Morgunblaðið - 15.04.1956, Page 1
16 sáður og Lesbók
42. árganfw 86. tbl. — Sunnudagur 15. apríl 1956 Prentsmiðja Morguitblaðoinr
MÁLAFl Játningar i austurvegi: :RLIN VORU „UPPLOGIN" <$> —■—- ! Bagdad bandaiagið
Kostov
Vinno helst á
morpn í Dan-
mörku
Kaupmannahöfn, 14. apríl.
Frá fréttaritara vorum.
Á STÆRSTA hópfundi sem hald-
inn hefur verið í Danmörku -—
fyrii- framan KristjánsborgarhÖll
í Kaupmannahöfn í gær —
reyndu kommúnistar að stofna til
æsinga með því að hrópa „Alls-
herjarverkfall". En þeir fengu
engan byr.
Á hópíundinum er talið að ver-
ið hafi 55 þús. manns. Sumir
hrópuðu: „Burt með stjórnina",
en aðrir: „Vilji fólksins er lög
landsins.“
Kommúnistar héldu áfrafn að
reyna að efna til óspekta í dag
víðs vegar í Danmörku, en þeim
hefur orðið lítið ágengt. f>ess er
vænzt að vinna verði tekin upp
almennt á mánudag.
Ríkisstjórnin hefur lofað að
verða við þeirri ósk að setja lög
um verðfestingu.
í óeirðum í Álaborg í gær-
kvöldi andaðist lögregluþjónn og
hefur komið í ljós við krufn-
ingu að hann hafði veilt hjarta.
Þjófarnir fara á kreik
MONACO, 14. apríl (Reuter): -—
Frú Mc Closhey, sem er gestur
foreldra Grace Kellys í brúðkaup
inu í Monaco, skýrði frá því i dag
áð stolið hefði verið úr herbergi
hennár í gistihúsi í Monte Carlo,
gimsteinUm að Verðmæti tæplega
800 þús. krónur. Frúin er gift rit-
stjóra ameríska blaðsins „Phila-
delphia Daily News“.
Frúin neitaði að gefa frekari
Uppiýsingar.
Erfitt að friða
Kýpurbúa
NICOSIA KÝPUR, 14. apríl: —
Leyndarráð Bretadrottningar
neitaði í gær að verða við beiðn-
inni um að náða tvítugan, grísk-;
an Kýpurbúa, sem myrti brezkan
lögregluþjón á Kýpur í ágúst
síðastliðnutn. Grískir stúdentar
hafa í dag farið í mótmælagöng-1
ur í borgum á Kýpur og í borg-
inni Limassol þustu menntaskóla
drengir og stúlkur út á götur og|
hrópuðu ókvæðisorð um Breta.
EN SAMT
„JÁTUÐU" SAK
BORNINGARNIR
London 14. april.
KOSTOV, búlgarski varaforsæt
isráð'herrann, sem var hengdur
fyrir 6 árum, sakfelldur um sam-
særi og njósnir fyrir Júgóslavíu
og Vesturveldin, var dæmdur
saklaus, að því er formaður búlg
arska kommúnistaflokksins, Fo-
dor Zhikov upplýsti í útvarps-
ræðu frá Sofía í dag.
Formaðurinn sagði hikiausi
að málaferlin gegn Kostov og
önnur málaferli, sem áttu sér
stað siðar, hefðu hreinlega ver-
ið tilbúin. Sakargiftir hafi verið
„upplognar" og „vitnaleiðslur
falsaðar“. Aiuðvitað „játuðu“
> Kostov og félagar hans sekt sína
á sínum tíma.
Zhikov deildi í útvarpsræðu
sinni á núverandi forsætisráð-
herra Búlgara, Chervenkov, og
sagði að hann hefði með þvi að
ala á persónudýrkun, valdið því
að margir góðir menn liefðu ver-
ið dæmdir saklausir.
FLEIRI „JÁTUÐU“
í Tékkósióvakíu hefur nafn
Landons, fyrrverandi varafor-
sætisráðherra verið „hreinsað",
með þeim hætti að lýst hefur ver-
ið yfir því, yfir að hann hafi verið
dæmdur í ævilangt fangelsi sak-
laus.
