Morgunblaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 20
20 M ORCVNBLAÐIÐ
• 1 LOUIS COCHRAN: «h - u
! SONUR HAM ANS
Framhaldssagan 40
spöl og þar með er útrætt um
það mál“.
Dink hló góðlátlega um leið og
hann settist við borðið: „Jæja,
Nancy. Ég er alveg orðinn ban-
hungraður".
Hann leit til hennar kankvís-
lega um leið og hann talaði:
„Hvernig myndi þér annars falla
það, að koma aftur til New
Orleans, í skrautklæðum sem
þessurn?"
Hún lét sem hún hefði ekki
heyrt orð hans og andartaki síðar
heyrði Dink til hennar inni í
næsta herbergi, þar sem hún var
að gefa syni sínum góð ráð að
skilnaði. Svo greip hann rymj-
andi eitt bjúgað af fatinu, með
krumlunum einum og byrjaði að
svala hungri sínu.
9. kafli
Tveimur klukkustundum síðar
slakaði Lije á aktaumunum og
vagninn nam brakandi staðar,
framan við hvítmálað og reisu-
legt hús Martins Fortenberrys.
í vaxandi tunglsbirtu kvölds-
ins gnæfði það fyrir framan hann,
hinum megin við hundrað stika
breiða grasflöt, hátt og tignar-
legt, sem alger andstæða við
þriggja herbergja kofann þeirra
mæðginanna.
Og stríðherptar varir unga
mannsins herptust enn meir, er
hann stýrði hinum viljugu hryss-
um af stökustu varfærni inn
á einka-akveginn, sem lá heim að
húsatröppunum.
Lije klappaði hryssunum á
lendarnar, vafði aktaumunum ut-
an um hestastaurinn og gekk stirð
legum skrefum upp þrepin sex
og inn í anddyrið.
Harði flibbinn, sem Dink hafði
lánað honum, særði hann aftan á
hálsinum og hin alltof þrönga
buxnaseta hindraði allar eðli-
legustu hreyfingar hans óþægi-
lega mikið.
Dauf birta smaug út í gegnum
rifurnar í kringum hurðina og
hann gat sér þess til, að hún
kæmi frá olíulampanum, sem
IJTVARPIÐ
Sunnudagur 30. septeniber:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Dómkirkjunni (Prest
ur: Séra Jón Auðuns dómprófast-
ur. Organleikari: Páll Isólfsson).
15.15 Miðdegistónleikar (plötur).
16.15 Fréttaútvarp til Islendinga
erlendis. 18,30 Barnatími (Stefán
Jónsson námsstjóri). 19,30 Tón-
leikar (plötur). 20,20 Tónleikar
(plötur). 20,35 Erindi: Frá Spáni
fyrra erindi (Jón Guðnason stud.
mag.). 21,05 Gömul kynni, — dag-
skrá gerð af Gesti Þorgrímssyni.
22,05 Danslög (plötur). — 23,30
Dagskrárlok.
hann hafði eitt sinn séð standa
á borðinu í miðri forstofunni.
Hann hefði haft gaman af að
gefa móður sinni þannig lampa,
stóran lampa, með kringlóttum
olíugeymi, rósóttum skermi og
víðu glasi.
Fólk þreyttist á því að nota
sífellt kerti og grenikvisti, jafn-
vel þótt slík ljósfæri væru ódýr.
Með skyndilegu hiki, sem
nálgaðist viljaleysi, drap hann á
dyrnar og þegar enginn gegndi
tvísteig hann, órór í skapi, fram-
an við hurðina.
Skyndilega hrifsaði hann hatt-
inn af höfði hér, blytti fingurna
í munnvatni sínu og notaði
þá svo sem greiðu til þess að
skipta hárlubbanum úti í öðrum
vanganum, með fálmkendum,
stirðbusalegum tilburðum.
Aldrei hafði hann fundið til
slíkra tilfinninga gagnvart neinni
konu áður. Hann hafði heldur
ekki kynnzt stúlku ins og Liza-
beth Fortenberry áður.
Kvenfólkið, sem hann þekkti,
voru hinar hörundshrjúfu, laus-
holda stúlkur þorpsins og stúlk-
ur úr nærliggjandi svitum, sem
ekkert höfðu ferðazt nema í
mesta lagi til Vicksburg og Gren-
ville, stúlkur, sem aldrei voru í
fínum kjólum. Elizabeth Forten-
berry var alltaf í fínum kjólum
og hún hafði meira að segja
stundað nám í New Orleans.
Hann drap aftur á dyrnar,
fastar en fyrr, og enn aftur, en
harðir hnúarnir skullu með brak
andi smellum á viðarborð hurð-
arinnar.
Undarlegt að enginn hundur
skyldi sjást úti við. Næstum allir
sem Lije þekkti áttu hunda,
marga hunda, allir nema þau
mæðginin.
Móður hans geðjaðist ekki að
hundum. Sagði að hljóðin í þeim
væru allt of lík ópum dæmdra
sálna í víti á hinum dauðahljóðu
nóttum, þegar þeir væru að gelta
að tunglinu.
Stígvélahljóð barst til hans inn
an úr forstofunni, sem var með
ódúklögðu gólfi og andartaki síð-
ar var hurðinni lokið upp, mjög
hægt og varfærnislega.
Hann ræskti sig, heldur í hærra
lagi, en svo opnuðust dyrnar
upp á gátt og þýð rödd barst til
eyrna honum, svo hikandi að lík-
ast var óvilja og tregðu.
„Ert það þú, Lije?“
„Jó, það er ég“. Rödd hans var
óvenjulega rám og óþjál og hann
langaði óstjórnlega mikið til að
grípa aftan í setuna á buxunum,
sem voru svo þröngar að þær
særðu hann.
„Ég skauzt hingað akandi, til
þess að flytja þig. Ert þú ferð-
búin, ungfrú Lizabeth?"
Það var lítill fagnaðarhreimur
í röddinni, sem svaraði, aðeins
Alhliða fínþvotta-, upp-
þvotta og hreingerningaefnJ.
Einasta þvottaduftið, sem
eyðir og kemar í veg fyrir
gulun gerfiefnanna, svo sem:
Nælon, Perlon, Dralon, Rho-
vyl, enn fremur gránun og
fölnun ullarinnar. Auk þess
varnar REI lykkjuföllum og
lómyndun.
Skýrir alla liti.
Þess vegna er REI fullkomn-
asta þvottaefnið fyrir allan
viðkvæman þvott.
REI til uppþvotta: Þurrkun óþörf. — REI til hreingerninga:
Þurrkun óþörf. — Engin blettaskil. REI reynist ávallt bezt!
Heildsölubirgðir: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h.f.
Drengur eða stúlka
óskast
til sendiferða á opinbera skrifstofu. — Upplýsingar
umsækjanda um aldur sendist blaðinu fyrir hádegi n.k.
mánudag, merkt: ,,Gott kaup — 4633“.
MARKÚS
Odýrt! Drjúgt!
Sunnudagur 30. sept. 1956
KELVINATOR
— 8 rúmfet —
Hinir vinsælu 8 rúmfeta
Kelvinator kæliskápur
eru nú fyrirliggjandi.
— Verð kr.: 7,450.00.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Hversvegna
eru menn alltaf vel kíæddir í vönduðum
fötum? — Vegna þess að þau eru alltaf
eins og ný. Þesskonar föt fáið þér saum-
uð hjá okkur. Nýtt úrval fataefna var
að koma frá Englandi.
Árni & Bjarni
Tólg
Stórkostleg verðlækkun á tólg
Kostaði áður kr. 10.75 pr. Vi kg.
Kostar nú aðeins kr. 6.65 nr. V2 kg.
Fæst í flestum matvöruverzlunum
Heildsölubireðir:
asakin
SÍMAR 7080 & 2678
Eftir Ed Dodd
Mánudagur 1. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd
um (plötur). 20,30 Útvarpshljóm-
sveitin; Þórarinn Guðmundsson
stjórnar: „Ógleymanlegar stund-
ir“ eftir Görschel. 20,50 Um dag-
inn og veginn (Andrés Kristjáns-
son blaðamaður). 21,10 Einsöng-
ur: Kristinn Hallsson syngur; —
Fritz Weisshappel leikur undir. —
21.30 Útvarpssagan: „Októberdag
ur“ eftir Sigurd Hoel; IX. (Helgi
Hjörvar). 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10
Búnaðarþáttur: Sturla Friðriks-
son magister talar um tilraunir
með nytjajurtir. 22,25 Kammer-
tónleikar (plötur). — 23,05 Dag-
skrárlok.
1) — Hvað segja trumburnar,
Kútú?
2) — Þær segja sögu Phils.
Óhamingjusamur maður en góð-
ur maðus-
3) — Hvernig líður Sirrí?
— Henni hefur orðið mikið um
þetta.
4) — Ég hafði enga hugmynd
um, að henni þætti svona vænt
um Phil.