Morgunblaðið - 07.10.1956, Page 16

Morgunblaðið - 07.10.1956, Page 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Surmudagur 7. ofet. 1956 Laugavegi 27 — sími 2303 70 ára í dag Sigursteinn Steinþórsson ■¥f/uróasat(m V W'^ SlMAR 7080 & 2678 SJÖTUGUR er í dag Sigursteinn Steinþórsson verkstjóri á Vinnu- hælinu að Litla-Hrauni á Eyrar- bakka. Sigursteinn er fæddur 7. okt. 1886 á Amarhóli í Gaulverja- bæjarhreppi, sonur merkishjón- anna Sigríðar Jónsdóttur og Steinþórs Eiríkssonar, sem lengi bjuggu á Arnarhóli myndarlegu búi. Sigursteini lærðist fljótt að gera sér grein fyrir, hvað lífið hafði að færa — erfiði eða ölmusu. Hann valdi fyrri kostinn og hóf því snemma vinnu, enda systkinin mörg og við fátækt og ýmsa örðugleika að stríða. Hugur hans beindist fljótt að sjósókn og fiskveiðum, þótt fæddur væri hann í sveit og upp- alinn. Á 13. ári réðist hann upp á hálfan hlut sem beitustrákur, eins og það var kallað, til Guð- mundar Jónssonar rennismiðs, sem lengi var formaður í Loft- stcðarsandi. Síðustu vetrarvertíðina fyrir fermingu réðist hann svo til Þórðar Péturssonar í Hólshúsum, sem einnig var formaður í Lofts- staðarsandi, en hjá honum réð- ist hann fyrir heilan hlut. Það bar því fljótt á stórhug Sigursteins og dugnaði. , Hugur hans leitaði brátt á nýj* ar slóðir og augu hans kröfðust víðari sjóndeildarhrings. Hann ákvað að leita iengra að heiman, leita nýrra afvintýra, — kynnast öJ' ’m v- 'Öðvum. Strax að 1. .iingu réði hann sig á sk_^iia „Nýensu“, sem gerð var út frá Reykjavík. Skipstjóri var Björn Gíslason. Kaupkjör Sigursteins voru þá kr. 45.00 yfir vorvertíðina og að auki allir happadrættir — tros. Að lokinni vertið lagði svo Sigursteinn af stað heim til föð- urhúsanna mjög ánægður með feng sinn eftir erfiða, en lær- dómsríka vorvertíð. Sjómennskan féll honum vel í geð og stundaði hann sjó á skútunum þar til þær lögðust niður og við tóku togarar. Fyrstu sjórnannsár sín var hann jafn- an heima á sumrum yfir hey- annatímann og stundaði heyskap á búi föður síns. Sjómennsku Sigursteins lauk ekki með hvarfi skútunnar, þrátt fyrir sjóvolk undangenginna ára og margan lífsháskann. Nú réði hann sig á togarann Marz, stórt og glæsilegt skip, sem klauf hafflötinn með hvít- fyssandi sjólöðri jafnt í logni sem vindi. Skipstjóri var Þórarinn Ol- geirsson, vel kunnur skipstjóri og aflamaður, sem nú er búsettur í Englandi. Sigursteini fahnst sem hann værí kominn í annan héim, þeg- ar hann steig um borð í þetta glæsilega skip og það brunaði út úr Reykjavíkurhöfn hljóð- laust og tígulega án segla eða áraskvamps. Hann fann vel að tímar voru breyttir og ekki var lengur þörf fyrir lipurð hans í reiðanum, en oft tók Sigursteinn á sig þá hættu að klífa reiöann í stórsjó og stormi úti á rúmsjó, ef segl- taugar slitnuðu, eða annað færð- ist úr lagi, því að hann var lipur og snarráður reiðamaður. En betur sá Sigursteinn, að gamli tíminn var að víkja fyrir þeim nýja, þegar varpan var sett fyrir borð. Handfærin voru búin að lifa sitt glaðasta og urðu að víkja fyrir stórvirkum veiðarfærum nútíma tækninnar, sem áttu þó eftir að stækka og endurbætast. Á þeirri stundu hugsaði hann til færis síns og minntist með söknuði margra ánægjustunda, sem hann hafði átt við borð- stokkinn, þegar skútan vaggaði mjúklega á öldum úthafsins og marr siglutrjánna var það eina, sem rauf þögnina með sínu sama hljóðfalli. Sigursteinn var afla- maður góður, sídragandi, ef hann sendi færi, og var því eftirsótt- ur sjómaður. Hann var togarasjómaður þar til hann hætti að stunda sjó og tók við verkstjóm hjá vegagerð ríkisins við vegalagningar og var við það í fjögur ár. Árið 1931 gerðist hann verk- stjóri á vinnuhælinu að Litla- Hrauni og gegnir því starfi enn þann dag í dag. Hann hefur því haft verkstjórn þar á hendi í 25 ár. Sigursteinn er vel ern og hraustur. Hann gengur að allri vinnu með sömu ósérhlífni og dugnaði sem jafnan einkenndi hann í störfum fyrri ára jafnt á sjó og landi. Hann er vel liðinn af sínu vinnuliði og reifur í vinahópi. Mestan áhuga hefur hann haft á landbúnaði og fi.skveiðum. Hann á kindúr og hesta, sem hann annast í frístundum af mik- illi alúð og segir að jafna megi saman að ríða góðum gæðingi og sigla skútu í hagstæðum byr. Hann hefur gaman af að koma á hestbak og á góða he6ta, enda hestamaður. Nú eru nýafstaðnar fjallferðir og fór Sigursteinn í lengstu leit, eins og það er nefnt, en á fjall hefur hann farið undanfarin ár, og kemur jafnan ánægður heim með kærar minningar. Þegar hann tók fram farangur sinn til þessarar fjallferðar hým- aði yfir svip hans og gætti hann vel að, að ekki gleymdust nauð- synlegir hlutir. Aðspurður hvort hann ekki kviði slíkum feröum nú orðið, svaraði hann því til broeandi, að nú væri sumarfríið fyrst að byrja, en hann hafði nýlokið sínu sumarfríi frá verkstjórn og var byrjaður við starf sitt að nýju. Ég óska Sigursteini ynnilega til hamingju með þennan merkis- dag og ennfremur góðs gengis á komandi árum með þökk fyrir liðin ár. Eg veit að allir vinir Sigursteins og kunningjar hugsa til hans með hlýhug á þessum i degi og óska honum hins sama. Vinur. ♦ Ð ♦ ♦ 1>EZT AÐ AUGLÝSA í ♦ ♦ ♦ Morgunblaðínu % Einangrunarkorkur l-%“ þykkt, fyrirliggjandi. — Korkur undir gólfdúka fyrirliggjandi. Símið — Við sendum. Þ. Þorgrímsson & Co. Hamarshúsinu — Sími 7385 Framvegis hættir verzlunin að selja sirz og flúnel, verða því þær birgðir sem til eru seldar með lágu verði. V efnaðoi vöruverzlunin Týsgötu 1 KR.R. K. S. í. Haustmót xneistaratlokks heldur áfram í dag klukkan 2 e.h. þá keppa VALUR - ÞROTTUR FRAMI - VÍKIIMGUR Mótanefndin. og strax á eftir, eða klukkan 3,45, keppa Komið og sjáið spennandi leiki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.