Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 16
134. tbl. — Laugardagur 16. júní 1956. Sjá roðann í austri Sjá bls. 9. Kjósendafundur í Hafnar- firði á mánudagskvöld Frummœlendur Bjarni Benediktsson og Ingólfur Flygenring SJÁLFSTÆBISFLOKKURINN heldur kjósendafund í Hafnar- firði n.k. mánudagskvöld. Verður fundurinn haldinn í Hafnar- fjarðarbiói og hefst kl. 8,30. Ræður flytja: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og Ingólfur Flygenring alþm., en auk þess verða flutt stutt ávörp. Á undan fundinum leikur hljómsveit Carl Biiiich. Eftir fundinn syngur Kristinn Hallsson, óperusöngvari og leikararnir: Brynjólfur Jóhannesson og Haraldur Á. Sigurðsson skemmta. Allir Hafnfirðingar eru velkomnir á fundinn. Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins í Hlégarði og Stykkishólmi í kvöld SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur tvö héraðsmót í kvöld, að Hlégarði í Mosfellssveit og í Stykkishólmi. KJÓSARSÝSLA Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Kjósarsýslu verður haldið að Hlégarði í kvöld og hefst mótið kl. 8,30. Ræður flytja: Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Jóhann Hafstein, alþm. Leikararnir, Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson, skemmta með upplestri og gamanþáttum. Að síðustu leikur hljóm- sveit Björns R. Einarssonar. Allt innanhéraðsfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. STYKKISHÓLMUR Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu verður haldið á Breiðabliki í kvöld kl. 8,30. Ræðumenn verða: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og Sigurður Ágústsson, alþingism. Kristinn Hallsson, óperusöngvari syngur einsöng og leikararnir Klemcnz Jónsson og Benedikt Árnason flytja gamanþætti. Hljóm- sveit leikur. Látum þjóðhátíðina fara vel og virðulega fram Dansað um alSan miöbæinn að vanda EINS OG undanfarin ár efnir Reykjavíkurbær til hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðahöldin verða í meginatriðum með svipuðu sniði og undan- farin ár. — Þjóðhátíðarnefndin hefur vandað til dagskrárinnar og er það von nefndarinnar, að þjóðhátíðardagurinn í heild vcrði bæjarbúum til tilbreytingar og ánægju. Unglingar UNGLINGAR, sem aðstoða vilja við dreifingu á ritum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, gefi sig fram í skrifstofu Heimdallar í ValhöII, Suðurgötu 39, eftir hádegi í dag. Aflýsa varð Reykja- víkurhátíðinni vegna óhagstæðs veðurs VEBURGUÐIRNIR voru ekki hliðholiir Reykvíkingum í gaer. — Upp úr hádeginu tók að kólna í veðri og hvessa og varð brátt ljóst aö eigi yrði unnt að efna til útihátiðar þeirrar er Sjálfstæðisféiögin höfðu boðað í gærkvöldi. Veðurstofan spáði rigningu í gærkvöldi og var hátíðinni því aflýst, þar sem eigi þótti tiltækt að stefna þúsundum manna til að standa í nepju og kulda úti í Tívoli. er bóksfafur Sjálfsfœðisflokksins í tleirmennings- kjördœmum SJÓMENN, MUNIÐ AÐ KJÓSA ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ TIL SJÓS Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis flokksins í Vonarstræti 4, sím- ar 7574 og 81860, veitir allar upplýsingar varðandi utan- kjörstaðakosningu og kjörskrá. Það er Reykjavíkurbær sem fyrir hátíðahöldunum gengst og ber af þeim allan kostnað. Þegar er hafin sala á 17. júní merkjum og rennur allur ágóði af sölunni í minnisvarðasjóð en ætlunin er e. t. v. á 15 ára afmæli lýðveldisins að koma upp minnis- merki um lýðveldistökuna, hér í Reykjavík. Þá vill nefndin einnig beina þeim eindregnu tilmælum til kvenna, yngri sem eldri, er eiga þjóðbúning, að þær skrýðist hon- um og geri með því sitt til þess að hátíðin \ erði þjóðleg og ramm- íslenzk. En eitt er þó höfuðatriðið: að ekki sjáist vín á nokkrum manni 17. júní, og enginn setji slíkan smánarblett á daginn að láta sjá sig drukkinn á ferli. Allir landsmenn ættu að sjá sóma sinn í því að sjá svo um og gera með því daginn að sönnum hátíðisdegi. I aðalatriðum verður dagskrá- in sem hér segir: Kl. 13,15 hefjast skrúðgöngur frá þrem stöðum í bænum sam- tímis. Safnast fólk saman við Melaskólann, á Skólavörðutorgi og á Hlemmi. Allar munu göng- urnar koma inn á Austurvöll á sama tíma kl. 13,45. — í farar- broddi skrúðgangnanna verða lúðrasveitir og fánaberar. Hin hátíðlega athöfn við Aust- urvöll hefst kl. 13,55 með því, að formaður þjóðhátíðarnefndar, Þór Sandholt, setur hátiðina. Því næst mun Forseti íslands, ríkisstjórn, borgarstjórinn í Reykjavík og fleira fyrirmenni ganga úr Alþingishúsi í Dóm- kirkjuna, en þar hefst guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Árelíus Níels- son prédikar. Magnús Jónsson, syngur einsöng. Organleikari verður dr. Páll ísólfsson. Að lokinni guðsþjónustu legg- ur forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, blómsveig írá islenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssona.r Þessu næst flylur Ólafur Thors forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins. Á eftir ræðu forsætisráðherra verður flutt ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. — Ávarpið samdi Jakob Jóh. Smári, skáld, og verður það flutt af frú önnu Guðmundsdóttur, leik- konu. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM Kl. 15 verður lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á fþrótta- völl með Lúðrasveit Reykjavík- ur í broddi fylkingar. — Stað- næmst verður við leiði Jóns Sig- urðssonar og leggur forseti bæj- arstjórnar, frú Auður Auðuns, þar blómsveig frá Reykvíking- Hátíðahöldin á fþróttavellinum hefjast kl. 15,30 með því að Jakob Hafstein, form. ÍR, setur mótið. Því næst hefst fjölbreytt frjáls- íþróttamót, þar sem m. a. verður keppt um bikar þann, sem forseti fslands gaf 1954 á 10 ára afmæli lýðveldisins. — Fjölmenn skrúð- ganga íþróttamanna og skáta mun setja veglegan svip á íþróttamót- ið. Barnaskemmtun á Arnarhóli hefst kl. 16.00. Stjórnandi henn- ar og kynnir verður Ævar Kvar- an, leikari. — Sr. Emil Björns- son flytur ávarp. 8 ára telpa syng- ur einsöng og 11 ára piltur leik- ur einleik á harmoniku. Stúlkur úr Ármanni sýna Akrobatik og Baldur og Konni skemmta. Þá verður og almennur söngur með unairleik Lúðrasveitarinnar Svan ur. — Loks verður leikþáttur, sem Loftur Guðmundsson hefur samið, er nefnist „örkin hans Nóa“. — Kemur þar örkin með Nóa gamla og dýrunum hans og mun þessi leikþáttur væntanlega vekja mikla kátínu meðal barn- anna. Skemmtigarðurinn Tivoli verður opinn um eftirmiðdaginn og er aðgangur ókeypis. Ýms skemmtiatriði fara þar fram. Kl. 17.30 hefjast tónleikar við Austurvöll; Sinfóníuhljómsveit fslands leikur undir stjórn Wil- helms Schleuning. ICarlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi Sigurður Þórðarson. Á ARNARHÓLI Kvöldvakan á Arnarhóli hefst kl. 20.00 með því að Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Ritari þjóð- hátíðarnefndar, Pétur Sæmund- sen, setur skemmtunina. Borgar- stjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. Karla- kórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. Pilt- ar úr KR sýna áhaldaleikfimi. Gestur Þorgrímsson fer með gamanþátt. Óperusöngvararnir Stina Britta Melander, Einar Kristjánsson og Magnús Jóhsson syngja. Loks syngur þjóðkórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. — Er þess að vænta, að allir viðstaddir syngi með, og mun þjóðhátíðarnefndin láta dreifa meðal mannfjöldans söngvum þeim, er þjóðkórinn syngur. Þegar kvöldvökunni lýkur verður gengið í hópgöngu frá Arnarhóli að dansstöðunum í miðbænum. Hjálmar Gíslason og Gestur Þorgrímsson annast skemmtiatriði á dansstöðunum. Verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti, ef veður leyfir. Heimdellingar starfið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn ÁRÍÐANDI er, aff sem flestir Heimdellingar mæti til íl starfs fyrir SjálfsUeðisflokkinn eftir liádegi í dag í skrifstofu Heimdallar í Valhöll, Suðurgötu 39. Unnið verður við skriftir og dreifingu. 8 DAGAR TIL KOSNINGA Sjálfsiæbísmerm, herðum sóknina Oheillakráka Framsóknar Þjóbhátíðar- vebrið ÞÓ ekki sé hægt að segja um veðrið á Þjóðhátíðardaginn með neinni vissu, bá er mjög sennilegt talið, sagði Veður- stofan Mbl. í gærkvöldi, að hæg súðlæg átt verði. Um suður og vesturhluta landsins mun verða skýjað, en úrkoma ekki tcljandi. Á Norður- og Austurlandi mun verða bjart veður. R Ljósmynd Alþýðublaðsins af Rannveigu ANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR er vafalaust mesta óheilla- krákan í stjórnmálum samtíðarinnar. Hún gekk berserksgang fyrir síðustu kosningar, sagði allri fjárplógsslarfsemi stríð á hendur, þóttist ætia allt að gera og kunni sér ekki hóf. Rcykvíkingar kusu hana á þing. En Framsóknarfiokkurinn hefur aldrei verið aftur- haldssamari en síðan, og Rannvcig liefur fylgt honum ljúf og þæg eins og litið lamb, sem eltir móður sína.“ Þannlg skrifaði Alþýðublaðið 19. september 195L '*****T-Ifjr'' ú-'JV,' ‘l&tCl, •-TÍÍL‘» V./.. •

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (16.06.1956)
https://timarit.is/issue/110050

Tengja á þessa síðu: 16
https://timarit.is/page/1305118

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (16.06.1956)

Aðgerðir: