér fyrir vestan nú hvern dag. Snjór er að mestu horfinn úr byggð og veg- ir inn á Barðaströnd og yfir á Rauðasand vel bílfærir. Aftur á móti er vegurinn til Tálknafjarð- ar um Mikladal ófaer vegna aur- bleytu. Það má með sanni segja, að vorveður sé nú á Góunni, en bornar fram og samþykktar marg ■ margir hér vestra eru hræddir ar merkar tillögur frá félags- við þetta blíðviðri og telja að stjórn og einstökum fundarmönn! það kunni ekki góðn lukku að um. stýra. —Karl. Snsan Shentall lelkur Júlíu vonim ákveðuar ÁKVEÐIÐ hefur verið, hvaða myndir Filmía sýnir til vors — nema síðustu myndina. Sýninga- ekráin verður afhent Filmíu- félögum í byrjun næstu sýningar — laugardaginn 25. og sunnudag- inn 26. febrúar, en þá verður franska myndin „Pósturinn hringir ávallt tvisvar“ sýnd. Enn hefur ekki verið ákveðið, hver verði síðasta myndin í vor, eri það stafar af því að félagið vonaði í lengstu lög, að unnt myndi verða að sýna „Fjalla- Eyvind" þá, en svo verður ekki. Eigendur myndarinnar telja að eintak það, sem til er af mynd inni sé svo slitið, að það sé alls ekkj> sýningarhæft, svo að nokk- u,: hafi not af. Eftir sem áður mun Filmía vinna að því að fá myndma hingað, verði nokkui’ tök á að íá hana gerða sýningar- hæfa. Þá má geta þess, að allar imyndir Fihníu cru einnig sýndar hjá Fi’míu á Akureyri. HINN mildi brezki skáldsnilling- ur, William Shakespeare, er enn í dag tindurinn á enskri bók- menntasögu og einn af stórbrotn- ustu andans mönnum, sem uppi hafa verið. Því lifa verk hans jafn fersk nú og þegar þau voru saman fyrir um þrjú hundruð og fimmtíu árum. Öll helztu leikhús veraldarinnar telja sér skylt að hafa leikrit hans á verkefnaskrá sinni og á síðari tímum hafa mestu snillingar í kvikraynda- gerð búið nokkur af leikritum hans fyrir kvikmyndir og hafa sumar þær my'iidir verið sýndar hér. Um þessar mundir sýnir Gamla bíó kvikmyndina Rómeó og Júlíu, sem er gerð eftir sam- nefndu leikriti Shakespeares, er talið hefur verið meðal ágætustu verka hans, en Bretar og ítalir hafa haft samvinnu um gerð kvikmyndarinnar. Eru leikendur flestir _ enskir en leikstjórinn, Renato Castellani, ítalskur og hefur hann einnig samið hand- ritið að kvikmyndinni. Matthías Jochumsson þýddi þetta leikrit Shaekspeares og kom býðingin út árið 1887. Segir Matthías í athugasemdum sínum við leikinn: „Rómeó og Júlía er eitthvert hið alkunnasta sorg- arspil Shakespeares og hefur oft verið kallað „ástarinnar eigið sjónarspil“. Að hrósa slíkum leik, segir enskur listamaður emn, væri sama sem að gylla gióandi gulL“ Ég er sammála þessum enska listamanni, sem Matthías talar um og því ætla ég ekki að fara fleiri orðum um leikritið, en snúa mér að kvikmyndinni. Kirkjukvöld í HaUgríms- ] kirkiu á sunmidagskvöldið Rórir Þórðarson déseni flylur erfndi m boðorðin UNDANFARH) hefur séra Jakob Jónsson gengizt fyrir svonefnd- um „kirkjukvöldum” í Hallgrímskirkju. Eru það samkomui þar sem flutt er margvíslegt efni varðandi kirkju og menningar- mál. Eitt slíkt „Kirkjukvöld" verður haldið á sunnudaginn og hefst samkoman kl. 8,30. ERINDI UM BOÐORÐIN Á samkomunni flytur Þórir Kr.! Þórðarson dósent, erindi um boð- orðin, uppruna þerrra og gildi. — Söngflokkur Hallgrímskixkju syngur nokkiu- lög undir stjórn Páls Halldórssonar. Syngur söng- fiokkurinn meðal annars: „Litlu leijnálfarins komlnn fram í SAMKEPPNI um leikþátt til flutnings á Skálho-ltshátíðinni á komandi surnrj, úrskurðaði dóm- nefnd önnur verðlaun leikþætt- inum „í Skálholti". Hefur dóm- nefndin síðan auglýst eftir höf- undinum en hann lét ekki til sín heyra lengi. Nú er höfundur leikþáttarins búinn að gefa sig fram, og reynd- ist hann vera Tryggvi Svein- björnsson, sendiráðsfulltrúi f Kaupmannahöfn. Nýlega fékk dómnefndm bréf frá Tryggva, dagsett 3. febrúar, þar sem hann tjáir sig höfund leikþáttarins, og sannar höfundar rétt sinn. Hann hefur þvf hlotið umrædd verðlaun. I Þórir Kr. Þórðarson. ( kantötuna“ eftir Paul Schierbecfc, í lok samkomunnar verður flutS bæn. Allir eru veikomnir, 1 I VEU SÓTTAR