Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 7
MORGVNBLAÐIÐ Laugarda gur 25. fetoráar '5-6 Brjósfamjólkin er ungbörnum nauósynleg fyrsfu mínuöina Brjéstmylkingar yiirleiH heilbrigðari en pelabörn ÁSJÚRAHÚSINU liggui- ný- fæddux, veikbyggður dreng- ur, sem er fæddur fyrir tímann. Móðír hans hefur ekki mjólk handa honum sjálf, og kúamjólk þolir hann ekki undir nokkrum kringumstæðum. Það eina, sem getur bjargað lífi hans er að hann féi brjóstamjólk, sem „mjólkur- stöð" bamaspítalans á Fugle- bakken deiiir út í tilfelli sém þessu. Fuglebakken er bamaspítali í Kaupmannahöfn, einn af hinum fuUkomnustu þar í landi. Hefur hami jafnan haft forgöngu um ýmsar nýjungar sem til bóta mættu verða á srviði heilbrigðis- mála. Það er jafnan skortur ó brjósta rojólkinni, því börnin sem hana þurfa að íá eru fleiri heldur en mæðurnar, sem geta látið hana í té. Sumar mjólka svo lítið að ekki nægir handa börmmum, en aðrar mjólka miklu meir heldur en þeirra bam getur torgað. í því tilfelli er ekki nema rétt að miðla þeim sem ekkert eða litið hafa. Mjólkurstöðin á Fuglebakken ▼ar sett á stofn árið 1943. Hefur framlag til stöðvarinnar verið frekar rýrt þar til verð mjólkur- innar var hækkað að miklum mun. Áríð 1944 seldu 165 konur mjólk sína þangað, 1947 voru þær 245, en árið 1954 voru þær ekki nema 90. — Hefur verð mjólkur- innar nú verið hækkað úr 4 kr. í 10 kr. fyrir hvem líter. ÞAB EINA RÉTTA Að sjálfsögðu er það hið eina rétta að hafa nýfædd böm á brjósti ef þess er nokkur kostur. Það er hinn mesti misskilningur að vaxtarlag móðurinnar aflagist við það. Þvert á móti, hjálpar það til að koma vexti hennar í samt lag etftir barnsburðinn. Nátt úran tekur þar í taumana, því er barnið sígur brjóstið, dregur lífmóðirin sig saman, og móðirin sem hefur baraið sitt á brjósti nær sér miklu fyrr í vexti heldur en hin, sem ekki vill fara eftir lögmálum náttúxunnar. Fyrr ó öldum þóttust hefðar- konur ekki vilja spilla vexti sin- um með því að hafa böm sín á brjósti. Voru þá íengnar konur til þess að brjóstfæða börnin. Var þeim gefinn rikulegur matur til þess að þær mjólkuðu nægilega, en var ekki skeytt um að láta lækna rannsaka þær og gátu þær auðveldlega borið bæði berkla og aðra skaðlega sjúkdóma inn á heimilin og í börnin. MIKIL ÁBTROB Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa bam sitt á brjósti. Það krefst alveg sérstaks þrifn- aðar og góðrar umhirðu brjóst- anna ekki aðeins bamsins vegna heldur einnig móðurinnar. Mér hefur verið tjáð að þau mörgu brjóstamein, sem hér hafa komið fyrir i Reykjavík stafi m. a. af því að mæðumar em ekki nægi- lega passasamar að tæma brjóst- in vel er bamið hefur lokið við að sjúga. Þetta getur tekið langan tíroa og eðlllegt áð lcona sem hefur um stórt heimiii að sjá geti ekki eytt mest öllum deginum í að tæma brjóst sín og sýsla við nýfædda barnið. En hver móðir verður að hafa það hugfast að það getur kostað hana miklu meiri tíma og fyrirhöfn svo ekki sé minnzt á kvalirnar, ef hún tæmir ekki brjóstin og fær brjóstamein af þeim sökum. VARNAREFNl í MJÓLKINNI í leiðbeiningum sem heilbrigðis stjómin lætur öllum tilvonandi mæðrum i té segir m. a. á þessa leið: „í hverju er það fólgið að brjóstamjólk er ungbörnum holl- ari en kúamjólk og hver önnur fæða? a. Brjóstamjólkin er alltaf fersk, hrein og ómenguð. b. Brjóstamjólkin er hvorki of heit né