Morgunblaðið - 25.08.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1956, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ taugardagur 2!i. ágúst 1956 Frá Belgíska Kongó Framhald af bls. 9 cg vatnahesía. Á einum stað fór leiðsögumaður okkar með okkur niður að uppáhaldshyl vatna- hestanna, þar sem hægt er að standa 3—4 metra frá þeim, og horfa á þá velta sér í leirnum og vatninu. Eftir að hafa séð öll þessi dýr en engin ljón, var aðaláhugaeíni okkar að sjá ljón og loksins sá ég 5 þeirra einn morguninn, en í gegnum kíki, þau voru það langt í burtu. Seinasta morguninn fór maðurinn minn einn með leiðsögu manninum og sáu þeir 19 ljón og kvikmyndaði hann sum þeirra mjög nálægt. Þegar við fórum, frá Ruindi Camp héldum við enn í norður og ókum nú í gegnum þétta skóga. í þessum skógum bera all- ir innfæddir menn vopn, svo sem spjót eða boga, ekki eingungis sér til varnar gegn villidýrum, sem verða á vegi þeirra heldur einnig til þess að afla fæðu. „ANDARNEFJUR". Eftir 550 km akstur komum við til Bunia, og hér sá ég það sem maðurinn minn hafði lofað mér, að ég myndi sjá, en sem ég kvæmdur á. Þær eru 15, sem eftir eru og eru frá 60—80 ára. Þær voru kallaðar saman, svo að við gætum tekið myndir af þeim og var alveg ótrúleg sjón að sjá þær. Minnsta platan var um 3 cm í þvermál og sú stærsta var eins stór og undirskál og voru þær um 2 cm á þykkt og margar voru skreyttar með mislitum perlum. MEÐAL DVERGA. Frá Bunia ókum við 2Ö0 km til Epulu í gegnum hinn fræga Ituriskóg, sem dvergkynflokkarn- ir (Pygmies) byggja. Á leiðinni sáum við öðru hverju þétta ó- venjulega fólk, sem er fíemur dökkbrúnt en svart á hörúnd, og er talið hafa byggt Afríku áðúr en Svertingjar komu þangað. Hér má bæta við, að mánnfræð- ingar flokka dvergkynflokkinn í flokk alveg út af fyrir sig en ekki með Svertingjum, þó að þeir séu svartir á hörund, því að þeir eru Hamítar. Þetta er ekki eins flókið og það sýnist, þegar tekið er til greina, að Igorotkynflökkurinn á Filippseyjum er eins á hörunds- lit og dvergflokkurinn og ekki er hægt að teija hann til negra. Þeir sýndu okkur, hvernig þeir byggja kofa sína úr greinum og laufi og hvernig þeir geta klifr- i að upp tré á svipstundu. Við einn kofann sá ég konu, matbúa kvöld- verð sinn, sem voru soðnar hnet- ur. Dvergarnir eru góðar boga- skyttur og sýndu þeir oklcur bog- fimi sína. Þeir nota litla boga, sem eru þaktir apaskinni og örv- ar með málmoddi eða skörpum tréoddi og þaktar eitri. Við keypt um af þeim boga og báðar örva- tegundirnar sem minjagripi. í Epulu fengum við líka að sjá, hvar Okapar eru handsamaðir. Okapi er óvenjulegt dýr, sem finnst hvergi nema í Ituriskóg- inum hér í Kongo. Þetta dýr lít- ur út eins og samsetning af mörg- ur öðrum dýrum, það hefur rák- ótta afturfætur líkt og zebra- dýr, skrokk líkt og elgur og höfuð líkt og á gíraffa. Það er mjög eftirsótt í dýragarða og var búið að handsama 27 Okapa í Epulu til þess að senda í dýra- garða út um allan heim. Mangbelu-þjóðflokkurinn hefur það fyrir sið að reifa höfuð ung- barna, svo aS höfuðkúpan fær sérstaka ílanga lögun. Þetta er stælt frá Forn-Egyptum. hafði átt bágt með að trúa. Það eru konur með munn eins og andarnef. í mörg ár tóku Arabar fólk til þrælkunar, hér, þ.e.a.s. fram að aldamótum og tóku sumir kyn- flokkar það til bragðs að skera gat í efrivörina á kvenfólki sínu og setja tréplötu í gatið, til þess að gera þær ófærar til þrælasölu. Þessi tréplata var tekin úr éftir litla stund og smám saman var vörin víkkuð út með því að setja stærri og stærri plötur í hana, þangað til í sumum tilfellum að vörin með plötunni í var orðin eins stór og undirskál. Þessi siður varð sjálfdauður, þegar þrælasala var afnumin, en hér í Bunia eru til eftirlifandi konur, sem þessi siður var fram- Fólk dvergkynflokksins er mjög stutt eins og naín þeirra gefur til kynna; menn eru um 135—140 cm á hæð og konurnar um 130—135 cm. Þeir klæðast nærri engu og eru mjög frum- stæðir, íesta sjaldan rætur á ein- um stað, heldur reika um skóg- inn og skipta um aðsetursstað eftir því hvar veiðin er hagstæð- ust. Þeir kunna ekkert til rækt- unar en eru góðir veiðimenn, þess vegna setjast þeir að um stund nálægt einhverjum Bantukyn- flokki og sjá þeim kynflokki fyrir kjötmeti en fá svo mjólkurmat og salt, sem þeim þykir afar gott, í staðinn frá þeim. Við fundum lítið þorp dverg- anna í Ituriskóginum og hér sá- um við þá við sín daglegu störf. „FILAK KANNíBALS". Við sáum líka tamda afríkanska fíla í Epulu. Þótt Hannibal hafi notað afríkanska fíla, þegar hann fór yfir Alpafjöllin með herdeild- ir sínar, þá hefur verið talið ó- mögulegt að temja afríkanska fíl- inn síðan. En fyrir 40 árum byrjuðu Belgíumenn á tilraunum með að temja fílana og hefur það tekizt framar öllum vonum og nú er 1 hægt að sjá fílana hér við vinnu á hverjum degi með vagna í eftir- dragi og við tréflutning. Frá Epuiu ókum við 250 km til Irumu til þess að ná flugvél- inni, sem fór með okkur til Paul- is, sem er 500 km lengra norður. Hér sáum við Mangbetukyn- flokkinn, sem reifar höfuðin á ungbörnum sínum, svo að hnakk- inn á þeim verði langur og upp- mjór. Það er talið, að þessi siður hafi átt upptök sín í Forn-Egypta landi og að Mangbetukynfiokk- urinn reifi höfuðin á börnum sín um, svo að höfuðlag þeirra iík- ist höfuðlagi konunga Forn- Egypta. Eg sá eitt barn, sem var aðeins tveggja vikna gamalt og höfuð- ið á því var þegar í reifum, og á götunni í Paulis sá ég margt fólk með hin einkennilegustu höíuð eftir þessar reifar. Konur þessa kynflokks hafa sporöskjulagaða mottu, sem köll- uð er „Negbe“, á sitjandanum og setjast þær alltaf á hana, þegar þær setjast niður. Þær dönsuðu Drengir, sem bursta sltó á götum úti, sjást l»ér sitja í kennslustund og hlnsta á Kwon Ung Pal, lögreglnþjón, sem kennir í skóla, sem cr sérstaklega ætlaður fyrir unglinga, sem bureta skó, selja blöð o. fl. á göíum Seoul, höfuðborgar Suöur-Kóreu. í skólanum eru 670 drengir, og stóð Kwon fyrir síofnun hans árið 1952. Þá var það starf hans m. a. aS handsama drengi, sem betluðu og stálu, en hann komst að því, að það var betri lausn á málinu að reyna að upplýsa drengina en refsa þeim. UNESCO og UNKRA hafa lagt fram talsverðar fjárhæðir tkl að bæta starísskilyrði skólans. Siæmar heyskaper- horfur í Skagalirðí SAUÐARKRÓKI, 16. ágúst. — Heyskapartið hefur verið slæm það sem af er ágústmánuði í Skagafirði, stöðug norðanáti og kuldi. Horfir fremur illa með heyskap, sérstaklega í út-Skaga- firði. Bændur eiga mikil hey úti og hefur enginn heill þurrkdagur komið hér í hálfan mánuð. í gær landaði togarinn Sval- bakur hér 240 lestum af karfa til flökunar í frystihúsinu. — Jón. fyrir okkur dans eitt kvöldið og var dansinn dansaður sitjandi á stólum eða réttara sagt skemlum, í kringum stóran varðeld. Frá Paulis flugum við til Stan- leyville, sem liggur við ána Kongo og hér sáum við Wagenia fiskimennina, sem veiða fisk í fiskigildrur sínar í „kataröktun- um“ fjóra km frá Stanleyville. í margar aldir hafa Wageniafiski- mennirnir fiskað í þessum flúð- um með því að festa í steinana hornlagaðar körfur, sem fisk- arnir synda inn í með vatninu og komast eklci út úr aftur. „HEIMA ER BEZT“. í 'Stanleyville fórum við um SAUÐARKRÓKI, 18. ág. — Ný- lokið er álagningu útsvara á Sauðárkróki. Alls var jafnað nið- ur 1,4 milljónum kr. Hæstu gjald- endur eru: Kr. Kaupfélag Skagfii'ðinga 113.500 Sigurður Sigíússon 69.600 Olíufélagið h.f. 45.000 Olíuverzlun íslands h.f. 24.700 Óli Bang lyfsali 20.900 Haraldúr Júlíusson 18.600 Torfi Bjarnason, héraðsl. 18.200 Vilhjálmur Hallgrímsson 17.300 Þórður P. Sighvats 12.400 Sigfús Sigurðsson 11.300 Jóhanna Blöndal 11.200 Kristinn P. Briem 11.100 Guðjón Sigurðsson 10.100 Konráð Þorsteinsson 10.000 — jón. borð í fljótabát, sem ég er nú að skrifa í og þegar við komum til Leopoldville mnn- um við fljúga til baka til Stanleyville og þaðan -til Kairo og síðan til Rivierastrandarinnar. Það er möguleki á að ég muni síðan koma til íslands og þó að ég hafi nú ferðazt yfir 10000 km. í Kongo og Ruanda-Urundi og þrátt fyrir öll min æviníýra- legu ferðalög út um allan hcim, hlakka ég alliaf mest til að koma til íslands. iUNDÚNUM, 22. ág. Brezka lugfélagið BEA hefur aldrei ;rætt eins mikið á starfsemi inni og s.l. ár. Nettótekjur élagsins urðu þá um 600 þús- ind sterlingspund, að því er ramkvæmdastjóri félagsins ipplýsti í viðtali við frétta- nann brezka útvarpsins í dag. ^.rið þar áður varð hreinn góði af flugvélum félagsins „aðeins“ 63 þúsund sterlings- pund. LUNDÚNKR — MOSKVA Framkvsemdastjórinn gat þess einnig að innan skamms hæfust viðræður milíi forystumanna félagsins og framkvæmdasíjórn- ar rússneska flugfélagsins Airo- flot um það, hvort ekki væri tímabært að félögin tækju upp flugferðir milli Lundúna og Moskvu. Eins og kunnugt er, heldur rússneska flugfélagið Rússar vílja ríkjamenn í ásamt skandinaviska flugfélag- inu SAS uppi flugferðum milli Norðurlanda og Moricvu, cn eng- ar beinar flugsamgöngur eru nú miili Lundúna og Moskvu. HVAÐA VÉLAR? BEA ráðgerir að koma við í Berlín, ef sarnningar takast um flugferðir til Moskvu. Ekki er ákveðið, hvaða vélar félagið mun nota til flugsins, en svo gæti farið að það yrði fyrst í stað að fá leigðar þrýstiloftsfar- þegaflugur af systurfélagi sínu, BOAC. 600 MÍLUR Á KUST. — 70 FAUÞEGAR Þá gat framkvæmdastjórinn þess að félagið hygðist láta smíða fyrir sig nýjar þrýstiloftsflugur, sem það ætlar að nota á leiðinni: Lundúnaborg — Róm. Eiga þær að fljúga 600 mílur á klst. og taka 70 farþega. heyja einvígi við Banda- frjálsum íhróttum MOSKVU. — Rússar hafa nú boðið Bandaríkjamönnum til frjálsíjjróttaeinvígis á næsta ári. Hafa þeir tilkynnt að þeir hafi boðið Bandaríkjamönn- um að senda eins marga frjáls íþróttamenn og þeir vilja og segjast þeir vera fúsir til að greiða allan kostnað af keppn- inni. Rússar vænta þess a3 keppnin verði í júlí næsía ár og, ef Banda- ríkjamenn geta ekki sent lands- lið sitt þá til keppni, hjóðast þeir til að fresta henni þar til 1958. — Er gert ráð fyrir að einvigið fari fram í Moskvu. Formaður Frjálsíþróttasam- bands Sovétríkjanna, L. Komen- kov sagði á blaðamannafundi ao Bandaríkjamenn geti sent eins marga þátttakendur og þeir vilji, enda sé það ósk Rússa að kynni takist með frjálsíþróttagörpum þessara tveggja stórþjóða. Dan Ferris, ritari bandaríska íþróttasambandsins, liefur sagt að boð Rússanna hafi ekki borizt ennþá, en bætti því við að banda- rískir íþróttamenn mundu fagna slíku booi. Það væri alltaf gaman að skreppa til Moskvu, bæíti hann við. Mísjsfn síEdaraffi hiá f GÆR var síldarafli mjög mis- jafn hjá Suðui-nesjabátunum. Voru nokkrir með góðan afla, en aðrir með sáralítið eða ekkert. Frá Grindavík voru 18 bátar á sjó í gær og voru með samtals 584 tunnur. Aflahæst var Guð- björg með 98 tunnur og Krist- björg og Maggi næst með 75 tunnur Hvor. 16 bátar voru á sjó frá Sand- gerði og voru þeir með alls 470 tunnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.