SAMKOMUR Samkomur þessar hafa ævta- lega verið vel sóttar. enda mjög vel til þeirra vandað. Hafa þaí verið fluttir fyrirlestrar um ým- isleg efni, af kennurum, læknum, prestum og fleiri sérmenntuðunn mönnum. Þá hafa leikarar veri* fengnir til að lesa upp á sam- komumun og dagskráin gerf fjölbreytt með ýmsu móti, sv® sem einsöng og kórsöng. Gamla bíó: „RÓMEÓ OG JÚLÍA'* eftir Shakekpeare. sm Er hún í stuttu máli írábært listaverk bæði að því er leik snertir og alla gerð og búnað. — j Hefur leikstjórinn skapað þarna verk, sem er samboðið listaverki skáldsins. Myndin er i litum og, við mörg atriði hennar er eins og maður sé að horfa á fögur málverk hinna gömlu ítölsku meistara, enda er umhverfið ítalskt, því að myndín er tekin í Verona, þar sem Shakespeare lætur leikinn gerast. Gamlar hall arbyggingar og kirkjur eru hinn rétti bakgrunnur atburðanna og fólkið ber búninga er gefur því þann svip er hæfir stétt þess og þeim tíma sem leikurinn gerist á. Leikendur eru margir í þess- ari mynd og fara þeir allir af- bragðsvel með hlutverk sín. — Einkum er þó athyglisverður leikur þeirra Laurence Harvey og Susan Shentall, er leika aðal- hlutverkin, Rómeó og Júlíu. Er Harvey ungur og glæsilegur mað- ur, er fellur vel í hlutverkið og Susan Shentall er ung stúlka og fríð og er leikur hennar sér- staklega góður, borinn upp af ríkum tilfínningum og eterkri innlifun. — Fóstru Júlíu leikur Flora Robson af næmum skiln- ingi og gerfi hennar er ágætt, og Laurence munk, vin Rómeós, leikur Mervyn John og fer prýði- lega með það hlutverk. Hér er ekki rúm til að nefna fleiri leik- endur, en ég vil Ijúka þessum línum með því að þakka Gamla bíói fyrir að hafa fengið hingað þessa frábæru mynd um lelð og ég vil benda mönnum á, að sitja sig ekki úr færi að sjá hana. Ego. Hlutur söngvuru fyrir borð borinn við úthlutun listamunnelaunu AÐALFUNDUR Félags íslenzkra einsöngvara, var haldinn þriðju- daginn 7. febrúar. Fundurinn gerði þær ályktanir sem hér greinir: Aðalfundur Félags íslenzkra einsöngvara þakkar Tónlistar- félaginu fyrir ánægjulegt sam- starf, við uppfærslu óperunnar La Boheme, síðastliðið vor. Enn fremur ræddi fundurinn hversu mjög er gengið fram hjá söngvurum við úthlutun lista- mannalauna. Síðast liðin tvö ár hafa engir söngvarar hlotið lista- mannalaun, af því fé, sem Úthlutunarnefnd listamanna- launa' úthlutar og þrjú árin þar á undan, hlutu aðeins tveir söngvarar þá mínnstu við- urkenningu, sem veitt var. ★ Fundurinn samþykkti einróma mótmæli gegn því, að hlutur söngvara sé þaimig fyrir borö borinn. Bent var á þá staðreynd, aE íslendingar eiga nú mörgu ágætir, og vel menntuðu söngfólki á a® skipa, sem hvergi nærri fær not- ið hæfileika sinna til fulls. Það er því eindregin áskorata funðarins til stjómar Þjóðleik- hússlns, að Lslenzkir söngvarar verði að öðru jöfnu valdir tiS ílutnings söngícik^ í Þjóðlelk- húsinu, fremur en útiendingar, nema um sérstæðar heimsóknir eða úrvalslistamenn sé að ræða, Loks var stjórninni falið ac5 leita hið bráðasta samninga við Rikisútvarpið, um tillögur þær er áður hafa verið gerðar og eru hjá útvarpsráði til athugunar. Stjórn félagsins skipa nu: Bjarni Bjarnason formaður, Ósk- ar Norðmann varaformaður, Her- mann Guðmundsson ritari, og Guðrún Pálsdóttir gjaldkeri. S¥1 i Reykjavik á morpn | Salan fer fram í Sjálfsfæðsshúsims T/'VENNADEILD Slysavarnafélags íslands í Reykjavlk, hefur undanfarin ár haft kaffisölu einu sinni á vetri til ágóða starf- semi sinni. Að þessu sinni verður kaffisalan næstkomandi sunnudag I Sjálfstæðishúsinu. GOTT MEB KAFFTNU Konur deildarinnar baka sjálf- ar með kaffinu, og er vel til þesa vandað sem endranær. Á borð- um verða tertur, pönnukökur, vöfflur, smurt brauð og alls kyns kræsingar. Venjulega hefur mikil aðsókm verið að kaffisölu kvennadeild- arinnar, og má vænta þess, affi Reykvíkingar gleymi ekki að tk sér kaffisopa í Sjálfstæðishústau á morgun, og styrki þannig hí* góða málefni sem Slysavanu- félagið berst fyrir. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.