of köld fyrir bamið. c. f brjóstamjólkinni eru vam- arefni gegn ýmsum kvillum. Fyrir því veikjast brjóstaböm sjaldnar, þola sjúkdóma betur og deyja síður en pelabörn. Börn búa að hollustu brjóstamjólkur- innar alla ævi d. Efnasamsetning brjósta- mjólkurinn er nákvæmlega við hæfi barnsins. í henni eru í réttum hlutföllum öll þau efni sem barnið þarfnast fyrstu 3—4* mónuðina. e. Brjóstamjólkin er auðmelt ungbörnum. Hún ofreynir ekki hin viðkvæmu meltingarfæri þeirra. í þörmum hrjóstabarna þrífast skaölegar bakteríur miklu miður en í þörmum pelabarna." GÓ» HKIL S V'VKRN B TELVONANDI MÆBRA Óhætt er að fullyrða að heilsu- vemd tilvonandi mæðra hérlend- is er mjög góð. Þær geta farið í læknisskoðun sér að kostnaðar- lausu eins oft og þær sjálfar kjósa fyrir fæðinguna. Við heilsu verndarstöðina vhmur úrvals- fólk og er aðbúnaður þar allur hinn ákjósanlegastL En eitt, vekur nokkra undrun. Áður en fæðingin fer fram eru mæðumar skoðaðar mjög gaum- gæfUega, en eftir fæðingrma er ekki tekið sýnishorn af mjólk þeirra til rannsóknar, sem ætti þó að vera sjálfsagt. Vitað er að sumar konur geta mjólkað heil ósköp en næringargildi mjólkur- innai- er e. t. v. ekki neitt, þannig að barnið hefur ekki nema lítið gagn af henni og hevrzt hefur um tilfelii þar sem ungbarnið varð magaveikt af mjólk móður- innar. SÉRLEGA HEILBRIGÐ BÖRN Þegar við sjáum börn að leik hér, þá getum við ekki annað en hrifist með þeim. Þau eru all flest tiitakanlega hraustleg útlits. — Enda hafa Hka fjölmargir útlend ingar, sem hingað hafa komið haft orð á þvi hve hins íslenzka seska væri hraustleg. Þetta er e. t. v. afleiðing af því að flestar íslenzkar mæður hafa böm sín á brjósti, a. m. k. fyrstu 3—4 mánuðina. A. Bj. Vöfflor eru tilvaUð kaffibrauð. Vöiilujárn eru sjáii- söffð á hverju heimiii VÖ.FFLUR eru kaffibrauð, sem allir horða með beztu lyst og fyrir þær húsmæðui’, sem eru svo lánsamar að eiga rafmagns- ▼öfflujárn er það eiastaldega hentugt að baka vöfflurnar um leið og hellt er upp á könnuna. — Og sú húsmóðir, sem á vöfflujárn, þarf aldrei að örvænta þótt hún eigi ekkert með kaffinu og gestir komi óvænt. Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir. NORSKAR VÖFFLCR 3 egg, 125 gr, sykur, 150 gr. smjörl. 150 gr. kartöílumjöl. — Eggin em þeytt vel með sykr- inum og bráðið smjörl. er hrært saman við og deigið látið standa svolitla stund. Og loks er kart- öflumjöUð hrært saman við og þá er deigið tilbúið, VÖFFLUR I 2 hollar hveiti, 4 egg, 2 tsk. lyftiduft, 1 t*k. sódi, 100 gr. brætt smjörl., um 2 bollar mjólk BmjörlíkJð er brætt og kælt. Hvíturnar eru þeyttar. Síðan er öllu hrært, saman, nema hvít- urnar eru látnar í síðast og reyn- ið að hræra eins lítið og hægt er í deiginu eftir það. — Gott er að bragðbæta þessar vöfflur með annað hvort vanillu eða karde- mommum. VÖFFLUR H (stór uppskrift) 4—5 bollar af hveiti, IVz bolli sykur, 1 tsk. sódi, 3 tsk. lyfti- duft, 100—150 gr. smjörlíki, 2 egg, mjólk eftir þörfum. Deigið er búið til eins og nr. I. Jóhanna Katrín Heigadóttir frá Svínhana — minniny HÚN andaðíst hinn 14. þessa mánaðar að Minni-Völlum 'ú Landi og verður í dag jarðsungin að Keldum á Rangárvöllum. Fædd var hún að Bakkakoti í Rangárvallahreppi 24. des., 1874, og ólst þar upp á góðu heimili foreldra sinna, Helga Ámasonar frá Móeiðarhvolshjáleigu og konu hans Katrínar Magnúsdóttur, ætt aðri úr Landssveit. Árið 1902 gifitist hún Auðunni Jónssyni, af Víkingslækjarætt, fæddur á Lágafelli í Landeyjuro 20. febrú- ar 1863 Sama ár seítu þau bú saman í Dag\’erðarnesi og bjuggu þar í 6 ár. Sú jörð eyddist nokkr- um ámm siðar af sandfoki. Frá Dagverðamesi fluttust þau að Svínhagn og þar bjó nin látna í samfleytt 44 ár, fyrstu 15 árin með manni siniun, en hann and- aðist 1. júlí 1923. Voru þá 10 börn þeirra á lifi, liið yngsta 3 ára, en þrjú höíðu þau misst í bernsku. Auðums var dugnaðarmaður og drengur hinn bezti, og samvinn- an góð. En þarmig var nu kom- ið hennar hag, eftir áratuga þrot- laust starf, þröng kjör og þungt heimili. Síðar missti hún fjögúr fufioi’ðinna barna sinna, og var ekker.t þeirra aífarlð að heiman, tvö þeirra af slysförum. En þeíta er aðeins ramminn um myndina, sem vakir í minning- unni. Drættir hemrar sjáifrar eru þrátt fyrir allt bjartir og hug- næmir. Fyrir mörgum áratugum kom danski rithöfundurinn Carl And- ersen að Svínhaga á leið shini til Heklu. Hann var skáld gott. Hann lét síðar eina skáldsögu sína gerast í því héraði. Uppi-j staða þeirrai sögu er ævi Þur- íðar formanr.s. í hemri vir'ðis*': hann velja Svínhaga nafnio Silfralækur, en söguna nefnir hann „Gegnum brim og boða“. Það er bjárt yfir þessari nafn- gift skáldsins. og á nafnið vel við. Svínhaga, J Vatnsmikill og silíurtær renn-i ur bæjarlækurinn við hlaðbrekkJ uha og glitrar á flúðum um skógL vaxinn hólma. Fagur og jafn er| straumur hans í blíðu og byl, nið-j ur hans engri stundu bundinnjj en heldur sínum lifandi söng Silfi| urstrengja um aldur og aldir. ! í líkingu þessa virðist mér: furðu margt hafa venð í fari og ferii hinnar látnu húsfreyju. f" Brim og boðar og silfurtær;' söngur, » Brim og boðar eru í allra Ieið'ík og hinni Itánu húfreyju var sann-’;" arlega ekki hlíft við þeim. En* ”; með hetjúlxmd var öldunum '' mætt. Minningin um hana er silf-f-^ urtær. Bjartlyndi hennar og hug-'*'4' prýði, staðfesta hennar og fórn-*’ fýsi, andans þróttur hennarai' samur og jafn á hverri tíð, fæif* um að stýra heilu í höfn hvernig sem vindar blésu. Hún átti sum-* ar innra fyrir andann. Þannig þekktum við samferða menn hennar hana. Söngur lífs hennar er fagur og ber hana fram ura oft þung- færan veg. Börnin vaxa öll í skjóli hennar, samhent og góð. Afkoman verður i ágætu horfi Svínhagi er harðbalajörð í jaðri Hekluhrauna. En þar er góðum ilmur úr jörðu og kjarni í grasi. Hlýr hugur heilsaði þai hverjiun, sem bar að garði. Þar ól hin látna móðir upp stórs bamahópirm sinn og naút elskw og virðingar sérhvers þeirra, hvert sem þau féru og hvar sem þau dvöldu. Þrjú þeirra voru meö henni mörg síðustu árin. Er þau fluttust frá Svínhaga að Minni- Völlum á Landi fyrir fáum ár- um var þróttur hennar tekinn mjög að þverra fyrir aldurs sak- ir og þreytu, en ekkert ský á heiðríkju hugans. Ég kom einu sinni til hennar þar. Friður og blessun var um hana og í nær- vem hennar, _____________________ Minningin um hina látnu hús- freyju frá Svínhaga er mér harlp kær. Hún er mér silfurtær söngur um sigur þess, sem reynist trúr. Blessuð sé minning hennar. E. Þ. Hafmagnsþurrkur 6—12 og 24 volt. Bilaraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Kauðarárstíg 20 — Simi 4775. Blómaútsala i dag — Gjörið svo vel að líta livn. BLÓM & ÁVEXTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.