Morgunblaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 12
12
\t O R C l / V fí T A fí 1 fí
Surmudagur 30. sept. 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Bramkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: 'Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso^
Ritstjóm: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands.
í iausasölu kr. 1,50 eintakið
JT
A morgun getur það
orðið of seint
SÍÐASTLIÐIN 10 ár hafa lýð-
ræðisöflin á Islandi staðið
laman að ríkisstjóm. Jafnframt
hafa lýðræðisflokkamir, án til-
lits til þess, hvernig stjórnar-
samvinnu hefir verið háttað á
kverjum tíma, haft nána sam-
/iimu um mótun íslenzkrar ut-
anríkisstefnu.
Utanríkisstefna íslands hef-
ir fyrst og fremst verið
hygg:® á þeim grundvelli að
Islendingar væru vestræn
lýðræðisþjóð, sem ætti sam-
leið með þeim þjóðum, sem
henni væru skyldastar að
menningu, uppruna og stjórn-
arháttum.
í samræmi við þessa grund-
vallarskoðun hafa Islendingar
gengið í ýmis alþjóðleg samtök
og tekið þátt í margvíslegri
samvinnu vestrænna þjóða, þar
á meðal Norður-Atlantshafs-
bandalaginu.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóð-
arinnar hefir verið þessari stefnu
eindregið fylgjandi. Og óhætt er
að fullyrða að svo sé enn.
Áhrif Þjóðvarnar
í ALÞINGISKOSNINGUNUM
1953 gerðist sá atburður, að nýr
flokkur, Þjóðvarnarflokkur ís-
lands, fékk fulltrúa kosna á
þing. Flokkur þessi hjó talsvert
inn í raðir Framsóknarmanna og
kommúnista. Og hann fylgdi
stefnu hinna síðarnefndu í utan-
ríkismálum, barðist af harð-
fylgi gegn vörnum íslands og
þátttöku landsins í varnarsam-
tökum vestrænna þjóða.
Framsóknarmenn höfðu varið
Utanríkisstefnu lýðræðisflokk-
anna af hinu mesta kappi fyrir
kosningarnar 1953. En eftir
kosningamar, og sérstaklega eft-
ir að líða tók á kjörtímabilið,
tóku þeir að nálgast stefnu Þjóð-
varnarmanna og kommúnista.
Átti þetta þó fyrst og fremst
við um suma leiðtoga Framsókn-
arflokksins, sem töldu verulega
hættu á að flokkurinn tapaði
nokkrum kjördæmum við næstu
kosningar vegna oddaaðstöðu
Þ j óð varnarmanna.
Niðurstaðan varð svo sú að 28.
marz sl. sviku Framsóknarmenn
og Alþýðuflokksmenn hina sam-
eiginlegu stefnu lýðræðisflokk-
anna í öryggismálunum og gengu
í bandalag við kommúnista og
Þjóðvarnarmenn um að sam-
þykkja, að vamarsamningnum
frá 1951 skyldi sagt upp og ísland
gert vamarlaust.
Ástæða þessarar stefnu-
breytingar var fyrst og fremst
tilkoma Þjóðvarnarflokksins
og ótti Framsóknarmanna við
hann. Óhætt er að fullyrða að
engin almenn skoðanaskipti í
afstöðunni til varnarmálanna
hafi átt sér stað meðal Fram-
sóknarmanna á siðasta kjör-
tímabili. Þeir töldu stefnu-
breytinguna aðeins pólitiska
nauðsyn vegna yfirvofandi
hættu á að tapa nokkrum
kjördæmum.
Örlagarík svik
Þessi svik Framsóknarflokks-
ins við hina sameiginlegu stefnu
lýðræðisfloickanna í öryggismál-
málunum hafa reynzt hin ör-
lagaríkustu. Þau hafa haft í för
með sér stórkos: ogan álits-
hnekki fyrir ísland meðal vest-
rænna lýðræðisþjóða. Hins veg-
ar hefir hinni nýju utanríkis-
stefnu íslendinga verið ákaft
fagnað í Moskvu og leppríkjum
kommúnista. Hafa Rússar síðan
unnið að því að auka áhrif sín
á íslandi að margvíslegum leið-
um.
í dag dylzt það hvorki ís-
lendingum né öðrum vestræn-
um þjóðum að ísland siglir
hraðbyri í austurátt. Tengsl-
in við vestrænar þjóðir verða
ótraustari, en áhrif Rússa og
hinnar austrænu stefnu á ís-
lenzkí þjóðlíf vaxa með degi
hverjum.
Stefna kommúnista
sigraði
Á þessu sumri hafa þannig orð-
ið þáttaskil í íslenzkum stjórn-
málum. Samvinna lýðræðisflokk-
anna undnafarin ár um utanríkis-
og öryggismál hefur byggzt á því
að Island væri vestrænt land,
sem vildi fyrst og fremst hafa
nána samvinnu við vestrænar
lýðræðisþjóðir og sjá öryggi sínu
borgið í samtökum með þeim.
