Morgunblaðið - 24.05.1956, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. maí 1956
LÍFINU
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni GaTðar Kristinsson
Ritstjórn: Austurstræti 8.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands
í lausasölu 1 króna eintakið
Merkilegt umbótastarf Sjólf-
stæðismanna i húsnæðismdlum
ÚR DAGLEGA
VeJ,
ur gátan um
jroóhmanninn lei}ót ?
brezka
m
ÞEGAR núverandi ríkisstjórn
var mynduð Iögðu Sjálfstæðis-
menn höfuðáherzlu á, að tekið
skyldi upp í málefnasamning
hennar fyrirheit um myndarlegt
átak í húsnæðísmálum þjóðar-
innar. Til þéss bar brýna nauð-
syn. Mikill húsnæðisskortur ríkti
í fjölda byggðarlaga. Ungt fólk
gat ekki stofnað heimili vegna
þess að lívergi var húsnæði að
fá. Þúsundir fjölskyldna víðsveg-
ar um land bjuggu í lélegu og
jafnvel heilsuspillandi húsnæði.
Sjálfstæðismenn höfðu á und-
anförnum árum beitt sér fyrir
ýmsum aðgerðum til umbóta í
húsnæðismálum landsmanna. í
tíð nýsköpunarstjórnarinnar
hafði Pétur heitinn Magnússon
forystu um að Byggingasjóður
Búnaðarbankans var efldur að
miklum mun. Ný löggjöf var sett
um starfsemi hans og sjóðnum
tryggt aukið fjármagn. Hefur hin
aukna starfsemi sjóðsins á síð-
ustu árum byggst á þessari lög-
gjöf, sem landbúnaðarráðherra
Sjálfstæeisflokksins í nýsköpun-
arstjórninni beitti sér fyrir.
•
Hafa síðari ríkisstjórnir tal-
ið sér skylt að halda áfram að
afla Byggingasjóðnum aukins
fjármagns. Fjöldi bænda hef-
ur getað ráðist í byggingar á
jörðum sínum í skjóli þessarar
eflingar sjóðsins.
Smáíbúðylánin urðu
mörgum að gagni
Þá höfðu Sjálfstæðismenn for-
ystu um það að hafist var handa
um svokölluð smáíbúðalán. Lagði
ríkið fram um 20 millj. kr. á
þremur árum til þeirrar lána-
starfsemi. Voru veitt hátt á ann-
að þúsund lán til efnalítilla ein-
staklinga, sem voru að berjast í
að koma sér upp þaki yfir höfuð-
ið.
Þessi lán voru ekki há, aðeins
25—30 þús. kr. Engu að síður
greiddu þau götu fjölda fólks í
baráttu þess fyrir bættu húsnæði.
Lánin voru veitt út á annan
veðrétt og var að þeim töluverð
hjálp, ekki sízt fyrir fólk, sem
gat unnið sjálft að byggingu
íbúða sinna.
En Sjálfstæðismönnum var
það ljóst, að þessi lánastarf-
semi fól ekki í sér neina fram-
búðarlausn í húsnæðismálun-
um. Til þess var það f jármagn
of lítið, sem til hennar var
varið.
Núverandi ríkisstjórn beitti
séí fyrir því, að ný löggjöf
var sett um stuðning við
íbúðarbyggingar í landinu.
Iiið nýja veðlánakerfi
Samkvæmt þessari nýju lög-
gjöf, sem sett er í samræmi við
þau fyrirheit, sem Sjálfstæðis-
menn beittu sér fyrir að gefin
væru í málefnasamningi stjórn-
arinnar hefur verið sett á laggirn-
ar nýtt veðlánakerfi og verulegt
fjármagn útvegað til þess að
framkvæma það. Lánshámark er
nú 70 þús. kr. og stefnt er að því
að það geti orðið 100 þús. kr.
á íbúð.
Húsnæðismálastjórn hefur út-
hlutað 36,3 millj. kr. í A-lánum
frá því að hún var skipuð í júní
1955 og til 1. apríl s. 1. Á sama
tíma hafa B-lán numið 14,5 millj.
kr. Auk þess hefur Bygginga-
sjóður Búnaðarbankans fengið 12
millj. kr. og til útrýmingar heilsu
spillandi húsnæði hefur verið
varið 3 millj. kr.
Samtals nema þá lánveit-
ingar og framlög hins nýja
veðlánakerfis um 66 millj. kr.
