Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 1
 < 43. argangur 115. tbl. — Föstudagur 25. mai 1956 Prentsmiðja Morguriblaðsins ISÍýja „alþýðufrelsið 46 GLÆPUR að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar Látlausar hreinsanlr fjRÁTT íyrir að öll leppríki Rússa hafi lýst því yfir, að nú, eftir að Krúsjeff kvað upp úr um félaga Stalin og hans „dáðir" hafi verið tekin upp mildari stefna í innan- ríkismálum — og kúgunin sé ekki eins mikil og áður, heldur hreinsununum áfram(H) Meðal annars hefur íjölda manna, jafnt lífs sem liðnum, verið gefnar upp upplognar sakir — og hefur það átt að gefa til kynna hve frelsið þar eystra er á háu stigi!! Að dæma eftir blöðum, sem borizt hafa að austan undanfarna daga, hefur nýtt fjör samt færzt í dóms- málin, og eru margir menn dæmdir fyrir landráð á degi hverjum — rétt eins og í tíð Stalins. Auk þess eru hafnar víðtækar hreinsanir — og gömlu „stalinistarnir" hverfa nú óðum. Einna mest hefur borið ál þessu í Fóllandi og Tékkósló-' vakíu. Þar hafa verið sett ný „frelsislög", en samkvæmt Japanir hafna beiðni Rússa um upptöku stjórnmálasambands MOSKVA: — Það hefur nú yerið tilkynnt, að Rússar hafi farið fram á það við Japani, að stjórnmálasamband verði tekið upp milli þjóðanna án þess að gengið verði frá frið- arsamningunum. Hafa Japan- ir vísað tilmælum þessum al- gerlega á bug. Setja Japanir undirritun friðarsamninga sem skilyrði fyrir stjórnmálasam- bandi, vegna þess að þeir ætla sér að ná á sitt vald ey jum þeim, er Rússar tóku hernámi í styrjöldinni, en hafa ekki viljað skila aftur. Rússar hafa að undanförnu haft mikil afskipti af japönsk- um fiskibátum i Kyrrahafi, og hafa þeir krafizt þess, að Japanir sæktu um leyfi tit Rússa, til þess að stunda veið- ar í vestanverðu Kyrrabafi. Ichiro Kino, einn af meðlim- um japönsku stjórnarinnar, fór á dögunum til Moskvu, til þess að reyna að koma fram rétti Japana, og settu Rússar þá upptöku stjórn- málasambands sem skilyrði fyrlr Jðfnun fiskveiðideilunn- ar. Oekk þá Kino af fundi og hafnaði kvöldverðarboði, sem félagarnir í Kreml ætl- uðu að efna til í tilefni komu hans. þeim verða „stalinistarnir" að hverfa, og fer ekki hjá því, að sumum finnist sækja i sama horfið' og áður. Fyrir nokkru voru t. d. sex fyrrverandi pólskir kommún- istar dæmdir í sjö ára fang- elsi fyrir landráð. í Tékkósló- vakíu voru á dögunum fimm menn dæmdir til fangelsisvist- ar vegna þess að þeir voru fundnir sekir um að hafa hlustað á bandarískar útvarps- stöðvar — og hafa staðið gegn hinni „samvirku forystu" flokksins. Ákærurnar gegn gömlu „stalinistunum" hljóma yfirleitt þannig, að Vestur- Evrópublöð hafa það eftir fólki, sem kemur frá komm- únistaríkjunum, að ástandið sé þar sízt betra en áður. Þar hafi aðeins verið skipt um foringja, og efli þeir nú að- stöðu sína með nýjum hreins- unum, sem ekkert standa að baki hreinsunum þeim, er Stalin lét gera á sínum tíma. Ekki af baki dottinn AÞENA: — Þær fregnir fljúga nú um Grikkland, að skipa- kóngurinn Onassis sé í þann veginn að taka að sér allt innanlandsflug í Grikklandi. MEÐ SÓLBLIK í HÁRINU Þessi litla telpa var á gangi í gær með mömmu sinni i Vonar- stræti. Sóliii skein og fyllti hina björtu lokka litlu stúlkunnar. Hún gengur öruggum skrefum mót framtíðinni við hlið mömmu sinnar. „Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd," sagði Stefán frá Hvítadal í einu kvæði sínu. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Kimnur, bandariskur kör væntanlegur hingað ásamt 20 manna hliómsveit o Úrval úr einum þekktasta kór vestan hafs — Stjórnandi er kunnur tónlistarmaður, Robert Shaw N.K. ÞRIÐJUDAGSKVOLD er væntanlegur hingað til lands 30 manna bandarískur, blandaður kór ásamt 20 manna hljómsveit. Er hér um að ræða úrval úr ein- um þekktasta blönduðum kór vestan hafs, og stjórnandi hans er hinn kunni, bandaríski tónlist- armaður Robert Shaw. Kórinn heldur hér aðeins eina opinbera tónleika á vegum Tónlistarfélags ins og Islenzk-ameríska félagsins og verða tónlcikarnir haldnir í Austurbæjarbíó n.k. miðviku- dagskvöld kl. 9,15. * KÓRINN ER SKIPADUR ÚRVALS SÖNGVURUM Koma þessara listamanna hing- að til lands má teljast stórmerk- ur viðburður í tónlistarlífi höfuð- staðarins. Kór þessi er eins og áður er sagt úrval úr stærri kór, sem er mjög kunnur vestan hafs og var stofnaður fyrir rúmlega tíu árum af Robert Shaw, enda hefir kórinn jafnan borið nafn hans. Kórinn er eingöngu skipað- ur völdum atvinnusöngvurum, og hljómsveitin skipuð hljóðfæra leikurum, sem allir eru einleik- arar. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt. Hefst hún á nokkrum sönglögum frá því um 1600, því næst verður flutt Kantata nr. 4 eftir Bach fyrir kór, hljómsveit og einsöngsraddir, og G-dúr messa Schuberts. Kórinn syngur þvi næst nokkra bandaríska negrasöngva, en efnisskránni lýk ur með verkum eftir tónskáld, sem uppi voru á fyrra helmingi þessarar aldar. • REYKJAVÍK — SÍÐASTI VIÐKOMUSTAÐUR Á LANGRI TÓNLISTARFERÐ Tónlistarfólkið kemur hingað frá Helsingfors, en Robert Shaw hefir ásamt kórnum og hljóm- sveitinni verið á tónleikaferð um Mið-Austurlönd og Evrópu und- anfarinn tvo og hálfan mánuð. Hafa þeir heimsótt 38 borgir í 20 löndum, haldið 50—60 tónleika og hlotið mjög góða dóma. Lista- Kérlnn ásamt hljómsveitarstjóranum Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, athugið hvort þið eruð a kjörskrá KJ Ö R S K R Á liggur frammi á kosningaskrifstofunni í Vonarstræti 4 (húsi Vcrzlunarmannafélags Reykjavík- ur) III. hæð. Skrifstofan er opin kl. 10—10 daglega. — Símar 81860 og 7574. UMDÆMAFULLTRÚAR eru hvattir til a» fylgjast vel meff, að allir kjósendur flokksins séu á kjörskrá. ATHUGH), að kæruírcstur er til 3. júní n.k. mennirnir eru nú á heimleið, og er Reykjavík síðasti viðkomu- staður þeirra í þessari löngu ferð. • • Robert 'Shaw hefir getið sér orðstír sem frábær stjórnandi. Hefir hann mestmegnis fengizt við þjálfun og stjórn fjölmennra, blandaðra kóra, en er einnig þekktur sem hljómsveitarstjóri og kennari. Um tíu ára skeið voru þeir Shaw og Arturo Tosc- anini, hljómsveitarstjórinn heims frægi, nánir samstarfsmenn, og nota'ði Toscanini jafnan kór Shaws og aðstoð, er hann flutti hin stóru verk meistaranna fyrir kór og hljómsveit, svo sem Missa Solemnis og níundu sinfóníuna eftir Beethoven, Te Deum eftir Verdi og söngleiki hans Aida, Falstaff og Grímudansleikinn, Gesand Der Parzen eftir Brahms og svo mætti lengi telja. Shaw er ungur að aldri — 39 ára. Ný tillaga BELGRAD, 24. maí: — Þjóðernis sinnar í Norður-Afríku hafa lagt til, að Egyptum, Júgóslövum og einhverjum þriðja aðilanum verði falið að reyna að koma á sættum milli Frakka og þjóðernissinna í Alsír. EI Abed Bouhofa, talsmað- ur nefndar þeirrar, sem vinnur að því að jafna deilumálin í Norður- Afríku á vettv^ngi Sameinuðu þjóðanna, kom þessum tilmælum á framfæri við júgóslavneska nt- anríkisráðuneytið í dag. Sam- kvæmt tillögu þessari er raðgert, að þessi þriggja landa nefnd reyni að koma á vopnahléi og frjálsum kosningum — „án þess að blanda sér inn í hinar stjórnmálalegu deilur", eins og segir i skevtinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.