Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJune 1956Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 16.06.1956, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.06.1956, Qupperneq 16
134. tbl. — Laugardagur 16. júní 1956. Sjá roðann í austri Sjá bls. 9. Kjósendafundur í Hafnar- firði á mánudagskvöld Frummœlendur Bjarni Benediktsson og Ingólfur Flygenring SJÁLFSTÆBISFLOKKURINN heldur kjósendafund í Hafnar- firði n.k. mánudagskvöld. Verður fundurinn haldinn í Hafnar- fjarðarbiói og hefst kl. 8,30. Ræður flytja: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og Ingólfur Flygenring alþm., en auk þess verða flutt stutt ávörp. Á undan fundinum leikur hljómsveit Carl Biiiich. Eftir fundinn syngur Kristinn Hallsson, óperusöngvari og leikararnir: Brynjólfur Jóhannesson og Haraldur Á. Sigurðsson skemmta. Allir Hafnfirðingar eru velkomnir á fundinn. Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins í Hlégarði og Stykkishólmi í kvöld SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur tvö héraðsmót í kvöld, að Hlégarði í Mosfellssveit og í Stykkishólmi. KJÓSARSÝSLA Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Kjósarsýslu verður haldið að Hlégarði í kvöld og hefst mótið kl. 8,30. Ræður flytja: Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Jóhann Hafstein, alþm. Leikararnir, Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson, skemmta með upplestri og gamanþáttum. Að síðustu leikur hljóm- sveit Björns R. Einarssonar. Allt innanhéraðsfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. STYKKISHÓLMUR Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu verður haldið á Breiðabliki í kvöld kl. 8,30. Ræðumenn verða: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og Sigurður Ágústsson, alþingism. Kristinn Hallsson, óperusöngvari syngur einsöng og leikararnir Klemcnz Jónsson og Benedikt Árnason flytja gamanþætti. Hljóm- sveit leikur. Látum þjóðhátíðina fara vel og virðulega fram Dansað um alSan miöbæinn að vanda EINS OG undanfarin ár efnir Reykjavíkurbær til hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðahöldin verða í meginatriðum með svipuðu sniði og undan- farin ár. — Þjóðhátíðarnefndin hefur vandað til dagskrárinnar og er það von nefndarinnar, að þjóðhátíðardagurinn í heild vcrði bæjarbúum til tilbreytingar og ánægju. Unglingar UNGLINGAR, sem aðstoða vilja við dreifingu á ritum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, gefi sig fram í skrifstofu Heimdallar í ValhöII, Suðurgötu 39, eftir hádegi í dag. Aflýsa varð Reykja- víkurhátíðinni vegna óhagstæðs veðurs VEBURGUÐIRNIR voru ekki hliðholiir Reykvíkingum í gaer. — Upp úr hádeginu tók að kólna í veðri og hvessa og varð brátt ljóst aö eigi yrði unnt að efna til útihátiðar þeirrar er Sjálfstæðisféiögin höfðu boðað í gærkvöldi. Veðurstofan spáði rigningu í gærkvöldi og var hátíðinni því aflýst, þar sem eigi þótti tiltækt að stefna þúsundum manna til að standa í nepju og kulda úti í Tívoli. er bóksfafur Sjálfsfœðisflokksins í tleirmennings- kjördœmum SJÓMENN, MUNIÐ AÐ KJÓSA ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ TIL SJÓS Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis flokksins í Vonarstræti 4, sím- ar 7574 og 81860, veitir allar upplýsingar varðandi utan- kjörstaðakosningu og kjörskrá. Það er Reykjavíkurbær sem fyrir hátíðahöldunum gengst og ber af þeim allan kostnað. Þegar er hafin sala á 17. júní merkjum og rennur allur ágóði af sölunni í minnisvarðasjóð en ætlunin er e. t. v. á 15 ára afmæli lýðveldisins að koma upp minnis- merki um lýðveldistökuna, hér í Reykjavík. Þá vill nefndin einnig beina þeim eindregnu tilmælum til kvenna, yngri sem eldri, er eiga þjóðbúning, að þær skrýðist hon- um og geri með því sitt til þess að hátíðin \ erði þjóðleg og ramm- íslenzk. En eitt er þó höfuðatriðið: að ekki sjáist vín á nokkrum manni 17. júní, og enginn setji slíkan smánarblett á daginn að láta sjá sig drukkinn á ferli. Allir landsmenn ættu að sjá sóma sinn í því að sjá svo um og gera með því daginn að sönnum hátíðisdegi. I aðalatriðum verður dagskrá- in sem hér segir: Kl. 13,15 hefjast skrúðgöngur frá þrem stöðum í bænum sam- tímis. Safnast fólk saman við Melaskólann, á Skólavörðutorgi og á Hlemmi. Allar munu göng- urnar koma inn á Austurvöll á sama tíma kl. 13,45. — í farar- broddi skrúðgangnanna verða lúðrasveitir og fánaberar. Hin hátíðlega athöfn við Aust- urvöll hefst kl. 13,55 með því, að formaður þjóðhátíðarnefndar, Þór Sandholt, setur hátiðina. Því næst mun Forseti íslands, ríkisstjórn, borgarstjórinn í Reykjavík og fleira fyrirmenni ganga úr Alþingishúsi í Dóm- kirkjuna, en þar hefst guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Árelíus Níels- son prédikar. Magnús Jónsson, syngur einsöng. Organleikari verður dr. Páll ísólfsson. Að lokinni guðsþjónustu legg- ur forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, blómsveig írá islenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssona.r Þessu næst flylur Ólafur Thors forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins. Á eftir ræðu forsætisráðherra verður flutt ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. — Ávarpið samdi Jakob Jóh. Smári, skáld, og verður það flutt af frú önnu Guðmundsdóttur, leik- konu. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM Kl. 15 verður lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á fþrótta- völl með Lúðrasveit Reykjavík- ur í broddi fylkingar. — Stað- næmst verður við leiði Jóns Sig- urðssonar og leggur forseti bæj- arstjórnar, frú Auður Auðuns, þar blómsveig frá Reykvíking- Hátíðahöldin á fþróttavellinum hefjast kl. 15,30 með því að Jakob Hafstein, form. ÍR, setur mótið. Því næst hefst fjölbreytt frjáls- íþróttamót, þar sem m. a. verður keppt um bikar þann, sem forseti fslands gaf 1954 á 10 ára afmæli lýðveldisins. — Fjölmenn skrúð- ganga íþróttamanna og skáta mun setja veglegan svip á íþróttamót- ið. Barnaskemmtun á Arnarhóli hefst kl. 16.00. Stjórnandi henn- ar og kynnir verður Ævar Kvar- an, leikari. — Sr. Emil Björns- son flytur ávarp. 8 ára telpa syng- ur einsöng og 11 ára piltur leik- ur einleik á harmoniku. Stúlkur úr Ármanni sýna Akrobatik og Baldur og Konni skemmta. Þá verður og almennur söngur með unairleik Lúðrasveitarinnar Svan ur. — Loks verður leikþáttur, sem Loftur Guðmundsson hefur samið, er nefnist „örkin hans Nóa“. — Kemur þar örkin með Nóa gamla og dýrunum hans og mun þessi leikþáttur væntanlega vekja mikla kátínu meðal barn- anna. Skemmtigarðurinn Tivoli verður opinn um eftirmiðdaginn og er aðgangur ókeypis. Ýms skemmtiatriði fara þar fram. Kl. 17.30 hefjast tónleikar við Austurvöll; Sinfóníuhljómsveit fslands leikur undir stjórn Wil- helms Schleuning. ICarlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi Sigurður Þórðarson. Á ARNARHÓLI Kvöldvakan á Arnarhóli hefst kl. 20.00 með því að Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Ritari þjóð- hátíðarnefndar, Pétur Sæmund- sen, setur skemmtunina. Borgar- stjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. Karla- kórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. Pilt- ar úr KR sýna áhaldaleikfimi. Gestur Þorgrímsson fer með gamanþátt. Óperusöngvararnir Stina Britta Melander, Einar Kristjánsson og Magnús Jóhsson syngja. Loks syngur þjóðkórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. — Er þess að vænta, að allir viðstaddir syngi með, og mun þjóðhátíðarnefndin láta dreifa meðal mannfjöldans söngvum þeim, er þjóðkórinn syngur. Þegar kvöldvökunni lýkur verður gengið í hópgöngu frá Arnarhóli að dansstöðunum í miðbænum. Hjálmar Gíslason og Gestur Þorgrímsson annast skemmtiatriði á dansstöðunum. Verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti, ef veður leyfir. Heimdellingar starfið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn ÁRÍÐANDI er, aff sem flestir Heimdellingar mæti til íl starfs fyrir SjálfsUeðisflokkinn eftir liádegi í dag í skrifstofu Heimdallar í Valhöll, Suðurgötu 39. Unnið verður við skriftir og dreifingu. 8 DAGAR TIL KOSNINGA Sjálfsiæbísmerm, herðum sóknina Oheillakráka Framsóknar Þjóbhátíðar- vebrið ÞÓ ekki sé hægt að segja um veðrið á Þjóðhátíðardaginn með neinni vissu, bá er mjög sennilegt talið, sagði Veður- stofan Mbl. í gærkvöldi, að hæg súðlæg átt verði. Um suður og vesturhluta landsins mun verða skýjað, en úrkoma ekki tcljandi. Á Norður- og Austurlandi mun verða bjart veður. R Ljósmynd Alþýðublaðsins af Rannveigu ANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR er vafalaust mesta óheilla- krákan í stjórnmálum samtíðarinnar. Hún gekk berserksgang fyrir síðustu kosningar, sagði allri fjárplógsslarfsemi stríð á hendur, þóttist ætia allt að gera og kunni sér ekki hóf. Rcykvíkingar kusu hana á þing. En Framsóknarfiokkurinn hefur aldrei verið aftur- haldssamari en síðan, og Rannvcig liefur fylgt honum ljúf og þæg eins og litið lamb, sem eltir móður sína.“ Þannlg skrifaði Alþýðublaðið 19. september 195L '*****T-Ifjr'' ú-'JV,' ‘l&tCl, •-TÍÍL‘» V./.. •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 134. tölublað (16.06.1956)
https://timarit.is/issue/110050

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

134. tölublað (16.06.1956)

Iliuutsit: