Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. febrúar ’56 MORGUNBLAÐIÐ 11 dagar eftir Dregið 5. marz Ekki frestað Skrifstofa Varðar er opin kl. 10—12 og 1—6 í dag. > Bréf: Leikrit - eöa Hr. ritstj. I 21 Þ. M. BIRTIST grein í Mbl. um væntanlegan viðbúnað Þjóð-J leikhússins vegna komu dönsku konungshjónanna. Er þar margt vel sagt, en þó gætir þar nokk- Urs misskilnings varðandi eitt atriði úr grein minni (Hvers eiga ísl. söngvarar að gjalda), og piun ég því útskýra það nánar. S. 1. sumar var þess getið, að Þjóðleikhúsið hefði í hyggju að sýna óperuna „Rakarann frá Sevilla“ næsta vor, í íslenzkri þýðingu og þá væntanlega með íslenzkum söngkröftum. Ef þessi áætlun hefði staðizt, verður því vart neitað, að þar með hefði skapazt ágætt tækifæri til að gefa konungshjónunum kost á óperu- sýningu með alíslenzkum söng- kröftum. Get ég því ekki séð neitt athugavert við það, þótt ég segði sem svo, að nú hefði umrætt tækifæri farið forgörð- um. A. m. k. gefa orð min ekki tilefni til þess að álykta, að hugs- anleg óperusýning hefði endi- lega þurft að koma í veg fyrir Það, að konungshjónin fengju jafnframt að sjá ísl. leikrit í Þjóðleikhúsinu, enda hefur enn ekkert verið tilkynnt um það op- inberlega, hvort þeim sé ætlað að koma þangað einu sinni eða pftar. Greinarhöf. spyr hvort það sé rétt að' til hafi staðið að sýna konimgshjónunum útlenda óperu cg telur slíkt bera vott um minnimáttarkennd gagnvart út- lendingum! Hér er ég ekki á Sama máli, þvi mér finnst ekki nokkur ástæða til þess að við þurfum að fyrirverða okkur fyr- ir að sýna útlendingum túlkun okkar á erL meistaraverkum, hvort heldur þau eru í óperu- eða leikritsformi. Og meðan ekki er völ á neinni frumsamdri ísl. óperu, álít ég það síður en svo niðurlægjandi að bjóða konungs- hjónunum upp á ísl. flutning á heimsfrægri óperu, skipaðri ísl. Söngkröftum og ísL sinfoníu- hljómsveit, enda gæfist þeim þá ágætt tækifæri til að bera saman getu okkar og annarra þjóða á þessu sviði. Að vísu minnist greinarhöf. réttilega á þá staðreynd, að kon- imgshjónin hafi oft tækifæri til að sjá góðar óperur í Khöfn og það jafnvel með ísl. söngvurum (Stefáni og Einari), en hinsvegar ■ sjái þau ekki á hverjum degi rammísl. leikrit. En mætti þá ekki með sama rétti segja sem svo, að þau hafi oft tækifæri til að sjá þar góð leikrit og það jafn- vel með ísl. leikurum (t d. Önnu Borg), en hins vegar sjái þau ekki á hverjum degi alíslenzkan flutning á sígildri óperu með að- Stoð isl. sinfóníuhljómsveitar. Er vitanlega ólíku saman að jafna að sjá og heyra einn íslending syngja eða leika innan um fjölda útlendinga og því að sjá og heyra hóp íslendinga og þá eingöngu, ílytja þau verk, sem almennt eru álitin óskeikull mælikvarði á hljómlistarmenningu hinna ýmsu þjóða. Að sjálfsögðu er það ekki ætl- Un mín að stofna til neins óþarfa metings milli ísl. leikara annars vegar og ísl. söng- og hljómlistar- manna hins vegar, en þó verður því vart neitað, með fullri virð- ingu fyrir hinni rótgrónu ísl. leiklist, að það yrði algert ný- næmi fyrir konungshjónin, sem hafa ekki gist landið síðan 1938, að fá að kynnast nýjustu afrek- um okkar á sviði hljómlistarinn- ar, en þau eru sinfóníuhljóm- Bveitin og afkvæmi hennar óperustarfsemin. Eins og nú horfir málum, benda öll sólarmerki til þess að konungshjónunum muni ekki vera ætlað að heiðra Þjóðleik- húsið oftar en einu sinni með nærveru sinni a. m. k. var það nýlega haft fyrir satt, að fyrir hugað væri að sýna þeim stutta éperu og leikrit á einu og sama kvöldinu og í því sambandi nefnd Óperan „Cavalleria Rusticana" (í