Honum hefur verið slept úr
fangelsi og einnig öðtam vara-
ráðherra, sem „játað“ hafði sekt
sína og var dæmdur ir.eð komm-
únistaleiðtoganum Slansky árið
1952. Mál þriðja vara-ráðherr-
ans er í athugun að því er skýrt
er frá í Prag.
í Albaníu hefur Hoxha, leiðtogi
kommúnista, játað að margar
viilur hafi verið gerðar oð sak-
lausir menn dæmdir þar í mála-
ferlum, sem voru tilbúningur
einn.
Fulltrúar hertek-
inna landa á
ráðsteínu
STRASSBURG, 14. apríl: — Sjö-
tíu fulltrúar hertekinna þjóða í
Evrópu sitja nú þing í Strass-
burg, til þess að ræða framtíðar-
vonir þjóða sinna. Fulltrúarnir
eru allir frá löndunum að baki
járntjaldsins, Albaníu, Bulgaríu,
Eistlandi, Lettlandi, Lithauen,
Póllandi, Rúmeníu, Tékkó-
slóvakíu og Ungverjalandi.
Fulltrúarnir eru allir útlagar
frá löndum sínum, og eru það
verklýðsleiðtogar, embættis-
menn og erlendir erindrekar.
í ávarpi, sem franski st.iórn-
málamaðurinn Bidault las á þmg
inu segir m. a. að á bak við breyt-
ingarnar, sem sagt er að áti hafi
sér stað í stjórnarfari sovétríkj-
anna, „sé harður og grimmur
raunveruleiki, sem í engu hafi
breytzt — þrælkun hundrað
milljóna Evrópumanna.“
í ávarpi varaborgarstjórans í
Strassburg segir m. a.: „Á með-
an kommúnistar troða á frelsinu j
í löndum yðar stafar vorum lönd- i
um hætta af kommúnismanum." I
Bandarákin skerast í ieikinn
KAIRO 14. apríl. — Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var spurður að
því á flugveilinum í Kairo, er hann var að leggja af stað þaðan til Beirut, hvort för hans tll Egypta-
lands hefði heppnazt. Hann svaraði: ,JÉg hef lokið því, sem ég ætlaði að gera hér.“ Hammarskjöid
ræðir við leiðtoga ísraelsmanna í Tel Aviv á þriðjudaginn.
IVIKUNNI SEM LEIÐ gætti
vaxandi samstöðu vesturveld-
anna í hinu brennandi vanda-
máli í Austurlöndum. Frá því
að Sovétríkin hófu vopnasölu
til Egyptalands í október síð-
astliðnum hafa horfumar í
löndunum við Miðjarðarhafs-
botn farið stöðugt versnandi
og víð hefir legið undanfarnar
vikur að upp úr syði. Ferð
Dags Hammarskjölds til ísra-
els og Egyptalands hefir nú
haft þau áhrif að hvor þjóð-
in héfir lofað að virða landa-
mæri hinnar og virðist styrj-
öld þar með afstýrt, a. m. k.
á meðan Hammarskjöld er á
ferðinni.
VONIN UM AÐ takast megi að
afstýra styrjöld milli Araba-
ríkjanna og ísraels um langt
skeið, hefir þó einkum styrkzt
við hina harðnandi afstöðu
Bandaríkjamanha. í vikúnni
sem leið snerist Eisenhower
forseti til ákveðnari stuðnings
við bandamenn sína, Breta, í
málefnum Austurlanda, held-
ur en áður_ var,_ en Bretar
telja sér lífsnauðsyn að varð-
veita friðinn í Austurlöndum,
vegna .. olíuhagsmuna sinna.
Margur þykist sjá, að fyrir
Sovétríkjunum vaki, með
stuðningi sínum við Araba-
ríkin að komast yfir hinar
auðugu olíulindir, sem Bretar
og Bandaríkjamenn ráða að
nokkru leyti yfir í írak, íran
og Saud-Arabíu.
