Morgunblaðið - 10.10.1956, Qupperneq 2
2
MORCVKBL4Ð1Ð
Miðvikudagur 10. okt. 1956
Atriði úr Paradísarbörnunum.
Kvikmyndafélagið Filmía
hefur sýningar um helgina
Sami sýningartími og verið hefur undanfarin ár
K
" VIKMYNDAFÉLAGIÐ FILMÍA hefur fjórða starfsár sitt um
næstu helgi með því að sýna frönsku myndina „Paradísar-
börnin“ (Les Enfants du Paradis). Þau þrjú ár sem Filmía hefur
starfað hafa verið sýndar um 50 leiknar kvikmyndir á vegum
félagsins, auk fjölda aukamynda. Flestar leiknu myndanna hafa
verið bandarískar — hinar hafa verið stuttar Chaplin-myndir. —
Flestar langar leikmyndir hafa verið franskar, þá koma brezkar,
rússneskar, danskar, sænskar, þýzkar, tvær mexikanskar og ein
ítölsk. Þá hafa tvær íslenzkar myndir verið sýndar: Ullarband og
Laxaklak.
„PARADÍSARBÖRNIN"
Mynd sú sem nú verður sýnd
er frá árinu 1945 og því 11 ára
gömul. Leikstjóri er Marchel
Carné en áður hafa fvær aðrar
myndir eftir hann verið sýndar
hjá Filmiu, „Hotel du Nord“ og
„Les Portes de la nuit“. Handrit-
ið gerði hinn góðkunni Jacques
Prévert og tónlistina samdi
Joseph Kosma. Aðalleikendur
eru: Arletty, Jean-Jouis Barrault,
Pierre Brasseur og Maria Caes-
ares. Myndin fjallar um leikhús-
líf í Parísarborg á síðustu öld,
en er um leið bitur ádeila á hina
ríku og þá „sem hafa komizt
áfram í þjóðfélaginu“.
„HIN VOTA GRÖF“
Næsta mynd þar á eftir ve.-ður
brezka myndin „Hin vota gröf“
(„In Which We Serve“) eftir
Noel Coward. Sú mynd var gerð
árið 1942 og leikur Coward aðal-
hlutverkið. Hann samdi einnig
handritið og tónlistina. Myndin
fjallar um brezka sk-ipbrotsmenn
í síðustu heimsstyrjöld baráttu
þeirra og vonir. Þá verður sýnd
franska myndin „Ofsókn“ („Pani-
que“) eftir Duvivier, en aðalleik-
endur hennar eru Michel Simon
og Viviane Romance. Eins og
Paradísarbörnin er Ofsókn böl-
lýnismynd, rannsókn á ofsókn-
araeði múgsins. Þá verður sýnd
brezka myndin „Að hika er sama
og tapa“ („Thunder Rock“) eftir
John Boalting, sem var að at-
huga kvikmyndaaðstæður hér á
íslandi fyrir tveimur sumrum.
Aðalleikandi myndarinnar er
Michael Redgrave. Síðasta mynd-
in, sem sýnd verður fyrir jól er
„Merry Go Round“, þögul mynd
eftir meistara Eric von Stroheim.
FÉLAGSSKÍRTEINI
Mikil aðsókn hefur verið að
sýningum Filmíu þau ár sem
félagið hefur starfað og færri
ur og sýningartími. Verða tvær
sýningar á hverri mynd eins og
áður, hefst sú fyrri kl. 15 á laug-
ardögum en sú síðari kl. 13 á
sunnudögum.
Stjórn Filmíu skipa Jón Júlíus-
son menntaskólakennari, for-
maður, Matthías Jóhannessen,
blaðamaður, ritari, Magdalena
Thoroddsen, blaðamaður, gjald-
keri, og Sverrir Lárusson skrif-
stofumaður meðstjómandi. End-
urskoðandi félagsins er Baldur
Tryggvason tryggingafræðingur.
Flugvallarstarfs-
menn unnu flug-
fél.menn í fófbolta
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 9.
okt.: — Knattspyrnudeild íþrótta
félagsins hér á flugvellinum
keppti á sunnudaginn við knatt-
spymufélag starfsmanna Flugfél.