og ópera ísl. þýð.) Hefði slíkt fyrirkomu- lag getað orðið hin ákjósanleg- asta lausn á þessu „vandamáli" og sennilega komizt næst því að gera öllum hlutaðeigandi til hæf- is. En margt fer öðru vísi en ætlað er og samkvæmt allra síðustu „fréttum" mun nú endan- lega hafa verið horfið frá því (af spamaðarástæðum?) að sýna konungshjónunum hve langt við Islendingar erum þegar komnir í listrænum óperuflutningi. Verð- ur greinarhöfundur væntanlega ánægður með þau málalok og ætti því ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að konungshjónin fái eingöngu að sjá rammislenzkt leikrit í stað hvorttveggja, leik- rits og óperu. Þrátt fyrir þessa skyndilegu stefnubreytingu, er það trú mín, að ísl. óperusýning myndi hafa komið hinum tignu gestum meir á óvart og orðið þeim minnis- stæðari en margt annað úr þess- ari íslandsför, en um það verð- ur hver að hafa sína skoðun. Þótt allt bendi þannig tR þess að ísl. óperusöngvarar verði ekki, að þessu sinni, taldir verðugir þess sóma að fá að sýna dönsku konungshjónunum túlkun sína á einni af frægustu óperum ver- aldarinnar — og þótt núverandi þjóðleikhússtjóri virðist enn ekki kunna að meta hæfileika þeirra og unnin afrek, þá mega þeir j vera þess fullvissir, að allur al- I menningur kann að meta list | þeirra og baráttu fyrir auknum ! starfsskilyrðum. Og hver veit '< nema sá tími sé skammt undan, að jafnvel þjóðleikhússtjóri læri að meta fegurð og gildi hinnar íslenzku söngraddar. Agnus. Hansína Hansdóttir 75 ára SJÖTÍU OG FIMM ÁR er all-hár | aldur í lífi hvers einstaklings og þau verða alltaf talin merk tíma mót og hefir sá ætíð margs að minnast, sem þeim áfanga hefur náð. Ein þeirra, sem á þann ald- ur að baki sér, er Hansína Hans- dóttir, Borgarholtsbraut 5, Kópa vogi. Hún er Húnvetningur, fædd að Stóra-Bergi á Skagaströnd, 25. febrúar 1881. Foreldrar hennar voru Sigríður Hjálmarsdóttir af Hafnaætt og danskur maður, Hans Holm Hansína ólst upp hjá þeim merkishjónum Nielsínu og Carli Holm, verzlunarstj. hjá Hafsteins verzlun á Akureyri. Reyndust þau henni sem sínu eigin barni og unni hún þeim mjög. Árið 1901 giftist Hansína, Hallgrími Tómassyni frá Völlum í Svarfað- ardal og fluttu þau þá í Grafarós við Hofsós, þar sem Hallgrímur gerðist verzlunarstj. fyrir Gránu félagið. Eftir nokkur ár flytja þau til Siglufjarðar, þar sem hann einnig starfar fyrir sama fyrirtæki. 1911 taka þau sig upp frá Siglufirði og flytja til Reykja víkur og hefur Hansína átt hér heima síðan nema síðastliðið ár, sem hún hefur búið í Kópavogi. Tvo syni eignuðust þau Hansína og Hallgrímur, Tómas, sem lézt upp kominn 1923, og Jónas, sem lengi hefur unnið á Manntals- skrifstofunni, kvæntur Ingi- björgu Eyþórsdóttur. Nokkru eftir -ið Hansína luttist til Reykjavikur, skildu leiðir þeirra Hallgrims. 1918 stofnsetur hún heimili með Maríusi Th. Pálssyni, skósmið hér í bæ, goðum dreng og hinu mesta prúðmenni. Ólust upp hjá henni tveir synir hans, Kristinn, skipstjóri og Sigurbjörn brunavörður, sem dó af slysför- fyllstu gestrisni og þá ekki síður þeir, sem hafa orðið hart úti í lífsharáttunni. Þaðan hefur marg ’ ur fatið endurnærður á sál og líkama. Án efa munr margir af þeim hugsa til þín á þessum tíma mótum ævi þinnar, með þakklæti í huga fvrir liðnar samveru- stundir. Enda ég svo þessar lítil- fjörlegu hugrenningar, sem ekki er þó hálfsögð saga, með því að senda þér og þínum, frá mér og fjölskyldu minni, innilegustu hamingjuóskir um góða framtíð. Hansína dvelur í dag á heimili Jónasar og Ingibjargar að Hæð- argarði 50, hér í bæ. H. B. um í starfi sínu i