á tæpu einu ári. Verður ekki
annað sagt en að það sé vel
af stað farið.
Því miður hefur ekki verið
unnt að fullnægja nærri öllum
umsóknum um lán. Kyrrstaða
undanfarinna árá í byggingarmál-
um hafði skapað svo gífurlega
þörf fyrir aukið húsnæði að bygg
ingarstarfsemin hefur orðið mjög
ör eftir að rýmkvað var um
hömlur á íbúðabygingum. Er
auðsætt að fjárfestingin hefur af
þessum orsökum orðið fullmikil
á svo skömmum tíma. En mjög
þýðingarmikið er, að hóflegri
byggingarstarfsemi sé jafnan
haldio uppi í landinu frá ári til
árs. Ef kyrrstöðutímabil skapast,
skapast húsnæðisvandræði, húsa-
leigan hækkar óhóflega og næst
þegar byggingar eru svo leyfðar
er hætt við að fjárfestingin verði
of ör.
Hræðslubandalagið
mundi stöðva íbúða-
bvggingar
Allt bendir til þess að Hræðslu-
bandalagið, Framsókn og Al-
þýðuflokkurinn, sem hin gamla
maddama hefur nú innbyrt,
myndu stöðva svo að segja allar
húsnæðisframkvæmdir í landinu.
Þessir flokkar hafa lýst því yfir,
að hverskonar höft og bönn séu
þeirra stærsta áhugamál. Tíminn,
sem annars hefur þakkað Fram-
sóknarflokknum allar umbætur
í húsnæðismálum hefur haldið
uppi þrotlausum rógi um Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir að fjárfest-
ingin hafi verið alltof mikil og
að meginhluti allra íbúða, sem
verið er að byggja séu „stór-
íbúðir".
Af þessu má greinilega maVka
heilindi Framsóknar í bygging-
armálunum. Er öllum ljóst, að
hún bíður fyrsta tækifæris til
þess að skapa nýtt kyrrstöðu-
tímabil á þessu sviði.
Allir þeir mörgu einstakl-
ingar, sem nú eru að byggja
eða hyggja á íbúðabyggingar
til þess að skapa sér mann-
sæmándi húsnæði vita því, á
hverju þeir ættu von, ef
Hræðslubandalagið næði völd-
im og áhrifum. Framkvæmd-
ir þeirra yrðu hindraðar, hús-
næðisumbæturnar stöðvaðar.
Hófleg bi'ggingarstarf-
semi óhjákvæmileg
Stefna Sjálfstæðismanna i
byggingamálunum er skýrt mörk
uð. Þeir telja að óhjákvæmilegt
sé að hóflegri byggingastarfsemi
sé haldið uppi í landinu frá ári
til árs. Kyrrstöðutímabil í bygg-
ingamálum feli í sér hinn mesta
háslca eins og áður er sagt.
Allir þeir, sem vilja heil-
brigðar framkvæmdir og fram
farir á sviði íbúðarhúsabygg-
inga liljóta því að efla Sjálf-
stæðisflokkinn í kosningunum
í sumar. ^ ----- - .
0 EINS og kunnugt er af frétt-
um, hefur mikið verið rætt í
Evrópu um hið dularfulla hvarf
brezka froskmannsins Crabb. —
Spurðist síðast til Crabbs, er
hann fór í æfingaför út á höfn-
ina í Portsmouth — daginn áður
en „Ordsjonokides", rússneska
beitiskipið, er flutti Moskvufélag-
ana til Bretlands, lagði úr höfn.
Hafa brézku blöðin rætt málið
mjög mikið, en lítið nýtt hefur
komið fram, sem gefið gæti til
kynna hver hefðu í rauninni orð-
ið afdrif froskmannsins. Sterkur
orðrómur hefur verið á kreiki
um það, að Crabb hafi verið að
njósna um rússneska beitiskipið,
en Eden, forsætisráðherra, varð-
ist allra frétta, er þíngmenn
Verkamannaflokksins kröfðu
hann sagna í þinginu á dögunum,
eins og öllum er íullkunnugt.
★ ★ ★
0 Virðist svo sem brezku blöð-
in ætli að leggja árar í bát án
þess að hafa upplýst mál þetta.