Nú hefur stefna kommúnista orð-
ið ofan á. Sú stefna, að gera ís-
land varnarlaust, rifta samvinn-
unni við lýðræðisþjóðirnar, en
halla sér stöðugt meira að Sovét-
ríkjunum og leppríkjum þess.
Þetta er í fáum orðum sagt,
það sem gerzt hefur. — Hin
nýja ríkisstjórn undir for-
ystu kommúnista og for-
manns Framsóknarflokksins
hefur tekið einræði austursins
fram yfir lýðræði vestursins.
Austur fyrir járntjald
Það er ekki ofmælt, að í raun
og veru geti svo farið, að íslenzka
þjóðin vakni við það innan
skamms tíma, að land hennar sé
komið austur fyrir járntjald i
pólitískum, efnahagslegum og
hernaðarlegum skilningi, svo ör
hefur óheillaþróunin verið und-
anfarna mánuði.
Það er staðreynd að kommún-
istar eru nú sterkasta aflið í rík-
isstjórn íslands.
Þannig hefur Framsóknar-
flokkurinn, sem segist vera milli-
flokkur í íslenzkum stjórnmál-
um, haldið á spilunum. — Hann
hefur rænt fslendinga trausti
meðal vestrænna lýðræðisþjóða,
fengið kommúnistum lykilað-
stöðu í ríkisstjórn og stýrir nú
landinu óðfluga austur fyrir
járntjald.
Þetta er staðreynd, sem all-
ir lýðræðissinnaðir íslending-
ar verða að átta sig á í dag.
Á morgun getur það orðið of
seint.
UTAN IÍR HEIMI [
U erui
J PóíLncL
rúáóneáhip ormátuiiiig -
menn íieiri en póíáh
í
vikunni var þess get-
ið í fréttum, að pólskur orrustu-
flugmaður hefði flúið land og
nauðlent flugvél sinni á Borg-
undarhólmi. Maður þessi er 29
ára að aldri, heitir Gaszcziniak
— og er hann þriðji Pólverjinn,
sem leitar hælis í Danmörku á
þennan hátt.
Gaszcziniak var í flugsveit,
sem staðsett er á flugvelli
skammt frá Poznan. Var hann á
æfingaflugi — og sá sér færi á
að yfirgefa flugsveit sina og
reyna að komast yfir til Borg-
undarhólms. Var þetta skömmu
fyrir hádegi á þriðjudag.
u,
m þessar mundir er
verið að byggja flugvöll á Borg-
undarhólmi — og er bygging
flugbrautarinnar um það bil
hCfnuð. Hermenn, sem þarna
voru á verði um þetta leyti, veittu
því skyndilega eftirtekt, að pólsk
orrustuflugvél af gerðinni MIG-
15 flug inn yfir eyjuna — og
voru hermenn þegar hvatir á
vettvang. Stóðu þeir reiðubúnir
við loftvarnabyssur, en hleyptu
ekki skoti af. Er flugvélin hafði
hringsólað yfir hinni hálfgerðu
flugbraut í um það bil stundar-
fjórðung — lækkaði hún mjög
flugið og virtist búast til lend-
ingar. Þó hleypti flugmaðurinn
hjólunum ekki niður — heldur
lenti hann svokallaðri „magti
lendingu" þar eð engra annarra
kosta var völ. Er þarna sendið
flatlendi, nokkuð þéttvaxið gras-
brúskum.
1 lugvélin nam við
jörðu, og tókst flugmanninum að
halda henni réttri — og varna
því, að vængirnir rækjust á
jörðuna. Eftir að hafa runnið um
800 metra stöðvaðist flugvélin
fyrst — og hafði þá glægt langa
rák í sandinn. Loftop þrýstilofts-
hreyfilsins er í nefi flugvélar-
inar — og hafði það fyllzt jarð-
vegi. Komu nú slökkviliðs- og
sjúkrabílar akandi á fleygiferð,
en aðstoð þeirra reyndist ónauð-
synleg. Flugmaðurinn stökk út
úr flugvélinni óskaddaður, en
annar vængur hennar hafði lask-
azt lítillega.
„Þetta heppnaðist vel“ — sagði
hann á þýzku við þann, sem fyrst-
ur kom að. „En hvernig í ósköp-
unum stendur á að flugbrautin
er ekki lengri en þetta? Á upp-
drættinum, sem ég hef, er hér
löng flugbraut". Já, það þótti
nokkuð athyglisevrt, að pólskir
orrustuflugmenn skyldu hafa svo
nákvæma vitneskju um hervarn-
ir Danmerkur. Þeir höfðu aðgang
að uppdráttum af dönskum flug-
völlum áður en þeir voru full-
gerðir — og áður en danskir her-
flugmenn höfðu fengið þá.
■Li ögreglan tók Pólverj-
ann þegar í sína umsjá, en áður
höfðu þeir, er fyrstir komu á
staðinn spurt hann spjörunum
úr — og þess vegna fengu dönsk
blöð þegar nokkuð nánar fregn-
ir af ástæðum til flótta flug-
mannsins.
