Morgunblaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. sept. 1956
M ORCVNfíLAÐ1Ð
13
Reykjavíkurbréf:
Laugardagur 29. september
Líður að hausti - Heimsókn P'earsons - atburður vikunnar - Stefna Framsóknar og krala löðrunguð —
Hreinskilinn gestur - sljóir gestgjafar - Stjórnin í stríði við Sjómannafélagið - Ráðherra, sem ekki má
gagnrýna - Þjóðir, sem voru rændar frelsi og sjálfslæði - Getur slíkt gerzt á Islandi! ^
Haustar að
UM miðja þessa viku tók að
kólna í veðri fyrir vestan og
norðan. Gekk þá upp hvöss norð-
austanátt á Vestfjörðum, og á
fimmtudagsmorgun tók að snjóa
á Horni. Um kvöldið var komin
þar mikil snjókoma. Á föstudag
fserðist veðrið austur yfir landið,
og um kvöldið var norðan hvass-
viðri komið um mestallt Norður-
land með slyddu og sums staðar
snjókomu. Um norðanverða Vest
firði var þá töluverð snjókoma.
Hér á Suðurlandi var þá enn
bjart en allmiklu kaldara en ver-
ið hefur undanfarið.
Allt bendir þannig til þess, að
haustið sé að ganga í garð. —
Sumarið var þjóðinni yfirleitt
hagstætt til lands og sjávar, enda
þótt styttra yrði í síldveiðum en
menn gerðu sér um skeið von
um. Bændur hafa heyjað vel og
fénaður mun yfirleitt koma vel
á sig kominn úr afréttum.
Heimsókn Pearsons —
atburður vikunnar
ATBURÐUR vikunnar hér heima
var tvímælalaust koma Lester B.
Pearsons utanríkisráðherra Kan-
ada. Látið var í veðri vaka að
hann kæmi eingöngu í opinbera
heimsókn til íslands sem utan-
rikisráðherra lands síns. Fullvíst
má þó telja, að hann hafi rætt
afstöðu íslands til Atlantshafs-
bandalagsins og varnarsamnings-
ins við Bandaríkin við ríkisstjóm
ina. Um þær viðræður hefur að
sjálfsögðu ekkert verið látið
uppskátt og mun áreiðanlega
ekki að vænta neinnar yfirlýs-
ingar um þær.
í samtali, sem Pearson átti við
íslenzka blaðamenn, komst hann
m. a. að orði á þá leið, að „At-
lantshafsbandalagið yrði alltaf
fyrst og fremst bandalag um
l..ndvarnarmálin.“ Þess væri
ekki að vænta, sagði utanríkis-
rúðhenrann, að efnahagssamstarf
ið færi fram beinlínis innan vé-
banda NATO. En það styrkti
ög bandalagið, að þátttökurík-
.n hafi samráð um efnahagsmál
sín.
Villukenningar
Framsóknar og krata
MJÖG ganga þessi ummæli
Lesters Pearsons í berhögg
við málflutning Tímans og
Alþýðublaðsins undanfarna
mánuði. Þessi blöð hafa hald-
ið því fram, og ætlað íslend-
ingum að trúa því, að leið-
togar NATO telji varnir hins
frjálsa heims nú ekki eirc
þýðingarmiklar og áður. Þess
vegna beri samtökunum að
snúa sér að öðrum verkefn-
um.
Ummæli Pearsons hröktu
þessar kenningar Framsókn-
armanna og krata gersamlega.
Hann lagði höfuðáherzlu á
það, að Atlantshafsbandalag-
ið yrði alltaf fyrst og fremst
varnarbandalag.
Það verður fróðlegt að sjá,
hvernig Tímamenn bregðast við
þessum upplýsingum. Eftir því,
sem á undan er gengið, er ekki
ólíklegt að þeir reyni að telja
lesendum sínum trú um, að Mbl.
eða önnur málgögn Sjálfstæðis-
manna hafi lagt utanríkisráð-
herra Kanada orð í munn. En
eins og kunnugt er, hafa hinir
nýju stjórnarflokkar á íslandi
haldið því fram, að Sjálfstæðis-
menn beri alla ábyrgð á afstöðu
blaða og fréttastofnana í hinum
vestræna heimi til þeirra atburða
sem gerzt hafa í íslenzkum utan-
ríkis- og öryggismálum & þessu
sumri.
Kjarni málsins er sá, að
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn hafa fengið
enn einn löðrung. Þessir
flokkar lýstu því yfir á s.l.
vori með kommúnistum, að
ekki þyrfti lengur að hugsa
um varnir íslands, vegna þess
að ástandið hefði stórbatnað
í aiþjóðamálum.
Meðal allra vestrænna lýðræð-
isþjóða hefur þessi yfirlýsing
verið talin bera greinilega vott
um, að þeir lýðræðisflokkar sem
að henni stóðu, hafi látið fagur-
gala Krúsjeffs gabba sig herfi-
lega.
í orðum Lesters Pearsons felst
í raun og veru nákvæmlega sama
afstaðan. Hann sagði íslenzkum
ar yfirlýsingar, sem ríkisstjórn
íslands barst frá Atlantshafs-
bandalaginu á miðju sumri.
Allt þgtta hugleiðir íslenzka
þjóðin og tekur sína afstöðu til
þess á sínum tíma.
Stjórnin í stríði við
Sjómannafélagið
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík-
ur samþykkti með samhljóða at-
kvæðum s.l. sunnudag að lýsr
yfir óánægju sinni með það, að
ríkisstjómin hefði ekki haft sam-
ráð við félagið og önnur verka-
lýðssamtök í landinu um setning
Lester Pearson utanríkisráðherra Kanada og Emil Jónsson utan
ríkisráðherra íslands á Þingvöllum s. 1. þriðjudag.
blaðamönnum, að allar sömu for-
sendur væru fyrir Atlantshafs-
bandalaginu nú, og þegar það
var stofnað. Heimsfriðnum og
öryggi frjálsra þjóða stafi sízt
minni hætta af Rússum og heims
kommúnismanum nú en áður.
Hreinskilinn g’estur —
sljóir gestgjafar
I LESTER PEARSON hefur þann-
. ig mælt af mikilli hreinskilni við
komu sína til íslands. En gest-
gjafar hans, íslenzka ríkisstjórn-
in, virðast vera fremur sljóir og
skilningslitlir á ummæli hans.
Ráðherrann lýsti því yfir berum
orðum, að ástandið í alþjóðamál-
| um gæfi engan veginn tilefni til
þess, að hinar frjálsu þjóðir
drægju úr vörnum sínum og var-
úðarráðstöfunum.
Tíminn, málgagn forsætisráð-
herrans, setur upp sinn venju-
lega sauðarsvip og túlkar um-
mæli utanríkisráðherrans þann-
ig, að ekki sé frekar þörf fyrir
varnir á íslandi nú heldur en
árið 1949, þegar Islendingar
gengu í Atlantshafsbandalagið.
Sannast nú enn sem fyrr, að
heimskan og yfirborðsliáíturinn
á öruggan bandamann, þar sem
Tíminn er.
Allir hugsandi menn sjá
hins'vegar og skilja, að um-
mæli Lester Pearsons þýða
alit annað. Þau þýða það, að
hvorki íslendingar né aðrar
vestrænar lýðræðisþjóðir geti
slakað á varnarviðbúnaði sin-
um án þess að leiða yfir sig
nýjar hættur.
Þetta var einnig kjami þeirr-
bráðabirgðalaganna um festingu
kaupgjalds og verðlags.
Með þessari yfirlýsingu Sjó-
mannafélagsins voru staðfestar
margar fleiri yfirlýsingar verka-
lýðsfélaga um það, að Hermann
Jónasson forsætisráðherra hefði
farið með fals og biekkingar, er
hann lýsti því yfir frammi fyrir
alþjóð, að rikisstjórnin hefði
gert „samning“ við „vinnustétt-
irnar“ um þessi mál.
En blöð ríkisstjórnarinnar
hafa brugðizt mjög illa við þess-
ari samþykkt Sjómannafélagsins.
Hafa þau ráðizt með mesta of-
íorsi á Mbl. fyrir að hafa skýrt
satt og rétt frá því, sem gerðist
á fundi félagsins s.l. sunnudag.
í þessu hefur að sjálfsögðu fyrst
og fremst falizt árás á Sjómanna-
félag Reykjavíkur. Virðist stjórn
in beinlínis hafa sngt þessu
verkalýðsfélagi strið á hendur,
vegna þess að það heíur átt þátt
í því að afhjúpa blekkingar for-
sætisráðherrans.
Ráðherra, sem ekki má
gagnrýna
TlMINN hefur reynt að gera
Hermann Jónasson að píslar-
votti vegna gagnrýni Mbl. og
margra verkalýðsfélaga á hinni
frægu falsyfirlýsingu hans í út-
varpið. Hefir þetta málgagn
Framsóknarflokksins lagt á það
mikla áherzlu, hversu ómaklegt
það sé af blöðum Sjálfstæðis-
flokksins að vera að gagnrýna
svo friðsaman og vinsælan mann
sem Hermann Jónasson!!
Það er rétt eins og Tíminn
ætlist til þess að hinn nýi for-
sætisráðherra sé hafin upp yfir
alla gagnrýni.
Undir þessa skoðun munu
áreiðanlega ekki margir ís-
lendingar taka. Allar ríkis-
stjómir hafa gott af gagn-
rýni. Og sá forsætisráðherra,
sem hefir leyft sér að koma
fram í áheym alþjóðar og
gefa yfirlýsingar, sem eru
fals eitt og blekkingar, get-
ur vissulega ekki vænzt þess
að honum sé hlíft við gagn-
rýni.
En Framsóknarmenn vita
ikömmina upp á sig og forsætis-
ráðherra sinn. Þess vegna tekur
Tíminn að væla undan hirtingu
Sjómannafélags Reykjavíkur og
málgagna Sjálfstæðisflokksins.
Aðferðir kommúnista
þar og hér
ÓHÆTT er að fullyrða, að mjög
vaxandi skilningur ríki meðal
almennings á íslandi á þeirri
hættu, sem leidd hefir verið yfir
land og þjóð með hinum stór
auknu áhrifum kommúnista og
þar með Rússa á stjórn lands-
ins. íslenzkt fólk tekur að rifja
upp þá sögu, sem gerzt hefir í
mörgum löndum Evrópu undan-
farin ár. Þar tókst Rússum að
; láta fámennar klíkur kommún-
ista sölsa undir sig öll völd og
afnema mannhelgi og lýðræði.
Grátlegasta dæmið um þetta
gerðist í Eystrasaltslöndunum.
Þar áttu þrjú sjálfstæð smáríki
hlut að máli. í upphafi sýndu
Rússar þeim ýmiss konar vinar-
hót, sendu þeim „menningar-
sendinefndir," buðu þeim hag-
stæð viðskipti o. s. frv. En fyrr
en varði fór rússneski bjöminn
að færa sig upp á skaftið. Áhrif-
um lýðræðisaflanna var útrýmt,
og þegar kommúnistaklíkumar
voru seztar á valdastóla, gerðu
Rússar sér lítið fyrir og innlim-
uðu þessi þrjú þjóðlönd í sjálf
Sovétríkin. Þar með var sjálf-
stæði þeirra úr sögunni, harm-
leikurinn til enda leikinn.
Þær þjóðir, sem eru ná-
grannar Eistlendinga, Letta
og Litháa, þekkja þessa sögu
vel. Þær hafa sjálfar tekið á
móti þúsundum flóttamanna
fri þessum þjóðum. Þeir
hafa sagt hinum frjálsa heimi
þá sögu, sem gerðist í löndum
þeirra. Hér fer því ekkert á
milli mála. Staðreyndirnar
um örlög Eystrasaltsþjóðanna
blasa við í sínum skelfilega
sannleika um það, hvernig
kommúnistar undirbúa valda-
rán sitt og freláisþjófnað.
Getur slíkt gerzt
á Ísíandi?
EN GETUR slíkt gerzt á íslandi?,
munu ef til vill einhverjir
spyrja. Eru ekki komrpúnistar
hér á landi allt önnur og „betri
tegund“ af kommúnistum heldur
en sá fámenni hópur kommúnista
í Eystasaltslöndunum, sem und-
irbjó þar jarðveginn fyrir valda-
rán Rússa?
Það er eðlilegt, að íslendingar
eigi erfitt með að trúa því, að
mitt á meðal þeirrar eigin þjóð-
ar finnist menn, sem vinna að
því af alefli að svipta land sitt
og þjóð frelsi og sjálfstæði.
En reynsla allra þjóða af
kommúnistum er hin sama.
Hvar, sem þeir ltafa aðstöðu
til þess að taka Rússa og
heimskommúnismann fram yf
ir sitt eigið föðurland, þá láta
þeir hagsmuni Rússa sitja i
fyrirrúmi. Það er frumskylda
hvers einasta kommúnista að
vera reiðubúin til þess að
svíkja sitt eigið land, ef það
getur orðið Sovétríkjunum
að gagni.
Þetta þekkja Tékkar og Pól-
verjar, Eystrasaltsþjóðirnar,
Ungverjar, Rúmenar og Búlgar-
ar. Meðal allra þessara þjóða
voru lýðræðissinnar í yfirgnæf-
andi meirihluta. En allar þess-
ar þjóðir erú nú hnepptar í
þrældómsviðjar kommúnismans
og er stjómað af leppuia
Moskvumanna.
Engir eftirbátar
ÞAÐ, sem gerzt hefir í löndum
þessara þjóða, getur einnig
gerzt á íslandi. Og það er eins
víst, og að tveir og tveir eru
fjórir, að kommúnistar á íslandi
ætla sér ekki að vera neinir eft-
irbátar kommúnistaflokkanna i
fyrrgreindum löndum.
En vilja lýðræðissinnaðir
íslendingar, frelsisunnandi ís-
lenzkt fólk, að örlög þeirra
og lands þeirra verði hin
sömu og Eystrasaitsríkjanna,
Tékkóslóvakíu og Póllands og
fleiri Evrópulanda?
Ef við viljum það ekki, er
þá ekki kominn timi til þess
að lýðræðissinnað fólk á ís-
landi vakni og geri sér ljóst
hvert stefnir?
Bóndi á Ströndum velurtepptur
á eyðibýli með stóran fjárhóp
Gjögri, Strandasýslu, 28. sept.
SÍÐAN á miðvikudagskvöld, hefur verið mikið óveður á Ströndum,
norðanátt með úrhellis rigningu. — Hefur hvassviðri fylgt og
mikill sjór. í dag er bleytuhríð svo illfært er yfirferðar. Yötn hafa
vaxið mikið við úrkomuna og ár jafnvel orðið ófærar.
Bóndinn að Dröngum, Kristinn
Jónsson, sem er ungur maður og
hraustur, hefur verið veðurteppt-
ur með 170 fjár ásamt tveim með-
rekstrarmönnum á eyðibýlinu
Drangavík í Árneshreppi, síðan á
miðvikudag. Ætlaði hann að reka
féð til slátrunar til Norðurfjarð-
ar, en varð að leita hælis þarna
með skepnur og menn, er veðrið
skall á.
Kristinn lagði af stað með fjár-
hópinn fyrir tveimur og hálfum
sólarhring, en til Norðurfjarðar
er áætluð tveggja sólarhringa
ferð með féð. Skall óveðrið á er
hann var staddur með reksturinn
á Drangavík. Átti hann þá eftir
að koma honum yfir Eyvindar-
fjarðará og var hún orðin ófær
með öllu.
Hafa þeir félagar ásamt fjár-
hópnum síðan haldið til á Dröng-
um, og hefur þeim verið færður
matur af næstu bæjum. Óveðr-
inu hefur þó slotað það, að hægt
væri að halda áfram með féð,
ef Eyvindarfjarðará væri ekki
ófær enn þá.
Heima á Dröngum er ekki ann-
að heimilisfólk en kona Kristins,
með mörg ung börn innan við
fermingaraldur.
Svo mikill sjór var og rok í
gær, að m.s. Skjaldbreið, sem
átti að koma hingað í morgun,
komst ekki áfram og lagðist í var
í Aðalvík. í morgun komst skip-
ið til Norðurfjarðar og ætlaði að
losa tunnur. Varð að hætta upp-
skipuninni sökum veðurofsans.
— Regína.