Morgunblaðið - 09.03.1956, Page 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. marz 1956
Skóiafólk i Listasafninu
MORGUNBLAÐIf) frétti, að
sýningamefndin, sem falið
var að koma upp yfirlitssýning-
unni á verkum Ásgríms Jónsson-
ar vegna áttræðisafmælis hans,
hafi fengið frú Bjarnveigu
Bjamadóttur til þess að kynna
nemendum skólanna á gagn-
! fræðastigi, sýninguna. — Blaðið
j írmti hana frétta af starfi þessu,
, sem skyldi vera einn liður í
i jmerkilegri tilraun skólanna til
J?ess að kynna og kenna æsku-
; í'ólkinu að skynja og meta úrvals
j myndlist og viðurkennda.
— Já, — ég var þeðin um að
: taka þetta starf að mér. Var þó
1 á báðum áttum, — ekki viss um
j að ég væri fær um slíkt. Lét ég
j Jþó að lokum tilleiðast. Og starfið
j var bæði skemmtilegt og lær-
i dómsríkt fyrir mig.
— Hvernig var hagað þessari j
j heimsókn nemendanna í Lista-1
I eafnið?
] — Heimsóknin var rækilega
j nkipulögð af skólastjórum og
1 námsstjóranum Magnúsi Gísla-
j syni, og áttu þeir allir, ásamt
;j kennaraliði, mikinn þátt í því
:] hve allt fór vel og prúð-
ij mannlega fram. Venjulega komú
;i Iþrjár deildir í einu, um eitt
!* hundrað börn, og með þeim
|i kennarar, og skólastjórar. Þó
í kom fyrir, að fimm deildir komu
i i einu, en sá hópur var full stór.
' Var sá háttur á hafður, að nem-
•endum var skipt í tvo hópa. —
j Annar skoðaði Þjóðminjasafnið
nndir ieiðsögn Gísla Gestssonar,
Bafnvarðar. Hinn hópurinn skoð-
aði málverkasýninguna undir
'ieiðsögn minni með aðstoð frú
Sigurlaugar Einarsdóttur. Dvöldu
hóparnir nálægt þrem kortérum
á hvorum stað, en þá var skipt
um. Gekk þetta mjög greiðlega,
Magnús riámsstjóri var viðstadd-
ur, þegar nemendur komu. Stöldr
uðu þeir við stundarkom í for-
dyri hússins, og þar rabbaði náms
utjórinn við þá í nokkrar mínút-
ur. Hann áminnti unglingana um
góða hegðun. Áríðandi væri það,
að þeir gerðu sér rækilega grein
fyrir því, að hver nemandi væri
fulltrúi síns skóla. Því bæri j
.Joeim að koma vel fram og vera
háttprúðir og hugsa ætíð um heið
ur skóla síns. Oft væri spurt: „Úr
hvaða skóla er þessi hópur?“ Fá
böm. — jafnvel eitt, — gætu
cakaðað skóla sin með slæmri
framkomu. Þetta yrði allt skóla-
fólk jafnan að hafa hugfast. Þar
sem nokkur barnanna sáust
jórtra togleður, bað námsstjór- j
inn þau að leggja niður þann
hvimleiða sið, meðan talað væri
við þau, Slíkt væri ósiður, og
ætti sízt af öllu hér við, þar sem
evo mikil og fögur menningar-
verðmæti væru geymd. Hér yrðu
allir að ganga um hljóðlátlega,
eins og þeir væru staddir í helgi- ‘
dómi, og gefa rækilega gaum að
því, sem fyrir augun ber.
— Og hvernig tóku ungling-
arnir þessum ráðleggingum?
— Nær undantekningalaust
prýðisvel. Þeir voru þó að sjálf-
eögðu misjafnlega áhugasamir
við skoðun málverkanna, en
ýmsir þeirra spurðu mig margs
um myndirnar, og virtust hafa
mjög gaman af að athuga þær.
— Og hvernig höguðu þér
þessari kennslustund? f
Blöðin gegna þýðingar- !
mikl u meiiningarlili!! verki
Slsínusi blaSamannaskóía sfefnir aS bví
bæfa blcóin
Úr ræðu Gunnars Thoroddsen á Alþingi í gær
TILLAGA okkar ses þingmanna af öllum flokkum um stofnmi
blaðamannaskóla er tilraun til að fá betri blaðamenn og þar
með betri blöð, sem þjóna betur hagsmunum þjóðarinnar.