Allt til þessa hefur því þó verið
haldið vakandi, ef eitthvað kynni
að upplýsast. Litlum vafa er
bundið, að brezka stjórnin veit
gjörla um afdrif Crabbs. Eden
kvað það ekki vera í þágu al-
menningsheillar, að frekar væri
látið uppi um afdrif Crabbs, en
forysta Verkamannaflokksins
hefur haldið uppi hörðum árás-
um á Eden fyrir þessi ummæli.
Hefur hún í þessu sambandi kom-
ið fram með þær getgátur, að
Crabb hafi verið ' sendur til
njósna, en Eden tók það skýrt
fram, að stjórninni hafi ekki ver-
ið fyrirfram, kunnugt um þessa
för froskmannsins, til þess að
Er Crabb dauður eða gistir hann
„austræna sælu“?
fyrirbyggja, að stjórnin næri
bendluð við þær getgátur.
★ ★ ★
• Það, sem einna helzt styður
þá skoðun manna, að stjórnin viti
hver afdrif Crabbs hafa orðið, er,
að brezka stjórnin sendi rúss-
nesku valdhöfunum afsökunar-
beiðni á „þessu atviki" — að
sögn rússnesku fréttastofwnnar.
Einn af nánustu, samstarfsmönn-
um Crabbs bauðst til þess að
hefja nákvæma leit í höfninni í
Portsmouth, ef vera kynni að lík
hans fyndist. Eden lagði blátt
bann við því — á þeim forsend-
um, að Crabb væri þar ekki. Sú
ýfirlýsing forsíjtisráðherrans gef-
ur ótvírætt tiljíynna, að eitthvþð
veit hann.
★ ★ ★
9 Lundúnablaðið News Chron-
icle birti fyrir nokkru athyglis-
verSa grein um Crabb-málið. —
Kom þar margt í ljós, sem ekki
hefur komið fram í fréttum, er
birtar hafa verið hérlendis. Telur
það nær fullsannað, að Crabb
hafi verið að njósna, enda sé
slíkt ekkert óvenjulegt. Segir þar,
að öruggar heimildir séu fyrir
því, að rússneskir froskmenn
hafi njósnað rækilega, er brezk
herskip voru stödd í Leningrad
í fyrra — í opinberri heimsákn.
Hefðu Bretarnir komizt að þessu
en ekkert hafi verið látið uppi,
þrátt fyrir að vera kunni, að
Bretar hefðu sent Rússum leyni-
leg mótmæli. Segir blaðið, að
meðal hermálasérfræSinga
beggja landanna sé það ekki tal-
ið nema sjálfsagt, að njósna und-
ir kringumstæðum sem þessum.
Hvort froskmönnunum takist að
dyljast — sé annað og miklu þýð-
ingarmeira mál.
Þetta segir Lundúnablaðið, og
það þarf ekki að koma neinum
á óvart, þó að leiddar séu get-
gátur að því, að njósnað sé á
báða bóga. Það vita allir, því að
það er ein af meginafleiðingum
kalda sti'íðsins.
★ ★ ★
0 Eitt er það þó, sem mælir í
móti því, að Crabb hafi verið að
njcsna. Rússar hafa ekki hampað
þessu í áróðursskyni, en þeir hafa
sannarlega ekki látið á sér standa
að grípa slik tækifæri, því að
margsinnis hefur það jafnvel
komið í ljós, að Rússar hafa bor-
ið slíkar sakir á Vesturveldin,
sem hafa verið uppspuni frá rót-
um. Þessu er vart hægt að and-
mæla, bar eð undanfarna daga
hefur mikill fjöldi manna í komm
únistaríkjunum verið sýknaður
af slíkum ákærum, þrátt fyrir að
jafnvel hafi verið búið að taka
þá af lífi fyrir „drýgða glæpi“.
Þá fer að vakna sú spurning —-
hvort Crabb hafi sjálfviljugur
hlaupizt á brott. Afsökunarbeiðni
Breta bendir ekki til slíks, en
þögn Rússa gæti aftur á móti
gefið það til kynna.
