Morgunblaðið - 14.08.1956, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
f>riðjudagur 14. ágúst 195ð
Sigriður Jensdóttir
Seyðisfirði — minning
ENN er ein mæt merkislcona
gengin til feðra sinna. Er
það frú Sigríður Jensdóttir,
Seyðisfirði. Hún andaðist í Rvík
4. þ. m.
Var henni gerð mjðg virðuleg
kveðjuathöfn í Dómkirkjunni 9.
þ. m. að viðstöddum fjölda Seyð-
firðinga, eldri og yngri, auk
ýmisra annarra.
Sigríður var fædd á Seyðis-
firði 9. júní 1881t og því rúmlega
75 ára er hún lézt. Voru foreldrar
hennar hjónin Ingibjörg Gísla-
aóttir og Jens Halldórsson, gull-
smiður á Seyðisfirði. Voru börn
þeirra fimm, en til fullorðinsára
komust þrjár dælur: frú Guð-
leif, tengdamóðir Theódórs Biön-
dai, núverandi útbússtjóra Út-
vegsbankans á Seyðisfirði, um
skeið verzlunarkona þar; frú
Jónina, dáin í Rvik fyrir skömmu
og svo frú Sigríður, sem um er
rætt. Eru allar þær systur fallnar
frá og Sigriður siðast, næstyngst
þeirra.
Það mætti margt i letur færa
um frú Sigríði, og þó allt til
sæmdar. Á tiltölulega ungum
aldri byrjaði hún að nema ljós-
myndagerð hjá Eyjólfi Jónssyni
á Seyðisfirði, en hann hafði verið
myndasmiður og klæðskerameist
ari á Seyðisfirði, eftir nám í þeim
greinum bæði í Noregi og Kaup-
mannahöfn. En Eyjólfur var,
sem kunnugt er, aibróðir Stefáns
Smásð!aver§ 1. ágúst
MEÐALSMÁSÖLUVERÐ ým-
issa vörutegunda í nokkrum
smásöluverzlunum í Reykjavík
reyndist vera 1. þ m. sem hér
segir:
Rúgmjöl ......... pr. kg. 2.46
Hveiti............ — — 3.14
Haframjöl..........— — 3.68
Hrisgrjón .......— — 5-21
Sagógrjón ....... — — 5.23
Hrísmjöl .........— — 5.10
Kartöflumjöl .... — — 4.85
Baunir ...........— — 5.90
Te Ve lbs. ds......— — 4.78
Kakao Vz lbs. ds. .. — — 10 06
Export ...........— — 21.06
Suðusúkkulaði .. —- — 76 97
Molasykur .......— — 5.49
Strásykur .......— — 3.65
Púðursykur ........— — 3.78
Rúsínur .........— — 22.23
Sveskjur 70/80 . . — — 25.61
Sítrónur ........— — 19.03
Þvottaduft útl.
350 gr....... pr. pk. 7.02
Þvotteduft innl.
250 gr.........— — 3.64
Á kaffi brenndu og möluðu er
sama verð í öllum verziunum
pr. kg. 44.80.
STYKKISHÓI>MI, 10. ágúst: —
Ágætis þurrkur hefur verið hér
lengi og hefur mjög mikið verið
hirt undanfarna daga. Lítur því
ágætlega út með heyskapinn.
— Árni.
Th. Jónssonar, hins merka og
mikla athafnamanns á Seyðisfirði
á sinum tíma. Eftir byrjunarnám
hjá E. J. fór Sigríður til Kaup- |
mannahafnar og lauk þar fulln- 1
aðarnámi í Ijósmyndagerð.
Árið 1904 var Eyjólfi Jónssyni
falin forstaða Útbús íslands-
banka á Seyðisíirði, er það var
sett á stofn þar. Gegndi hann því
starfi í 25 ár, þar til árásin fræga
var gerð á íslandsbanka 1929.
Árið 1908 missti Eyjólfur fyrri
konu sína, Guðnýju Sigmunds-
dóttur, en 14. ágúst 1914 kvænt-
ist hann Sigríði Jensdóttur, sem
þá um árabil hafði annast Ijós-
myndastofuna, í önnum hans sem
bankastjóra, og margra annarra
starfa. Eyjólfur andaðist 30. júní
1944.
Eítir að Eyjólfur lét af banka-
stjórastörfum ráku þau hjónin
verzlun og voru þar um hvort
öðru samhent, og, Ijósmyndastoí-
an hélt áfram sem áður.
Tæpum tveimur árum eftir lát
Eyjólfs fluttist Sigríður til
Reykjavíkur, enda börn hennar
flest komin þangað. Á síðari ár-
um bjó hún hjá Hrefnu dóttur
sinni, en öll börnin hjálpuðust
að, um það að gera henni ævi-
kvöldið sem bjartast.
Böm þeirra hjóna eru: Hrefna
og Heiðrún húsfrevjur í Rvík,
Haukur, fulltrúi, Axel verzlunar-
maður, og Garðar, ljósmyndari.
Stjúpdóttir hennar, Svava, af
fyrra hjónabandi Eyjólfs, er bú-
sett i Kaupmannahöfn.
Frú Sigríður var jafnan í for-
ustuliði þeirra ágætu kvenna í
Kvenfélagi Seyðisfjarðar, sem
gengust fyrir því, að in glæsilega
kirkja var reist á Fjarðaröldu, og
síðan ræktaður umhverfis hana
inn dásamlegi skrúðgaiður, sem
vara mun. í þessu mikla máli
eiga allar konur í Kvenfélagi
Seyðisfjarðar, eldri sem yngri,
jafnan heiður skilið. Nöfn þeirra
er ekki hægt að greina hér, en
þau geymast á tryggum stað.
Ég ætla nú ekki að rekja sögu
kvenfélaganna á Seyðisfirði. En
merkilegur þáttur í starfsemi
þeirra er þessi: Kvenfélag 'Seyðis
fjarðar gengst fyrir inni glæsi-
legu kirkjubyggingu og skrúð-
garði í kring, hitt félagið, Kven-
félagið ,,Kvik“, gengst fyrir
stofnun Eiliheimilisins „Höfn“ á
Seyðisfirði. Segi menn svo að
seyðfirzkar konur, eldri sem
yngri, hafi ekki látið höndur
standa fram úr ermum. Þeirra er
heiðurinn.
Frú Sigríður Jensdóttir mun
verða jarðsett á Seyðisfirði á
morgun. Þá er hún komin heim.
Það mætti svo að orði kvéða, að
hún sé komin heim i þrennum
skilningi:
Hún er komin hesm á fæðingar-
stað sinn.
Hún er komin heim að hlið sins
kæra eiginmaka.
Hún er komin heim í eilífðar-
vist ins mikla Alföður. — O;
fylgja henni hlýjar kveðjur.
S. A.
Suður í Istanbui komu vegagerðarmenn niffur á merkllegan fornleifafund fyrir nokkru, — feikn-
mikiar kúlur úr failstykkjuin. Og við nánari rannsókn kom í Ijós, aff þær voru tilheyrandi
fallbyssum soidánsins Mehmet hins ósigrandi, er her hans sótti aff barginni, sem í þá daga
hét Constantinopel.
Ouðrún Ha!!dórsdóttir—minniRg
Fædd 3. desember 1894.
l>áin 6. ágúst 1956.
KVEÖJA.
Skuggar sundrast, sólir rísa,
sortna og hverfa í geiminn auða.
Skammt er millum skers og báru:
skammt er millum lífs og dauða.
Hver er sinnar sólar smiður.
Sannleiksfegurö kynninganna
verður ávallt efni í grunninn
undir hallir minninganna.
EITT augnablik mannlegs lífs er
okkur, öðrum fremur, torskilið.
Það er þegar við stöndum and-
spænis dauðanum. Ekkert eigum
við jafn örugglega víst og að
deyja. Þó er eins og við séum
alltaf óviðbúin að hcyra lát vinar
og kunningja, einkum ef dauðann
ber snögglega að.
En það er í þessu, sem svo
mörgu öðru, sem það óviðráðan-
lega skeöur, og við dauðlegir
menn fáum ekki að gert.
Vísindi og tækni geta að vissu
marki lengt Hfið, en „hvenær
sem kallið kemur, kaupir sig
cnginn frí“.
Þegar fréttin berst okkur til
eyma, að hún eða hann séu horf-
in úr vinahópnum, dregur ský
fyrir sól, og skuggar sorgarinnar
umlykja okkur. Umkringdar
sorg og söknuði birtast okkur
myndir liðna timans írá margra
ára, stundum margra áratuga
samstarfi við hinn liðna vin, og
í hreinsunareldi sorgarinnar skeð
ur þáð dásamlega, að í ljósi minn-
inganna sjáum við aðeins það,
sem bezt var og fegurst. Þessar
minningar getum við látið eftir
okkur að lifa upp aftur og aftur.
Oft verður eitt og annað atvik
að vekja þær, oft koma þær ó-
Siytia Símiims í
iimíi í huríws
BERLÍN, 10 ágúst: — Borgar
stjórinn í Leipzig, sem er á yfir
ráffasvæffi kommúnista í Aust
ur-Þýzkalandi, hcfir nú látið
fjarlægja styttu. af Stalín, er
síóð á Karl Marx lorginu.
Opinberlega var sú skýring
geíin, aff þörf hefði verið að
fjarlægja styttuna er vcrið var
að grafa grunn fyrir nýju
óperu-húsi.
ASalmálgagn kommúnista-
flokksins „Leipziger Volk-
zeitung“, sem nýlega er komið f
út, segir, aff cngar ákvarffaniri
hafi veriff teknar um aff setja
styttuna upp annars staðar i
borginni.
Fyrir skömmu endurskírði
borgarstjórn Leipzigborgar
gölu, er áffur var kennd við
Síalín og nefndist „Stalin
Al!ee“. Nefnisi hún nú „Fried-
rich Ludwig Jahn Aliee“, í
höfuðið á þýzkum íþróttafröm
uffi. Var þess getiff, að götu-
nafninu hefð'i veriff breyít
„sökum fjölda áskorana frá
fimleikamönnum í Leipzig“.
sjálfrátt, en oftast framköllum
við þær sjálf.
í dag kveðjum við Guðiúm.:
Halldórsdóttur, er lézt að heim-
ili sínu 6. ágúst. Með henni er
gengin sú bezta og mikilhæfasta
kona, sem ég og mitt vandaíólk
höfum átt samleið með síðustu
þrjátiu árin, en skilnaðurinn koi,.
of fljótt, og bar svo brátt að. Dag
inn, sem hún lézt, hafði hó.r
ákveðið að heimsækja frænku
mína eftir hádegið, en sú ferð
var aldrei farin, en í þess stao
stigið siðasta sporið, frá því tíma-
lega og jarðneska, yfir á svið hins
andlega — eilífa. -
Skarðið er stórt og vandfvllt,
er myndast við fráfall slíkrar
ágætiskonu, sem Guðrún var. í
fyrsta lagi fyrir þá, sem hún lifði
og starfaði fyrir, en eirinig fyrir
okkur hin, sem fjær stöndum.
Hún var alitaf glöð og hress, og
því svo gott að vera í návist
hennar. Hún var stór persónu-
leiki, sem gott var að leita til er
erfiöleikar steðjuðu að, því hún
átti þá hjartahlýju, samúð og
góðvild, að henni var svo ljúft og
tamt að miðla öðrum.
í mæðrastyrksnefnd starfaði
Guðrún um árabil af miklum
dugnaði og ósérplægni. Þar fann
hún starf við sitt hæfi, að hjálpa
þreyttum og fátækum mæðrum
um hina nauðsynlegustu hluti, og
ef hægt væri, um dvöl i sveit á
hvíldarheimili.
Öllu fögru unni Guðiún, hljóm
list og fögrum söng, og lestur
íagurra kvæða var henni lífs-
nautn. Þá hafði hún nærnan
og góðan smekk fyrir náttúru-
fegurð, enda dvaldi hún lang-
dvölum inni á öræfum íslands,
og lagði land undir fót um hinar
víðáttumiklu óbyggðir. Þar, í
hinni djúpu, þöglu kyrrð öræf-
anna, í fylgd með góðum vinum,
mun hið opna hjarta og hin næma
sál liennar hafa orðið fyrir sterk-
um áhrifum sem vöktu löngun til
að bæta mannlífið og það sýndi
hún sannarlega í verki.
Okkur, sem þekktum Guðrúnu
svo vel, finnst ekki undarlegt,
þótt hún yrði í þeim hópi manna,
er aðhylltust trúarskoðanir Har-
aldar heitins Níelssonar, og yrði
þeim trú til dauðadags. Hún varð
að leita og finna vissuna fyrir
öðru lífi. Þessi vissa lilotnaðist
henni, og hún var öruggléga viss
um framhaldslíf í öðrum heimi.
í dag, er við kveðjum Guðrúnu
um stundarsakir, erum við þess
fullviss, að hún lifir líkamsdauð-
ann og að leiöir eiga eftir að
liggja saman á ný. Við, vinir
hennar nær og fjær, þökkum
henni af hrærðum huga fyrir allt
og allt, og biðjuni alföður að taka
hana í sinn náðarfaðm, og gefa
henni góða heimkomu. Guðrún
M^P I
nnn! Veriu sæi! hmuinst ueii 4
morgni framhaldslíísins, þai- sem
sól eilífðarinnar hnýgur aldrei til
viðar.
Theodór Gislason.
★
„ALLT hvað þér viljið að menn-
irnir gjöri yður, það skuiuð þér
og þeim gjöra“.
Þessi orð komu mér í huga er
ég heyrði andlátsfregn vinkonu
minnar, Guðrúnar Halldórsdótt-
ur, frá Saemundarhlíð í Reykja-
vík, sem svo skjótt var kölluð
héðan.
Mér fannst Guðrún lifa flest-
um betur eftir þessum orðum
meistarans.
Hún hlaut að vöggugjöf þær
náðargáfur, sem við menniinir
sizt getum án verið. Góðvild og
gjafmildi var hennar lífsnæring,
fórnfýsi var hennar heitasta þrá.
Lífsorku ásamt iífsgleði átti hún
í svo ríkum mæli að af bar, þess
vegna bar hún með sér yl og
birtu hvar sem hún fór.
Skyggnust var hún á það bezta
í fari manna, enda fljót til and-
svars ef hún heyrði náunga sín-
um hallmælt. Varð þvi mörgum
leitað til hennar með sín vanda-
mál og þori ég að segja aö henni
tækist oítast að finna úrræði til
lausnar með því næmi og skiln-
ingi, sem á uppsprettur sínar i
göfugu hjartalagi.
Það má segja að hún leitaði
uppi þá smáu og hrjáðu til að
miðla þeim af fórnarlund sinni.
Guðrún kunni líka að gleðjast
með glöðum og var þá hrókur alls
fagnaðar. En hún fór heldur ekki
varhluta af sorg og beizkju
mannlífsins, sem og flestir aðrir.
Virtist hún vaxa við liverja raun.
Ég veit að Guðrúnu var á móti
skapi að um hana væri ritað lof,
lífs eða liðna. Samt get ég ekki
stillt mig um, er við nú kveðjum
hana um stundarsakir, að færa
henni alúðar þakkir mínar ásamt
vinstúlkum okkar og fjölskvldu
minni fyrir allt sem hún hefur
gjört íyrir okkur. Þær minningar
munu lengi ylja hjörtum vorum,
þegar „kuldinn leitar inn á hörð-
um árum“.
S. G.