Morgunblaðið - 23.05.1956, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.05.1956, Qupperneq 4
4 M ÖRGUWBLAÐIÐ MiSvikudagur 23. maí 1956 * f dag er 146. dagur ársini. MiSvikudagur 23. niaí. Árdegisflæði kl. 5,23. Síðdegisflæði kl. 18,51. Slysavarðstofa Reykjavíkur x ; Heilsuverndarstöðinni, er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Nælurvörður er í Lyfjahúðinni Iðunni, sími 7911. Ennfremur eru Holts-apótek og Apótek Austur- bæjar opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Holts- apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16,00. — I. 0. O. F. 7 == 138523854 = 9. II. • Brúðkaup • Á annan hvítasúnnudag voru gefin saman í hjónaband af síra Gunnari Árnasyni ungfrú Ragn- hildur Thorlaeius, Kársnesbraut 42, Kópavogi og Gunnar B. Ólafs son, Víðum við Breiðholtsveg. 1 gær voru gefin saman í hjóna band Ragnhildur Eggertsdóttir, Tjarnargötu 30 og Birgir Sigur- jðnsson, Tómasarhaga 47. Heim- ili ungu hjónanna verður í Tjarn argötu 30, Reykjavik. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni Erna Kristinsdóttir og Guðl. Helgason, flugmaður. — Heimili þeirra verður á Holbergs- götu 11, Stavanger, Noregi. Á hvítasunnudag voru gefin saman* að Laugarvatni af séra Bjarna Sigurðssyni, Védís Bjarna dóttir og Vilhjálmur Helgi Páls- son, íþróttakennari frá Húsavík. • Hjónaefni • Á hvítasunnudag opinberuðu trú lofun sína ungfrú Halldóra S. Ævarr, Eyrarbakka og Carló ólssen, Eyrarbakka og Sigurbjörn J. Ævarr, Eyrarbakka og ungfrú — Dagbók — Erna Ingðlfsdðttir, flugfreyja, Grenimel 2, Reykjavík. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Biering og Sveinn Pedersen, Skúlagötu 72. Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Christa María Altmann, Gera, Þýzka- landi og Eyþór Heiðberg, Laufás- vegi 2A, Reykjavík. Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína ungfiú Erla Sigrið- ur Gunnlaugsdóttir, verzlunar- mær, Vallargötu 19, Keflavik og Jakob Kristjánsson, húsasmíða- nemi, frá Stöng í Mývatnssveit. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðrún Georgs- dóttir, Glerárgötu 14, Akureyri og Magnús Lárusson, Káranesi, Kjós. Laugardaginn 19. þ.m. opinber- uðu trúlofun sína hér í bæ, ung- frú Guðný Árdal, Lokastíg 7 og Þórður Jón Úlfarsson, rafvéla- virkjanemi, Bárugötu 13. • Blöð og tímarit • Nýtt kvennablað er nýkomið út. Efni blaðsins að þessu sinni er: Knipplingar Maríu meyjar, í þýð ingu Margrétar Jónsdóttur. Þætt ir frá Noregi, eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. Erfitt fyrir kon- ur eftir Estrid Brekkan. Frásögn indverskrar konu, þýtt. Kvæði, — Framhaldssagna. Vel meint, smá- saga. Mynztur, prjónauppskriftir og fleira. Úr gömlu prentsmiðjunni í fsafold. Morgunblaðið prentað í síðasta sinn í gömlu prentvélinni aðfaranótt s.l. laugardags. FUS í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Sjálf stæðismanna í Ámessýslu verður haldinn í Selfossbíói n.k. laugar- dag, hinn 26. maí kl. 4. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa eru á dagskrá umræður um Iands- og héraðsmál. Framsögumaður verð- ur Sigurður Ó. Ólafsson alþingis- maður. Samband ungra Sjálfstæðismanna efnir til vormóts á sama stað um kvöldið. __ í minningargrein um Þórhall Jónasson í Mbl. sl. laugardag, féll niður nafn eigin- konu Harðar, sonar Þórhalls, sem er við nám úti í Noregi. Heitir hún Hrund Hansdóttir,. Þórðar- sonar stórkaupmanns hér í bæ. heiði heim. — Á leiðinni venður áð á nokkrum stöð um. — Klúbb- stjórnin treystir meðlimum sínum til þess að leggja • til bíla sína, og eru félagar og aðrirVW-eigendur beðnir að tilkynna þátttöku sína í símum 81964 eða 82925 milli kl. 10 og 12 og kl. 1—4 í dag og á morgun. Ráðgert er að leggja af stað milli kl. 1—1,30 e.h. á laug- ardaginn. BYSSUKÚLA í GEGNUM HÚS AÐ kvöldi annars hvítasunnu- dags, fór byssukúla í gegnum glugga sumarbústaðar Sveins Benediktssonar, útgerðarm., austur við Kaldárhöfða. Fór kúlan gegnum millivegg í hús- inu, en hinu megin við hann voru tveir menn og fór kúlan á milli þeirra í höfuðhæð og inn í útvegg bústaðarins, en þar festist hún. Nokkru síðar komu tveir menn heim að bústaðnum og kváðu hér hafa verið um slys að ræða, þeir hafi ætlað að skjóta svartbak. Lögreglan fékk málið til meðferðar. Báðir voru menn- irnir ódrukknir, en einstakt lán var það, að hér skyldi ekki af hljótast banaslys. Vinnið að sigri Sjálfsfæðisflokksins ALLT Sjálfstæðisfólk i Reykja- vík er hvatt til að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn bæði á kjör- degi og fyrir kjördag. Skrásetn- ing á sjálfboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu daglega, kl. 9—12 og 13—19. Fólk er áminnt að láta skrá sig til starfa sem fyrst. Þegar síðasta setningarvél Morgunblaðslns var Flutt úr gömlu ísafoldarprentsmiðju s.l. laugardag. V olkswagen-klúbburinn sem stofnaður var í vetur sem leið, hefur í samráði við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, á- kveðið að efna til hópferðar fyrir vistmenn elliheimilisins, á laugar- daginn kemur. Er ferðinni heitið austur fyrir Fjall og verður ekið um Krýsuvík og um Hellis- FUNDTJR í fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélagauna í Kópavogi í kvöld kl. 9 í Sjálfstæðishús- inu. Afmælishljdmleikar >. IKVOLD efnir Karlakórinn Fóstbræður til afmælishljómleika í tilefni þess að kórinn er á þessu ári 40 ára. Verða hljóm- leikarnir í Austurbæjarbíói og hefjast kl. 7 síðdegis. Söngstjóri er Ragnar Björnsson. Til efnisskrár þessara hljómleika er mjög vand- að og hefur hún verið æfð frá því í október í haust. ÞRÍR HLJÓMLEIKAR Kórinn áformar að halda að minnsta kosti þrjá hljómleika að þessu sinni, í kvöld kl. 7, annað kvöld kl. 7 og á laugardaginn n. k. kl. 5 síðd. Eins og fyrr segir eru þessir hljómleikar í sam- bandi við 40 ára afmæli kórsins, sem var hinn 6. apríl s. 1. Búið var að auglýsa að hljómleikar þessxr ættu að vera fyrr en nu er, en þeim varð að fresta, m. a. vegna þess að beðið var eftir Einari Kristjánssyni óperusöngv- ara, en hanri‘-er fyrrverandi kór- félagi í Fóstbræðrum. Miðar þeir, sem gilda áttu á hljómleika þá, sem búið var að auglýsa gilda nú í sömu dagaröð og búið var ) V Vörður — Hvöt — Heimdallur — Óðinn \ Fyrsti kosningafundur SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til almenns fundar næstkomandi föstudagskvöld 25. maí, kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishúsinu. I Ræður flytja: Bjarni Benediktsson GHnnar Thoroddscn Björn Ólaísson Jóhann Hafstein Ragnhildur Helgadóttir AUt Sjálfstæðisfólk velkomW á fundlnn , SjáHstæSIsfélBgln. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.