Morgunblaðið - 16.06.1956, Page 4

Morgunblaðið - 16.06.1956, Page 4
4 mORCVNBtlÐlÐ LaugárdagUr 16. jdní 1956 f dag cr 168. dagur árstns. Lajigardaguur 16. júní. Árdegisflæði kl. 12,48. Síðdrgisflæði kl. 01,00. Slysavarðsiofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. E. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Næturvörður er i Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugar- dögum til kl. 4. Holts-apótek er op- ið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—>16 og helga daga frá kl. 13,00 ta 16,00. • Messur • Á MORGUN: Óháði söfnuðurinn: —- Messa í Aðventkirkjunni kl. 11 árdegis. — Emil Björnsson. Hafnarf jarðarkirkja: — Messað kl. 10 — Athugið messutímann. — Garðar Þorsteinsson messar. Dómkirkjan: — Messað kl. 11 árdegis. Séra Óskar J. Þorláks- son. — Kaþólska kirkjan: — Hámessa og prédikun kl.. 10 ár'degis. Lág- messa kl. 8,30 árdegis.' Aðventkirkjan: — Æskulýðs- samkoma í kvöld kl. 8,30. — Allir velkomnir. Fíladelfía: — Guðsþjónusta laugardag og sunnudag kl. 8,30. Harald Gústafsson talar. Hallgrírnskirkja: — Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. — Ræðuefni: „Týnt og fundið föður- land“. • Brúðkaup • Gefin hafa verið saman í hjóna- band af séra Jakobi Jónssyni ungfrú Árný Sigurðardóttir, — Freyjugötu 10A og James M. Bacos, læknir á Keflavíkurflug- velli. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Guðm. Guð- mundssyni, Útskálum, ungfrú Ás- dig Gíslína Ólafsdóttir, Stórhöfða, Sandgerði og Arthur Guðmanns- son, sjómaður, Staðarfelli í Sand- gerði. Heimili ungu hjónanna verð ur að Staðarfelli. 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Valdig Valdimarsdóttir og Birgir Guðmundsson, matsveinn, M.s. Arnarfelli. Heimili ungu hjónanna er að Eiríksgötu 37. Gefin verða saman í hjónaband í dag af séra Jóni Auðuns, ungfrú Steinþóra Þorsteinsdóttir og Sig- urður Amdal, verzlunarmaður. Heimili þeirra verður að Norður- braut 33, Hafnarfirði. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum séra Jóni Guðjónssyni, ungfr. Guð munda Runólfsdóttir, Gröf í Skilmannahreppi og Sigurður Gunnarsson, Steinsstöðum, Akra- nesi, þar sem heimili þeirra verð- ur. — Ennfremur ungfrú Þórey J. Þórólfsdóttir frá Akureyri og Æv ar H. Þórðarson, bifreiðastjóri og er heimili þeirra á Bjarkargrund 6, Akranesi. Ennfremur ungfrú Þórunn Þor- valdsdóttir, hjúkrunarkona frá Skúmsstöðum í Landeyjum og Dagbóh — Ingimundur K. Ingimundarson, skipstjóri, sem gefin voru saman í Akraneskirkju. Heimili þeirra er að Suðurgötu 89, Akranesi. Ennfremur ungfrú Svava Gunn arsdóttir og Jón Eyjólfsson, sjó- maður, bæði frá Akrannesi og er heimili þeirra Brekkubraut 8. 14. þ.m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Kjartans- dóttir og Pétur Pétursson, loft- skeytamaður, Veghúsastíg 3. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Edda Konráðsdóttir, Laugateig 40 og Xrist.ián Hall, Eskihlíð 6. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína í Gautaborg ungfrú Hafdís Helgadóttir, Hverfisgötu 92A, — Reykjavík og Gunnar Guðmunds- son, sölumaður, Eskihlíð 16. Draumut dr. Kristins Já, miklir eru þeir óþokkar úti í löndum, sem aldrei spara sér hrekki tii næsta dagsins, en básúna út, að Framsóknarsamþykktin fræga sé fjandskapur til Atlantsliafsbandalagsins. En það er blekking, því hérna vill Framsókn hafa helling af könum og gjafirnar frá þeim og auðinn og dreymir áfram, að dollaraflóðið streymi því dollarann elska þeir meira en bóndann og sauðinn. En Kristinn sá veginn, þó vandi sé að feta hann og vildi hafa það eins og bóndi einn lúinn, að geyma sér bæði jólamat sinn og éta hann og éta mikið, — en þá var draumurinn búinn. Fyrir nokkrum dögum voru vinningar í happdrætti DAS afhentir. Chevrolet fólksbifreið, vinnandi á fyrstu myndinni, hlaut Gunnar Pétursson Sólvallagötu 40 og sést hann ásamt konu sinni Sigrúnu Guðbjarnardóttur og dætrum taka á móti bílnum. Við það tækifæri afhenti hann Dvalarheimiiinu að gjöf tíuþúsund krónur, og er þeim hjónum þökkuð hin höfðinglega gjöf. Fíat fólksbifreiðina, á miðri myndinni, hlaut Þórir Jónsson Miklubraut 40 og sést hann ásamt konu sinni Sigríði Guðmundsdóttur taka á móti bifreiðinni. Þriðji vinningurinn var Sex landa sýn, ferðalag fyrir tvo til sex Evrópulanda, þann vinning hlaut Kristján Kjartansson, Amargötu 15 og sést hann ásamt dóttur sinni, Fjólu Kristjánsdóttur, i skrif- stofu Orlofs, með Ásbirni Magnússyni forstjóra. • Utvarpið * Laugardagur 16. júni: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 óskalög sjúklinga (þngi- björg Þorbergs). 19,00 Tómstunda þáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Tónleikar: Lög leikin á bíóorgel (plötur). 