íslands. Fór leikurinn fram í
Reykjavík og sigruðu flugvallar-
menn flugmannaliðið með 4 mörk
um gegn 0. — Þessum úrslitum
hafa „Faxarnir" ekki viljað una,
og í búningsklefunum að leikslok
um kom strax fram áskorun frá
flugfélagsmönnum um annan
leik. Skal hann fara fram hér á
knattspyrnuvelli flugvallarstarfs
manna á sunnudaginn kemur kl.
4 síðd. — B.
Afstaða Bandaríkjanna hin sama
og NATO
JOHN J. MUCCIO, bandaríski ambassadorinn á íslandi,
kom hingað í gær eftir för sína til Washington, þar sem
hann sat fundi utanríkisráðherra íslands og Bandarikjanna
um varnarsamninginn frá 1951.
Við komu sína lýsti ambassadorinn yfir því, að hinar
hispurslau.su og vinsamlegu viðræður í Washington hefðu
verið gagnlegar og gefið báðum aðilum skýrari mynd af
þeim viðhorfum sem ríkjandi væru hér og í Washington
varðandi varnarmálin. Hann ræddi ekki einstök atriði þessa
vandamáis, en sagði að afstaða Bandríkja-stjórnar væri enn
sem fyrr byggð á þeirri álitsgerð, sem Atlantshafsráðið
lagði fram í ágúst s.l., samkvæmt beiðni fslendinga.
í þeirri álitsgerð er m. a. komizt svo að orði undir lokin:
„Að lokinni vandlegri athugun á þessu máli frá pólitísku
og hernaðarlegu sjónarmiði er það álit ráðsins, að enn sé
þörf varnarliðs á íslandi, og nauðsynlegt sé að aðstaða og
viðbúnaður sé þar fyrir hendi. Lcggur ráðið eindregið til,
að vamarsamningurinn milli íslands og Bandaríkjanna gildi
áfram í því formi og með þeirri tilhögun, er tryggi styrk
sameiginlegra va'ma.“
Matsveina- og veitinga-
þjónaskólinn settur
Starfar í þremur deildum
Matsveiina-
um hans
og veitingaþjónaskólinn var settur í húsakynn-
um hans i Sjómannaskólanum, miðvikudaginn 3. október,
s.l. Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri setti skólann með ræðu og
ræddi um starf og skipulag hans á komandi vetri. Skólinn
starfar í þremur deildum í vetur: a) deild fyrir matreiðslumenn,
b) deild fyrir framreiðslumenn og c) deild fyrir þá matsveina er
vinnu stunda á flutningaskipum og fiskveiðiskipum.
GLÖS AÐ GJÖF
Að lokinni setningarræðu skóla
stjóra hélt Páll Arnljótsson yfir-
framreiðslumaður í Naustinu
ræðu, og afhenti skólanum að
gjöf 24 glasasett, sem nota skal
við kennslu í skólanum, og af-
henti Páll Arnljótsson gjöfina fyr
ir hönd þeirra framreiðslumanna
Handíða- og mynd-
listaskólnm
UMSÆKJENDUR um nám í
rnyndlistar- og teiknikennara-
deild Handíða- og myndlista-
skólans, sem enr. eigi hafa geng-
ið frá innritun sinni, eiga að
koma í skólann, Skipholti 1, í dag
kl. 2,15 síðd.
Þeir, sem sótt hafa um upp-
töku í kvöldflokka skólans í
teiknun og listmálun, og ekki
hafa ákveðið, í hvorum flokkn-
um þeir verða, eru beðnir um
að hafa samband við skrifstofu
skólans (sími 82821) í dag eða
á morgun kl. 5—7 síðd.
Þá eru stúlkur þær, sem lokið
hafa gagnfræðaprófi verknáms-
ins og óskað hafa inngöngu í
listiðnaðardeild kvenna, svo og
aðrar stúlkur, sem hyggja á nám
í þeirri deild, beðnar um að koma
i skrifstofu skólans hið allra
fyrsta, enda mun kennsla I
nokkrum aðalgreinum deildar-
innar hefjast mjög bráðlega.
Hraðkeppnismót í handknattleik:
Baióttnn líklega á milli
FH, KB og ÍR í karlaílokki
HRAÐKEPPNI H.K.R.R. hefst á
komizt að en viljað. í fyrra voru! föstudaginn kl. 8 að Hálogalandi.
*m 800 manns í félaginu. Gamlir Þátttaka er mjög mikil eða 9
•g nýir áskrifendur geta vitjað
karlaflokkar og 6 kvennaflokkar.
skírteina sinna í Tjarnarbíó milli Á föstudaginn keppa allir flokk
kl. 5 og 7 í dag (miðvikudag), arnir og leika fyrst í kvenna-
fimmtudag og föstudag. Verð hef-
ur verið óbreytt undanfarin 3 ár
eða kr. 75,00 fyrir manninn og
gildir árskortið sem aðgöngumiði
að 15 sýningum. Verðið verður
óbreytt nú, svo og sýningarstað-
flokki Valur—Þróttur, síðan
Fram—Ármann og SBR—KR.
í karlaflokki verða leikimir:
1. Þróttur—FH, 2. Valur—lR,
3. Ármann—Afturelding, 4. Fram
—Víkingur, en KR situr hjá.
Á laugardag kl. 6.50 fer fram
milli-riðill í karlaflokki og verð-
ur dregið í hann á föstudags-
kvöld, en keppninni lýkur á
sunnudagskvöld; hefst keppnin
þá kl. 8 og verða leiknir 4 leikir
Víkingur vann síðustu tvö árin
þessa keppni, en líklegt er að
baráttan verði nú milli F. H.
annars vegar og KR eða ÍR hins
vegar.
er sveinsprófi luku 19. sept., 1946
að Hótel Garði, en þá var annað
sveinspróf hér á landi í þessum
greinum. Er gjöf þessi gefin í
tilefni hinna merku tímamóta, en
þeir halda um þessar mundir há-
tíðlegt 10 ára sveinsafmæli sitt.
Skólastjórinn þakkaði þá ræktar-
semi er fram kæmi með gjöf
þessari.
10 ára iðnsveinar í fyrra gáfu
í sama tilefni skólanum hnífa-
sett þegar skólinn var vígður 1.
nóv. 1955.
Fulltrúakjör á þing
A.S.Í.
IIM s.l. helgi fór fram fulltrúakjör
á Alþýðusambandsþing í allmörg
um verkalýðsfélögum. Félag
blikksmiða kaus fulltrúa sinn á
fundi á sunnudag. Kjörinn var
Helgi Hannesson og til vara Kjart
an Guðmundsson. •
Hið íslenzka prentarafélag kaus
fulltrúa sína að viðhafðri alls-
herjar atkvæðagreiðslu. Úrslitin
urðu þau, að listi stjórnar og
trúnaðarráðs fékk 173 atk., en
listi kommúnista 64 atk. Full-
trúar prentara eru: Magnús Ást-
marsson, Kjartan Ólafsson og Sig
urður Eyjólfsson.
Verkakvennafélagið Framsókn
kaus á fundi s.l. sunudag. Kjörn-
ar voru eftirtaldar konur, eftir
uppástungu stjórnar félagsins: Jó
hanna Egilsdóttir, Jóna Guðjóns-
dóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Guðrún Þorgeirsdóttir, Þórunn
Valdemarsdóttir, Guðbjörg Brynj
ólfsdóttir, Pálína Þorfinnsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Lín-
björg Árnadóttir, Anna Guð-
mundsdóttir, Jenny Jónsdóttir,
Sólborg Einarsdóttir, Sólveig Jó-
hannesdóttir.
Sigríður nokkur Hannesdóttir
flutti hálftíma ræðu og talaði
sérstaklega um þá miklu hæfi
leika, sem hún hefði sem verka-
lýðsleiðtogi og minntist Hanni-
bals sérstaklega í ræðu sinni, sem
síns bezta bandamanns, en jós
aftur á móti skömmum og ill-
yrðum yfir verkakonur. En ár-
angur ræðunnar varð aðeins sá
að Sigríður þessi fékk ekki eitt
einasta atkvæði á fundinum, gáf-
ust kommar alveg upp að ræðp
hennar lokinni.
— Ufanríkisráðherra-
fundurinn
Framh. af bls 1
sæti Belgíu í (jryggisráðinu
og Finnlanð sæti Noregs í
Fjárhags- og félagsmálaráð-
inu.
STUÐLA AB INNTÖKU
N-AFRÍKU
Fundurinn lýsti ánægju sinni
yfir því, að í fyrra bættust 16
ný ríki í samtök Sameinuðu þjóð
anna. Með þessu er stigið veiga-
mikið spor í þá átt að gera Sam-
einuðu þjóðirnar að alheimssam-
tökum, en þeirri stefnu hafa Norð
urlöndin jafnan fylgt. Látin var
í ljós sú von, að á komandi Alls-
herjarþingi yrði sömu stefnu
fylgt, og var samkomulag um að
greiða atkvæði með upptöku
Marokkós, Súdans og Túnis, enda
hefur öryggisráðið þegar mælt
með þessum ríkjum.
FJÖLGAÐ í ÖRYGGISRÁÐIÐ
Rætt var um að fjölgað yrði
sætum í stofnunum Sameinuuðu
þjóðanna, enda leiðir slíkt af auk
inni tölu félagsríkja, og voru
menn ásáttir um að stuðla að
því, að fjölgað yrði í Öryggisráð-
inu um tvö sæti úr hópi þeirra
ríkja, sem ekki hafa þar fasta
fulltrúa, svo og 1 Fjárhags- og
félagsmálaráðinu um þrjú sæti.
SAMSTARF NORÐUR-
LANDANNA
í umræðum um störf innan
sérstofnana Sameinuðu þjóðanna
var lögð áherzla á það, hversu
mikils virði það væri, að Norð-
urlöndin hefðu með sér náið sam-
starf, einkum við undirbúning
funda í stofnunum þessum.
! ! !
Þá voru ennfremur rædd mál,
sem varða fund Norðurlandaráðs
í Helsingfors í febrúar 1957.
! ! !
Að boði finnsku ríkisstjórnar-
innar verður næsti fundur utan-
ríkisráðherra Norðurlanda hald-
inn í Helsingfors í apríl 1957.
Seldi vel
TOGARINN Júlí frá Hafnarfirði
seldi í Bremerhaven í gær 180
lestir fyrir 145,400 mörk, en það
er afbragðssala og sú bezta, sem
íslenzkur togari hefir náð á þessu
hausti.
- „Yilringarnir"
Framh. af bls 1
að efnahagsþróunin vestan
járntjalds væri miklum mun
hægari en þróunin fyrir aust-
an, og væri það áhyggjuefni.
Hins vegar virtust hin frjálsu
lönd Evrópu nú eiga fyrir
höndum efnahagslegt blóma-
skeið, og væri þróunin þar
þegar orðin örari en hún er
í Bandaríkjunum.
Islendingar laka
markað af Dönum
BREZKA fiskveiðitímaritið Fish-
ing News skýrir frá því að fisk-
sölur Dana til Tékkóslóvakíu hafi
stórlega minnkað. Árið 1954 nam
fisksala Dana þangað 6 milljón
d. kr. Árið 1955 var hún helm-
ingi hærri, eða 12,4 millj. d. kr.
En á fyrstu sex mánuðum þessa
árs hefur danskur fiskur selzt til
Tékkóslóvakíu fyrir aðeins 1
milljón d. kr. Á síðustu þremur
mánuðum, júlí—september, hef-
ur enginn danskur fiskur selzt
þangað.
í viðskiptasamningum Dana og
Tékka, sem undirritaðir voru 1.
júní s.l., var ákveðið að Tékkar
keyptu fisk af Dönum fyrir 8,6
millj. d. kr.
Það er álit danskra fiskkaup-
manna, að íslendingar séu að
taka markaðinn fra þeim í Tékkó
slóvakíu og sé það eina orsök
hinnar hrapandi fisksölu Dana
til Tékkóslóvakíu.