desember 1945. Einnig hefur alist upp hjá þeim | Hansínu og Maríusi, sonardóttir hennar, Hrafnhildur. Hansína er kona hlédræg til afskipta af þrasi opinberra mála, en mvndar sér eigi að síður skoðanir um menn og málefni og heldur jafnan sínum hlut fram með einurð og festu. Hún kynntist þeim hjónum Gíslínu og Einari H. Kvaran, bjó í húsi þeirra í allmörg ár og komst i snertingu við sálarrann- sóknir og hefur sú reynsla, sem hún varð þar fyrir, orðið til þess, að hún hefir átt betra með en margur annar, að taka lifinu eins og það er, og vera mild í dóm- um. Þess vegna er gott að vera í návist hennar. Hún er kona hluttekningarsöm i raunum og andstreymi annarra og má ekk- ert aumt sjá án þess að reyna að bæta úr þvi á einhvern hátt. Á heimili hennar hefur jafnan ver- ið gestkvæmt og allir hafa notið Sýning og sala happdrættis- miða í Aðalstræti 6. i n_____i n Sjáðu mamma petta ernu gaman! Hvilík feikn af indælli og silki- mjúkrí froðu. Bömin eru alveg himinHfaml) ynr Ping freyöibaðinu. Þér losnið við gufuna úr baðhcrbergirav og það sem betra -er að baðkerið er gljándi hreint, aö baðinu loknu. Froðu-»sængin« heldur baðvatninu heiraf f eitt bað kaupið þér hinn handhæga Öoka, - handa Ijölskyldunni kaupið þér w með ölkrúsinni, - ein krú» i oaðið. S vellanhi froia/ Framh. af bls. 9 sambandið, sem kommúnistar stjórnuðu, að lýsa yfir almennu verkfalli og var það aðvörun um, að verkalýðsfélögin væru reiðu- búin að lama allt athafnalíf landsins. Næsta dag varð Benes nauðugur einn kostur að ganga að úrslitakostum Gottwalds. Tékkóslóvakía var horfin að ^baki járntjaldsins. EINRÆÐISSTJÓRN VIÐ VÖLD I Við valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu var komið á ein- I veldisstjórn, að hætti kommún- J ista í þeim löndum, þar sem þeir j brjótast til valda, og flokkar landsins sameinaðir í eina þjóð- | arfylkingu undir forystu komm- únista. Þar var aðeins einn listi | frambjóðenda og kjósendum gef- inn kostur á að velja milli þessa opinbera lista og þess, að skila auðu. Þegar Benes neitaði að undirrita hina nýju einræðislegu stjórnarskrá landsins og sagði af sér, undirritaði Gottwald hana sjálfur hinn 8. júní, 1948, en þjóð- þingið kaus hann forseta lands- ins. Valdataka kommúnista árið 1948 rak smiðshöggið á þá löngu fyrirfram gerðu áætlun um að gera Tékkóslóvakíu að leppríki Ráðstjórnarríkjanna. — Kúbeins- háttur sósíaldemokrata lagði landið í hendur oíbeldismann- anna. EFNAHAGSLEGT ÖNGÞVEITI í dag stjórna kommúnistar Tékkóslóvakíu samkvæmt fyrir- skipunum Moskvustjórnarinnar. Tékkóslóvakía er 1 dag, eins og önnur leppríki, efnahagslegur og stjórnmálalegur fangi Ráð- stjórnarinnar. Framleiðsla lands- ins og auðlindir eru undir eftir- liti Ráðstjórnarinnar, sem beitir þeim til uppbyggingar hernaðar- mætti sínum og efnahagslífi. í landinu ríkir alvarlegt efnahagslegt öngþveiti. Nær allur iSnaður landsins er þjóð- nýttur og til þess að fullnægja siauknum kröfum Rússa, hef- ur þungaiðnaður verið aukinn stórum á kostnað annars iðn- aðar. Af þessu leiðir svo, aff stöðugt ber meir á matvæla- skorti í landinu og lífskjörum almennings hrakar. Hin mikla áherzla, sem lögff er á þungaiðnaðinn, hefur haft geigvænleg áhrif á landbúnað- inn og heildarframleiðsla landsins er stórum minni held- ur en hún var, þegar það var frjálst. í iandinu er ekki þverfótað fyrir leynilögreglu og öryggis- lögreglu, og þrælkunarvinna vofir yfir hverjum þeim, sem kemst , ónáð hjá kommúnista- foringjunum. MED FURUNALAANGAN TRtLOFUNARHRINGAR 14 kara<:a og 18 karata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.