★ ★ ★
• Margir undrast það ef til vill,
að Bx-etar geri svo mikið veður
út af þessu máli, sem raun ber
vitni. Yrði það ljóst, að Crabb
hafi hér verið að njósna um rúss-
neska beitiskipið veikti það vissu
lega málstað Bi-eta meðal frjálsra
þjóða. Til eru þó þeir menn. er
halda því fram, að útþenslu-
stefna kommúnista verði ekki
buguð nema að kommúnistar
verði sjálfir beittir sínum eigin
vopnum. Þessir menn hafa ef til
vill mikið til síns máls, en hér
skal ekki lagður neinn dómur á
raunhæfni þeirra orða. Hins veg-
ar má benda á, að ekki einungis
lýðræðislegar og heiðarlegar til-
hneigingar hafa orðið þess vald-
andi, að Crabb-málið hefur sett
svip sinn á forsíður málgagna
Verkamannaflokksins brezka að
undanförnu. — Þar er eingöngu
um að ræða stjórnmálalegt vopn,
sem beitt er gegn íhaldsmönnum.
Þetta er hinn mikli kostur lýð-
ræðisskipulagsins, að mál sem
þessi er hægt að taka til umræðu
á opinberum vettvangi.
VelJ ancli óbrije
Smábæjarbragurinn
gægist fram-
GSKRIFAR mér á þessa leið:
- „Það dettur svo sem engum
í hug að neita því, að Reykja-
vík er orðin borg — og það ekki
svo lítil borg, með meira en 60
þús. íbúa. Þessi stökkþróun hófuð
staðarins úr smábæ í nútímaborg
hefur með ýmsum hætti verið
dálítið furðuleg og stundum rek-
ur maður sig á atvik, sem sýna
kátbroslega, smábæjarbraginn,
sem alltaf gægist fram öðru
hvoru þrátt < fyrir allar 60 þús-
undirnar. — Mér datt þetta í hug,
er ég átti leið fótgangandi um
Miðbæinn á föstudagskvöldið
var. Þéttur skari af fólki — flest
allt var það unglingar — hafði
safnazt saman í Austurstrætinu
fyrir framan Harald Árnason og
út á Lækjargötu-hornið, svo að
venjulegu gangandi fólki var svo
að segja bönnuð öll umferð um
gangstéttina. Ég hélt fyrst í stað,
að eitthvað óvenjulegt væri
þarna á ferðum, sem fólkið væri
að horfa á, en ég komst brátt að
raun um, að svo var ekki. Þessir
unglingar virtust ekki eiga þarna
neitt erindi annað en að góna
fram fyrir sig eða hver á annan
hangandi uppi við húsaveggi og
inni í skotum og krókum. Það
var auðséð, að frídagur var að
morgni — og svona fannst víst
þessu unga fólki tímanum bezt og
skemmtilegast varið. Reyndar
sýndist mér ekki deyfðar- og
sljóleikasvipurinn á flestum and-
litunum bera vott um neina geisl-
andi ánægju og lífsgleði — síður
en svo.
Höfðust ekkert að
Lögregluþ.tónar gengu
þarna um spakir og rólegir
og fannst víst engin ástæða til að
hafast neitt að.
Mér hefði samt fundizt full
ástæða til, að hún hefði skorizt
þarna í leikinn og dreift þessari
slæpingjabvögu á brott — að
minnsta kosti s«o að fólk kæmist
ar :
hindrunarlaust. — Og helzt
þyrfti að afnema þennan leiða
vana, sem unglingar og slæp-
ingjar hafa gert sér að því að
híma þarna tímum saman, veg-
farendum oft og tíðum til óhægð-
ar og leiðinda. — G.“
Sama sagan!
NÚ nálgast óðum sá timi, er
straumur innlendra og er-
lendra ferðamanna beinist út um
byggðir landsins og þeir, sem fást
við rekstur gistihúsa og greiða-
sölu taka sig saman í andlitinu
með hinn margháttaða undirbún-
ing, sem sumarstarfsemin hefur
í för með sér. — Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið. Kunningi
minn einn, sem leið átti um
Borgarfjörðinn nú um hvíta-
sunnuna, sagði mér, að ekki hefði
ástandið verið sérlega'til fyrir-
myndar á einum fjölförnum
veitinga- og gististað á leiðinni.
Það var sama sagan: vatnslaus
salerni og kvotl í vaskafötum í
stað handlauga, drasl og skítur
í hverju horni. — Skyldi það
verða svona í allt sumar, hafði
hann hugsað, er hann hélt úr
hlaði — og við spyrjum með
honum: hvenær skyldi þetta um-
kvörtunarefni á hendur íslenzk-
um gistihúseigeindum: vatnslaus
og óhrein salerni og önnur álíka
— úr sögunni?