í YFIRLÝSINGU Eisenhowers
forseta, sem birt var á þriðju-
daginn, var sagt að Bandarík-
in myndu snúast gegn árás í
Austurlöndum „með öllum
ráðum, sem samrýmanleg
væru stjórnarskránni". í þessu
sambandi er rétt að minnast
þess, að Bandaríkin hafa frá
því í október eflt herlið sitt
í Miðjarðarhafslöndum um
eina herdeild landgönguliða
og ennfremur ákváðu þau í
vikunni sem leið, að auka Mið
jarðarhafsflota sinn um fjóra
tundurspilla. Orðrómur hefir
jafnvel komizt á loft um að
Bandaríkjamenn ætli að senda
heila hersveit frá Þýzkalandi
til Miðjarðarhafslanda. Þess-
um orðrómi hefir raunar verið
hnekkt, en hann getur verið
bending um að Bandaríkin
ætli undir öllum kringum-
stæðum að láta erjumar í
löndunum við Miðjarðarhafs-
botn til sín taka.
ALLAR ÞESSAR aðgerðir miða
að því að lcoma í veg fyrir
styrjöld í bili. En Bandaríkin
hafa einnig veitt Bretum auk-
inn stuðning til þess að varð-
veita áhrif þeirra í Austur-
löndum til langframa. Innan
skamms hefst í Bagdad í írak
ráðstefna Bagdadbandalags-
ins, en í þessu bandalagi eru,
auk Bretlands, írak, íran,
Tyrkland og Pakistan. Banda-
ríkin hafa fram til þessa
staðið utan við þessu samtök,
og standa enn, en nú hefir
Eisenhower forseti ákveðið að
senda aðstoð arutanríkisráð-
herra sinn, Leon Henderson,
með fríðu föruneyti til þess
að sitja hina væntanlegu ráð-
stefnu samtakanna í Bagdad.
Með þessu þykir forsetinn hafa
gefið fyrirheit um, að hann
muni styðja þá viðleitni Breta,
að efla olíuríkin í Austurlönd-
um til stuðnings við vestur-
veldin með því að veita þeim
stórfellda efnahagslega hjálp.
Markmið Breta er að efla
Bagdadbandalagið með efna-
hagslegri samhjálp þeirra
þjóða, sem að því standa.
Bandaríkjamenn og Bretar
hafa undanfarna mánuði ver-
ið sakaðir um stefnuleysi í af-
stöðunni til ríkjanna í Austur-
löndum nær, en orð og athafn-
ir síðustu viku benda til þess
að línumar í þessu efni séu
að skýrast.
„Vorið cr kornið
LONDON, 14. aprí : — Það er vor
hugur í kvikmyncaheiminum. Á
miðvikudaginn ganga í hjóna-
band í Monaco, kvikmyndaleik-
konan Grace Kelly og Rainer
fursti og á fimtudaginn verða
gefin sarrlan Margaret Truman,
dóttir Trumans fc>rseta, og Clif-
ton Daniels, 43 á a gamall að-
stoðarritstjóri við New York
Times.
Stutt er síðan Jtan Pierre Au-
mont kvæntisl ítaiskri „stjörnu“,
að nafni Papan og um svipað
leyti opinberuðu trúlofun sína
sænska leikonan Anita Ekberg,
(stundum kölluð ,,borgarísinn“),
og Anthony Steel, brezkur kvik-
myndaleikari.
Og fyrstu vikumar i apríl
hafa þrjár nafnkunnar kvik-
myndasystur gifzt, Gaborsyst-
urnar, Magda, Eva og Zsa Zsa.
Kveðja fiá kaimngshjónun.um:
„Dásamlegir dagar“
FORSETA ÍSLANDS barst í gær Reykjavík. Hjartanleiki sá, sem
svohljóðandi skeyti frá dönsku andaði í móti okkur, mun ávallt
konungshjónunum: | verða okkur í þakklátu minni og
„Komin heim heilu og höldnu við sendum heitustu óskir vorar
flytjum við ennþá einu sinni um bjarta og heillaríka framtíð
hjartanlegustu og innilegustu fyrir ísland og íslenzku þjóð-
þakkir okkar til yðar, konu yðar ina.“
og allrar íslenzku þjóðarinnarl
iyrú' hina dásamlegu daga í| INGRID . FREDERIK
<
V