„Eg gat ekki lengur haldið út
ástandið í Póllandi" — sagði
hann — „og það var ástæðan til
þess að ég tók áhættuna. Hann
kvað mikla óró nú vera í Pól-
verjum — og hefði alveg soðið
upp úr í sumar, er óeirðir brut-
ust út í mörgum verksmiðju-
borgum — svo sem Poznan. Sér-
lega kvað hann mikla ólgu vera
í pólskum herflugmönnum eftir
að þeim var skipað að skjóta á
verkamenn, sem til óeirðanna
efndu í Poznan. Kvaðst hann
vita um allmarga,- sem skotnir
hefðu verið niður á flótta úr
landi.
MIG-15 á Borgundarhólmi árið
1953. — Þá flúðu tveir orrustu-
flugmenn við illan leik.
ar tvær, er hinir tveir Pólverj-
arnir voru á, sem áður flúðu til
Borgunarhólms, voru einnig
MIG-15. Skýrði hann frá því að
lítill hluti af þeim orrustuflug-
vélum, sem i Póllandi væru, væru
mannaðar Pólverjum. Rússneskir
flugmenn eru þar í meirihluta
— og fljúga þeir nýrri gerðum,
MIG-17 og 19. Eru þessar nýrri
gerðir staðsettar við yztu mörk
Rússaveldis, en eldri gerðir hafa
verið fluttar inn í land.
M,
IG er skammstöfun
nafna þeirra manna, er teiknuðu
flugvélina, og heita þeir Mikoyan
og Gurevichs. Kom flugvélin
fyrst til sögunnar í Kóreu-styrj-
öldinni, og beittu Sameinuðu
þjóðirnar þar gegn henni banda-
rísku Sabre-orrustuflugvélunum.
Þær bandarísku voru hraðfleyg-
ari og liprari í loftinu, en engu
að síður höfðu MIG ýmsa kosti
til að bera, sem hinar bjuggu
ekki yfir. MIG varð samt að lúta
í lægra haldi fyrir Sabre, og
komu flugmenn S. Þ. t. d. fljótt
auga á það, hve svifaseinar MIG
flugvélarnar voru. í orrustum
voru MIG flugmenn þess vegna
oft tældir til að leika þær kúnst-
ir, sem flugvélar þeirra þoldu alls
ekki — og kom það ekki svo
sjaldan fyrir, að stélin brotnuðu
beinlínis af rússnesku flugvélun-
um.
E
ftir að KóreUstyrjöld-
inni lauk hafa Rússar unnið að
endurbótum á MIG, og fyrir
nokkru hófu þeir framleiðslu á
MIG-17. Ekki alls fyrir löngu
kom síðan enn ein ný fram á
sjónarsviðið — og nefnist sú
MIG-19. Er það eina orrustuflug-
vél Rússa, sem flogið getur með
hraða hljóðsins — og er hún sögð
búin þungum vopnum. Er einna
helzt hægt að jafna henni við
brezku orrustuflugvélina Hunter,
en þó er sú brezka talin taka
MIG-19 fram á flestum sviðum.
Fi
lugvélin, sem Goszcz-
iniak flaug, er af gerðinni MIG-15
en hún er aðeins fullkomnari en
fyrri gerðin, sem þekkt er úr
Kóreu-styrjöldinni. Flugvélarn-
íslenzkur píanóleikari vekur afhygli
UNGUR íslenzkur píanóleik-
ari, Guðrún Kristinsdóttir,
hélt hljómleika í fyrrakvöld í
Oddfellow-höllinni í Höfn.
Tónleikar ungfrúarinnar vöktu
mikla athygli í Kaupmanna-
höfn og fóru blöðin þar vin-
samlegum orðum um þá. —
Politiken segir m. a. að undr-
un sæti, hversu vel hún hafi
leikið. Og blaðið heldur áfram:
„Pianótónleikarnir í heild
voru svo góðir að við getum
vænzt óvenjumikils af þessum
efnilega píanóleikara. Rerlinga
tíðindi segja að Guðrún hafi
fyrst komið fram í fyrra og
þá hafi leikur hennar vakið
mikla athygli. Síðan hafi hún
lært margt og einkum hafi
tækni hennar fleygt fram.
Sósíaldemókraten segir loks
að ekki sé hægt annað en bera
djúpa virðingu fyrir leik ung-
frúarinnar.
Guðrún Kristinsdóttir hefur
lært hjá Haraldi Sigurðssyni,
en síðar fór hún til Vínar til
framhaldsnáms.
Sinfónmsveitin
í hljómleikaför
ÍBÚARNIR á Selfossi eiga von
góðra gesta á miðvikudagskvöld,
en Sinfóníuhljómsveitin kemur
þangað í heimsókn og leikur í
Selfossbíói kl. 9 um kvöldið, und-
ir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Ein-
söngvari verður með hljómsveit-
inni, Kristinn Hallsson óperu-
söngvari.
Á sunnudaginn kemur fer
hljómsveitin í hljómleikaför upp
í Borgarfjörð. Leikur hún í Bif-
röst kl. 3,30, en um kvöldið kem-
ur hún til Akraness og verða
hljómleikarnir þar kl. 9. Þessum
hljómleikum stjórnar dr. Páll
ísólfsson einnig og Kristinn Halls
son óperusöngvari verður með
hljómsveitinni.