20,30 Upplestur. 20,55. Tónleikar (pl.). 21,20 Leikrit: „Fjölskyldumynd frá Viktoríutímabilinu“, gaman- leikur með söngvum eftir Noel Coward. — Leikstjóri og þýðandi: Hildur Kalman. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. • Flugferðir • Fiiigfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Flugvélin er vænt- anleg aftur til Reylcjavíkur kl. 17,45 á morgun. Sólfaxi er væntan legur til Reykjavíkur W. 19,15 í kvöld frá ICaupmannahöfn og Oslo Flugvélin fer til Kaupmannahafn ar kl. 14,00 á morgun. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, — Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Skógasands, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Kvenréttindafél. íslands Áður auglýstur 19. júni-fagrnað ur félagsins fellur niður. Kvenfélag Neskirkju Hjartans þakklæti til kaffigest» og allra þeirra sem stuðluðu að því að kaffiveitingar félagsins á kirkjudegi sóknarinnar s.l. sunnu dag, tókust ágætlega. Félagskon- ur eru vinsamlegast beðnar að sækja lánuð áhöld í húsnæði fé- lagsins í Neskirkju,' mánudaginn kl. 5 til C. Frá Fjáreigendafélaginu • Afmæli • Sjötug verður í dag Unnur Sig- urðardóttir frá Þórshamri, nú til heimilis, Túngötu 3, Sandgerði. Sextugur er í dag Halldór Jóns- son, Sólvallagötu 5. Frá Hjálpræðishernum Sunnudaginn 17. júní kl. 20,30 heldur Hjálpræðiaherinn sérstak- lega tilkomumikla samkomu, í til- efni þjóðhátiðardagsins. Samkomu stjóri og aðalræðumaður verður majór Svava Gísladóttir. Margt verður til skemmtunar, svo sem einsöngur, tvísöngur, upplestur, horna- og strengjahljómleikar. Einnig verða góðar veitingar. — Allir eru hjartanlega velkomnir, börn í fylgd með fullorðnum eru einnig velkomin. Flokkss tj órinn. Ámesingafélagið fer skóggræðsluför í land félag3 ins á Þingvöllum. Lagt verður af stað i dag kl. 2 frá Bunaðarfélags húsinu við Lækjargötu. • Skipafiéttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss fór frá Leningrad í gærdag til Kotka. Fjallfoss fór frá Ham- borg £ gærdag til Antwerpen, Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 11. þ. m. til New York. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn 15. þ.m. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Norðfirði í gærdag til Fáskrúðs- fjarðar og þaðan til Hamborgar og Leningrad. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Hafnar- fjarðar, Vestmannaeyja og það- an til Rotterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Akureyri í gær kveldi til Siglufjarðár og þaðan til Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Tungufoss fór frá Reykja vik í gærkveldi til Vestmannaeyja Seyðisfjarðar, Haugasund og Flekkefjord. Skipadeihl S. f. S.: Hvassafell fer í dag frá Stettin til Gautaborgar og Norðurlands- hafna. Arnarfell er í Þorlákshöfn, fer þaðan til Borgarness, Sauðár- króks og Akureyrar. Jökulfell er í Hamborg. Dísarfell fór væntan- lega frá Skudenes í gær til Aust- ur-Þýzkalands og Riga. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er i Keflavik. Á að fara þaðan í dag til Reykjavíkur. Eimskipafélag íslands li.f.: Katla er í Reykjavik. Bágstadda konan Afh. Mbl.: K R kr. 100,00; S S 100,00; D L N 200,00; K og G 100,00; G S 100,00; Á K 50,00. — Æ, þetta er í fyrsta skipti, sem ég gleðst yfir falli óvinar míns, sagði írinn, er hann frétti að brennivín hefði fallið í verði. ★ Presturinn sagði í lok ræðu sinn ar: — Samskot fara fram eftir messu hér £ kirkjunni, en ég vil taka það fram, að sá er stal geml ingnum hans Jóns í Dal á dögun- um, er ekki beðinn að leggja neitt í samskotabaukinn. Allir gáfu eitthvað að messu lokinni. Breiðholtsgirðingin verður smöl uð í dag kl. 2. Áríðandi er, að allir sem eiga fé £ girðingunni, mæti við smölunina, þvi að allt geld- fé verður tekið úr girðingu og flutt til fjalls. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: G M krónur 100,00. Það er á mjög fárra fseri að gxta hófs í sambandi við áfenga drykki, þegar til lengdar Isetur. — Umdæmisstúkan. Nei, nei, —— ekki þangað. Hundur kjötsalans gerir grín að mér. ★ Mámcrsunty/irw FERDINAND Vani svefngÖnguma5urinn Allt var að skrælna, því þurrk- ur hafði gengið lengi. Presturinn var beðinn að biðja um regn, af stólnum. — Það skal ég gera, sagði prestur, en það er ekki til nokkurs hlutar á meðan hann er á norðan. ★ Á stjórnmálafundi gerðist einn ræðumaður dálítið heitur. Hann sagði: „Þjóðin er eins og vamarlaust lamb, sem ríkisstjórnin mjólkar til siðasta dropa, og hún er siðan látinn verpa gulleggjum, þangað til hún gefur upp öndina. k — Menntun dóttur minnar kost aði mig stórfé. — Já, maður fær ekkert fyrir peningana nú orðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.