Morgunblaðið - 04.09.1956, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
T>riðjudagur 4. september
> i ' JT l
LOUIS COCHRAN:
. SONUR HAMANS
fl. ___ __ _____________L'
Framhaldsagan 20
vissi allt hið sanna og tal myndi
ekki verða til neins gagns Ekki
gat hana heldur iðrað þess, að
hún skyldi bera í heiminn þá einu
mannveru, sem sýnt hafði henni
hreina ást og sem bauð heiminum
byrginn, svo djarfur og einbeitt-
ur. —
Og Lije aumkaði hana og unni
henni. Hann aumkaði hana vegna
þeirra óskapa, sem höfðu hrakið
hana úr hlýlegum griðastað til
sultarlegs landnemaþorps, til
þess að verða þar leiksoppur ban-
vænna mosquitoflugna og kven-
óðra siðleysingja. Og hann dáði
hana og elskaði vegna þess að
hún æðraðist aldrei og vegna
þess að hún nefndi aldrei mann-
inn, sem hafði hrundið henni frá
sér og valdið böli hennar.
Lije vissi, að ást hennar til
þess manns hafði fyrir löngu ver-
ið særð og svívirt, unz hún kuln
aði út, með öllu og skildi eftir
sig einhvers konar daufan ilm,
orsakir hvers Lije gat aðeins
óljóst rennt grun í.
Og þess í stað hafði svo, smátt
og smátt, þróazt grófgerðari og
klúrari ást til annars manns, —
kannske margra manna.
Hún hafði sætt grimmilegri og
ómannúðlegri meðferð og Lije
furðaði sig á því, með biturri
undrun, að hún skyldi nú, þegar
hún gerðist gömul, lúta svo auð-
mjúk og iðrandi, þeim guði, er
ávallt hafði sýnt henni tilfinn-
ingaleysi og íært henni böl fyrir
blessun.
Er þau komu í lundinn, sáu þau
að löngu trébekkirnir, sem settir
höfðu verið upp við jaöar trjánna
og náðu þaðan yfir hundrað feta
svæði hringmyndað, voru þegar
þéttsetnir fólki. Margir hinna síð
komnu tóku út vagnsætin og
lögðu svo borð á miili þeirra, sem
hægt var að sitja á. í endarjóðurs
ins var vagn, sem var alveg tóm-
ur, að öðru leyti en því, að fest
hafði verið í honum ofurlítið
borð, þar málti aðeins koma fyrir
biblíu og vatnskönnu. Á borðinu
stóð einnig Ijósker, sem lýsti eins
og ofursmár viti í daufu tungls-
skininu, en það yrði látið tii hlið-
ar, þegar prédikarinn byrjaði
þjónustuna. Fleiri Ijósker héngu
í trjánum og sameinuð birta
þeirra sveipuðu tóma vagninn
fölleitri skímu.
Þegar Lije og móðir hans ruddu
sér leið að auðu rúmi inni í rjóðr-
inu miðju, þyrlúðust rykmekkir
upp undan fótum þeirra.
„Ég heíði átt að vera berfætt“,
hvíslaði gamla konan að syni sín-
um. ,,Þá hefði ég eklci atað svona
út skóna mína og sokkana'*
„O, það gerir hvorki til né
frá", — Lije leit forvitnislega í |
kringum sig um leið og hann setti
hattinn á hné sér. „Hver heldurðu
yíirleitt að sjái fæturnar á þér,
mamma?“
í fyrstu sá hvorugt þeirra
nokkurt kunnugt andlit. Fólk úr
margra mílna fjarlægð var sam-
an safnað í kringum þau. Kon-
ur með kornmylkinga, sem þær
lögðu á brjóst sér í allra augsýn,
hópur af æstum, opineygum börn
uin, sem síðar myndu sofna djúp-
um sveíni í örmum foreldranna,
á meðan þeir hlustuðu með vax-
andi skilningi á orð prédikarans.
Meðan Lije litaðist um, beind-
ist athygli allra skyndilega í
sömu áttina og nú fylgdu augu
manna bróður Watkins, þegar
hann klifraði léttilega yfir hjól-
nöfina og upp í vagninn. Svo
sneri hann sér að söfnuðinum.
Það var ekkert sem minnti á
meinlætamanninn, í útliti bróður
Raccoon Watkins. Beinastór og
rjóður í kinnum, gnæfði hann
full sex fet yfir áheyrendur sína
og kringlótt, skærblá augu hans
Ijómuðu af ánægju. Um stund
stóð hann hreyfingarlaus, hélt
höndunum fyrir aftan bak og
drakk áfjáður í sig hina þögulu
aðdáun hundraðanna fyrir fram-
an sig.
Er hann hafði virt söfnuð sinn
þannig fyrir sér, rétti hann fram
| hendurnar, með útglenntum fingr
um.
„Látum oss krjúpa og biðja“,
skipaði hann með sterkri, hljóm-
fagurri röddu og við undirspil frá
fjölda hnjám, er beygðu sig brak-
andi, krupu þau Lije og móðir
hans.
Eftir þessa inngangsbæn, sem
var hávær hvatning til Heilags
Anda um að stíga niður og blessa
samkomuna, risu allir á fætur
og sungu undir stjórn prédikar-
ans: — „Lauga mig, lauga mig,
lauga mig í lambsins blóði“.
Þegar komið var að fjórðu end
urtekningunni, söng allur mann-
fjöldinn með, utanbókar, eins og
einn maður væri, stjórnað af sefj
andi hvatning frá manninum,
sem bar hæst fyrir framan hóp-
inn. —
„Nú“, sagði hann, þegar síðasti
ómur söngsins barst út í kyrrð-
ina og hljóðnaði, en mannfjöld-
inn þagði eftirvæntingarfullur. —
„Nú langar mig til að biðja ykk-
ur um að syngja eftirlætissöng-
inn minn. Það er yndislegur sálm
ur, vinir mínir, yndislegur sálm-
ur. Ég söng hann fyrst, er ég var
lítill drengur heima í gömlu
Carolinu. Við kunnum hann öll.
Allir þeir sem vilja vera kristnir
ættu að syngja með, en þeir sem
vilja fara til Satans, geta haldið
Tilboð
Tilboð óskast í eftirfarandi tæki fyrir 5 fjölbýlishús
Reykjavikurbæjar við Gnoðarvog:
15 katlar, .10 ferm. hver að stærð.
15 sjálfvirka olíubrennara.
15 rafmagnsknúnar dælur.
15 hitavatnsgeyma, 1100 lítra.
15 blönduloka.
Miðstöðvarofna í 120 íbúðír.
Lýsingar og teikninga má vitja á teiknistofu minni.
Tómasarhaga 31 og verða tilboð opnuð þar 25. þ.m.
GÍSLI HALLDÓRSSON, arkilekt.
ráxlm fyrir karlmann
Reglusamur og lipur maður á aldrinum frá 25 til 40
ára, getur fengið fasta atvinnu við pakkhús — lager —
og framleiðslustörf í Laugavegsapóteki. Uppl. á skrifstof-
unni á Laugaveg 16.
Hið HEIMSFRÆGA
Rúgkex
Ný scníiing komin til Iandsins.
Ileidsöluhirgðir:
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
Viðskiptafræðingur eða maður vanur skrifstofustörf-
um, bankaviðskiptum, bókhaldi og innflutningsverziun,
getur fengið góða framtíðaratvinnu nú í haust hjá stóru
verzlunarfirma hér í bænum. Umsóknir með upplýsing-
um, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist afgr.
Mbl. merkt: Skrifstoíuvinna — 4045“.
ÞaS er ódýrt að nota.
P I C C O L O
Fæst í næstu búð í eftir-
töldum umbúðum:
Gler flöskum
Plastic flöskum
— dúkkum
UTVARPIÐ
L BRYNJOLFSSON & KVARAN
Þriðjudagur 4. september:
Fastir liðir eins og venjulega. —
19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms-
um löndum (plötur). — 20.30
Erindi: Frá Uppeldismálaþingi í
Fontainebleau (Símon Jóh.
Ágústson prófessor). — 20.55
Tónleikar (plötur). — 21,20 íþrótt
ir (Sigurður Sigurðsson). — 21.40
Frá tónlistarhátíð Alþjóðasam-
hands nútímatónskálda í Stokk-
hólmi í júní s.l. — 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. Kvæði kvölds-
ins. — 22.10 Haustlcvöld við haf-
ið, sögur eftir Jóhann Magnús
Bjarnason, I. (Jónas Eggertsson).
— 22.30 „Þriðjudagsþátturinn",
— óskalög ungs fólks og fleira.
Jónas Jónasson og Haukur Mort-
hens sjá um þáttinn. — 23.10
Dagskrárlok.
1) Sirrí heíur neitað bónorði
Phils og hann gengur brott frá
henni heim að tjaldbúðunum.
2) Allt lífið er einskis virði
fyrir hann.
3) Þegar hann ætlar að ganga
inn í kofann verður honum litið
á kassa sem stendur þar hjá. —
Alkóhól.
4) Undarlegur glampi kemur i
augu Phils.