Þannig mælti Gunnar Thoroddsen er hann flutti framsögnræiu
í Sameinuðu þingi fyrir tiliögu, er hann flytur ásamt Sigurði
Bjarnasyni, Gils Guðmundssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni, Einari Olgeirs-
syni og Gísla Guðmundssyni.
f ræðu sinni lagði Gunnar ríka áherzlu á það, hve þýðiugar-
miklu hlutverki blöðin gegndu í nútímaþjóðfélagi við að uppfræða
þjóðána. Væri ekki sama hver á slíkum málum héldi og nauðsyu-
legt að vanda sem bezt til menntunar blaðamanna.
Ásgrímur Jónsson: Tré úr Húsafellsskógi.
— Já. — það má með réttu
jkálla þessa heimsókn í safnið
nokkurs konar kennslustund, því
að börnin fengu leyfi úr tímum
til þess að skoða málverkasýn-
inguna og Þjóðminjasafnið. En
<ekkí vil ég telja mig neinn kenn-
ara, þó að ég hafi gengið um sal-
xna með bömunum, og sýnt þeim
fjöliin og veðrabrigðin í mynd-
unum. Fór ég fyrst með þau inn
í saiínn, sem í eru elztu olíu-
myndirnar. Síðan sýndi ég þeim
yngri olíumálverkin, og að lok-
uro þau alira nýjustu. Einnig
fiafði ég sama hátt á með vatns-
litamymdimar. Benti ég nemend-
um séistakiega á nokkrar mynd-
xr i hverjum sal, því að fljótt
varð ég að fara yfir scgu. Sagði
ég þeim frá hvaða stað þær væru,
og heyrði ég þá oft, að sagt var
fyrir aftan mig: „Já, — ég hef
komið þangað“. Kom upp úr kaf-
inu, að mörg barnanna höfðu ver-
ið á þeim slóðum, þar sem Ás-
grímur hafði málað myndir sín-
ar. Eru mér sérstaklega minnis-
stæðir tveir drengir, sem höfðu
mjög gaman af að skoða gamlar
vatnslitamyndir frá Ilornafirði,
en þar höfðu þeir dvalið eitthvað
að sumri til, og könnuðust við
jöklana og sveitina þar. Var eins
og þeir sæju þarna gamla og góða
vini. Einnig reyndi ég að benda
nemendum á hin ólíku veðra-
brigði í myndum Ásgríms. Hafði
ég tvær myndir til samanburðar,
sem hengju hlið við hlið, — báð-
ar frá svipuðum stað. í annarri
var rok, en hinni lognblíða. Þetta
sáu bömin vel, þegar þeim var á
það bent. Einnig tóku þau eftir
litskrúðinu í haustmyndum Ás-
gríms, frá Þingvöllum, en þar
höfðu þau mörg verið í*berjamó.
Ég varð vör við, að mörg bam-
anna höfðu ekki komið í Lista-
safnið áður. En athygli þeirra
beindist ekki síður að því, sem
þar var nú að sjá.
— En hvaða myndir virtust
hrífa börain mest?
— Því á ég auðvelt með a'ð
svara. Oftast er ég kom að sér-
stakri mynd með hópinn, heyrði
ég allt í kríngum mig: „Ó hvað
hún er falleg, — guð, hvað þessi
er falleg". Mynd þessi er frá
Hreðavatni, olíumálverk í mild-
um litum, og mikil spegling í
vatninu, — sumarmynd, sem
minnti börain á sveitina. En ég
tók eííir því, að almennust var
hrifningin á þessari mynd meðal
yngstu nemendanna Eínnig voru
unglingamir mjög hrifnir af sól-
björtum vatnslitamyndum frá
Hornafirði, en í sumum þeirra
eru miklar speglingar. Virtust
þeir einna helzt hrífast af blið-
viðrismyndum í mildum litum.
Þetta undraði mig dálítið. Bjóst
ég við, að þau kysu frekar lit-
sterkar myndir, því að venjulega
er teikniföndur þeirra í sterkum
litum.
— En hvað um þjóðsagnamynd
imar? Beindist ekki athygli nem-
enda sérstaklega að þeim?
— Jú, — Djákninn á MjTká og
Hlyni kóngsson vöktu mikla at-
hygli. Einnig teikningar af tröll-
um þjóðsagnanna. Einn daginn
birtist lítill sýningagestur, fjög-
urra ára telpuhnokki. Hún horfði
lengi hugfangin á þessar teikn-
ingar, og sagði svo upp úr eins
manns hljóði: „En hvað hér eru
margar grýlur“.
— ENeða upplýsingar æsktu
ungiingarnir helzt í sambandi við
málverkin?
