Morgunblaðið - 25.08.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1956, Blaðsíða 8
8 MORCUNBT/AÐIÐ Laugardagur 2.3. ágðst 1936 Útg.: H.f. Áryakur, Reykjavík I ramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Haltýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Gafðár Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsinger og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr, 25,00 á mánuði innanlands. í lausásólu kr. 1,50 eintakið Eftsr síldarvertíðma ALLIR þeir, sem síldveiðar stunda erú nú einni vertíð- inni ríkari að reynslu og ekki fer hjá því, að sá reynsla kenni mönnum ýmislegt. Allt frá því aflinn tók að bregðast á síldveið- unum íyrjr Norður- og Austur- landi árið 1945 hafa menn velt því fyrir sér livað hafi eiginlega gerzt og hvers megi vænta. Fyrst framan af horfðu menn á hina óheillavænlegu þróun, sem var að leggja heilan atvinnuveg og allt, sem honum fylgir, í rústir, án þess að geta gert sér grein fyrir hvernig við skyldi bregð- ast. Menn vildu ekki almenni- lega trúa því, að grundvallar- breyting hefði orðið á síld- veiðunum og að leita þyrfti nýrra leiða ef von ætti að verða til þess, að úr rætt- ist. Allar aðstæður rannsakaðar En brátt kom að því, að menn sáu, að við svo búið mátti ekki standa og sneru sér þá mark- víst að því að rannsaka allar aðstæður. Nútíma atvinnuvegir verða ekki reknir án þess vís- indin komi þar mjög við sögu og á það ekki síður við um sjáv- arútveginr! en aðra atvinnuvegi. Vísindalegar rannsóknir á háttum síldarinnar, einkum eftir að hafin var, að frum- kvæði Árna Friðrikssonar, fiskifræðiags, samvinna ís- lendinga og Norðmanna um merkingu síldar við Noreg, gáfu mönnum ákveðnar bend- ingar um það, að þótt síldin kæmi ekki á sínar gömlu slóð- ir í fjörðum og flóum íslands, þá þýddi það ekki, að hún væri með öilu horfin, heldur væri hennar annars staðar að leita og þá úti í hafinu, utan grunnana. Ný mið og víðtæk síldarleit Síðan hefir þróunin gengið í þá átt að leita sífellt lengra út á hafið. Samfara þéssari breyt- ingu hefir svo farið breytt leit- artækni og síauknar rannsókn ir. Flugvélar hafa verið notaðar við síldarleit um langt árabil og hefir verið að því mikið gagn. Annmarkar flugvélanna eru þó, að þær eru mjög háðar veðri og leit þeirra kemur ekki að gagni nema síldin vaði. Þegar það var því ákveðið árið 1953, að kaupa asdic-tæki og setja í varðskipið Ægi með það fyrir augum að nota það til síldarleitar, þá var brotið blað í síldarleitinni. Eftir þriggja ára reynslu hefir það komið ótvírætt í ljós hversu ómetanlcgt gagn getur verið að slíku tæki til síldarleitar. Einmitt notkun þessa tækis samfara auknum rannsóknum hcfir fært mönn- um heim sanninn um, að mögu leikar síldveiðanna eru langt frá því að vera tæmdir og mætti miklu frekar segja að með þessu hafi skapazt mögu- leikar tit stóraukinna síld- veiða. Sumarið í sumar hefur enn fært mönnum heim sann- inn um þetta. á Það verður að laga sig eftir breyttum aðstæðum Því verður þó ekki neitað, að margvíslegir erfiðleikar eru því samfara að stunda veiðar á þeim miðum, sem leita verður síldar- innar á m. a. vegna þess hversu langt er að sækja og veiðarnar verða háðari veðurfarinu en áð- j ur var. Er þó ekki að efa, að | ýmislegt stendur til bóta í því i efni eftir því, sem mönnum lær- j ist betur að laga sig eftir hin- um breyttu aðstæðum. Hinar breytlu göngur síld- arinnar hafa einnig haft það í för með sér, að síldin er fyrr á ferðinni en áður og nær fyrr þeim gæðum, sem nauð- synleg eru til söltunar. Á þessu hafa menn enn ekki áttað sig til fulls, en ekki er að efa, að reynslan í sumar hefir verið þar merkilegur lærdómur. Enn eru miklir mögu- leikar Um síldarvertíðina í sumar er það annars að segja, að óhagstætt veðúrfar síðari hluta júlímán- aðar gerði á hana skjótan endi. Þrátt fyrir það tókst að bjarga miklum verðmætum á land. Mun aðeins einu sinni áður hafa verið saltað meira magn af Norðurlandssíld á einni vertíð. Hins vegar fór það enn svo, að síldarverksmiðjurnar fengu aðeins litið brot af því, sem þær eru gerðar til að vinna og koma því undan sumri nú með lélega afkomu. Um afkomu veiðiskipanna er það hins vegar að segja, að hún mun i fiestum tilfellum vera sæmileg og í einstökum tilfellum góð. Er það mikil breyting frá því, sem verið hefir nú um mörg ár. Eftir- mæli þessarar síldarvertíðar verða því tvimælalaust þau, að enda þótt hinn skjóti endir liafi valdið mönnum vonbrigð- um þá hcfir þó reynslan kennt mönnum, að síidveiðarnar geta enn boðið upp á mikla möguleika. jCíf f ei, 'k L a veuuitn eirra ncinejir Lrœái H, vað ætli það sé mikill hluti vinnandi fólks, sem hefur írtvinnu sína béint eða óbeint af því að skemmta öðrum? Þegar við förum að hugleiða málið, kemur í ljós, að sá hópur er æði- stór. Listamenn á öllum sviðum verja iífi sínu til að reyna ■ aS veita náunganum einhverja gleði I og fyllingu í hinu daglega lífi. j Ög oft heyrist því fleygt, að þetta! þeir þurfa að sýna slysin gerzt. og þá hafa 1 jölmargir eru þeir fjöllistamenn sem látið hafa líf- ið í starfi sínu. Úr margra metra hæð hafa þeir fallið til jarðar — og enda þótt þeir hafi ekki allir beðið bana, sem íyrir þvi hafa orSið — hafa þeir flestir I'otla er 54 ára gamall Þjóð- vcrji, sem stckkur af 16 m háum turni nið ur á 10 m háa rcnnu. Hann kemur niður á liendurnar og lætur sig renr.a á fleygiferð niður rennuna — í handstöðu. Hnefaleika- lianzka hefur hann á hönd- unurn, til þess að draga úr högginu. listamannalíf hljóti að vera skemmtilegt. Vissulega hlýtur gleði að fylgja hverju starfi, lifi maðurinn sig inn í það — og leggi sig fram við að inna það sem bezt af hendi. E in listgrein er að þessu leyti allsérstæð. Þar er um líf og dauða að tefla — hvort vel tekst eða ekki. Þetta eru fjöl- istamennirnir sem í starfi sínu hætta oft lífinu — í þeim marg- víslegu atriðum sem þeir sýna áhorfendum. Oftast má lítið út af bregða til þess að illa fari. En oft hefur of mikið brugðið út af hinni hárfínu nákvæmni sem verið örkumla menn, það sem eftir var ævinnar. Einn þessara, sem sýndi listir i 20 m hæð án nokkurs öryggisnets, féll fyrir nokkru til jarðar —- en kom vel niður — og rétti brátt við, enda þótt einkennilegt megi virðast. E r hann hafði náð sér að fullu aftur, byrjaði hann sinn fyrri starfa á ný. Hann var spurð ur, vegna hvers hann gerði þetta: Nú, þetta er það eina, sem ég hef lært. Á einhverju verð ég að lifa — og hvað ætti ég frekar að starfa en einmitt það, sem ég hef lært? Já, þannig er það. Oft er erfitt að snúa við — og hætta Gentur til íslands ÞAÐ ER ekki sjaldan að ís- lenzkir aðilar auglýsa eftir starfsfólki í færeyskum blöð- um. Alloft hefir það t.d. kom- ið fyrir að auglýst er eftir stúlkum, enda hafa Færeying- ar fengið á sig gott orð hér á landi fyrir störf sín. Og marg- ar húsmæður vilja ráða fær- eyskar stúlkur til heimilis- starfa hér á landi. Nýlega rákumst við á eina af þessum auglýsingum í fær- eyska blaöinu „Dagblaðið". Er hún frá Iðnó í Reykjavík; er auglýst eftir tveimur stúlk- um — eða „gentum“, eins og það heitir á færeyskunni. Aug- lýsingin er svohljóðandi, ef menn hefðu gaman af að kynna sér innihald hennar nánar: GENTUR TIL ISLANDS. „Iðno í Reykjavík sóknast eftir 2 gentum. Nærri upp- lýsingar um lpnar- og ai-biðs- viðurskifti fáast. — Blaðstjórn in vísar á“. Nú er spurningin: hverjar ráðast til íslandsfarar — og hvað segja færeyskir karl- menn um slíkar utanfarir? við fyrri starfa. Þessi maður ráð- leggur heldur engum að leggja loftfimleika fyrir sig — því að sú atvinna er eitt samfellt stríð — taugastríð. * að eru ekki einungis listamennirnir sjálfir, sem stofna sér í hættu með atvinnu sinni. Margsinnis hafa áhorfendur hlot- ið mikinn skaða við slíkar fim- leikasýningar — og meira áð segja hafa margir áhorfendur beð ið bana undir slíkum kringum- stæðum. Strengur hefur brostið, lykkja hefur slitnað — og 1 m- leikamaðurinn fallið til jarðar. Áhorfendur hafa þá oft staðið það nálægt — að þeir hafa hlot- ið skaða af manninum, sem nið- ur .datt. Eitt sinn voru hjón við slíka fimleikasýningu. Vegna mistaka féll maðurinn niður, og konu hans varð svo mikið um, að hún missti einnig jafnvægið — og féll. Auk þeirra létu þá þrír áhorfendur lífið. 1. jölleikamenn láta sér oft ekki nægja að sýna listir sínar á stöng eða línu í mikilli hæð — heldur steypa þeir sér til jarð- ar niður í vatnskar eða annað þvílíkt. Ósjaldan hafa þeir flask- að i slíkum feigðarstökkum — slegizt í barm karsins og sam- stundis beðið bana. Óhætt er að segja, að slíkir menn' séu engar gungur — enda eru þeir ekki margir sem leika vilja listirnar eftir. E ftirtektarvert er það, að óhöppin koma sjaldan fyrir aðra en þrautþjálfaða menn. Við- vaningarnir fara varlega — og rasa ekki um ráð fram. Hættu- legustu augnablikin hafa oft reynzt þau, er listamaðurinn hef- ur lokið erfiðasta verkefninu, reynir að róa taugarnar og veit- ar jafnvel til áhorfenda. Athygl- isgáfan er þá ekki nógu vakandi — og ógæfan dynur yfir. Oft á tíðum hafa menn flaskað á því að gefa áhorfendum of mikinn gaum — og þegar listamaðurinn tekur við hyllingu áhorfenda að atriði loknu, er öll hætta virðist úti, hafa hinir hræðilegustu atburð- ir stundum átt sér stað. 1 eim, sem framleiða hinn ýmsa útbúnað til loftfim- leika, er alltaf mikil ábyrgð á herðum. Minnsti galli getur kost- að mannslíf — jafnvel fleiri en eitt.*En það eru heldur ekki allir, sem vildu gera það að atvinnu sinni ,að láta lífið hanga á mjó- um streng eða veigalitlum krók. Sumir þora jafnvel ekki að horfa á aðfarir þessar. Góðæri við ísa- fjarðardjúp ÞÚFUM, ísafjarðardjúpi, 18. ág. Stöðugur þerrir og þurrviðri hefur verið síðan 14.. þ.m. Er nú búið að hirða allt sem laust er af heyi með ágætri nýtingu. Er þetta bezta heyskaparsumar, sem lengi hefur verið hér og útlit fyr- ir mikinn og góðan heyfeng. Að vegagerð vinna núna þr.iár jarðýtur í hreppnum, tvær í Ög- urvegi og eru þær komnar utar- lega á Botnshlíð. Önnur í Vatns- fjarðarvegi og er hún komin í Vatnsfjörð og er ætlað að hún ryðji að Þúfum og Skálavík. Mælt er nú fyrir væntanlegri brúargerð á Botnsá og Hópið í Vatnsfirði. Viðrar vel við þá vinnu sem aðra. — P. P. AKRANESI, 21. ágúst. — Aðeins tveir bátar hér fengu síld í dag svo nokkru næmi. Voru það Svanur með 118 tunnur og Sig- rún með 80. Hinir fengu sama og ekkert. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.