— Margvíslegar spurningar
voru lagðar fyrir mig. Nokkrir
spurðu mig hvar fyrsta málverk-
ið hans Ásgírms væri — myndin,
sem hann málaði með þvottablám
anum ©g krítinni, þegar hann var
fimmtán ára gamall, en engir
voru til litimir. Þótti mér leitt
að þurfa að segja þeim, að mynd-
in væri glötuð fyrir langalöngu.
' Svo var einn drengur, sem spurði
mig um verð á mynd, sem hann
veitti sérstaka athygli. Kennari
hans varð fyrir svörum, og sagð-
ist búast við að hún kostaði
aldrei minna en 10 þúsund krón-
ur, ef hún þá væri til sölu, sem
hann efaðist stórlega um. „Nú, —
þá hlýtur Heklumyndin stóra að
kosta 100 þúsund krónur", svar-
aði drengurinn. Annar drengur
spurði mig, hve mikið allir þess-
ir rammax hefðu kostað, — þeir
hlytu að hafa kostað mörg þús-
und krónur. Trúlegt, að þarna
hafi verið á ferð smiðsefni Mér
virtist telpurnar vera ófram-
færnari en drengirnir. Einn dag-
inn kom skemmtilegur drengja-
hópur í heimsókn. Voru dreng-
irnir óvenju eftirtektarsamir og
prúðir. Seinna frétti ég, að á
meðal þeirra hefðu verið nokkr-
ir ærslabelgir. Má vera, að í þess
um hópi hafi leynzt listamanna-
efni, sem lítinn áhuga hafa haft
á skólasetu, en séð, að þarna var
þeirra akur, sem vert væri að
kanna gaumgæfilega. — Þeir
kvöddu mig allir með mestu
kurteisi þegar þeir fóru.
— Veittuð þér athygli nokkr-
um sérstökum einstaklingi, sem
virtist hafa áberandi áhuga á
málverkum?
— Já, það gerði ég. Ég veitti
athygli, alveg sérstaklega einum
pilti. Mun hann vera um 16 ára
gamall. Talaði har.n um málverk-
in með mikilli alvöru og auð-
særri virðingu, og virtist tölu-
vert skynbragð bera á góða
myndlist. Engin deili veit ég á
i þessum unga mannL Man þó, að
j augu hans eru óvenju skær. og
falleg.
Líka veitti ég athygli vissum
hóp úr einum skóla hér, sem
sýndi óvenjulega mikinn áhuga
á að skoða málverkin. Og sum
bamanna gleymdu bókstaflega
hvað tímanum leið, og var kom-
ið fram yfir matmálstíma er þau
áttuðu sig. Þeir síðustu, sem fóru
af þessum hóp, var piltur og
stúlka, sem sátu hugfangin fyrir
framan inyndirnar. Frétti ég, að
drengurinn væri náfrændi þekkts
listmálara hér í bænum.
— Og hvað margir nemendur
komu í safnið þessa daga?
— Töluna veit ég ekki ná-
kvæmlega. Býst við, að hún sé
rúmlega tvö þúsund hér úr
Reykjavik, — það er að segja úr
unglingaskólunum. Einnig hafa
komið á sýninguna nemendur ut-
an af landi. Börn úr barnaskól-
anum á Akranesi komu einn dag-
inn.
__ Og hvað haldið þér um ár-
angurinn af þessari heimsókn
nemenda í Listasafnið?
__ Ekki get ég svarað þessari
spurningu. En vissulega vænti ég
þess, að heimsókn þeirra í Lista-
safnið geti orðið þeim ávinning-
ur. Má vera, að árangurinn af
heimsókn barnanna á yfirlitssýn-
ingu Ásgríms, komi að einhverju
leyti í Ijós í ritgerðarsamkeppn-
inni. Getur Iíka verið, að í rit-
gerðunum komi fram önnur sjón-
Framh. á bls. 12
H Y RMNGA RSTEINN
LÝDRÆÐISINS
Ábyrgð blaðanna er mikil,
sagði ræðumaður. Þau eru hyrn-
ingarsteinn lýðræðisins. Er það
mikil nauðsyn fyrir pjóðfélagið,!
að vei sé vandaður undirbúning-
ur undir slíkt menningarhlut-
verk sem það er að garast blaða-
maður. Næst skólunum eiga
blöðin mestan hlut að því að
uppfræða mannkynið og móta
skoðanir þess um andleg og
veraldleg efni.
Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri.
Nú er það svo að tsl þess að
manni verði falið að kenna
börnum að stafa, þarf hann
langi unuirbúningsmenniuii.
En til þess að kenna þjóðinni
allri og móta skoðanir henn-
ar þarf enga skólagöngu. Þar
er ekki annars krafizt en að
blaðainennirnir kunni að lesa
og skrifa.
Að vísu er það svo, að skóla
ganga og menntun veitir enga
tryggingu fyrir að blaðamað-
ur sé vel hæfur. En hún er
þó styrkur grundvöllur. Eng-
ium dytti nú í hug, að slaka á
þeim námskröfum sem gerðar
eru til kennara. Enda munu
fiestir vera sammála um að
nauðsynlegt sé að bæta skil-
yrðin hér á landi til undir-
búnings starfi " laðamannsins.
REYNSLAN ERLENDIS
Gunnar Thoroddsen vók nokk-
uð að blaðamennskuskólum, pem
starfanai eru í öðrum löndum.
Fremstur þeirra er oft talinn
skóli sá sem bandaríski blaða-
maðurinn Joseph Pulitzer beitti
sét- fyrir að var stofnaður 1912
sem deild 1 Columbia-háskólan-
uín. Úr honum hafa útskrifazt
hátt á briðja þúsund olaðamenn.
Eru þar gerðar mjög strangar
k,röfur til nemenda. Markmið
skóla þessa er ekki sérhæfing,
heldur að nemendurnir fái al-
hliða menntun á sem flestum
sviðum mannlegrar þekkingar.
Eru nemendurnir brautskráðir
með Master of Science-prófi. En
slíkt próf er talið mjög mikils-
vert í Bandaríkjunum.
Á Norðurlöndum heiur hin síð-
ari ár verið tekin upp nokkur
kennsla í blaðamennsku. Má þar
nefna námskeið við Social-högs-
skolen í Finnlandi, sem tveir
fastir kennarar starfa við, próf-
essor og lektor. Er nú talað um að
stofna til slíkra námskeiða við
háskólann í Helsingiörs.
í Svíþjóð eru námskeið I
blaðamennsku við háskólann
í Gautaborg. En á Norður-
löndum ber þó hæst hin föstm
blaðamennsku námskeið við
háskólann í Árósum. Þa«
standa í 3 máraði og koma
þangað margir starfandi blaða
menn sem fá leyfi frá störf-
um þann tíma. Fyrir nokkra
var ákveðið að bæta við fram-
haldsnámskeiði í aðra þrjá
mánuði. Það geta sótt þeir
sem lokið hafa fyrra nám-
skeiðinu svo og blaðamenn,
sem starfað hafa lengur em
10 ár.
Þá minntist ræðumaður á það
að rætt hefði verið um námskeið
í blaðamennsku í Norðurlanda-
ráði og S. Þ. gangast fyrir ráð-
stefnu í París í sumar um mennt-
un þlaðamanna.
VEGLEGT HLÚTVERK AÐ
VERNDA TUNGUNA
Það sem fyrir okkur vakir með
þessari tillögu, sagði Gunnar
Thoroddsen, er að koma hreyf-
ingu á þetta mál. Teijum við
eðlilegt að slikur biaðamanna-
skóli starfi við heimspekideíld
Háskóians. Þar eru beztu kennslu
kraftar fyrir hendi í fiestu þvi
sem þarf að kenna.
Ln ÍiVmH m í>m Mi/ xvcnna víð
slíkan blaðamannaskóla- Þær
greinar, sem þarí að leggja
megináherzlu á eru ísleirzb
tunga, málfræði, bókmennti*
og bókmenntasaga, þvi að f
þessum greinum hafa blððin
alveg sérstöku og veglegn hlut
verki að gegna. Bíöðin geta
verið styrkasta stoð hreinnar
og fágaðrar tungu ef vei er á
haldið, er. hir.s vegar geta þaiffl
molað niður málið og brjáláð
það, ef skilning á þessu skort,
ir.
Einnig þarf nð ieggja rækt
við rétta og eðlilega frásagn-
arhætti Frásagnarlistin er
gömnl list með þjóð vorri og
er í því fólgin að vera fagur-
orður, gagncrður og sannorðs
ur.
HLUTDRÆGNI jr FRÉTTA- !
FRÁSÖGN
Gurrnar Thoroddsen ræddi þvj
næst nokkuð um þ&ð í hverjrí
honum þætti íslenzkri blaða-
mennsku nokkuð ábótavant Em
mest brestur á að kur.na að skilja
á milli frásagnar af atburðum og
dóma og gagnrýni. Eitf. af þeim
blöðum, sem nú nýtur mests
álits er bandaríska stórblaðið
New York Times. M.aður rekufi
fljótt augun í rþað hve vandlega
. er gætt að skilja sundur frásögn
j og dóma. T. d. hefur bíaðið tekið
afstöðu í kosningum þar I landi,
Framh. á ble. 12